Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 31
Getraunaþáttur Mbl.: Tapar Tottenham fyrir Sheffield Utd? - áður en liðið heldur til íslands Hér kemst Martin Chivers inn fyrir Larry Lloyd og skorar fyrra mark Tottenham gegn Liverpool. ORSLIT leikja um siðustu helgi urðu mjög á annan veg en flest- ir ætluðu og spámenn blaðanna fengu slæma útreið. Við skulum fyrst rif ja upp úrslitin í 1. deild: Chelsea — Coventry 3:3 Everton — Derby 0:2 Leeds — Crystal Palace 2:0 Leicester — Manch. City 0:0 Manoh. Utd. — Ipswich 1:0 Newcastle — West Ham 2:2 Nott. Forest — Sheff. Utd. 2:3 Southampton — Huddersfield 1:2 Stoke — Wolves 0:1 Tottenham — Liverpool 2:0 W.B.A. — Arsenal 0:1 Sheffield Utd. heldur enn þriggja stiga forskoti í 1. deild og ef svo heldur áfram sem hing- að til, verða stórveldi eins og Arsenal, Leeds, Tottenham og Liverpool að taka sig á til að missa ekki sjónar af liðinu. Sheffield Utd. tók forystu, er Dearden skoraði um miðjan fyrri hálfleik gegn Forest í Notting- ham, en Ian Moore jafnaði fyrir hlé En í siðari hálfleik skoruðu Currie og Schullion fyrir Shef- field Utd. á einni og sömu mín- útunni og þar með var sigurinn í höfn, þó að Tommy Jackson minnkaði markamuninn undir lokin. Leeds setti Crystal Palace á botninn með tveimur mörkum í fyrri hálfleik, en leikurinn fór fram i Huddersfield. Johnny Giles var driffjöðrin í liði Leeds og skoraði annað markið, en lagði hitt fyrir Paul Madley. Derby færði sér i nyt vamar- mistök hjá Everton og hafði bæði stigin með sér heim frá Goodison Park. Kevin Hector skoraði fyrra mark Derby um miðjarn fyrri hálfleik, en Frank Wignall, sem áður fyrr var leik- maður hjá Everton, skoraði síð- ara markið um miðjan seinni hálfleik. Maneh. Utd. lék nú sinn fyrsta leik á Old Trafford á þessu keppnisttmabiH og 50 þús. áhorf- endur komu til að fagna opnun leikvangsins. George Best var að venju á skotskónum og skoraði eina mark leiksins gegn Ipswich beint úr hornspymu. Arsenal breytti nú liði sínu i fyrsta sinn í langan tíma og tefldi fram John Roberts í stað Peter Simpson. Roberts nýtti þetta tækifæri vel og hann skor- aði eina mark leiksins gegn W.B.A. um miðjan fyrri hálf- leik. Bertie Mee, framkvæmda- stjóri Arsenal, bar þar með sig- urorð af Don Howe, fram- kvæmdastjóra W.B.A., en Howe var um árabil aðalþjálíari Arsen- al. Tottenham sýndi skinandi leik gegn Liverpool á White Hart Lane og vann verðskuldaðan sigur. Martin Chivers skoraði fyrra mark Tottenham á 10. min, en Martin Peters skoraði síðan glæsilegt mark á 57. mín með skalla. Newcastle tók snemma for- ystu í leiknum gegn West Ham og var John Tudor þar að verki, en Geoff Hurst jafnaði þegar í stað og Bryn Robson, áður leik- maður hjá Newcastle, náði for- ystu fyrir West Ham fyrir leik- hlé. Terry Cassidy tókst að j£ifna fyrir Newcastle í seinni hálfleik, þrátt fyrir frábæran leik Bobby Moóre í vöm West Ham. Ghelsea skoraði þrjú mörk I fyrri hálfleik gegn Coventry og háfði tvö mörk yfir, er fimm iriín voru tíl leikhlés. En Coventry tókst að jafna íyrir hlé og þrátt fyrir marktækifæri á báða bóga í seinni hálfleik urðu mörkin ekki fleiri. Huddersfield vann sinn fyrsta sigur á þessu keppnistimabili í Southampton, en mestan hluta leiksins áttt liðið í vök að verj- asL Ensku dómaramir eru enn iðn- ir við bókanir og alls hafa nú 284 leikmenn verið skrifaðir upp. Félag knattspymumanna hefur haldið fund um þessa hörku dóm- aranna og hefur óskað eftir við- ræðum við dómara og enska knattspymusambandið um mál- ið. En snúum okkur þá að get- raunaspá vikunnar. Á getrauna- seðlinum eru ellefu leikir í 1. deild og einn leikur i 2. deild. Eftirtektarverðasti leikurinn er viðureign Arsenal og Leeds á Highbury, en þessi lið háðu eins og kunnugt er einvígi um enska meistaratitilinn í fyrra. Arsenal — Leeds X Leikur þessara liða er svo tvi- sýnn, að erfitt er um allar spár. Liðin hafa gert jafntefli á High- bury undanfarin tvö ár, en áður hafði Leeds oftast betur. Mér kæmi ekki á óvart þótt leikurinn yrði markalaus, og því spái ég jafntefli. Coventry — Nott. Forest 1 Undanfarin tvö ár hefur Cov- entry unnið Forest á heimavelli, en hins vegar er Coventry mikið gefið fyrir jafntefli um þessar mundir. Ég spái Coventry sigri, því að ég tel Nott. Forest ekki liklegt til neinna stórræða. Crystal Palace — Manch. Utd. 2 Síðan Crystal Palace komst i 1. deild fyrir tveimur árum hef- ur Manoh. Utd. náð þremur stig- um af fjórum á Selhurst Park. Palace situr nú á botni 1. deildar og svo verður um sinn, ef Manch. Utd. leikur af sama krafti og hingað til. Ég spái því Manch. Utd. sigri. Derby — Stoke 1 Derby hefur enn ekki tapað leik á þessu keppnistímabili, en liðið hefur þó aðeins unnið einn leik af þremur á heimavelli. Stoke hóf keppnistímabilið vel, en ég tel liðið ekki nógu sterkt til að standast Derby snúning. Ég spái því Derby sigri. Huddersfield — W.B.A. 2 Huddersfield vann sinn fyrsta sigur sl. laugardag, en sá sigur er að minu áliti varla nógu sann- færandi til að ætla liðinu sigur yfir W.B.A., sem sýnt hefur mikl- ar framfarir undir stjóm Don Howe. Það hefur lengi loðað við W.B.A. að vinna ekki leiki á úti- velli, en nú tel ég líklegt, að liðið hafi kastað þeim álagáham. Ég spái W.B.A. sigri í þessum leik, en þó skal það haft í huga, að Huddersfield er ekki auðunnið á heimavelli. Ipswich — Leicester X Ipswich hefur aðeins skorað þrjú mörk til þessa og liðið er þvi ekki líklegt til stórræða. Vörn liðsins er hins vegar traust og aðeins fjórum sinnum hefur hún orðið að sjá á eftir boltanum í markið. Mér finnst Leicester ekki líklegt til að brjóta Ips- wich á bak aftur og spái því jafn- tefli. Liverpool — Southampton 1 Liverpool hefur ætið unnið Southampton á Anfield Road og svo verður áreiðanlega enn. Southampton er þó harðsnúið lið, sem gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Það hefur alltal gefizt vel að veðja á Liverpool á heimavelli og ég tel ekki ráð- legt að víkja frá þeirri venju. Manch. City — Newcastle 1 Manch. City er nú að nýju i hópi sterkustu liða í 1. deild og liðið hefur endurheimt alla leik- menn sína af sjúkralistanum. Newcastle hefur gengið illa að undanförnu og liðið hefur sjald- an sótt stig i greipar Manch. City á Maine Road. Ég spái þvi Manch. City sigri, Sheffield Utd. — Tottenham X Sheffield Utd. hefur aðeins tap- að einu stigi það sem af er þessu keppnistímabili og liðið er greini- lega harðskeytt baráttulið. Tott- enham hefur nú loks sýnt, hvað i liðinu býr eftir slaka byrjun og er því ekki árennilegt. Sigurlikur Sheffield Utd. verða að teljast öllu meiri en Tottenham, þvi að Gissur í markinu ÞAU mistök urðu í frásögn blaðsins af leik Breiðabliks og Vestmainnaeyja í 1. deild íslands- mótsins, að sagt var að Óiafur Hákonarson hefði verið rnark- vörður Breiðablika, en pilturinn sem varði Breiðabliksmarkið af stakri prýði heitir Gissur Guð- mundsson, og er varamarkvörður liðsins. Mistökin stöfuðu af því að í leikskrá þeirri sem Breiða- blik gaf út um leikinn var Ól- afur Hákonarson gefinn upp sem markvörður. Einin af forráða- mönmim Breiðabliks rétti blaða- mönnum þessa leikskrá, athuga- semdarlaust, en hins vegar var búið að lesa upp liðin nokkru áður en leikurinm hófst, og fór það því framhjá mörgum. Er slæmt til þess að vita að ekki sikuli vera hsegt að treysta leik- skránum, því varla er hægt að gera kröfur hvorki til blaða- manna né áhorfenda að þeir þekki alla leikmenm liðanna. Aninars er það mjög svo lof- samlegt framfak sem öll utan- bæjarfélögin hafa sýnt í sumar, með því að gefa ut leikskrá fyrir leikina, og mættu Reykjavíkur- félögin taka sér þau til fyrir- myndar. — stjl. liðið hefur ekki tapað leik I marga mánuði, en ég geri þó ráS fyrir því, að Tottenham takist að halda öðru stiginu. West Ham — Chelsea X West Ham hefur nú náð sér eítir slæma byrjun og það hefur Chelsea reyndar gert lika. Á sl. átta árum hafa liðin gert þri- vegis jafntefli á Upton Park, þar af tvisvar á siðustu þremur ár- um. Mér finnst freistandi að veðja á West Ham, en liðið er ekki nógu traustvekjandi. Ég spái jafntefli. Wolves — Everton 1 Olfarnir hafa sett markið hátt í vetur og þeim tekst eflaust að ná langt. Everton hefur valdið Framh. á bls. 8 Úr slitaleikur inn verður 19. sept. MÓTANEFND KSÍ hefur ákveð- ið leilkdaga fyrir leik KR og Fram í 1. deild; svo og úrslita- leiikinn á milli IBK og ÍBV. KR og Fram leika á Laugar* dalsvellinum laugardagisnn 18. sept. kl. 14,30, en úrslitaleikur- inn milli ÍBK og ÍBV fer fram sunnudagimi 19. sept. og hefst hann kl. 14,30. Látör 4. irpt. 1971 1 X 2 | Chelsea — Coventry X 3 «i i Everton — Derby z 0 m Z telcester — Man. City X 0 m 0 Newcastle—West Ham X z m z Nott’m P. — Shrff. TJtd. z z •» % South’pton — HudJcrrf. z 1 m z Stoke — Wolvca z 0 * 1 Tottenham. — Liverpool 1 z m 0 W.BA. — Arsennl z 0 m 1 Hull — Blackpool 1 1 m 0 Middlesbro — Fulbam. 1 z m 0 SheTf. W. — Portsraouth X 1 m 1 Tveir með 10 rétta SALA GETRAUNAmiða jókst um rúmlega 3000 miða í síðustu vilku og seldust rúmlega 23.500 miðar alls og var potturinn því um 290 þús. krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Getraunum voru tveir með 10 rétta og fá þeir um 100 þúfl. krónur í sinn hlut. Annar seðill- inn með 10 réttum kom úr Reykjavík, en hinn úr Eyjafirði. Þá voru komnir fram 37 seðiar með 9 réttum og koma rúmar 2000 krónur í hvers hlut. Árangur spámanna dagblað- anna var slakur í síðustu viku, enda komu úrslit margra leikja á óvart. Spámaður Sunday Express stóð sig bezt með 6 rétta, en næst kom Alþýðublaðið, Sunday Tele- graph og The People með 5 rétta, Morgunblaðið og News pf tfae World og Sunday Mirror með 4 rétta, en aðrir minna. GETRAUNATAFLA NR. 26 o. o »4 M < O c0 X > CQ X O to W 0 ua »| W X X a X 58 X w X M W EH M U ►Q M p-t æ < W 0 w ss > O > > w > > W < < < A. < X • M • M Q to a a Q w PQ CO Ví A 53 *M B § B g w X ss » co CQ ss > < fO iz; m 10 co O ALLS 1X2 ARSENAL - LEEDS C0VENTRY - N0TT. F0REST CR. PALACE - MAN. UTD. XXX1X1122XX llllllllllX 22X22222222 3 6 2 10 1 0 0 1 10 DERBY - ST0KE HUDDERSFIELD - W.B.A. IPSWICK - LEICESTER ÍIIXXIXXIII 21122X22XXX X111X21X121 LIVERP00L - S0UTHAMPT0N M.W. CITY - NEWCASTLE SHEFFIELD UTD.-T0TTENHAM 11111111111 111X1X11111 X222XX111XX WEST IIAM - CHELSEA W0LVSS - EVERT0N FULHAM - BURNLEY XX 11 2 XXX 222 11111111111 2X122221XX2 7 4 0 2 4 5 632 11 0 0 9 2 0 3 5 3 254 11 0 0 2 3 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.