Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1974 Dæmisögur Esops Mýsnar á ráðstefnu Einu sinni á fyrndinni, þegar kettirnir ofsóttu mýsnar sem ákafast, og þær voru í mestu nauðum staddar, þá héldu þær fund með sér til að gera ályktun um, hver ráð mundu best vera til að firra sig þessari eilífu plágu. Margar tillögur voru nú ræddar fram og aftur og felldar. Loksins stóð upp ein ung mús og stakk upp á því, að bjalla væri hengd um háls kettinum, til þess að mýsnar gætu ætíð framvegis heyrt til hans, þegar hann kæmi, og haft tíma til að forða sér. Að þessari uppástungu var gerður ágætur rómur, og var hún samþykkt í einu hljóði. Þá gekk fram mús nokkur gömul, sem allt til þessa hafði þagað, og sagði, að sér virtist þetta prýðileg til fundið og mundi vafalaust vera einhlítt ráð, en það væri aðeins dálítil spurning, sem hún vildi leyfa sér að bera upp, og hún væri sú, hver músanna nú vildi verða til þess að hengja bjölluna á köttinn. (Dæmisögur Esóps; Stgr. Th. þýddi). HÖGNI HREKKVÍSI ■mnr Dæmisögur Esops VatnssjúM maðurinn og læknirinn Læknirinn spurði vatnssjúkan mann, sem hann hafði til lækninga, hvernig hann hefði sofið nóttina áður. „Illa,“ svaraði hinn sjúki, „ég svitnaði fram úr lagi og lá í einu löðri.“ „Ágætt!“ sagði læknirinn. Daginn efti spurði læknirinn að hinu sama, og sagðist hinn hafa hríðskolfið af megnasta köldu- hrolli. „Sömuleiðis ágætt!“ mælti læknirinnog brosti við. Og enn á þriðja degi spurði læknirinn sjúkling- inn, hvernig honum liði, og svaraði hann, að hann hefði sára verki og þjáningar af magameini sínu. „Og ágætt er nú þetta enn,“ sagði læknirinn? heldur íbygginn. í því sama kom einn af góðkunningjum sjúklingsins og spurði, hvernig honum heilsaðist. „Ágætlega," svaraði hinn, „því að eftir því sem sjálfu átrúnaðargoðinu, lækninum mínum, segist, þá er lífið alveg að kveljast úr mér af eintómu ágæti.“ (Dæmisögur Esóps; Stgr. Th. þýddi). Dæmisögur Esops Nautin og slátraramir Einu sinni stóð mikið til hjá nautunum — þau höfðu sem sé tekið sig saman um að ráða slátrarana af dögum, því að þeir væru sannir erfðafjendur nautakynsins og rækju þá iðn, sem miðaði því til dráps og eyðileggingar. Nú safnast þau saman og eru þegar farin að hvessa hornin til bardaga, en þá gengur fram gamall arðuruxi, biður sér hljóðs og tekur þannig til máls: „Gáið að, vinir góðir, hvað þið gerið. Slátrararnir eru menn, sem kunna vel að iðn sinni og slátra okkur nautunum mjög svo döndug- lega og án þess að kvelja okkur, en ef við komumst í hendurnar á klaufum, þá munum við deyja tvöföld- um dauða; því að það megið þið vita fyrir víst, að þó að mennirnir yrðu að missa slátrarana, þá mundu þeir vilja hafa nautakjöt eftir sem áður, og alltaf verða nógir til þess að stúta okkur einhvern veginn." (Dæmisögur Esóps; Stgr. Th. þýddi). ANNA FRA STORUBORO — SAGA FRÁ SEXTÁNDU OLD eftir Jón Trausta sá ekki skýrt. Þó sá hann eitthvað uppi á eyrínni hinum megin, sem liktist undarlegum fugli, stórum og fluglágum gammi, sem hóf sig upp af jörðunni og flaug ofurlítinn boga í hvert skipti, en kom jafnan niður á milli. Mitt í hættunni og ang- istinni gat hann ekki annað en horft stundarkorn á þennan „fugl“, sem virtist vilja komast í veg fyrir hann og verja honum landtökuna. En brátt gat hann hvorki glöggvað hann né annað. Allt skalf fyrir augunum á honum, og það var sem allt fast land flyti burtu. Hesturinn var að linast á sund- inu. Hann sökk dýpra og dýpra í jökulvatnið, og það hækk- aði og bólgnaði upp undir vitin á honum. Svo losnaði hann við hestinn og seig ofan í kalda, leirgula móðuna. Pansarinn dró hann niður á höfuðið. Hann svalg í sig andann, lokaði munninum og færðist i kaf. En um leið hentist eitthvað dökkt og þungt ofan í vatnið rétt hjá honum. Hann sá skugg- ann af þvi og heyrði skvettinn.-------- Meira vissi lögmaður ekki af sjálfum sér að segja, fyrr en hann var kominn upp á þurrt land. Hann hafði sama sem ekkert drukkið. Hann sat flötum bein- um á eyrinni og skyrpti út úr sér í sífellu jökulbragði og dálitlu af sandi. Hattinn sinn hafði hann misst í fljótið, og sverðið hafði runnið úr skeiðunum og orðið eftir þar úti í kvislinni. Nú, þetta gat allt saman hafa farið verr. Svo fór hann að líta í kringum sig eftir mönnum sinum. Undarlegt mátti það vera, ef þeir hefðu ekki fengið kaffær- ingu líka. En hann sá ekki nema einn mann hjá sér. Og það var eng- inn af hans mönnum. Það var maður með óræktað hár og skegg, sem nú draup af vætu, undarlegur maður, steinþegj- andi, með samanbitnar varir, — reglulegur villimaður. Hann þekkti hann ekki. Menn hans voru sorglega dreifðir. Sumir voru á sundi úti í kvíslinni, í þann veginn að ná landi. Aðra hrakti undan straumnum, fram á grynningar, sem neðar voru. Sumir voru enn úti á eyrinni, treystu sér ekki út í kvislina á þessum stað og fóru að leita fyrir sér annars staðar. Ókunni maður- inn bénti þeim og benti, en kallaði aldrei til þeirra. Það leið góð stund, þar til þeir komust allir yfir kvíslina. „Hver ert þú?“ spurði lögmaður ókunna manninn. Orðin hálfköfnuðu í kverkunum á honum. Hjalti svaraði engu. Honum var það fyrst nú ljóst, að það mundi vera lögmaðurinn sjálfur, sem hann hafði bjargað. Og þegar menn lögmanns voru komnir á land, tók hann til fótanna og elti stöngina sína, sem flaut fram eftir öllu fljóti. „Hver var þessi maður, sem bjargaði mér?“ spurði lög- maður og litaðist um i hópi manna sinna, sem nú voru allir komnir upp úr fljótinu og stóðu í kringum hann rennvotir. Lögmaður þagði og leit spyrjandi framan í hvern þeirra, en enginn svaraði. En þegar hann var orðinn úrkula vonar um að fá nokkurt svar, gall í einum þeirra: „Það var Hjalti mágur þinn!“ nkÖTnorgunkQÍfinu Haltu bara áfram, þú missir ekki af neinu. Snöggur ljúflingur — fylltu hana. Húsbóndinn bað mig segja yður, að nú þurfi ekki lengur tannstöngla- boxið á borðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.