Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1974 13 Bréf til ritstjóra og leiðréttingar Reykjavík, 4. nóv. 1974. Kæri Matthías — I gær birtir Morgunblaöið greinarkorn, sem ég ritaði vegna sextugsafmælis dr. Hallgríms tónskálds Helgasonar, og þakka ég góðar undirtektir af þinni hálfu, er ég óskaði birtingar þess. En meðferð blaðsins á þessum afmælisorðum hefur orðið á verri veg. Þarna hefur sem sé tekizt að koma fyrir allskonar prentvillum á mörgum stöðum: línuvöntun á einum stað og a.m.k. nfu öórum villum, sumum meinlegum, öðrum minniháttar. Set ég leið- réttingarlista hér neðanmáls og bið þig vinsamlegast að birta hann ásamt bréfi þessu. Þegar ég kom með vélrit mitt að greininni um hádegisleytið á föstudag, spurði ég viðtakanda, hvort ég gæti átt þess kost aó lesa próförk. Hann kvað nei við því, og skildist mér, að um það væri ekki að ræða eftir að nýja prentunar- aðferðin komst á. Ekki lét ég á tortryggni bera við blaðamann- inn, sem var hinn þekkilegasti, en það hvarflaði óneitanlega að mér, að mikið væri, ef þetta lesmál mitt kæmi óbrenglað til skila. Og uggur minn reyndist ekki ástæðu- laus. Ég hef tekið eftir því að undan- förnu, að vart mun líða svo vika, að ekki sé stungið inn leið- réttingarklausu, einni eða fleirum, einhversstaðar í Morgun- blaðinu, og verð ég ekki var við þær svo tíðar í öðrum blöðum. Þessar klausur birtast þó aðeins, þegar um þverbak keyrir, og segir sig sjálft, að mörg prentvillan fær að standa óáreitt. Nú langar mig til að biðja þig um skýringu á þessu, Matthías, ef hún er einhver til. Og mig langar til aó vita, hvort þú treystir sjálfur á prófarkalestur Morgunblaðsins, þegar um er að ræða eigin greinar og kvæði. Að svo mæltu sný ég mér að leiðréttingunum. 1: En betra er seint en aldrei, og sú er bót í máli að nýi lektorinn í sálma- og messu- söngsfræðum við guðfræðideild háskólans er enn fjörmikill, áhugasamur og ótvílráður. (I þessa málsgrein vantaði heila línu, auk þess sem sfðasta orðið var tvítekið skakkt: óvíiráður. Hver þekkir ekki mismuninn á sögnunum að víla og tvíla?). 2: (Borgarnafnið Ziirich kemur fyrir tvisvar og er í hvorugt skiptið rétt ritað; það kemur ekki að verulegri sök). 3: Hann byrjaði ungur að semja lög og seig á í þeim efnum, jafnt og þétt. (Þarna vantaði tilfinnanlega forsetninguna „á“ með þátíð sagnarinnar „síga“, og við það gerbreytist merking). 4: „Kvöldljóð" og „Hin hljóðu tár“ eru dýrar perlur, svo að Beðið um vitni MIÐVIKUDAGINN 30. október s.l. um klukkan 19 varð árekstur milli bifhjóls og Ramblerfólksbif- reiðar á mótum Hringbrautar og Njarðargötu. Hjólið ók austur Hringbraut en bifreiðin vestur Hringbrautina. Þegar kom að gatnamótunum beygði bifreiðin til vinstri suður Njarðargötu, þvert fyrir hjólið, og skullu bif- reið og hjól saman. ökumenn eru ekki sammála um stöðu ökuljós- anna þegar atburðurinn geróist, og vantar því vitni. Er sérstaklega lýst eftir ökumanni fólksbiffeið- ar, sem var á leið austur Hring- braut og stoppaði við ljósin, á vinstri akrein. Ók bifhjólið fram- úr þessum bfl. Vitni eru beðin að gefa sig fram vió rannsóknarlög- regluna. einungis tvö lög séu nefnd af firnamörgum góðum lögum tón- skáldsins. (Firnamörgum verður „forna- mörgum". Þar lesa líkl. flestir i málið). 5: (Prófessor verður próressor á einum stað. Það telst ekki alvar- legt). 6: Þrátt fyrir langdvalir hans utanlands eru fáir, sem ég þekki, gæddir jafn ríkri þjóðartilfinn- ingu og jafn sómakærir fyrir Is- lands hönd sem hann. (Þarna færðist „sómakærir" í eintölu og reyndar kom þá upp nýtt lýsingarorð: jafnsómakær, hvað sem það merkir. Ég þekki ekki nafnorðið ,,jafnsómi“). 7: í tónverkum Hallgríms er lfka áberandi hinn þjóðlegi tónn íslands, og hann hefur beitt sér ósleitilega fyrir varðveizlu ís- lenzkra þjóðlaga . . . (Þarna voru höfð skipti á sagn- orðunum „beita“ og „einbeita“, en þá hefði líka þurft að breyta um forsetningu. Við segjum „beita sér fyrir“ eða „einbeita sér að“ einhverju, og er þó alls ekki ávallt um sömu merkingu að ræða). 8: Þar heitir í Vogum. (Þarna er prentvillupúkinn orðinn að „Vofum“, og má ekki minna vera heldur en að hann endi feril sinn í greinarkorninu með því að skrifast í fleirtölu með stórum staf). Með góðri kveðju, Baldur Pálmason. Aths. ritstj.: Morgunblaðinu er að sjálfsögóu ljúft að birta þessa grein Baldurs Pálmasonar en harmar prentvill- urnar. Þær vilja því miður loða vió öll dagblöð, jafnvel ýmsar bækur, sem þrjár eða f jórar próf- arkir hafa verið lesnar af. En auðvitað eru þær jafn hvimleiðar og ófyrirgefanlegar fyrir það. Því miður hefur ekki enn fundizt óbrigðul aðferð til að ráða niður- lögum prentvillna og breytir ný tækni þar engu um. Morgunblaðið biður dr. Hall- grím Helgason og Baldur Pálma- son afsökunar á mistökunum og sendir hinum fyrrnefnda árnaðaróskir í tilefni sextugs- afmælisins. HEIMANAM HENTAR OLLUM PHILIPS-verksmiðjurnar hafa framleitt óskatæki þeirra, sem vilja leggja í að læra nýtt tungumál. - Þetta er HEIMANAMS- TÆKIÐ LCH-1015, sem er sniðið eftir þörfum og kröfum þeirra, sem hafa hug á að læra nýtt tungumál í næði - heima hjá sér með hjálp fullkomins tækis, þægilegs kassettutækis. Lítið á þessa kosti: ÞER LÆRIÐ með því að hlusta á lexíu, sem hefur verið lesin á aðra rás kassettunnar - ÞÉR ÆFIÐ yður með þvi að tala inn á hina rásina og - BERIÐ SlÐAN SAMAN við fram- burð kennarans, og þannig getið þér FYLGZT MEÐ FRAMFÖRUM YÐAR - heyrt hverju sé ábótavant og hvað þurfi að gera til úrbóta. En LCH-1015 er fjölhæft tæki. Þér getið líka haft það fyrir skemmtitæki eins og önnur kassettutæki frá PHILIPS, notað það til að hlusta á ýmis konar tónlist eða tekið upp eigin efni - allt eftir því hvað hugurinn girnist. Tækið er hannað fyrir rafhlöður + 220 v spennu. HEIMNAMSTÆKIÐ LCH-1015 er hentugt, það er bæði til GAGNS OG GAMANS - jöfnum höndum. HEIMILISTÆKI SF. SÆTÚNI 8 SÍMI 24000 *uOty*f«**K»* wwshNW t Minjagripir frá Alþingishátíöinni 1930 eru verömætir ættargripir nú. Ef aö líkum lætur, eiga minjagripir Þjóöhátiöarnefndar 1974 einnig eftir aö margfaldast aö verömæti meö árunum. Veggskildirnir sem Sigrún Guöjónsdóttir listamaöur hannaöi og hlaut verölaun fyrir, kosta í dag kr. 7.494.-. Þeir eru framleiddir meö sérstakri áferö hjá Bing og Gröndahl. Tryggiö yöur þessa kjörgripi á meöan tækifæri er til. Þeir fást i helstu minjagripaverslunum um land allt. Þjóóhátíöarnefnd 1974

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.