Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1974 Bruni í Meðallandi: Melhóll brann til kaldra kola Fyrirlestur og litskuggamyndir A SÖGUSVNINGUNNI I kvöld flytur dr. Sveinbjörn Rafnsson erindi sem hann nefnir „Aldur Landnámabókar". Hefst erindi Sögusýningin í kvöld: Erfitt að koma boðum um brunann BÆRINN Melhóll I Meðallandi brann til kaldra kola f fyrrinótt. Einnig brunnu fjós og 2 geymsl- ur. Tjónió er tilfinnanlegt fyrir bóndann, Sigurð Einarsson, og fjölskyldu hans, sem fluttist frá Reykjavfk að Melhól fyrir tæpum mánuði. Innbú allt var óvátryggt. Mjög erfiðlega gekk að koma skilaboðum um eldinn til slökkvi- liðsins á Klaustri, því sfminn var bilaður og ve.rið að endurbæta aðvörunarkerfi Almannavarna Lúðvík Jósepsson: Möguleiki var á minnihlutastjóm I OTVARi'SUMRÆÐUM um stefnuræðu forsætisráðherra sl. þriðjudagskvöld sagði Lúð- vfk Jósepsson, að mögulciki hefði verið á myndun minni- hlutastjórnar Framsóknar- flokksins, Alþýðubandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna eftir kosning- arnar 30. júnf sl. Lúðvík ræddi um stjórnar- myndunarmöguleika eftir kosningar og sagði, að þessi kostur hefði verið fyrir hendi. Hann fullyrti ennfremur, að Alþýðuflokkurinn hefði ekki þorað að fella slíka stjórn af ótta við nýjar kosningar. Minnihlutastjórn af þessu tagi hefði notið stuðnings 30 þing- manna af 60 í sameinuðu þingi, en verið í hreinum minnihluta í annarri þingdeild- inni. vegna Kötlu um þessar myndir og það þvf ekki f sambandi. Siggeir Björnsson í Holti á Síðu, fréttaritari Mbl., tjáði blaðinu, að eldsins hefði orðið vart skömmu fyrir miðnætti. Þá fór rafmagn af húsinu. Þegar Sigurður bóndi fór að aðgæta hverju þetta sætti, sá hann að mikill eldur var í risi, en húsið er timburhús á steyptum grunni, ein hæð og ris. Var strax farið að bjarga verðmætum úr. stofu og tókst það að mestu, en allt brann sem var í eldhúsi og þvottahúsi og eitthvað í svefnher- bergjum. Engir nautgripir voru á bænum, hins vegar voru svín geymd í fjósinu og tókst að bjarga þeim. Auk Sigurðar voru á bæn- um kona hans og tvö börn. Er tjón fjölskyldunnar mikið, því hún hefur nýlega fest kaup á jörðinni og er því skuldum vafin. Sem fyrr segir gekk erfiðlega að koma boðum um brunann til slökkviliðsins á Klaustri. Ekki f ar næturvakt á símanum, og hann auk þess bilaður að sögn Siggeirs. Þá var neyðartalstöð á bænum Strönd, sem sett var upp af Al- mannavörnum vegna hættu á Kötluhlaupi, ekki í sambandi. Þurfi því að fara á bil að Klaustri til að gera viðvart um eldinn. Mbl. hafði í gær samband við Guðjón Petersen hjá Almanna- vörnum og spurði hann hvers vegna aðvörunarkerfið hefði ekki verið í sambandi. Sagði Guðjón, að þetta væri gömul stöð sett upp 1969, og orðin mjög léleg. Væri nú unnið að því að koma upp nýju og fullkomnu örbylgjukerfi. Búið er að komá uþp stöðvum á Herjólfs- stöðum og lóranstöðinni á Reynis- fjalli, en eftir væri að setja upp stöðvar á Strönd og Hrífunesi. Framhald á bls. 20 - •» „■ I gær var unnið að þv( að lagfæra Sjómannaskólann, en hann nokkuð illa farinn eins og sjá má. Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag. er Sveinbjarnar kiukkan 21 f Kjarvalssal. Þá mun Gunnar Hannesson sýna litskuggamyndir með skýr- ingum. Gunnar hefur áður haldið sýningar á landslagsmyndum sín- um á Sögusýningunni að Kjarvalsstöðum við góðar undir- tektir. Þá skal enn einu sinni vakin á því athygli, að mynd feðg- anna Vilhjálms og Ósvaldar Knudsen, Eldar í Heimaey, verður sýnd í sfðasta sinn á Sögu- sýningunni annað kvöld. Jónas Jónsson situr Matvæla- ráðstefnu S.Þ. Mbl. fékk þær upplýsingar hjá utanríkisráðuneytinu f gær, að einn íslendingur sæti Matvæla- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir i Róm. Er það Jónas Jónsson ráðunautur, fyrr- verandi ráðherraritari. Er hann sérstakur fulltrúi landbúnaðar- ráðherra á ráðstefnunni. „Það verður ekkert mætt í skólann í dag” „ÞAÐ VERÐUR ekkert mætt f skólann f dag, það er alveg ákveð- ið mál af okkar hálfu“, sagði Jóhann Ragnarsson formaður nemendaráðs Stýrimannaskólans f samtali við Mbl. f gær. Með þvf að mæta ekki til kennslu f dag, allir sem einn, eru nemendur _ Ij ,‘J * i /A/r V ■[ —rn r Þannig mun gosbrunnurinn f Tjörninni hugsanlega lfta út. Gosbrunnur settur upp í Tjörninni í vetur 1 VETUR verður settur upp gos- brunnur f Tjörninni f Reykjavfk. Hefur honum verið valinn staður skammt frá Iðnó. 4 gosbunur munu stfga til lofts, ca. 5 metra, og verða bunurnar lýstar upp með Ijósum. Gosbrunnurinn er keypt- ur frá Danmörku, og er hann væntanlegur til landsins á næst- unni. Gefandi er Luther B. Replogle, fyrrverandi sendiherra Bandarfkjanna á Islandi. Þegar hann fór héðan á brott, gaf hann Reykvíkingum andvirði einnar milljónar fslenzkra króna til kaupa á gosbrunni. Þórður Þorbjarnarson borgar- verkfræðingur tjáði Mbl. í gær, að nokkur dráttur hefði orðið á því að ákveða stað fyrir gosbrunninn. Upphaflega átti hann að vera í tjörn sem á að útbúa við Norræna húsið, en fallið var frá því, þar eð fullnaðarskipulag háskólasvæðis- ins lá ekki fyrir. Þá var athugað að koma brunninum fyrir í tjörn sem þegar er tilbúin við Norræna húsið, en stjórn hússins hafnaði þvi af sömu ástæðum. Bar Þórður þá fram tillögu um að setja gosbrunninn í norður- enda Tjarnarinnar, um 20 metra frá Tjarnarbakkanum meðfram Vonarstræti. Gostúðurnar verða 4 líklega alveg undir yfirborðinu og ljós munu lýsa upp bunurnar. Þykir slík lýsing mjög tilkomu- mikil í myrkri. Ekki er ákveðið hvernig lokafrágangurinn verður, því nokkrum vanda veldur áhrif flóðs og fjöru á yfirborð Tjarnar- innar. skólans að knýja fram úrbætur á skólahúsnæðinu, sem þeir telja mjög lélegt, og jafnframt að knýja á um að fá viðunandi stóla til að sitja á f kennslustofunum. „Verkfall" nemendanna beinist á engan hátt gegn skólastjórn, kennurum né kennslutilhögun. Jóhann sagði, að Sjómanna- skólahúsið, en þar eru Stýri- mannaskólinn og Vélskólinn til húsa hefði upphaflega verið illa byggt. Trassað hefði verið að gera við það og fé hefði verið af skorn- um skammti. I rigningarveðrum læki m.a. inn um glugga á tveim- ur hliðum og þyrfti alveg að skipta um þá. Um stólamálin sagði Jóhann, að nemendur, sem væru allt fullorðnir menn, þyrftu að sitja á hörðum tréstólum með trébaki allan daginn, og i mörgum tilvikum væru þeir of litlir. I fyrra hefðu þeir ritað mennta- málaráðherra og beðið um úr- 'lausrr, en enga fengið. Einnig hefðu þeir rætt við nýja mennta- málaráðherrann, en hann hefði bara beðið þá að tala við sig seinna, en það væri oftast svarið þegar farið væri fram á eitthvað. Því gripu nemendur nú til þess- ara aðgerða til að knýja á um úrbætur og frekari aðgerðir yrðu byggðar á reynslu næstu daga. Þá ræddi Mbl. við Jónas Sigurðsson skólastjóra Stýri- mannaskólans. Hann sagði, að skólahúsið hefði verið byggt á árunum 1942—’45, þ.e. á stríðs- árunum, en þá hefði oft skort gott byggingaefni. Húsið væri því að mörgu leyti ekki eins gott og æskilegt væri. Það hefði t.d. lekið með gluggum allt frá byrjun, þeg- argerði sunnan og suðvestan slag- viðri, og oft meira en þessa sið- ustu daga, enda væri bara einfalt gler í gluggunum. Jónas sagði, að eina ráðið væri að skipta alveg um glugga á suður og vesturhlið, og væri það mikið verk sem kosta mundi margar milljónir. Fé hefði verið af skornum skammti til endurbóta og það hefði m.a. á undanförnum árum farið í að skipta um þakglugga og lofttúður, setja niðurföll framan við húsið og koma upp mötuneyti sem notað væri af nemendum. Stefnt yrði að því að skipta um glugga um leið og peningar yrðu handbærir til þeirra framkvæmda, það væri ekki hægt að gera allt i einu. Um Framhald á bls. 20 Gísli Guðna- son látinn GlSLI Guðnason yfirverkstjóri í Hreinsunardeild Reykjavíkur- borgar lézt I fyrrinótt sextugur að aldri eftir skamma sjúkdómslegu. Gfsli var kunnur borgari þessa Grindvíkingar sáróánægðir með kvikmyndina SAMKVÆMT upplýsingum fréttaritara Mbl. f Grindavfk eru Grindvfkingar mjög óánægðir með kvikmyndina „Fiskur undir steini“, sem sjónvarpið sýndi á sunnudagskvöldið og efndi sfðan til umræðuþáttar um á eftir. t tilefni sýningar myndarinnar f sjónvarpinu barst Mbl. f gær orð- sending frá Eyjólfi Olafssyni kennara f Grindavfk, en hann kennir þar m.a. tónlist. Orðsend- ing Eyjólfs ber yfirskriftina „Siglt undir fölsku flaggi". Hún er svohljóðandi: „Það ku hafa verið vinsæl íþrótt fyrr á öldum að stunda sjó- rán, en áhugi fyrir þeim mun hafa dofnað með innreið menn- ingarinnar og fyrir aðgerðir þeirra, sem hengdu þá, er sigldu undir fána sjðræningja. Heyrt hef ég að fyrr á öldum hafi Grindvik- ingar (og aðrir í hinum menning- arsnauðu sjávarþorpum) tekið hraustlega á móti slíkum ófögn- uði og séu vel færir um það enn a tímum menningarinnar. Ég er einn þeirra snauðu, sem er skotinn í kaf i sjóræningja- myndinni „Fiskur undir steini”. Höfunda hennar þarf að sjálf- sögðu ekki að kynna. Ég tel þá hafa kynnt sig bezt sjálfa I um- ræðunum um ómyndina. Ég hef að undanförnu sótt Dale Carnegie-námskeið, sem haldið er hér í félagsheimilinu, en þar er fjallað m.a. um mannleg sam- skipti, og held ég að þeir ættu erindi þangað líka. Þeir gætu sótt námskeiðið hingað í „ómenning- una“. Ég teldi það gagnlegra en að beina vopnunum inn á salerni að einhverjum ónafngreindum „flagara". Það er komið inn í tíma til mín í Tónlistarskólanum, þar sem verið er að æfa atriði úr Davíð og Sál — barnasöngleik eftir Svíann Daníel Helden. Hvaða höfundarlaun fær hann? Égvileindregiðkomaþvíá framfæri við alþjóð, hver höfund- ur hans er, þar sem þeir hafa því miður ekki kynnt hann í þessari mynd sinni, þótt ég tæki það greinilega fram við þá, þegar um- rætt atriði var tekið upp. Þeir Framhald á bls. 20 bæjar og vann mikið að félags- málum og verkalýðsmálum. Hann átti m.a. sæti í stjórn Ráðninga- stofu borgarinnar. Gísli studdi Sjálfstæðisflokkinn, var m.a. í fulltrúaráði flokksins og átti sæti í mörgum nefndum hans. Hann var Óðinsfélagi og átti um skeið sæti í stjórn Óðins. Gísli var kvæntur Jónu Krist- mundsdóttur og lifir hún mann sinn. Varð þeim sjö barna auðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.