Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1974 Umræður á Alþingi: Lánsfiárþörf sveitarfélaga GUNNAR Thoroddsen félags- málaráðherra fylgdi ( gær úr hlaði frumvarpi til laga um efl- ingu Lánasjððs sveitarfélaga. Morgunblaðið hefur áður gert grein fyrir efni frumvarpsins. Frum varpið gerir ráð fyrir þvf, að ðafturkræf framlög til Lánasjóðs- ins hækki þannig, að framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mið- ist við 5% af brúttótekjum þess sjóðs og framlag rfkissjóðs verði helmingur framlags Jöfnunar- sjóðs. Ráðherra rakti tildrög og sögu Lánasjóðsins, allt frá árinu 1966, er hann var stofnaður með lögum, óskir Sambands fsl. sveit- arfélaga um eflingu sjóðsins og þær röksemdir sem liggja til grundvallar þeim óskum, sem rfkisstjórnin yrði nú við, með flutningi þessa frumvarps. Ráðherra gat þess, að auk Fyrir- spurnir Oddur Ólafsson beinir eftir- farandi spurnirigum til menntamálaráðherra: 1) Hvað veldur þeirri miklu töf, sem orðið hefur á opnun náms- brautar í sjúkra: og iðjuþjálf- un við Háskóla Islands. 2) Hvenær hefst kennsla í þessum fræðum? Ragnar Arnalds spyr iðnaðarráðherra hvers vegna framkvæmdir séu ekki hafnar við' lagningu byggðalinunnar milli Norður- og Suðuriands? Ræða Gtmnars Thoroddsen Ræða Gunnars Thor- oddsen iðnaðarráðherra, við útvarpsumræður frá Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra verður birt í heild á þingsíðu blaðsins á morgun. beinna framlaga, hefði Lána- sjóðurinn jafnan til umráða láns- fé, aðallega frá Framkvæmda- sjóði, en að auki kæmi mjög til greina, að Byggðasjóður léti af hendi rakna lánsfé, sem Lána- sjóður framlánaði til sveitar- félaga. Lúðvfk Jósepsson lýsti stuðn- ingi við frumvarpið. Hann beindi þvi til þingnefndar, sem um frum- varpið fjallaði, hvort ekki væru tök á því, að hækka framlag ríkis- sjóðs þann veg, að það væri jafnt framlagi Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga, en sá sjóður væri eign sveitarfélaganna, og framlag úr honum til lánasjóðsins því ein- vörðungu tilfærsla á ráðstöfunar- fé þeirra sjálfra. Benedikt Gröndal lýsti þeirri skoðun sinni, að framkvæmda- kröfur almennings til hins opin- bera væru í vaxandi mæli á sviði varanlegrar gatnagerðar, vatns- veitna, félagslegra stofnana eins og elliheimila, dagheimila og sjúkrahúsa, íþróttaaðstöðu o.fl., sem féllu aðallega í framkvæmda- hlut sveitarfélaga. Þessvegna væri full ástæða til að efla lána- sjóðinn og væri hann meðmæltur frumvarpinu í aðalatriðum. Ólafur G. Einarsson þakkaði rfkisstjórninni skjót viðbrögð við tilmælum sveitarfélaganna. Hann þakkaði og stuóning þingmanna, sem fram hefði komið í umræðun- um. Samskonar beiðni hefði áður verið send fyrrv. félagsmálaráð- herra, sem þá hefði í engu verið sinnt. Tók hann undir tilmæli þess efnis að þingnefnd athugaði um möguleika á hækkun framlags ríkissjóðs til jafns við framlag Jöfnunarsjóós. Halldór E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra sagði, að honum hefði ekki verið kunnugt um til- mæli sveitarstjórnarsambandsins, til fyrrv. félagsmálaráðherra, um eflingu lánasjóðsins. Sér væri ljós þörf á eflingu sjóðsins og þó fyrr hefði verið. Til sin sem þáverandi fjármálaráðherra hefði þó ekki verið leitað með þetta mál, sem AIÞHKil nú væri flutt með samþykki beggja stjórnarflokkanna. Karvel Pálmason kvaðst styðja stjórnarfrumvarp þetta sem ábyr|tir stjórnarandstæðingur. Hinsvegar væri ekki nóg að efla lánsmöguleika sveitarfélaga, heldur þyrfti að auka tekjustofna þeirra jafnframt. Til þess hefði verið tækifæri, er hækkun bensinskattsins hefði verið á dag- skrá. Hann hefði þá lagt til að hluti hækkunarinnar kæmi í hlut sveitarfélaga til varanlegrar gatnagerðar. Að loknum umræðum var frum- varpinu vísað til 2. umr. með 25 samhlj. atkv. og til félagsmála- nefndar með 28 samhlj. atkv. Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra. Greinargerð með frumvarpi til laga: Happdrættíslán til að fullgera Norðurveg Morgunblaóið birti í gær frum- varp til Iaga um happdrættislán til fjáröflunar vegna Norðurveg- ar, sem fullgera á, skv. frumvarp- inu, á 3—4 árum. Flutningsmenn eru Eyjólfur Konráð Jónsson og fleiri. Greinargerð með frum- varpinu fer hér á ef tir: „Unnið er nú að nýjum*kostn- aðaráætlunum vió gerð framtíðar- vegar milli Akureyrar og»Reykja- víkur á vegamálaskrifstofunni og munu þær væntanlega liggja fyrir, þegar mál þetta kemur til umræðu og afgreiðslu í nefnd. Ljóst er, að heildarkostnaður við vegagerðina verður mun hærri en þær 1200 milljónir kr., sem ríkis- stjórninni er heimilað meó frum- varpi þessu, ef samþykkt verður, að afla á iáni, en til viðbótar yrði framkvæmdin fjármögnuð með fé skv. vegáætlun og samgönguáætl- un Noróurlands. Ætti þá að vera séð fyrir fjármagni til að ljúka uppbyggingu vegarins og hefjast handa um að leggja hann bundnu slitlagi. En til að ljúka verkinu ycóMafnframt leitað eftir láni er- lendis og ákvörðun tekin um slíka lántöku, þegar kostnaðaráætlanir liggja fyrir og upplýsingar um hugsaáleg lánakjör. Ekki ewþví að leyna, að nú er þörf aðhalds við opinberar fram- kvæmdir, og einkum er nauðsyn- legt að halda í skefjum eftirspurn eftir vinnuafli. Samt sem áður verður að ráðast í ýmsar meiri háttar framkvæmdir á næstu árum, og þá er einmitt heppilegt að láta þau verkefni ganga fyrir, sem útheimta lítið vinnuafl, eins og vegagerð þessi, þar sem fyrst og fremst eru notaðar stórvirkar vinnuvélar, enda má slá fram- Sinfóníuhljómsveitin í Garðahreppi Tónlistarfélagið og Tón- listarskólinn í Garðahreppi standa fyrir sinfóníutón- leikum í hinu nýja íþrótta- húsi Garðahrepps í kvöld kl. 20.30. Allur ágóði af þessum hljómleikum mun renna til byggingar safnaðarheimilis Garða- hrepps. Sinfóníuhljómsveit Is- lands hefur heimsótt Garðahrepp árlega undan- farin ár, en leikur nú í fyrsta skipti við góðar að- stæður í nýja íþrótta- húsinu. Meðal verkefna er píanókonsert eftir Katsja- Safnaðarheimilið sem nú er f smfðum f Garðahreppi. turian og verður einleikari með hljómsveitinni Gísli Magnússon, en hann lék þennan konsert með hljóm- sveitinni í vor. Auk fleiri verka verður konsertfor- leikur Tjaikowskis „1812“ frumfluttur hér á landi. Stjórnandi hljómsveitar- innar verður Páll S. Páls- son. Um þessar mundir er verið að byggja safnaðar- heimili fyrir Garðhrepp- inga í Hofstaðalandi. Þar verður til húsa ýmis konar félags- og þjónustustarf- semi, auk barna- og tón- listarskóla. Tónlistarskóli Garða- hrepps er 10 ára á þessu ári og var þess minnzt í vor með nokkrum hljómleik- um, einnig fóru nemendur í hljómleikaferð um Suður- land til Hornafjarðar og tóku þátt í þjóðhátíðar- haldi. Við skólann eru 12 kennarar og nemendur eru 200. Aðgöngumiðar á tónleik- ana fást í bókaverzlunum: Veda í Kópavogi, Grímu í Garðahreppi og hjá Oliver Steini í Hafnarfirði. kvæmdum við brýr á frest, ef menn telja það nauðsynlegt, en raunar eru ekki ýkjamargar brýr, sem endurbyggja þarf á þessari leið á næstunni. Æskilegt væri að ljúka þessum framkvæmdum á 3—4 árum og hefjast þá handa við enn aðrar stórframkvæmdir í vegamálum, einmitt með því m.a. að hagnýta happdrættisskuldabréf. En fjár- öflun með þessum hætti til meiri háttar vegaframkvæmda gerir það að verkum, að meira fjár- magn verður til annarra aðkall- andi framkvæmda í vegamálum. Góður vegur milli Akureyrar og Reykjavíkur kemur ekki einungis norðlenskum byggðum aó gagni, heldur einnig Vesturlandi, Vest- fjörðum og Austfjörðum — og auðvitað landinu öllu, því að Sunnlendingar hagnýta veg þenn- an að sjálfsögðu og gera I vaxandi mæli, eftir því sem bílaeign vex og vegurinn batnar. 1 héruðunum, sem þessi vegur liggur um, búa um 35000 manns eða 40% landsmanna utan Reykjavíkur og Reykjaness. Munu þessar byggðir styrkjast verulega við vegabæturnar, og er óvíst, hvort hægt er að gera annað átak í bráð, sem hefði jafnmikil áhrif á jákvæða byggðaþróun í landinu, enda tengir vegurinn saman þéttbýlustu svæði landsins, þar sem samtals búa meira en y* hlutar landsmanna. Eðlilegt er, að meira f jármagns sé aflað til opinberra fram- kvæmda með lántökum hjá almenningi en hingað til hefur tíðkast. Ríkisvaldið slær þá ekki eignarhaldi á fé manna, heldur tekur það að láni. Skattheimta verður þannig léttbærari, og eign- ir alþýðu veróa meiri en ella. Vegamálin eru það svið opinberra framkvæmda, sem almenningur hefur einna mestan áhuga á. Þess vegna er auðveldast að afla fjár til þessara framkvæmda með skuldabréfaútgáfu. Ef útgáfa þeirra bréfa, sem hér er gert ráð fyrir, gengur vel, má hefja ný útboð vegna annarra vegafram- kvæmda. I frumvarpinu er ekki ákveðið hvaða kjör skuli fylgja bréfunum, heldur skuli það ákveðið með reglugerð. Ekki er heldur útilokað, að samhliða happ- drættisvinningum verði um að ræða vexti af bréfunum, sem þá yrðu að sjálfsögðu lágir. Hins vegar verða kjörin í heild að miðast við almenn vaxtakjör á hverjum tíma og vera með þeim hætti, að almennan áhuga veki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.