Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1971 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1971 Útgafandi hf. Árvakur, Raykjavík. Framkvaemdaatjóri Hsraldur Sveinsaon. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðstoöarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfuiltrúi Þorbjðrn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstrœti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 198,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasðlu 12,00 kr. eintakiö. VIÐHORF í KJARAMÁLUM ’JVTæstu vikur munu kjara- málin og gerð nýrra kjatrasamninga verða í sviðs- Ijósinu. Samningar flestra verkalýðs- og launþegafélaga eru lausir frá næstu mánaða- mótum og verkalýðsfélögin hafa að undanfömu verið að undirbúa kröfugerð sína. Að þessu sinni hefur farið eins og oftast áður, að samninga- viðræður byrja of seint. Kröfugerð verkalýðsfélag- anna mun ekki liggja fyrir fyrr en um miðjan mánuð- inn. Þó hefur Iðja, félag verk- smiðjufólks í Reykjavík, fyr- ir alllöngu lýst sínum kröf- um og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur lýst meg- insjónarmiðum sínum varð- andi gerð næstu kjarasamn- inga. í stjómartíð Viðreisnar- stjórnarinnar náðist umtals- verður árangur í því að koma á sæmilegum friði á vinnu- markaðnum. Júnísamkomu- lagið 1964 markaði tímamót í þeim efnum og næstu árin á eftir tókst yfirleitt að gera samninga milli helztu verka- lýðsfélaganna og vinnuveit- enda án meiri háttar átaka á vinnumarkaðnum. Þegar erfiðleikaárin gengu í garð hallaði hins vegar á ógæfu- hliðina og til átaka kom á vinnumarkaðnum á þeim ár- um. í kjaramálum lagði Við- reisnarstjórnin áherzlu á tvennt, að launþegar fengju jafnan eðlilega hlutdeild í vaxandi þjóðartekjum og að leggja bæri áherzlu á að bæta kjör hinna lægstlaun- uðu. Hið fyrrnefnda tókst með ótvíræðum hætti. Á síld- arárunum miklu var afrakstr- inum skipt milli þjóðfélags- þegnanna í bættum kjörum, en með sama hætti urðu launþegar að taka á sig nokkrar byrðar, þegar erfið- leikarnir steðjuðu að. Þegar kja.rasamningar voru gerðir vorið 1970, hafði hagur þjóð- arbusins batnað mjög og at- vinnufyrirtækjanna einnig. Talsmenn þáverandi ríkis- stjórnar lýstu þá hvað eftir annað þeirri skoðun sinni, að atvinnufyrirtækin gætu stað- ið undir nokkrum kjarabót- um, en deilan þá stóð raun- verulega um það, hversu miklar þær gætu orðið án þess að verðbólguhætta staf- aði af. Hins vegar reyndist mun erfiðara að tryggja hinum lægstlaunuðu bætt kjör um- fram aðrar stéttir. Ástæðan fyrir því, var hvorki vilja- leysi stjórnarvalda né við- semjenda verkalýðsfélag- anna, heldur innanbúðar vandamál hjá verkalýðshreyf ingunni. Samtök hinna betur stæðu innan verkalýðshreyf- ingarinnar voru ekki reiðu- búin til þess að fallast á meiri kjarabætur til handa ákveðnum hópum í verka- lýðsfélögunum en öðrum. Um þessar mundir er að mörgu leyti svipað ástatt og vorið 1970. Augljóst er að sumar atvinnugreinar geta staðið undir talsverðum kjarabótum. Frá því að samn ingamir vom gerðir vorið 1970 hefur fiskverð hækkað mikið á Bandaríkjamarkaði og það ætti að auðvelda út- flutningsatvinnuvegimum við sjávarsíðuna að taka á sig út- gjaldaaukningu. Hins vegar er ljóst, að aðrar atvinnu- greinar hafa ekki notið sama góðæris og atvinnufyrirtæk- in við sjávarsíðuna. Stærsta spurningamerkið er hinn veikbyggði útflutningsiðnað- ur, sem markvisst befur ver- ið unnið að uppbyggingu á. Hagur þjóðarbúsins í heild hefur batnað mikið í ár og eðlilegt er, að launþegar fái sína hlutdeild í batnandi hag. Hins vegar verður mjög að varast að íþyngja atvinnu- vegunum um of, þá er hætt við að verðbólgan hefji göngu sína á ný. Að þessu sinni hef- ur því verið lýst yfir af for- seta ASÍ, að innan verka- lýðshreyfingarinnar sé nú grundvöllur fyrir því að Ieggja sérstaka áherzlu á bætt kjör hinna lægstlaun- uðu. Því ber mjög að fagna, ef svo reynist í raun. Samtök verkalýðs- og vinnuveitenda hafa jafnan lagt ríka áherzlu á þýðingu frjálsra samninga þessara að- ila á vinnumarkaðnum. Þess- ir aðilar hafa jafnan snúizt öndverðir gegn viðleitni af hálfu stjórnarvalda til þess að segja fyrir um gerð kjarasamninga. Yfirlýsingar vinstri stjómarinnar benda hins vegar til þess að hún hyggist grípa inn í þá samn- ingagerð, sem fyrir dyram stendur. Slíkt er ákaflega óhyggilegt. A.m.k. er nauð- synlegt að á það reyni, hvort samningar geti tekizt með eðlilegum hætti milli verka- lýðs og vinnuveitenda. Sögualdarbærinn í Papey teiknaður upp ogr mældur. Þokan grúfir yfir. MARGAR undariegar sagnir eru til um Papey. Fyrst og fremst hefur eyjan þó sérstöðu í sögu landsins vegna þess að heimildir eru um írska munka, papa, sem dvalizt hafa í Papey um það leyti sem ísland fannst. — Eftir pöpum ber eyjan nafn og í Papey sér enn fyrir riistum, sem kallaðar eru Papatættur og einnig má nefna Irskahól, sem bendir til búsetu íra á eynni. Fram til þessa hefur Iítið fundizt af forn minjum á eynni, sem merkileg- ar teljast, þar til um síðustu helgi að sögualdarbær kom í ljós við fornminjauppgröft á eynni. Forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, hóf þessar rannsóknir árið 1967 og um þessar nuindir dvelur hann í Kirkjan er fest með keðju. Papey í sumarleyfi sínu til þess að ljúka við rannsóknina. Er hér um að ræða fyrsta sögu- aldarbæinn, sem grafinn er upp á Austurlandi og fyrsta bæinn frá 10. öld, sem grafinn er upp svo nálægt sjó. Bæjarrústirnar eru á stað, sem heitir Goðatætt- ur, en þær eru 15 m langar og 3,5 metrar á breidd, svolítið sér kennilegar að gerð, en skammt frá sjálfum bænum er búið að grafa upp rústir af fjósi, sem hefur fylgt bænum. I bæjarrúst uniini hafa fundizt ýmsir smá- munir, pottbrot úr klébergi og er kross grafinn í brotið, tafla úr hneftafli, snældusnúður, brýni og fleiri smáhlutir. Við heimsóttum Papey í fyrradag. Á Egilsstaðaflugvelli skiptum við um flugvél og flugum sem leið lá niður Skrið- dalinn áleiðis til Djúpavogs. Þar beið okkar 10 tonna bát- ur, Antónía frá Djúpavogi, og Karl Emilsson, skipstjóri, leysti snarlega festar þegar komið var um borð og stefnan var tekin á Papey. Með í förinni var einnig Ágúst Guðjónsson frá Djúpavogi. Svolítið gjólupus var á sund- inu, en á leiðinni röbbuðum við saman um Djúpavog og um- hverfið. Kauptúnið stendur við utanverðan og sunnanverðan Berufjörð og íbúafjöldinn er Eftir Árna Johnsen X7j*t um 300. Hefur svo verið lengst af síðan um aldamót. Búlands- tindur setur mjög svip sinn á útsýni frá Djúpavogi og Pap- ey, en hann er þaðan að sjá eins og pýramídi. Þykir mörg- um að Búlandstindur sé eitt formfegursta fjall við sjó á Austurlandi. Atvinna á Djúpavogi byggist aðallega á sjósókn, en þar er einnig landbúnaður og verzlun. Sögualdarrústirnar í Goðatóttum. Frá vinstri: Valgeir, dr. Kristján, Ingimar og Arni. ógrynnl fjiár, en .ekki getað unnt neinium auðæifanna eftir sinn dag og þess vegna grafið gullið í jörð. Stunduim síðan sjást eldar brenna í Papey og ósjaldan hafa menn í landi haldið að Papeyjarbær væri að brenna og róið út í eyna tiil slökkvi- starfa. En allt hafa þetta reyinzt missýninigar, er s'töfuðu frá hauga.eldi. Huildufólk og álfa kvað Gústaf búa í björgum og hólum og sittihvað hefur þótt vera á sveimi þama. Til miarks um það má nefna að fliestöll naut sem í eynni hafa verið hafa orðið kolvitlauis og hin mannýgiustu. Sagt er að tyrkneskir sjó- ræningjar hafi .komið í Fapey á fyrri hl'uta 17. aldar og ræn't þaðan tveiimur piltum, en ann- að fólk á að hafa getað faliö sig. Þar til hinn merkilegi áranigur af forniminjarainnsókn- um i Goðatóttum kom I ljós fyrir noikkrum dögurn, voru merkuistu fonnminjar eyjarinn- Eftir hádegisverð hjá Sigriði húsfreyju slóguimst við í för rannsóknarmanna að Goða- tóttum. Drjúgur spölur er að sögualdarbænum og farið um mýrarfláka. Þokukögur og úða- slæða var gengin að ,en á leið- inni sögðu forsetinn og Gústaf okkur frá mumuim og minj- um Papeyjar. Miðsvæðis milM Goðatótta og Papeyjarbæjar stöidruðum við hjá Hvíldar- steini svokölliuðum. Gústaf sagðist oft hafa hvilt sig þar við iundaburð eða annað, „Og úr klettimum hérna“, sagði hann og strauk fingrum við berghól í seilingarfjarlægð, „hef ég oft beyrt söng og gleði þeirra sem þar búa.“ Forsetinn sagðist hafa tekið sér fri frá skarkala heimsins í nokkra daga til þess að full- gera fornminjarannsókn, sem hann byrjaði á fyrir nokkrum árum. „Papey hefur sérstöðu í sögu landsins", sagði hann, „ög þess vegna er maður nú a3 þessu, en ég hef lengi haift Goðatættur byggðar f yrir 1000 Litazt um í eyju sagna og huldra vætta — Rætt við forseta fslands, herra Kristján Eldjárn, um merkar fornminjarannsókni^ í Papey Hvalstöð var þar áður fyrr. Nú stunda þeir aðallega þorskveið- ar þaðan, en rækjutrollið hefur nýlega verið tekið í notkun þar eins og víðar á landinu, Á Djúpavogi eru nokkur mjög gömul hús, en elzta húsið til skamms tíma, Síbería, brann fyrir nokkrum árum, en neðri hæð þess var byggð úr bjálk- um árið 1796. Langabúð, sem enn er til og var byggð á önd- verðri 19. öld, hefur verið múr- húðuð, en mikið hefur verið rætt um það að koma húsinu aftur í upprunalegt horf. Þá er núverandi skrifstofuhús kaupfélagsins af eld-ri gerðinni, byggt 1848. Danir höfðu verzlun í Djúpa vogi frá því á 16. öld, en áður en verzlun hófst þar á seinni hluta 16. aldar, höfðu Brimar- ar legið til verzlunar í Fúlu- vík, sem er skammt sunnan á Búlandsnesi, steinsnar frá kaup túninu. Urðu miklar deilur milli Brimara og Hamborgara út af verzlunarréttindum á þess um tveimur stöðum. Mikið er um kletta og hóla í kauptúninu og jafnmikið er til aif huldufólks- og álfasögum. D-raugasögur voru á sínum tíma alls ráðandi á staðnum og þorðu menn vart á milli húsa að kvöld lagi nema í fylgd, en þeir hug- aðri báru fyrir sig Faðir vorið, enda voru vegalengdir á milli húsa í Djúpavogi maeldar í Fað ir vorum áður fyrr. Þá virðist sitthvað hlaupa þarna í sofandi menn og til eru sagnir um svefn göngur fáklæddra manna á milli húsa í þorpinu og allt upp í nokkra kílómetra. Þó mun vera kristilegri blær á þessu upp á síðkastið. Eftk- klukkustundar siglingu legur í eynni fyrr en Gústaf Gíslason bóndi í Papey birtist skyndilega á hlaðinu, hávaxinn, svipmikill og rólegur í bragði. Gústaf bjó ásamt systur sinni Efsta röð: Tvö brýni. Miðröð: F. v. pottbrotið með kross- markinu, snældusniiðurinn og taflan úr hneftaflinu og neðst eru tvö brýni. út í Papey renndi Antónía inn einn voginn á norðanverðri eynni og þar stukkum við upp á klappirnar og héldum sem leið lá þvert yfir eyna í áttina að eina bænum, sem þar er. Hand an við skýjaþykknið var sól í hádegisstað þegar okkur bar að garði. Enginn maðu.r var sjáan- Sigríði í Papey í 9 4r þar tll ryrir þremur árum að þau flutt ust til Djúpavogs, en Gísli faðir þeirra bjó i Papey frá 1900 til 1948. Von var á forsetanum og félögum hans heim í hádegismat frá forn- minjarannsókn'un'Uim á vestain- verðri eynni, en á meðan geng- um við með Gústafi og skoðuð um bæinn. Gömliu húsin eru burstabæir, en í nýjasta bænum gista leiðang'ursimienn oig ann- azt þau systkin húsihaldið. Pap- ey er um það bil 2,5 ferkm að stærð, sem næst í austur frá Haimarsfirði. Papey er 58 m há þar sem hún er hæst og allmik- ið af fugli heídur sig í björgum eyjarinnar. Mest er af lunda, en einniig imiikið á'f ritu, lanigvíu, æðarfiugli, kríu, fýl og fleiri fugl'uim. Líti! kirkja er á eynni’, en ekki sagðist Gústaf vita hve- nær hún hefði upprunalega verið byggð. Hins vegar hefði hún verið endurbyggð 1902 og voru þá settir í hana nýir mátt- arviðir. Kirkjan er byggð oían á grjótMeðsliu og er hún fest niður með keðjum. Þótti Gúst- afi eiginlega furðulegt að hún væri ekki fokin. Áður var kirkjuloift yfir hálfu kirkjiuskip- inu, en Síðar var þvi breytt og sett heilt lioft í hana vegna þess að það var svo gott að geyma dún uppi á kirkj'ulaftinu. Undir kirkj’ugól'finu við al'tarið er steinhel'la, seim enginn veit hvað hylur. Gústaf sagðist aidrei hafa séð hell'una, en fað- ir sinn hefði sagt sér frá henni og eitthvað saigði hann vera undir he'll'unni. Ég spurði Gústaf hvorit ekk- ert hefði verið rætt um að kanna uindir heliliunni. „Ég vei't nú ekki hvað þeir gera eftir að maður er dauður,“ svaraði hann og svo gengium við út úr kirkj’unini. Papey er hlunnindajörð mikil og sagt er að þeir sem þar hafi búið ’hafi koimizt vel af og orðið rúkir. Um einn ábúandann er það sagt að hann hafi grætt T.v.: Forsetinn heldur á einu brýninn af mörgum, sem fimdusl I rústinni. I miðjimni: Syðri ba-j arveggurinn mældur. T. h.: I önnum með skriffæri og mælistiku. (Ljósm. Mbl.: á. j.) ar brot úr litluim trékrossum, sem fundust við uppgröft 1927, en þessar fornminjar eru nú í vörzlu Þjóðminjasafnsins. Þar sem við Gústaf sátum á kirkjubarðin’U og röbbuðum um fuglaliifið og undur Papeyjar, sáum við hvar fonsetinn kom ásamt félögum sínum ganigandi austur eyjuna í átt að bænum. Heilsuðuim við hressuim mönn- um og léttum í bragði, enda góður árangur af rannsóknun- um. Til aðstoðar forsetanum við rannsóknimar eru Ámi Hjart- arson náttúrutfræðinemi úr Reykjavik, Valgeir Vilhjálms- son hreppsstjóri á Djúpavogi oig Ingimar Sveinsson skóila- stjóri á Djúpavogi, Papeyjar- sysitkinin Gústaf oig Sigríður og ung sbúlka hjá þeim, Svan- dlís Sverrisdóttir. áhuga á að kanna hér nokkra staði, sem eru rnjög florvitni- legir fyrir fornmiinjarannsókn- ir fyrst og fremst vegna sagna um Papey. Fyrst kom ég hér 1964 og kannaði staðhætti, en staldraði þá aðeins einn dag. Næst flórum við svo hingað út 1967 og unn.um við rannsókn- ir í 3 daga. Þá athugaði ég nokkuð rústirnar í Goðatótt um og þótti þær forvitnilegar, en það hefur verið mikið verlk að grafa þetta upp. „Hvenær var by.rjað að grafa í Goðatóttum?" „Við byrjuðum 1969, en þá vorum við hér í 10 daga. Við sáum fljótlega að rústirnar voru frá fomöld og grófum þá alveg upp eina rústina. Kom þá i Ijós að um var að ræða rúst af fjósi og sézt mjög greinilega Framh. á bls. 21 Efst: Gfistaf Papeyjarbóndi kankvís á svip. I miðjiuuu: Papeyjarbærinn. Neðst: Gústaf, Sigríður og Svandís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.