Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 2
» 2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1971 A. Kosygin til Kanada Moskvu, 7. sept. — AP-NTB DAGBLAÐIÐ Izvestija í Moskvu, málgagn sovézku stjórnarinnar segir í dag, að Alexei Kosygin, forsaetisráðherra, muni fara i op inbera heimsókn til Kanada síð- ari hluta októbermánaðar. Segir lítið annað um þessa ferð, en að hún sé farin í boði kana- díska forsætisráðherrans, Pierre Elliott Trudeaus, sem verið hafi í Sovétríkjunum í mai sl. Ljóst er, að sovézku leiðtogarn Abbadísin f lúði með formúlu L’Aquila, Ítalíu, 7. sept. AP 71 ÁRS abbadís og tvær nunn ur, 61 og 43 ára, hafa flúið klaustur sitt í L’Aquila og er talið, að þær hafi haft á brott með sér uppskrift að lyfi, sem reynzt hefur mjög vel við lifrarsjúkdómum, en verið haidið leyndu til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir fjár- málamenn fengju uppskriftina í hendur. Abbadísin heitir Criatina Martecchia og er klaustur hennar af reglu Hins helga hjarta, sem hvergi starfar nema í L’Aquila og nágrenni, að því er AP segir. í sam- bandi við klaustrið var rekinn spítali, St. Jósefsspítali og hef ur um langt skeið staðið á- greiningur milli abbadisarinn ar og æðsta manns reglunnar um rekstur sjúkrahússins. Á sjúkrahúsinu hefur verið notað lyf, sem að samsetningu byggist á sérstökum jurtum, sem reglumenn segja, að finn- ist eingöngu í fjöllunum um- hverfis L’Aquila — en borgin er í Appenninafjöllum. — Lyf ið hefur reynzt vel við lifrar- sjúkdómum, eins og fyrr sagði, og hafa sjúklingar komið til sjúkrahússins víðs vegar að úr Evrópu. ir ætla að gera víðreist á næstu mánuðum og segi.r í Moskvufrétt um, að diplomatar þar í borg líti svo á, að þeir ætli að reyna að vinna gegn diplómatískum fram gangi Kínverja að undanfömu. Áður hefur verið frá þvi skýrt, að Kosygin fari til Noregjs og Danmerkur í desember nk. Enn- fremur, að hann fari til Alaír í október og búizt er við, að hann heimsæki þá fleiri Arabalönd, svo sem Líbýu, Sýrland og írak. Talið er, að í Arabaríkjunum muni hann meðal annars ræða leiðir til að efla enn aðstöðu Sov étmanna á Miðjarðarhafi og þar í kring. í Kanada og á Norður- löndum muni hann hins vegar sérstaklega reka áróður fyrir því að sem skjótast verði haldin ráð stefna um öryggismál Evrópu. Þá eí vitað, að Leonid Brezhn ev, leiðtogi kommúnistaflokksins, fer til Júgóslavíu nú í þessum mánuði og Frakkland sækir hann heim síðari hluta októbermánað ar. Loks ætlar Nikolai Podgorni, forseti, til Norður-Vietnam í fyrri hluta októbermánaðair og er líklegt talið, að hann heim- sæki fleiri Asíulönd í leiðinni. Góð aðsókn KllMLEGA eitt þúsund gestir hafa nú séð samsýningu nokk- urra listamanna í sýningarsal í kjallara Norræna hússins, sem opnuð var fyrir helgina. Að siign Ragnars Kjartanssonar, fram- kvæmdastjóra sýningarinnar er það mjög óvænt og óvenjulegt, að svo margir sæki slika sýn- ingu þegar í upphafi hennar. Fjórar myndir hafa selzt — málverkið Draumalandið eftir Braga Ásgeirsson, málverkið Kona og maður eftir Gunnar Örn Gunnarsson, höggmynd- in Skúlptúr eftir Guðmund Bene diktsson og höggmyndin Lista- maðurinn eftir Ragnar Kj'art- ansson. Sýningin er opin fram til 13. september frá kl. 14 til 22. sýningunni 1 Laugardal er sérstök myndræn bifreiðakynningadeild. Umferða- ráð, umferðanefnd Reykj avikur og lögreglan hafa þar kynningu. Þar má m.a. sjá slysakort Rvík ur, en á það eru merktir allir árekstrar, sem orðið hafa í Reykjavík á þessu ári. Þarna er einnig að finna töflu yfir árekstra í Reykjavík 1970 og poki gá, sem ökumenn g-runaðir um ölvun við akstur blása i er einnig sýndur í þessari deild sýningarinnar. I.ögregluþjónn veitir upplýs- ingar á kvöldin og um helgar. Sjö íslenzkir söngvar- ar í norrænni keppni í OKTÓBERLOK fer fram í Finnlandi norræn söngkeppni að lokinnl heimakeppni, sem fram ferð í hverju Norðurlandanna. Heimakeppnina annast Norrænu félögin hvert í sínu landi, en keppnin er kostuð af Menningar- sjóði Norðurlandaráðs. Formaður dómnefndar hér heima er Árni Kristjánsson, píanóleikari. Sjö íslendingar taíka þátt í keppninni og munu tveir komast í úrslitakeppnina í Finnlandi. Þau, sem boðað hafa þátttöku eru: Inga María Eyjólfsdóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Elín Sigurvinsdóttir, Eljsabet Er- lingsdóttir, Sólveig Björling, Eiður Ágúst Gunnarsaon og Hall dór Kristinn Vilhelmsson. Ámi Kristjánsson sagði í við- tali við Mbl. í gær að fyrsta norræna keppnin hefði farið fram 1969 og voru það þá fiðlu- leikarar og sellóleikarar, sem þátt tóku. Sú keppni fór fram í Árósum í Danmörku. 1970 var keppni í blásturshljóðfæraleik í Bergen og nú er þessi keppni í Helsingfors. Á næsta ári fer fram píanóleikarakeppni í Reykjavík og síðan organista- keppni í Svíþjóð. Er hringurinn þá lokaður og hefst nýr. Þátt- takendur eru allir undir 30 ára Björn Ólafsson í fyrstu fiðlu Sinfóníuhljómsveitar heimsins BIRNI Ölafssyni, fiðluleikara hefur verið boðið að leika í fyrstu fiðlu Sinfóníuhljóm- sveitar heimsins, sem skipuð verðnr 158 hljóðfæraleikurxun frá 61 iandi. Mun hljómsveit þessi leika í New York, Wash ington og á Florida vikuna 19. tU 26. október næstkomandi undlr stjóm Arthurs Fiedlers. Mbl. hafði í gær samband við Björn Ólafsson og spurði hann um þetta boð. Björn sagði að hann væri mjög ánægður með þann heiður, sem sér væri sýndur með boð inu. Raunar væri þetta einn- ig mikill heiður fyrir Islend- Lnga og Sinfóníuhljómsveit íslands. Kvað hann þetta boð vera mikla uppörvun fyrir sig, þvi að.gott gæti verið að breyta til, þótt ekki væri það í marga daga. Hann kvaðst vera búinn að fá leyfi frá kon sertmeistarastörfum sínum við Sinfón.iuhljómsveit íslands og búast við að fá leyfi frá Tónlistarskólanum einnig. Hljómsveitin, sem Björn leik ur með vestra nnun halda þrenna tónieika. Fyrstu tón- leikarnir verða haldnir á veg um Félags Sameinuðu þjóð- anna í Bandaríkjunum óg verða þeir haldn- Björn Ólafsson ir i Philharmonic Hall í Linc- oln Center í New York, sem er heimkynni New York Phil harmonic Orcestra. Meðal gesta þar verða sendiherrar hjá Sameinuðu þjóðunum. Næsta kvöld miun hljóm- sveitin halda tónleika í Walt Disney World — nýjum skemmtigarði og ferðamanna svæði, sem opnar á Florida 1. október. Er áætlað að halda þar hljó.mleika allt árið um kring, en þetta verða hinir fyrstu. Síðusta tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar heimsins verða svo í listamiðstöð, sem kennd er við Johr, F. Kennedy Banda ríkjaforseta — Jolin F. Ker.n- edy Center for the Perform- ing Arts — o.g verður opnuð í vikunni á undan i Wash- ington. Verða þar fluittar óperur, ballett og söngleikir, en þetta verður fyrsta hljóm- sveitin, sem kemur fram á sviði óperuhússins. Áður en hljómleikarnir verða haldnir mun hljóimsveitin ætfa í þrjá daga í Carnegie Hall í New York. Heimsðkn tónlistarmann- anna utan BandarSkjanna er skipulögð af People-samtöik- unum í samvinnu við Félag Sameinuðu þjóðanna í Banda- rikjunum, samtök sinfóníu- hljómsveita, tónlistarmanna í Bandarikjunum og ríkis- stjórn Bandarikjánna. Hljöm- sveitina skipa 64 Bandarífcja- menn og 94 tónlistarmenn frá öðrum löndum. í fréttatilkynn ingu, sem Mbl. barst í gær frá Upplýsingaþjónustu Banda ríkjanna segir að þar sem i hi Jómsveitinni verði aðeins Framh. á bls. 12 aldri, nema í söngkeppninni, þar eð álitið er að söngvarar þurfi lengra þroskatímabil. Alduratak- mark þar er því 35 ár. Fyrstu og önnur verðlaun að þessu sinni í heimakeppni verða 3500 danskar krónur, en fyrstu verðlaun í lokakeppninni í Finn- landi verða 15000 danskar krónur og önnur verðlaim 10000 danskar krónur. Það er því að töluverðu að keppa. Árni Kristjánsson sagði, að fs lendingar hefðu frá upphafi tekið þátt í þessari keppni og staðið sig vel, þótt þeir hefðu i raun ekki hreppt fyrstu endan- legu verðlaunin. Svíar hafa vetrið drýgstir í að ná í þau. Norræna félagið á íslandi annast fram- kvæmd keppninnar hér í heima, en framkvæmdastjóri þess er Jónas Eysteinsson. Alþjóðaforseti Junior Chamber * til Islands ALÞJ ÓÐ AFORSETI Junior Chamber International Mr. Gra- ham Sinclair, er væntanlegur í heimsókn sunnud. 12. sept. mjk. og mun dvelja hér til þriðjudags 14. sept. nJk. Á mánudaginn mun hann mæta á hádegisverð- arfundi hjá Junior Cham/ber Reykj avík en kvöidverðarfundi hjá Junior Chamber Suðumes. Drengur fyrir bíl BIFREIÐASLYS varð í Hafnar firði í gær um kl. 19 er lítill 6 ára drengur hljóp í veg fyrir bíl á Arnarhrauni. Drengurinn var fluttur í slysadeild Borgar spítalans, en samkvæmt upplýs- ingum lögreglu var talið að hann væri ekki alvarlega meiddur. Luna 18 til tunglsins MOSKVU 7. sept. — AP, NTB. Sovézka tiuiglfarið Luna 18 fór á braut umlrverfis tunglið í nótt eftir fimm daga ferð frá jörðu. Ekki er enn vitað um tilgang ferðarinnar, en talið víst að farið lendi mjúkri Iendingu á tungl- inu. Ýrnisir eru þeirrar sikoðainar að Luna hafi innamborðis anrian tumglvagn, sem verði látim-n aka eftir yfirborði tumglsins og taka yfirborðssýnishorn, eins og Lum- okhod I. Skip með bilaða vél NORSKUR hvalfangari var í gær með bilaða vél 90 sjómilur vestur af Snæfellsnesi, að því er segir í fréttaskeyti, sem Mbl. barst í gær frá norsku frétta- stofunni NTB. Ekkert var að um borð, veður gott og var björgun- arskip á leið til hvalfangar- ans, sem ber nafnið Tyfon. Fyrir- hugað var að Tyfon yrði dreginn til Noregs. Mbl. spurðist fyrir um það hjá Landhelgisgæzlunmi, Slysavama- félaigi Islamds og Reykjavikur- höfn, hvort til þeirra hefði bor- izt beiðni um aðstoð við hval- famgaramm. Engimm þessara ís- lemzku aðila hafði þá heyrt um málið og var talið sennilegast að nærstatt morskt skip hefði komið skipinu til aðstoðar. Amljótur Björnsson Settur prófessor í f jarveru forsætisráðberra AÐ tillögu lagadeildar Háskóla íslands hefur menntamálaráðu- neytið sett Arnljót Björnsson, hér aðsdómslögmann, prófessor í laga deild frá 1. sept. 1971 að telja, unz öðruvísi verður ákveðið, í fjarveru Ólafs Jóhannessonar, forsætisráðherra, frá prófeasorst störfum í deildinni. Brandt og Barzel til Sovétríkjanna Bonn, 7. sept. AP—NTB. FRÁ því var skýrt í Bonn í dag, að Willy Brandt, kanslari Vest- ur-Þýzkalands færi til Sovét- ríkjanna í þessiun mánuði, í boði Leonids Brezhnevs, aðal- ritara sovézka kommún- istafiokksins. Segir í NTB frétt að Valentin Falin, sendiherra Sovétríkjanna í Bonn hafi af- hent Brandt þetta boð Brezhnevs, þegar eftir að fjórveldasáttmál- inn um Berlín hafði verið undir- ritaður formlega. Einnig hefur verið sagt frá þvi í Bonn, að leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, Rainer Barzel hafi hinn 27. júlí sl. fengið heimboð til Sovétríkjanna en ekki hafi verið ákveðið hvenær hann fer þangað. NTB segir ennfremur að ekki sé víst að Brandt fari til Moskvu — það komi alveg eins til greina að hanm hitti sovézku leiðtogj- ana að máli annara staðar í So- vétríkjunum. Brandt fór síðast til Sovétríkj anina í ágúst í fynrá þegar undirritaður var griðasátt- máli Vestur-Þýzkalands og Soi- vétrfkj anma. iEÍr haft eftir dipló- matískum heimildum í Bomn og Moskvu að stjórmir rífcjanna telji heppilegt að halda nú áfram þeim viðræðum sem leiddu til gerðar griðasáttmál- ans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.