Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÖIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1974 Gfsli Pálmason kjallaravörður og Sfmon Sigurjðnsson barþjónn, sem báðir hafa starfað hjá Naustinu öll 20 árin, ásamt Geir Zöega veitinga- manni og Ib Wessman matreiðslumaður Naustsins. (Ljðsm. Ól. K. M.). Naustið 20 ára Framhald af bls. 35 ÖNNUR úrsiit f Evrópukeppn- inni í kvöld voru þessi: UEFA-keppnin: Partizan Belgrad-Portadown: 1—1. Banik Ostrava (Tékkóslóva kfu)—F.C. Nantes (Frakk- landi): 2—0. Dynamo Moskva Dynamo Dresden: 1—0. Real Zaragoza (Spánn)— Grass hoppen Ziirich: 5—0. Dukla Prag — Djurgardens (Svfþjóð): 3—1. Juventus (ttalfa) — Hibernian (Skot- land): 4 — 0. Molenbeek (Belgfa) — Twente Enschede (Holland): 0—1. Keppni meistaraliða: Leeds United — Ujpezt Doza (Ungverjaland): 3 — 0. Atvidaberg (Svfþjóð) — Helsinki: 1 — 0. Ararat Yerevan-Cork Ceitic: 5 — 0. Keppni bikarmeistara: Psv Eindhoven (Holland) — Gwardia Varsjá: 3 — 0. Vienna-Real Madrid: 2 — 2. — Orkuvandamál Framhald af bls. 1 fyrsta konan í rúmlega tuttugu ára sögu Norðurlandaráðs, sem tekur sæti í henni, Jóhannes Ant- onsson, Svíþjóð, sem er formaður, Anker Jörgensen, Danmörku, Odvar Nordli, Noregi og V. J. Sukselainen, Finnland. Þetta er í annað sinn sem auka- þing Norðurlandaráðs er haldið, og er óvfst að efnt verði til auka- þinga aftur. Tilgangurinn með aukaþingunum er sá að flýta af- greiðslu mála, en Norðurlandaráð hefur talsvert verið gagnrýnt fyr- ir seinagang í afgreiðslu mála. Aukaþingin eru vinnuþing og eru því veizluhöld í lágmarki. I flest- um Norðurlandanna hefur átt sér stað verulegur niðurskurður á fjárlögum og reynt að draga sem mest úr öllum útgjöldum og þess vegna er talið ólfklegt að ráðizt verði í að h, ida fleiri aukaþing, næstu árin að minnsta kosti. Næsta þing Norðurlandaráðs, hið tuttugasta og þriðja, verður haldið í Reykjavík í febrúar n.k. — Argentína Framhald af bls. 1 orðið til þessara neyðarráðstafana vegna ofbeldisöldunnar sem gengið hefði yfir landið og hefði jafnvel náðtil skólabarna. Isabella Peron undirritaði um- sátursyfirlýsinguna. Aðeins eru 129 dagar síðan hún tók við for- setaembættinu eftir lát Juan Per- ons. Eiginmanns sín. Sfðan hafa 136 menn verið myrtir í sprengju- tilræðum, mannránum og morðtil- ræðum af ýmsu tagi frá bæði hægri og vinstri öfgaflokkum. Mikill ótti hefur gripið um sig í Argentínu vegna þessara ofbeld- isverka. — Æfingar Framhald af bls. 36 erfióara en þeir höfðu reynt á æfingunum sjálfum. Langar og strangar æfingar höfðu greinilega ekki verið unnar fyrir gýg. Hinir slösuðu um borð í Stolt Vista voru allt Filipseyingar. Öll áhöfnin var frá Filipseyjum utan tveir yfirmenn, stýrimaður og fyrsti vélstjóri. Þeir voru báðir norskir. Þegar sjúklingarnir höfðu farið frá borði Stolt Vista, fóru Bandaríkjamennirnir um borð í varðskipið Þór. Sögðust þeir hafa hlotið þar mjög ánægju- legar viðtökur, en þó hefðu þeir verið dálítið sjóveikir um borð í varðskipinu fyrst framan af eða Uf |Hor0íunbIöí>ií> éNmnRGFninflR I mflRKBÐVBflR unz komið var, upp undir tsland. Þá hefðu þeir fengið góðan mat um borð í Þór og tekið að hress- ast. Þeir félagar sögðu að skip- verjarnir á Stolt Vista hefðu beð- ið þá fyrir kveðjur og þakklæti til allra, sem unnið hefðu að því að koma þeim til hjálpar. Þeir félagar David Milsten og Steven Tyre fóru utan til Englands um miðjan dag i gær. Milsten er kvæntur f Bretlandi og þar eru höfuðstöðvar björgunar- sveitarinnar, sem björgunarsveit- in á Keflavíkurflugvelli telst til og að jafnaði er skipt um menn hér vikulega. Var dvalartfmi þeirra útrunninn. Þá hefur Mbl. frétt að spreng- ingin um borð í Stolt Vista hafi verið svo öflug að 6 íbúðarher- bergi í skipinu hafi hrunið gjör- samlega eins og spilaborg og hafi eftir verió sem stór geymur fullur af drasli. — Oánægðir Framhald af bis. 2 höfðu þó tæki til að taka upp lag og ljóð og hljóðfæraleik i þessu atriði, þótt þeir segðu fyrir fram- an alþjóð, að þeir hefðu ekki tæki til upptöku á samræðum við fólk á heimilum. Ég vil einnig taka það fram að hvorki mér né nem- endum mfnum var ljóst, að þetta væri áróðursmynd. Og þar sem ég hefi einnig samið lög, sem bæði hafa verið flutt í útvarp og á skemmtunum hérna, vil ég fría mig af þeim rógi, þegar „flagar- inn“ hokir við flygil félagsheimil- isins, og sagt er: „Skyldi einhver vera að semja tónverk?“ — að ég sé að" stela umræddu verki Daniels Helden. Menn gætu efa- laust getið í eyðurnar, þar sem þessi efni eru ekki kynnt i þætti þeirra. Menningarlegt gildi myndar- innar tel ég vafasamt. Þar sem nemendur mínir í skólanum eru duglegir og höfðu vænzt þess að fá að sjá öðruvfsu uppfærslu at- riðis sfns og býst ég við að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum með útfærsluna. Eins vil ég nefna um- ræddan teiknitfma, sem var kvik- myndaður. Hann var allur kvik- myndaður — meira að segja við- töl við nemendurna, en öllu þessu var sleppt, aðeins sýnd lok tfm- ans, þegar fáeinar mínútur voru eftir og ég settist niður. Það er munur að vera æðri en dýrin og geta meira en talað, eins og þeir skilgreindu orðið menn- ing f upphafi umræðnanna. Hvað kostar gerð slíkrar myndar, og hvað kemur næst frá þeim?“ — Staða Fords Framhald af bls. 1 halda enn, þ.e. forsetaembættis- ins, heldur muni aukazt innbyrðis klofningur í flokknum og and- staða myndast gegn því að Ford verði í framboði í forsetakosning- unum 1976. Viðbrögð leiðtoga demókrata voru ekki á einn veg, þótt allir fögnuðu þeir sigrinum. Miké Mansfield leiðtogi fiokksins í öld- ungadeildinni lýsti sig reiðubú- inn til samvinnu og málamiðlunai milli framkvæmdavalds og lög- gjafarvalds. Carl Albert leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni sagði hins vegar aó úrslitin gæfu demó- krötum umboð til að snúast gegn áætlunum stjórnarinnar i t.d. al- mannatryggingum, skattamálum og málefnum rfkisstarfsmanna, og knýja fram sínar eigin hug- myndir. I svipaðan streng tóku Robert Byrd aðstoðarleiðtogi flokksins og Robert Strauss for- maður hans, og lögðu mesta áherzlu á umbætur í skatta- málum. Repúblikanar tóku ósigrinum flestir með stiliingu. Formaður landsstjórnar flokksins, Mary Louise Smith, sagði: „Ég hafði gert mér vonir um að áhrif Water- gate yrðu ekki svona alvarleg," en bætti við: „Kosningarnar eru sennilega síðasti kafli þessa erfiða tímabils og mun marka nýtt endurreisnarskeið Repú- blikanaflokksins." Sama sagði Ford sjálfur í yfirlýsingu, og kvaðst mundu beita sér fyrir ein- ingu innan flokksins og hvetja menn til að safna kröftum til nýtta átaka. I GÆR voru liðin 20 ár frá þvf að veitingahúsið Naust tók til starfa. Það var stofnað af nokkrum ung- um mönnum sem þá voru flestir enn við skólanám, en fyrsti for- stöðumaður þess var einn úr hópnum, Halldór Gröndal, sem nú er prestur Grensássóknar. Gegndi hann starfinu um tfu ára skeið, en þá tók annar úr hópi stofnenda, Geir Zöega yngri, við og hefur hann rekið Naustið sfð- an. Undir forsjá þessara tveggja veitingamanna hefur Naustið á liðnum árum orðið einn vinsæl- asti veitingastaður borgarinnar, jafnt hjá þeim sem koma þangað í þeim erindum að njóta góðs máls- verðar og hinum sem vilja hressa upp á sálartetrið í góðum félags- skap á barnum undir súðinni. Geir Zoéga tjáði blaðamönnum á dögunum, að Naustinu hefði ekki verið spáð langiífi þegar það hóf rekstur sinn, þar sem kunnugir hefðu verið heldur vantrúaðir á rekstrarformið. Þær hrakspár hefði þó Naustið sjálft hrakið með því að dafna og eflast þessi 20 ár. Geir sagði þó að Naustið væri í smæsta lagi sem rekstrareinig og þess vegna afar viðkvæmt fyrir öllum sveiflum. Hvers konar óárán í þjóðfélag- inu kemur því fyrr fram í rekstri Naustsins en ýmissa annarra stærri veitingastaða, en um leið hafa einmitt þessir erfiðleikar orðið kveikjan að ýmsum nýmæl- um í rekstrinum. Þannig stóð t.d. á þjóðlandavikunum, sem Naustið efndi til fyrir nokkrum árum og margir munu minnast. Urðu þær geysilega vinsælar og má nefna að bandarisku vikuna varð að fram- lengja í nokkrar vikur. Annað frægt nýmæli sem Naustið brydd- aði upp á er þorramaturinn, sem löngu er orðinn fastur liður í borg arlífinu og má fullvíst telja að þetta framtak Naustsins eigi ekki svo lftinn þátt í að endurvekja vinsældir þessa fprna og rammís- lenzka matar I nútímanum. I tilefni afmælisins mun Naust- ið á næstunni taka upp enn eitt nýmælið í rekstri sfnum, en það er svokallaður málsverður kaup- sýslumanna. Að sögn forráða- manna veitingahússins hefur það færzt æ meir í vöxt á liðnum árum, að kaupsýslumenn borði í Naustinu í hádeginu með gestum sínum og nú hyggst Naustið koma til móts við þessa menn með því að bjóða upp á sjö mismunandi og mjög fjölbreytta matseðla í viku hverri. Þá stendur einnig til að stokka upp sérréttaseðil Nausts- ins, auka mjög á fjölbreytni hans og gera sjálfan matseðilinn að- gengilegri fyrir gestina. Yfirmat- reiðslumaður Nautsins er Ib Wessman. Hjá Naustinu starfa nú milli 40—50 manns. Naustinu hefur haldizt vel á starfsfólki sínu og margt af starfsfólki Naustsins hefur starfað þar árum saman. Tveir starfsmenn hafa þó starfað hjá Naustinu öll 20 árin, þeir Símon Sigurjónsson barþjónn og Gísli Pálmason kjallaravörður, og héldu þeir þess vegna upp á 20 ára starfsafmæli sitt um leið og veitingahúsið. Minnisvarðinn um Inga T. Lárusson I fréttinni f blaðinu um fyrir- hugaðan minnisvarða um Inga T. Lárusson var sagt að Aust- firðingafélagið í Reykjavfk hefði kosið nefnd til þess að sjá um framkvæmd málsins. Það er ekki rétt. Átthagafélag Héraðsmanna boðaði fulltrúa allra austfirzku átthagafélaganna á fund, þar sem nefndin var kosin. Formaður hennar er Þórarinn Þórarinsson, fyrrv. skólastjóri. Eins og fram kemur í fréttinni er Austfirðingafélagið 70 ára um þessar mundir. Stjórn þess skipa: Guðrún Jörgensen formaður, Sigrún Haraldsdóttir, Brynjólfur Ingólfsson, Eiríkur Lárusson og Gunnar Valdimarsson. — Stýrimanna- skólinn Framhald af bls. 2 stólana hafði Jónas þau orð, að þeir væru sömu tegundar og tíðkuðust í öðrum skólum og miklu betri en þeir sem hann sjálfur hefði t.d. vanizt á sfnum skólaárum. Að lokum sagði Jónas, að hann væri ekki samþykkur þessum aðgerðum nemendanna að mæta ekki í tíma í dag, enda samræmdist það ekki skólaregl- um. Loks ræddi Mbl. við Vilhjálm Hjálmarsson menntamálaráð- herra. Hann sagði, að ekki hefði verið rætt við sig um þessi mál og væri hann svolftið óánægður, að ekki skyldi rætt við hann áður en til þessara aðgerða var gripið. Fé hefði verið veitt á fjárlögum til endurbóta á húsnæði skólans, og skildist sér að skortur á iðnaðar- mönnum hefði frekar komið í veg fyrir endurbætur í sumar en skortur á fé. Hann minnti á. að fjárveitinganefnd hefði i fyrra staðið að því að skólinn fengi utan fjárlaga nýtt 10 milljón króna tæki til kennslu, og hefði hann þá átt sæti í nefndinni. Ráðherra sagði að lokum, að unnið yrði að lausn þessa máls í ráðuneyti sínu og kvaðst vona að gott samkomu- lag ríkti framvegis milli hans og sj ómannsef nanna. EM í bridge: SVÍAR ERU ENNEFSTIR í SJÖTTU umferð sat íslenzka sveitin yfir og gefur það 12 stig. Þá áttust viö tvær efstu sveit- irnar, Italir og Svíar, og eftir miklar sviptingar allan leikinn sigruðu Italir 12:8. Norðmenn sigruðu frændur sfna Dani með miklum mun 20:0 og komust upp f þriðja sætið. Árangur Breta og Frakka er mun lakari en búizt hafði verið við fyrir keppnina og eru sveitir þeirra í miðjum hópn- um að loknum 6 umferðum. Efstu sveitir eftir 6 umferðir: Svíþjóð 95, Italfa 94, Noregur 88, Portúgal 84, Sviss 81, Tyrk- land 69. Islendingar eru í 17. sæti með 34 stig. Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði ekkert fréttst um árangur þeirra í gær. — Bruni Framhald af bls. 2 Þar þyrfti að smíða sérstök loft- net. Gamla stöðin væri ekki f sam- bandi, en hins vegar væri tryggt samband á milli lóranstöðvarinn- ar og Herjólfsstaða. Nýja kerfið yrði mjög fullkomið þegar það verður allt komið í gagnið, en það gamla var oft til lítils gagns, eink- um á nóttinni, þvf það varð fyrir miklum truflunum frá erlendum stöðvum. — Stórsigur Framhald af bls. 1 leiðtogar demókrata mjög ánægðir með þessi úrslit. Flokkur þeirra getur nú fræði- lega knúið fram öll lagafrum- vörp, sem Ford forseti kann að beita neitunarvaldi gegn, þar sem hann hefur 2/3 atkvæða f fulltrúadeildinni og vantar aðeins nokkur sæti upp á þann meirihluta í öldungadeildinni. Ólíklegt er þó að demókratar muni almennt standa svo vel saman. En þar sem áhrif demó- krata í þinginu hafa vaxið svo mjög hefur ábyrgð þeirra sömu- leiðis vaxið og ef ekki tekst að binda enda á verðbólguástand- ið sem hér veldur almenningi mestum áhyggjum, má búast við að demókrötum verði kennt um ekki siður en repúblíkönum og kann það að hafa sín áhrif 1976. Það þing sem nú hefur verið kjörið er talið munu verða tals- vert frjálslyndara en það þing sem nú situr. Þingmenn eru almennt yngri að árum, 92 þingmenn eru yngri en fer- tugir, en áður voru aðeins 50 þeirra svo ungir. Stærri hluti þessa þings er talinn munu vera fylgjandi minni útgjöldum til hermála en meiri til- alls kyns félagslegra verkefna. Og búizt er við að fleiri þingmenn en áður verði fylgjandi beinu verðlagseftirliti. Sú reglan að þingmenn sem einu sinni eru komnir á þingið í Washington séu ævinlega endurkjörnir var afsönnuð í þessum kosningum. Demókröt- um tókst að fella nokkra öldungadeildarþingmenn repúblíkana sem sóttust eftir endurkjöri og marga fulltrúa- deildarþingmenn. Athyglisvert er, að þeir repúblíkanar sem harðast vörðu Nixon fyrir dómsmálanefnd fulltrúa- deildarinnar sl. sumar fóru illa út úr þessum kosningum og náðu margir ekki kjöri. Kosningaþátttaka var dræm eins og jafnan þegar ekkLeru forsetakosningar, en þó óvenju- leg í þetta sinn. Aðeins um 40% kjósenda munu hafa neytt atkvæðisréttar sins, en í kosningunum 1970 kusu um 47% og 1972 um 55%. Þessar tölur gefa til kynna, að enda þótt demókratar hafi hlotið yfirgnæfandi stuðning þeirra sem kusu, stendur meirihluta Bandaríkjamanna nákvæmlega á Sama um hverjir stjórna land- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.