Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1971 Nokkrir þátltakenda á eíflis- og efnafraeðinámskeiðimi fylg;jast með tilraunum, Grúska í eðlis- og efnafræði 26 kennarar á námskeiði í Reykjavík og f jöldi úti á landi JM þessar mundir stendur er þýðing á bókinni Chetn fir í Menntaskólanum í study og í 5 daga er kennt meB fyrirlestrum og verklegri kennslu. Hrólfur sagði, að tvö slí'k námskeið væru á Akureyri um þessar mundir og tvö væru í uppsiglingu á Hall- ormsstað og Leirá í Borgar- firði. Þá mun vera í deiglunni að hafa þriðja þátt slíks nám- skeiðs næsta haust, en mikill áhugi er hjá keinnurum fyrir þessum námskeiðum. Hrólfur Kjartansson gerir tilraunir á eðlis- og efnafræði námskeiðinu í MR. r AUGLÝSINGA \ \ TEIKNI- V STOFA \ MYNDAMOTA vSÍMI 2-58-10 1 Rússar skamma norska herinn MOSKVU 6. september — NTB. „Norskir herforingjar reyna að taka starfsbræðrum sínum í NATO fram í því að hræða smá- borgarana og blása lífi í hernað- argeðsýki í Noregi,“ segir í grein í blaðinu Kasakstanskaja Pravda. Af einhverjum ástæðum hefnr þetta blað haft sérstakan áhuga á Noregi og birtir oft greinar og fréttir frá sovézkum fréttaritur- um í Oslo. Blaðið segir, að leynisamband herforingja og kaupsýslumanna sé að komast tid æ meiri valda í Noregi. Hernaðarútgjöld eru sögð hafa tukizt stórkostlega á síðari árum. Sagt er, að reist hafi verið svokallað Pentagon í Noregi og gífurlegu fé varið til kaupa á hergögnum og til þess Skálafells- stöðin biluð ENDURVARPSSTÖÐ sjónvarps- ins á Skálafeili bilaði rétt er fréttalestri i fyrrakvöld var að ljúka. Stöðvaðist þá útsending til Norðurlands og Austfjarða. Einnig stöðvaðist útsending til Grindavíkur. Samkvæmt upplýsingum Pét- urs Guðfinnssonar, framkvæmda stjóra sjónvarpsins, var bilunin svo alvarleg og viðgerð svo um- fangsmikil að ekki tókst að koma stöðinni í lag fyrir upphaf útsendingar í gærkvöldi. Þó stóðu vonir til að unnt yrði að koma stöðinni í lag fyrir kvöldið í kvöld. Það mun hafa verið spennir, sem brann. Höfuðhögg og handarbrot UMFERÐARSLYS varð um kl. 18 í gær á Grensásvegi sunnar- lega. Þar gengu þrjú ungmenni á jaðri götunnar, en engin gang- stétt er á þessum stað enn sem komið er. A móti ungmenmunum kom sendiferðabíll og ók hann það nærri þeim að hliðarspegiil bíisins slóst í höfuð eins ung- mennisins, sem var stúlka. Féll hún í götuna og var flutt í slysa- deild Borgarspítalans. Stúlkan hlaut áverka á höfuð og í gaer- kvöldi var hún til rannsóknar. Vonir stóðu þó til að áverkar stúlkunnar væru ekki alvarlegs eðlis. Þá má geta þess að enn einm áreksturinn varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sléttu- vegar í gær. Siasaðist barn, sem var í öðrum bílnum — það handarbrotnaði. að víkka út net herflugvalla og gera það nútímalegra. „Herforingjunum fannst þetta samt of lítið. Málpípa norsku hemaðarsamsteypunnar, Militær Tidskrift, varaði Norðmenn við því að ráðast mætti á landið hvar sem væri, sér í lagi í suður- hlutanum þar sem vamirnar væru veikar. Til þess að eyða þessari hættu kröfðust norsku herforingjamir þess, að varnir Suður-Noregs yrðu stórefldar. En þar höfðu þeir frumkvæðið sjálfir og urðu sér ekki úti um samþykki NATOs, og NATO hefur talsvert meiri áhuga á Norður-Noregi,“ segir Kasak- stanskaja Pravda. Styrkur úr minningarsjóði Ara Jósefssonar HINN 28. ágúst sl. var í fjórða sinn veitt viðurkenning úr Minn ingarsjóði Ara Jósefssonar skálds, eins og venja hefur verið á afmælisdegi hans. Þrj'átiu þús und krónur hlaut að þessu s'nni sem viðurkenningu Þorgeir Þor- geirsson „fyrir margháttaða at- höfn í þágu sósíaliskrar menn- ingar á íslandi, en þó e'.nkan- lega fyrir grunnreifa og óvægna gagnrýni í garð islenzkra áhrifa tækja“, eins og segir í greinar- gerð sjóðsstjórnar. Áður hafa hlotið styrk úr sjóðn um þeir Þorsteinn frá Hamri, Guðbergur Bergsson, Vésteinn Lúðvíksson og Dagur Sigurðar — Aðstoðarmenn Franihald af bls. 32 deildarstjóri, en í því sýnist fel ast, sagði Þór að hann hafi ekki skipunarvald yfir öðrum starfs- mönnum ráðuneytisins nema i takmóikuðum mæli og ekki yfir ráðuneytisstjórum og öðrum deildarstjórum. Er þvi líklegt, að til þess hafi verið ætlazt, að hann starfaði að sérstökum verkefn- um fyrir ráðherra en ekki al- mennum stjórnsýslustörfum. — Fyrirmyndir að lagaákvæðinu frá 1969 eru ýmsa-r í nágianna- löndunum. Mun slíkt val sér stakra aðstoðarmanna ráðherra fyrst hafa tíðkazt i Bretlandi, en nú vera algengt í mörgum lönd- um, þ.á.m. í Noregi. Víða mun valdsvið aðstoðarmannanna eða „ráðher-raritaranná“ víðtækara en ráðgert er í íslenzkum lögum og vald þeirra innan ráðuneyt- anna meira. UM þessar mundir stendur yfir í Menntaskólanum í Reykjavík námskeið í eðlis- og el'nafræði fyrir kennara unglingastigsins. Umsjón með námskeiðinu hefur Örn Helga- son, en kennarar eru alls 5. Við litum inn á námskeiðið í gær og töluðum við Hrólf Kjartansson, sem þá var að kenna. 23 kennarar eru á þessu námskeiðd, flestir úr Reykjavík, en einnig utan.af landi. Námskeiðið hófst 26. ágúst og stendur til 11. sept- ember. Kennarar eru Edvard Ragnarsson, Hrólfur Kjartans- son, Sigurður Símonarson, Þórir Ólafsson og Örn Helga- son. Fyrstu þrír dagarnir voru ætlaðir byrjendum á slíkum Hámskeiðum og var þá farið yfir námsefni 1. bekkjar, en síðan eru tvær vikur fyrir ^ framhaldsnámið. !5 dagar fara í efnafræði og er þá stuðzt við bókina Vís- j ^indi byggð á tilraunum, sem — Björn Olafsson Framhald af bls. 2 frába>rir tónlistarmenn, hafi verið ákveðið að skipa þeim í sæti innan hinna mismun- andi hluta hljómsveitarinnar eftir aldri. Munu þeir elztu sitja i fremstu sætunum og síðan eftir aldri. I fréttatil kynningunni segir: „Auk Islands munu eftirtal- in lönd eiga fulltrúa í hljóm- Danmörk: Silfurmunir frá vík- ingatíma finnast FUNDIZT hefur í Rebild í Danmörku allmikið magn silf urmuna, sem taldir eru frá árimum 850—925. Munirnir, sem eru um hundrað talsins fundust fyrir tilviljun, l>eg- ar byrjað var að grafa fyrir húsi í Rebild. Upphaf þessa ftornleifafund ar, sem dönsk blöð segja einn hinn merkasta í Danmörku til þe.ssa, var að bygginga- meistari, Bent Andersen að nafni byrjaði að láta grafa fyrir einbýlishúsi við Gyvel- vej í Rebild. Hann flutti til dálítið af jarðvegi og fann þá silfurkeðju, sem honum virtist við fyrstu sýn lítt áhugaverður hlutur. Þó ákvað hann að láta safnið í Álaborg vita og hafði þá yf- irmaður safnsins, J. C. Ve- bæk þegar forgöngu um frek ari rannsókn. Á nokkrum klukkustund- um fannst þetta mikíla magn silfurmuna, sem fyrr var get- ið, m.a. falleg silfurnæla og beltisspenna með fléttu- mynztri og dýramyndum — af þeirri gerð, sem Uðkaðist á tíma Haralds blátannar og Gorms hins gamla. Einriig fannst men, sem talið er ara- bískt að uppruna. Fjöldi var þarna hringa og brota úr keðj um og öðrum munum. Innan um fornmunina fund ust leifar af leðurpoka eða skinnpoka og er talið, að þeim hafi öilum verið safnað saman í þennan poka og hann síðan grafinn í j'örð. Hugsa menn sér helzt, að þar hafi verið að verki annaðhvort stórbóndi á víkingatimanum eða silfurkaupmaður. Hafi silfurmunirnir verið grafnir vegna ófriðar í nágrenninu og eigandi ekki getað náð þeim aftur af einhverjum ástæðum, e.t.v. hafi hann látið lífið í átökum. pa SllHUrKeojU, sem nonum oiski ao uppruna. r juiui vai nuu miu i aiunuiu.. sveitinni: Alsír, Argentína, Ástralía, Austurrlki, Barba- dos, Belgia, Bolivía, Brasilía, Kanada, Ceylon, Chile, For- mósa, Colombia, Costa Rica, Kýpur, Tékkóslóvakía, Dan- mörk, Dóminikanska lýðveld- ið, Equador, E1 Salvador, Eþíópía, Finnland, Frakkland, Vestur-Þýzkaland, Grikkland, Ungverjaland, Indland, Indó- nesía, Irland, Israel, Italía, Fílabeinsströndin, Japan, Suð- ur-Kórea, Líbanon, Luxem- bourg, Madagascar, Malta, Mexico, Hoiland, Nýja-Sjá- land, Noregur, Panama, Fil- ipseyjar, Pólland, Rúmenía, Singapore, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Thailand, Tyrkland, Egyptaland, Sovétríkin, Eng- land, Bandaríkin, Uruguay, Venezuela, Víetnam og Júgó- slavía. Fulltrúi íslands í hljóm- sveitinni, Björn Ólafsson, er 54 ára að aldri. Hann hefur verið kionsertmeistari í Sin- fóníuhljómsveit Islands í 25 ár frá stofnun hennar. Hann hefur einnig verið aðal fiðlu- kennari við Tónlistarskólann frá 1939. Hann lauk burtfarar prófi frá Tónlistarskólanum 1934 og hélt þá utan til fram- haldsnáms í Vínarborg, þar sem hann lauk hæsta prófi frá Akademíunni árið 1939. Árin 1947 til 1948 dvaldist hann í New York hjá Adolf Busch, í boði hans. Hann hef- ur komið fram, ýmist sem einleikari eða með eigin strengjakvartett, á Norður- löndum, i Austurríki, Tékkó- slóvakíu, Póllandi og Banda- ríkjunum, auk íslands.“ — Flugslysiö Framh. af bls. 1 voru flestir farþeganna komnir út úr henni. Það tók um sólarhring að komast að því hversu margir hefðu látizt í slysinu og var ástæðan sögð sú, að slökkvi- liðs- og sjúkrabifreiðar komu til aðstoðar frá fleiri en einni stöð í nágrenninu. Ennfremur lögðu hermenn, sem voru þarna stadd- ir og einkabílstjórar, farþegun- um lið. Haft er eftir sjónarvotti, 34 ára vélvirkja, Peter Karsten að nafni, að hann hafi verið á ferð í bifreið sinni, er hann varð var við stóran skugga yfir sér. Þeg- ar hann leit upp sá hann, að þetta var flugvél og stóð aftur úr henni reykjarstrókur mikill. Ré.tt á eftir skall vélin á veg- inn nokkur hundruð metra fyrir framan Karsten - það ískraði í hjólum og varð af mik- il háreysti, þegar vélin lenti á brúnni. MORGUNBLAÐSHUSINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.