Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1974 5 Heiðursgestur Sinfóníuhljómsveitarinnar: stórhrifnir af honum. Hann þekkti hverja einustu nótu í tónverkunum." Siðan hefur Borge komið árlega til Indianapolis og hátiðahaldið blómstrað. Sömuleiðis segir Cooper frá því, er Borge settist við dágóðan Bösen- dorfer Imperial flygil i háskólanum og sagði: „Ef svona flygil væri að finna i öllum hljómleikasölum, væri svo sem ekkert á móti þvi að leika einhverntima eitthvert verk til enda," — en þeir, sem hafa séð Borge og heyrt, minnast þess vænt- anlega, að hann leikur sjaldnast nema hluta úr lögum, blandar auk þess iðulega saman mörgum tón- smiðum og teygir þær og afbakar á þann veg, að fáum yrði liðin slik meðferð tónlistar. En Borge kemst upp með ótrúlegustu hluti vegna þess hve fyndinn hann er. Victor Borge byrjaði að læra á píanó hjá móður sinni þriggja ára að aldri. Faðir hans. sem var fiðluleikari I konunglegu hljómsveitinni dönsku, vildi að hann tæki sig til fyrirmyndar og lærði á fiðlu, en hann neitaði þvl alfarið og hélt áfram við planóið. Átta ára að aldri hélt hann slna fyrstu hljómleika I Kaupmannahöfn og var þá þegar yfirlýstur undrabarn og mikið með hann látið. Hann fékk styrk til náms við tónlistarháskólann Victor Borge væntanlegur í næstu viku Fallegir útskornir trémunir frá Júgóslavíu Tilvalin gjafavara Hjá okkur er sýning á grjótmyndum Þorsteins Kristinssonar Húsgögn, vönduð og falleg i næstu viku kemur til landsins planóleikarinn og háðfuglinn frægi, Victor Borge. Heldur hann hljóm- leika I Háskólabíói sunnudaginn 17. nóvember kl. 2 slðdegis og um kvöldið verður hann heiðursgestur á árshátlð Sinfónluhljómsveitar fs- lands, sem haldin verður að Hótel Sögu. f för með Borge verður sópransöngkonan Marylyn Mulvey og koma þau væntanlega laugar- daginn 1 6. nóv. Áskrifendur að hljómleikum Sin- fónluhljómsveitarinnar hafa for- gangsrétt að aðgöngumiðum að hljómleikunum og geta notfært sér hann I dag og á morgun með þvl að panta miða I slma hljómsveitarinnar, en eftir þann tlma verða miðar seldir öðrum. Vart er of djúpt I árinni tekið þótt sagt sé að Victor Borge eigi engan sinn llka. Hann byrjaði feril sinn sem undrabarn I planóleik, en ágæti hans sem tónlistarmanns hefur að mörgu leyti fallið I skugga kimnigáfu hans. Er og vafasamt, að nafn hans hefði flogið jafn vlða og raun ber vitni, ef hann hefði haldið sig við að leika slgilda músik á planó. Sem tónlistar- manni er honum þó sannarlega ekki fisjað saman, og hann hefur m.a. getið sér gott orð fyrir hljómsveitar- stjórn á slðari árum. Bandarlskur tónlistarmaður, Frank Cooper, hefur sagt frá þvl I grein, er Victor Borge stjórnaði I fyrsta sinn sinfónluhljómsveitinni I Indianapolis fyrir nokkrum árum, á tónlistarhátlð við Butlerháskólann þar og bjargaði hátiðinni úr alvarlegum fjárhags- kröggum. „Æfingin með Borge var ævintýri likust," segir Cooper, „þvl að hann reyndist ekki einasta hafa tónsprot- ann fullkomlega á slnu valdi, heldur hafði hann lært utanað hvert einasta tónverk á efnisskránni. Hljóm- sveitarmenn voru agndofa. Einn þeirra sagði: „Ég hélt, að hann ætl- aði einungis að halda uppi gamni," og annar: „hann er eins og fæddur á hljómsveitarstjórapallinum". Og efnisskráin var hreint ekki auðveld. „Festive Polonaise" eftir Johann Svendsen. planókonsert nr. 2 eftir Selim Palmgren, Forleikurinn að Álf- hól Kuhlaus, „Einvera á fjalli" eftir Ole Bull og „Finlandia" eftir Sibelius, I sérstakri útsetningu fyrir kór og hljómsveit. Eftir þvl sem leið á æfinguna varð augljóst, að hljóm- sveitarmennirnir báru ekki einungis virðingu fyrir Borge, heldur voru I Kaupmannahöfn og hélt slðan þegar á unglingsaldri til náms I Vinarborg og Berlln. Þar voru meðal kennara hans Frederick Lammond og Egon Petri. Borge var I vaxandi áliti sem píanóleikari og organleikari — hann aflaði sér gjarnan fjár með þvl að leika á orgel við jarðarfarir — þegar upp komst um hina óvenjulegu klmnigáfu hans, fyrir hreina tilviljun. Verzlunarráðið I Kaupmannahöfn gekkst árlega fyrir revluflutningi, sem var feikna vinsæll viðburður I skemmtanallfinu. Þar komu iðulega fram ungir listamenn, leikarar og tónlistarmenn — og ungir rithöfund- ar fengu tækifæri til að spreyta sig. Meðal gesta var venjulega helzta samkvæmisfólk borgarinnar með dönsku hátignirnar i broddi fylk- ingar. Einhverju sinni var Borge beðinn að hlaupa I skarðið fyrir mann, sem átti að koma fram á þessari sam- kundu og þar með voru örlög hans ráðin. Eftir þetta héldust pianóleikar- inn og grínistinn hönd I hönd. Orð- stlr Borges flaug út fyrir dönsku landamærin og hann fór I „hljóm- leika" og skemmtiferðir um Norður- löndin. Þegar nasistar tóku Dan- mörku vorið 1940, var hann staddur I Svlþjóð, og þar sem hann hafði iðulega beint að þeim eiturörvum slnum var Ijóst, að hann mundi ekki mæta sérstakri blíðu, er heim kæmi. Þvi flúði hann til Bandarikjanna með sfðasta skipifrá Finnlandi. I Bandarlkjunum segist Borge hafa lifað fyrsta árið á 25 centum á dag, og mest hafzt við I kvikmyndahús- um. þar sem hann lærði ensku. Af einskærri heppni heyrði einhver til hans I einkasamkvæmi sem gat gefið honum tækifæri til að koma fram I útvarpi — og þar tókst honum svo vel upp, að honum var boðið að koma fram I útvarpsþætti Bings Crosbys. Þar var hann fastagestur I rúmt ár og eftir það var honum leiðin greið um Bandaríkin, Kanada og slðan um allan heim. Hvarvetna hefur hann kitlað svo hláturtaugar áheyrenda sinna, að þeir hafa vart mátt mæla, og sjónvarpsþættir hans hafa verið með afbrigðum vinsælir. Eftir þvl sem árin liðu fór Borge meira og m^irp að fást við hljóm- sveitarstjórn og hefur hann nú á siðustu árum stjórnað ýmsum helztu hljómsveitum Evrópu og Bandaríkj- Franihald á bls. 33 Vitretex Hempalin Hempalin Hempels Hempels Anolin og Farvolin, á glugga, huróir og grindverk úti. Hempalin Grunnmálning, undirmálning á tré- verk úti og inni. Mjúk plastmálning, á veggi innanhúss. Vitretex Hörð plastmálning, á veggi utanhúss og inni þar sem mest mæóir á, t. d. ganga, geymslur, þvottahús o. n. Lakkmálning, á glugga innanhúss. Hempalin Eldvarnarmáining, á kyndiklefa o. fl. Þilfarsmálning, á gólf, stein og tré. Vitretex Almött plastmálning, á loft ef þau eru Þakmálning, á þök og meó zinkkrómat undirmálningu á bárujárnshús. Jpegrió og verndiö húsiö meö réttri málningu þaö eykur gildi góörar eignar Framleióandi á íslandi Slippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmiójan Dugguvogi— Símar 33433 og 33414

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.