Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBIvAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1971 A I * ® 22 0-22 RAUOARÁRSTÍG 31 25555 WMF/OIR BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Sendifen5sbifretá-VW 5 menna -VW svefnvagn VW 9 manna - Laodrover 7 manni f ITT A BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL TS? 21190 21188 BÍLALEIGA Keftavik, sími 92-2210 Reykjavík — Lúkasþjónustan S- ^u.-landsbraut 10, s. 83330. LEIGUFLUG FLUGKENNSLA Bílaleigan SKÚLATÚNI 4SÍMI15808 (10937) Odýrari en aárir! Shodr LE/GAN AUÐBREKKU 44 - 46. SlMI 42600. 0 Reykjavíkur-bílstjórar og aðrir bílstjórar Yngrví Jónsson skrifar: „Keflavík, 1. sept. 1971. Velvakandi sæll! Ég var að enda við að lesa grein Æ.S. frá Stöðvarfirði um akstur Reykvíkinga og annarra landsmanna, og er hann stór- orður mjög um grein Ó.Ó. i Rvík, sem birtist í Velvakanda 10. ágúst sl. Ég held, að notaði hann sjálfur það heilræði, sem hann gefur Ó.Ó. í lok bréfs sins, myndi hann ekki skrifa svona bréf. Ó.Ó. segir, að utanbæjarbíl- stjórar „plummi“ sig fjári illa í umferðinni í Rvík og kennir þar m.a. um slæmri eða lélegri ökukennslu. Ökukennarar eru áreiðanlega misjafnlega góðir, eins og aðrar starfsstéttir, en ég er þess fullviss, að ökukenn- arar úti á landi eru að jafnaði ekki lélegri en í Rvík, en þeir hafa bara ekki aðstöðu til að fara með nemendur t.d. frá Stöðvarfirði til Reykjavikur, til að kenna þeim akreinaakstur og annað, er borgarumferð fylgir. E.t.v. gætu þeir eitthvað bætt úr þessu með góðum kvikmyndum, sem þeim yrðu látnar í té, og svo mættu þeir áreiðanlega benda nemendum sínum á, að ekki er óliklegt að R-bílar „plummi" sig fjári illa á þröngum vegum, þar sem þeir þekkja ekki hvert ræsi og hverja holu í veginum eins og heimamenn. Alveg á sama hátt mættu ökukennarar i þéttbýli leggja áherzlu á, að taka verð- ur tillit til þess, að utanbæjar- bílstjórar eru margir óvanir borgarakstri og þekkja ekki ak- Jiorðurbraut U1 Hafnarfirði SÍMI 52001 EFTIR LOKUN 50046 Lausir bílar í dag reinaskiptingu á götum, sér- staklega þegar málningin er farin af götunni eða snjór hyl- ur hana. Mikið er talað um, að leigu- bílstjórar og strætisvagnastjór- ar „svíni“ I umferðinni í Rvik. Ég tel, að þetta hafi við nokk- ur rök að styðjast, en þarna eru þeir á sínum heimaslóðum og þekkja allar aðstæður vel alveg á sama hátt og utanbæj- arbílstjórarnir á sínum þröngu og bugðóttu vegum. Auk þess hafa strætisvagnastjórarnir stífa áætlun að fara eftir. Að mínum dómi er það rétt, að R-bílar viki að jafnaði be2t og sýni yfirleitt meira umburð- arlyndi úti á vegurri, og þar „svina“ utanbæjarbilstjórar á þeim af sömu ástæðum og áður er getið. Ég bjó sjálfur í Reykjavík í 10 ár og ók þar bíl og þekkti þar hvern krók og kima, en það var meðan vinstri umferðin var, en ég verð að játa, að ég „plummaði“ mig fjári illa fyrst þegar ég kom í hægri umferð í Reykjavík, þó átti ég gott kort, sem gefið var út og taldi mig hafa fylgzt vel með þeirri fræðslu, sem fram fór fyrir breytinguna. 0 Brosum og sýnum umburðarlyndi Ég held, að það skipti engu máli, hvar á landinu maður býr eða er fæddur, það breytir engu um það, hversu góður bílstjóri hann er eða gæti orðið. Hitt er annað mál, að áreiðanlega þarf að bæta ökukennslu og umferð- arfræðslu, bæði í þéttbýli og úti á landsbyggðinni, og i því sam- bandi gætu kvikmyndir komið að miklu gagni, t.d. hafa kvik- myndir af bifreiðaslysum mikil áhrif, um það get ég dæmt af eigin raun, því að ég hef séð margar slíkar myndir. Allir eru sammála um, að eitthvað þurfi að gera, og tryggingafélögin kvarta sáran um slæma af- komu, en alltof lítið er gert til þess að finna raunhæfar úr- bætur og framkvæma þær. Við skulum hætta að metast um það, hverjir og hvaðan beztu bílstjórarnir eru og þess í stað herða á kröfunum um, að stór- Skrifstofumaður Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða skrifstofumann til starfa sem fyrst. Samvinnuskóla- eða Verzlunarskólamenntun æskileg. Tilboð er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir miðvikuddagskvöld, merkt: „Skrifstofa — 5652". | MATVÖBUVERZLUN | óskar eftir stúlku eða pilti, ekki yngri en 20 ára. — Æskllegt er að viðkomandi sé vanur kjötafgreiðslu. Uppl. um fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir laugardag, 11. 9., merktar: „VANUR — 5912". átak verði gert í umferðar- fræðslu og mættu trygginga- félögin gjarnan ganga á undan og sýna gott fordæmi með því að sameinast um leiðir til úr- bóta. Kannski þyrftu þeir þá ekki að hækka tryggingagjöld- in. Og að lokurn skulum við öll reyna að muna heilræðið, sem Æ.S. bendir Ö.Ó. á: Að brosa og sýna umburðarlyndi í um- ferðinni, jafnvel þótt einhver „kálfur“ á R-bil haldi okkur fyrir aftan sig í dynjandi grjót- flugi og rykmekki. Með umferðarkveðjubrosi, Yngvi Jónsson.“ • Hættið þið nú, í guðsbænum! I»orgerður 1». S. Friðriks- dóttir skrifar: „Til allra, sem hafa áhuga á hundum eða ekki hundum í Reykjavík: Hættið þið nú, í guðsbænum! Er ekki nóg komið af þessu þrasi? Sjálf kalla ég mig hundavin, og held ég, að ég eigi þá nafn- gift skiida. Ég hef ekki tekið neina harða „aifstöðu“ í þessu leiðinlega rifrildismáli, en þó er ég fremur hlynnt hundabanni í Reykjavík, einmitt af því að ég dirfist að kalla mig hunda- vin (en kannski undir niðri af ógöfugum ástæðum: af því að ég hef persónulega orðið fyrir óþægilegu ónæði af hundahaldi nágranna míns, — sem ég vona, að reiðist mér ekki, þótt ég skrifi þetta fyrir augum alþjóð- ar). En finnst öllum ekki nóg komið? Nú er málið endanlega leyst. Ástæðulaust er að panta fleiri fanatíkerabréf frá hunda- haldarafélögum erlendis, að birta fleiri bréf hundahatara í dálkum Velvakanda, að fá fleiri blaðamenn frá útlendum skril- blöðum (Aftonbladet, The Sun, The People o.s.frv.). Aðalatrið- ið er, að lögreglan framfylgi reglunum i rólegheitum; þá verður þetta gleymt eftir tvö ár, eins og raunin varð á, þegár upphaflega bannið var sett. En ekki að sýna of mikla biðlund og langlundargeð, því að þá verður gengið á lagið, eins og vant er, þegar lögum er ekki framfylgt jafnóðum, og sagan hefur sannað hér i Reykjavík í þessu hundamáli. Mér finnst persónulega, að hundahaldarar hafi spillt málstaði sinum með ofstæki, eins og þegar formað- ur þeirra sagði í útyarpinu, að nú biðu þeir allir í dauðasell- unni? (Auswitch, Dachau, Bel- sen?), eða þegar þessu er jafn- að Við föðurmorð. Öfstæki hundaóvina er engu betra, en öll þessi blaðaskrif og upphróp- anir sýna, að hundahald er ófært hér í Reykjavik. Ég er líka gíraffavinur, en ætla þó ekki að fá mér hneggjandi, drit- andi, slefandi, snuðrandi og bítandi gíraffa hingað til min upp á f jórðu hæð. Ég fékk mér einu sinni kött, en vegna vin- samlegra ábendinga sambýlis- fólks gaf ég hann frændfólki mínu úti á landi, áður en veru- leg leiðindi urðu úr i húsinu. Þótt mér þætti vænt um kött- inn, saknaði ég hans ekki svo mikið að viku liðinni, að ég jaínaði burtför hans við ást- vinamissi, eins og sumir gera. Jæja, ég held, að allir ættu að hætta þessu tilgangslausa jagi, sem bara æsir fólk hvert upp á móti öðru. Nú skyldu menn sameinast um að halda lög borgarfélagsins. Þ. I*. S. Fr.“ 0 Orðsending til tryggingafélaga Undir þeirri fyrirsögn skrifar Steinar Guðmundsson: „Hvi skyldi maður vorkenna garðyrkjubóndanum sem volar undan illgresisófétinu að hausti, þegar vitað er, að hann hafði ekki haft fyrirhyggju til að kaupa sér tröllamjðl og tímdi svo ekki að sjá af vinnu- manninum til að þrífa garðinn, þegar fyrstu arfaklærnar fóru að búa um sig i gróandanum? Hvaðan kemur drukkni gal- gopinn við stýrið? Eins og arfafræið ekki kafn- ar af sjálfu sér eftir að það er komið i moldu, þannig hverfur neisti ofdrykkjuhneigðarinnar heldur ekki af sjálfu sér ef skil- yrði erú til þroska. Ofdrykkju- hneigðin er staðreynd, — og á meðan hún fær ótrufluð að búa um sig I þjóðfélaginu, hljóta sprotar hennar að dafna og áhrifa þeirra að gæta meira og meira á yfirborði mannlífsins. Drukkni bílstjórinn er of- drykkjuvandamál á yfirborði tæknialdar, — en hann á sínar rætur. Ef tryggingafélögum er al- vara, þegar þau kveina undan glæponinum við stýrið, þá ættu þau að kaupa tröllamjöl. Það er viða hægt að fá tröllamjöl til varnar ofdrykkjunni og stöðugt er unnið að rannsóknum til að bæta það og tilraunum til að blanda saman hinum ýmsu teg- undum í leit að alhliða verkun- um. Steinar Guðmundsson." TIL ALLRA ATTA NEW YORK Alla daga REYKJAVÍK OSLÓ Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga GLASGOW Emmtudaga LONDON Emmtudaga LUXEMBOURG Alla daga KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga LOFTlEIDIfí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.