Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUISrBLABrÐ, MtÐV'IKLTDAGlTR 8. SEPTEMBER 1971 I Perú blasa vanda- málin hvarvetna við — segir Federico Hillbck Seminario aðalræðismaður íslands í Perú — Já, ég er svo sannarlegfa ánaegðnr með þennan fimd ræðismanna íslands. Við för- um héðan miklu fróðari um land og þjóð og væntanlegfa færari um að gregna starfi okkar fyrir fsiand og íslend- inga, sagði Federico Hillbck Seminario, aðalræðismaður fslands í Perú, þegar við hitt um hann að máli, skömmu áð- ur en hann kvaddi ísland í þetta sinn með fögrum viður- kenningarorðum um aðbúnað og gestrisni og Ioforði um að koma fljótt aftur. Hann sagði, að það hefði verið sér afar kærkomið að koma til Islands og sjá hverj mm stakkaskiptum allt þjóð- lifið hefði tekið ftá því hann leit landið auigum í fyrsta sinn — en síðan er llka lið- in háM öld. — Ja, ég kom hingað fyr- ir fimmtíu árum, var þá á leið á norðurpólinn með hol- lenzkum leiðangri og við sigltdum umhverfiis ísland á leiðirani norður. Þá fórum við smáferðir á hestbaki bæði frá Reykjaivik og frá Akureyri. Meðall annars sfeoðuðum við þá Geysi. Leiðangrinum lauk svo í Sviþjóð. f þá daga var norðurpólliinn ungum nmönn- um eftirsóknarverður staður. — Eins og tunglið núna? — Einamitt. — Og hvenær urðuð þér ræðismaður íslands? — Fyrir fimm árum. Þá kom Pétur Thorsteinson til Lima og þegar hann bað mig að taka að mér ræðismannsstarf ið, gait ég svarað honum því til að ég vissi engan Perú- rnann, sem stæði það nær — ég hefði að minnsta kosti séð iandið. Ekki svo að skilja, að starf ið sé svo mikið. Viðskipti ríkjanna eru engin, fáir fs- lendingar búsettir i Perú og ferðamenn fáir. Hins vegar ætla ég að leggja kapp á það á næstunni að stefna Perú- mönnum til íslands. Þeir ferð aist töluvert tál Evrópu og því efeki fara um ísdand eins og aðra staði á leiðinni? — Eruð þér fæddur í Evrópu? — Nei, ég er fæddur í Perú. Faðir minn, sem var þýzkur fluttist til Perú, þeg- ar hann var sextán ára og kvæntist þar. Hins vegar dvaldist ég í 20 ár í Evrópu, var við nám i Sviss á árun- unum fyrir heiimsstyrjöld- ina fyrri og var staddur í París, þegar stríðið hóífst. Hraðaði mér þá heim, en kom svo aftur. Svo vildi til, að ég var sitaddur á Spáni, þegar borgarastyrjöldin þar brauzt út og hraðaði mér þá aftur heim. — Eitt og annað mætti segja að Perú og ísLand ættu sameiginlegt ? —- Svo sannarlega og þá skulum við fyrst telja fisk- inn. Perú er stærsti útflytj- dag auk þess sem við flytj- andi fis'kimjöls í heiminum i um út margs konar tegundtr af fiski. Nú erum við að byrja framleiðslu manneldis- mjöls, sem nota á innanlands. Við höfum of litla kjötfram- leiðslu og of lítið hveiti og ætlum að reyna að bæta það upp með notkun fiskimjöls, því það er bæði næringar- rifet og auðugt að eggjahvitu efnum. — Og Perú hefur fært fiskveiðilögsögu sina út í 200 mílur, svo að við getum liik- lega treyst á stuðning ykk- ar við okkar útfærslu? — Það er nú líkast til og þó meiri væri. Ég kom raun- ar með blaðaúrklippu firá Lima handa Péfcri Thorsfceins- syni þar sem sagt var að Is- lendingar hefðu fært út i 200 mílur. Við færðum út lögsög- una án þess að spyrja nokk- um — enda höfum við svo sem ekiki fengið hana viður- kennda. — Þið hafið þá væntanlega nógu mörg skip til að verja hana? — Mig minnir þau séu fcutt- uigu og þrjú, beitiskip, orr- ustuuskip og hraðbátarl Þeir hafa verið notaðir í vaxandi mæií. — Og hvað gerið þið við landhelgisbrjótana? — Við dæmum þá í svo sem 50.000 dollara sekt og slepp- um þeim svo. — Fá yfckar eigin skip að veiða innan landheílgisilínu? — Já, á vissum tímum árs- ims, nokkuð mismunandi tím um eftir þvl hvaða veið- ar þeir stunda. Og annarra þjóða skip geta líka fenigið til þess leyfi, ef þau greiða sérstakt leyfisgjald, sem er að mig minnir um eitt þús- und doUarar. En þeir vilja auðvitað ekki greiða það, því þar með væru þeir búnir að viðurkenna mörkin. —- Eru samtök sjómanna sterk í Perú? — Já, mjög sterk — og rík ið hefur tekið að sér alllan út- flutnimig fiskafurða, sér sjálft um að gera samninga við kaupendur og ákveður verð- ið. — Nú, fleira eigum við sam eiginlegt, til dæmiis harðbýlt land og jarðskjálfta og af hvoru tvegigja höfum við meira en þið. Er skemmst að minnast jaxðskjálftamna miklu vorið 1970. Landið er gífurlega erfitt, strandlengj- an ekki nema 10—15 kíló- metrar, hiti mikill og raki allt upp í 98%. Því næst taka Andesfjöllin við, stiga bratt upp i 5—6000 metra hæð með tilheyrandi snjó og kulda. Það tekur ekki nema tvær klukkustundir í bifreið eða með jámbrautarlest að kom- ast svo hátt upp frá strönd- inni. Handan f jalllendisins tekur frumskógurinn við. Á ströndinni er Mtið sem ekkert vatn. Til þess að fá raforku, höfum við orðið að gera görng gegnum fjöllim og leiða þar í gegn vatn úr fljót unum, sem renna í Atflants- hafið. Eins förum við að til að fá vatn til áveitu. — Ibúar Perú eru afkom- endur Xnkanna frægu? — Já, stærsti hfluti þeirra eru Indíánar eða afkomend- ur Indíáma og hvitra manna en við höfum fólk af öllum kymþáttum og allt er þetta blandað. — Engin kynþáttavanda- mál? — Nei, það getur ekki heit ið, ekki alvarleg að minnsta kosti. Það sem veldur okkur mestum erfiðleikum er hve íbúar landsins eru dreifðir um fjöll og fimindi — eða þeir eru faldir í afsfcekktum dölum og frumskógahéruðum. íbúar Perú em um 14 milljón ir en af þeim taka tæpast nema tvær milljónir manna virkan þátt í uppbyggingar- starfinu í landinu. Við höf- um reynt að fá fólk til að flytjast til landsins, en það gengur erfiðlega þvi loftslag ið er erfitt. — Perú er auðugt land að Federico Hillbck Seminario. náfctúrugæðum, hefur bæði gull, kopar, siKur og jiárn. fyrir utan fiskinn — og ým- islegt fleira. En þótt framifar- ir hafi verið mikflar er laind- ið vanþróað og menntunar- ástand er t.d. ekki nógu gott. Undanfarin ár hef- ur verið lögð áherzlia á að bæta grunnmenntunina, — barna- og uniglinigamenntun- ina en það er erfitt — fólflcið er svo dreift og vandkvæð- um bundið að fá menntað fólk til að starfa fyrir það. Ástandið I ríkisháskólan- m í Lima, — San Maricos. sem er elzti háskóli Suður Ameriku, stofnaður 1551, — segir sína sögu. Um það bill 8000 stúdentar innritast þar árlega. Þeir þurfa að gang- ast undir inntöfcupróf og næst um helmingur þeirra fellur á þessu prófi. Embættisprófi ljúka varla meira en rúmlega þúsund stúdentar árlega. Og ástæðan er fyrst og fremst sú, að nemenduma skortir undirbúnimgsmenntun. Já, Perúmenn hafa í mörg hom að líta — vandamáiin blasa hvarvetna við þeim. Lýðræðið er hættulegt leikfang í höndum sumra manna Rabbað við aðalræðismann íslands í Tyrklandi, Nihat Hamamcioglu — Árið 1960, þogar Stefán J. Stefánsson, þáverandi sendi- herra i Kaupmannahöfn kom tU Istanbul til þess að opna ræðismannsskrifstofu fyrir Island, leitaði hann til danska aðalræðismannsins þar og bað hann liðsinnis við að finna einhvern heppileg- an mann, er vildi verða ræð- ismaður íslands. Danski ræð- ismaðurinn hringdi til mín — kvaðst hafa gefið upp mitt nafn og sagði: „Ég bið þig að neita þessu ekki.“ Þar sem ég mat þennan mann mjög mik- ils fór ég að orðum hans og hef ekki séð eftir því, sízt eftir að ég hef fengið tæki- færi til að koma hingað til íslands og kynnast landi og þjóð. Þanníig sagði Nihat Ham- amciogiLu, aðalræiðsmaður Is- Xands í Tyirkflamdi frá tildrög um þess, að hann tók við því starfi. Hann er forstjóri fyrirtækis, er ber nafnið Hamamcioglu og hefur verið fjöTskylduieiign frá því árið 1S80. Hann er fjórði ættllð- urimn, sem rekur það og efldri sonur hans, fimimti ættliðuir- inn með þessu nafni, hefur gengið til samstarfs við hanm. Hamamciogliu kveðst vænta þess, að yngri sonur sinn, sem er við nám í véla- verkfræði í Bamdarífcjunum gangi einnig inn i fyriirtæfcið. Áður fyrr var fyrirtæki þetta tengt fiskveiðum og fiskútflutnimigi en nú eru Tyrkiir hættir að flytja út fisk og fyrirtækið hefur breytt um starfsvið, fiyfcur imn ýmsar vörur, einfeum þó stórar vinnuvélar fyrir vega lagningu og bygginigastarf semi ýmiss konar. — Viðlskipti ríkja okkar ■eru auðvitað ekki mikil, seg ir Hamamcioglu, — Tyrk ir kaupa áriega af íslending um um 100 Uestir af þorska iýsi og selja tU íslands iítils háttar þuirrkaða ávexti og sítrónur og ég býst ekki við, að unnt sé að breyta milkiu þar um. Tyrkir veiða það mikið sjáilifir og neyzla þorskalýsls er takmörfc- uð. Huigsamlegt er etf tíl vflfl að flytja eitthvað smávegis af tyrknesku vini til íslandis. — En tóbak? — Ég hef ekki trú á, að Islendimgar vilji tyrkneskt tóbak. Þeir hafa, eins oig aðr- ir, sem hafa amerísfcar sígar- ettur, komizt upp á að nota VirginiiUitóbak. — Hvað þá um ferða- menn? — Ég mun kanna það mál eftir fönguim, þegar heim kem ur, en ég er ekki sérilega bjartsýnn. Tyrkir ferðast ekki mikið sjáflfir, sízt á sumr in, því þeir hafa svo mangt heiima á þeim tima. Sem stendur er málum svo hiáttað i Tyrklandi, að miðað er við, að hver maður fái einungis leyfi til utanfarar einu sinmi á ævinni, nema því aðeins, að menn eigi brýnt erindi vegna viðskipta. Þetta er gert til að draga úr eyðslu Tyrkja eriendis, því að til skamms tíma hafa þeir eytt meira fé utan Ty.rkiands en eriemdir ferðamenn hafa eytt í Tyrk- landi. Þegar meim fara utan fá þeir til eyðslu 200 doDllara og fliastir vilja heldur fara til Parísar eða annarra staða á meginlandi Evrópu en alla leið norður til Isflandis. — Hvað þá um tyrkneska menn, sem fara til starfa í Evrópu. Fara þeir með leyfi stjórnairvalda? — Já, það gera þeir. Þeim er ekki leyft að fara nema þeir hafi trygigt sér atvinnu tfyrirfram. Tyrkir hafa mikið lagt leið sína tifl Þýzkalainds undanfarin ár. Þjóðverjar hafa ráðningarskriístofu í Istanbul og hafa samráð við tyrknesk yfirvöld um mál þeirra, sem sækjast eftir starfi. Hamamcioglu sagði, að Tyrkir væru vanþróuð þjóð -— um það bii 35 mi'lJj- ónir talsints og land þeirra harðbýlt en auðuigt að nátt- úrugæðum. Þau gæði væru hins vegar lamgt frá þvi að vera fultlnýtt og ekki einu sinni fulllkönniuð. Fófllksfjölg- uin næmi um 3% á ári og væri mikið vandamiál — ekki vegna þess, að landið bæri ekki fileira fólk — hann taldi, að þar gætu hæglega lifað' 50 miljónir manna með aukinni tækniþróun^ en vandamáflin væru helzt þau, að uppbygging atvinniuvega, heilbrigðismáfla ag merrnta- mála, héldi ekki i við þessa öru fjöigun, enda væri miklu ábótavant í þeim efnum. 1 landinu væru fjörutíu þús- und þorp, mörg afiskekkt og einangruð í fjafllliendi, þar sem kennarar væru ófúsir að dveljast. Aimenn lagasfeipan sagði hann, að væri sniðin eftir svissneskum iögum oig fyrir háfl'fiu ári eða þar um bil hefði verið sett ný trygging- arlöggjöf, sem iegði grund- vöil að lífeyristrygigiinigum, greiðslu sjúkralkostnaðar ag liánveitingum til íbúðabygg- iniga. — Framfarir eru gieysilega örar í Tyrfclandi, sagði hann. Allt kapp er iagt á að efia iðnað og landbúnað ag er svo komið, að við erum farn- ir að fflytja út veínaðarvöru, jafnvel till Engfliands. Á síðarí áruim hafa orðið miklar fram- farir í léttum iðnaði ag við Nihat Hamaincioglu. höfum nú orðið tvær bila- verksmiðjur, sem Fiat ag Renault verksmiðjumar hafa reist, en meiri hiluti þeirra er í eiigu Tyrkja sjálifra. Stjlómvöld hafia þá grundvaiiarreglu i samnintg- uim við eriend fyrirtæki, sem fjárfesta i landlinu, að heima- menn eigi sjáifir mieirihluta. Tiltekið er í samninigum við bifreiðajverksmiðijumar, að innan fjögurra ára eigi að vera hægt að framieiða 85% bifreiðah/lutanna í Tyriclandí Framh. á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.