Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 3
M«RGUN«®í»IÐ*F»IMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1974 3 Skrípaleikur og geðþóttastjórn FJÓRIR rithöfundar hafa sent Alþingi bréf, þar sem þeir skora á Alþingi að hlutast tii um að leiðrétting fari fram á mistökum, sem þeir telja hafa orðið við úthiutun söluskatts- fjár f desember f fyrra. Rit- höfundarnir eru þeir Jóhannes Helgi, Kristján frá Djúpalæk, Jðhann Hjálmarsson og Gunn- ar Dal og er bréf þeirra til Alþingis svohljóðandi: Við undirritaðir rithöfundar teljum að alvarlegra mistaka hafi gætt við úthlutun sölu- skattsfjár til rithöfunda f des. 1973. Skorum við því hér með á Alþingi Islendinga að það hlut- ist til um: a) að á grundvelli innsendra skýrslna rithöfunda 1973 fari fram endurmat og samanburð- ur á bókmenntaframlagi þeirra höfunda sem ekki töldust verð- ugir launa og hinna sem verð- ugir töldust launanna að mati úthlutunarnefndar viðbótarrit- launa. b) að heimilað verði með við- Jóhannes Helgi eigandi hætti að einhverjum hluta söluskattsfjárins til rit- höfunda á fjárlögum 1974 megi verja til leiðréttingar á meint- um mistökum við úthlutunina 1973, leiði endurmat það, sem gert er ráð fyrir í a-lið, til þeirr- ar niðurstöðu að misræmis hafi gætt við úthlutunina 1973. Við bendum á að hinn afar naumi tími sem úthlutunar- nefnd viðbótarritlauna hafði til úttektar sinnar i árslok 1973 bauð heim fljótaskrift á af- greiðslu málsins. Við búum í réttarríki, og að óreyndu trúum við ekki öðru en hið háa Al- þingi bregðist vel við beiðni okkar. I framhaldi af þessu sneri Morgunblaðið sér til rithöfund- anna fjögurra og bað þá að greina nánar frá málavöxtum. Jóhannes Helgi sagði að til- drög þess bréfs væru þau, „að við fjórmenningarnir erum sannfærðir um að framkvæmd- in á úthlutun viðbótarritlauna undir stjórn Þorleifs Hauks- sonar lektors f desember 1973 hafi ekki orðið sú sem löggjaf- inn ætlaðist til með lögunum um 12 milljón króna endur- greiðslu á söluskattsfé til rit- höfunda. Uthlutunarnefndin auglýsti ekki eftir skýrslum rithöfunda um útgáfubækur sfnar á árun- um sem til greina komu fyrr en 20. eða 22. nóvember f fyrra og skilafrestur var til 10. desem- ber, en nefndin átti að hafa lokið störfum 15 desember, hún ætlaði þannig ekki nema fimm daga til að gera úttekt á verk- um á annað hundrað rithöf- unda. Formaður nefndarinnar, Þorleifur Hauksson, upplýsti raunar síðar í blaðagrein, svari til mín, að nefndin hefði hafizt handa við úttektina nokkru fyrr en skilafrestur rann út. Ekki bætir það úr skák — og mér er til efs að slfk vinnu- brögð eigi sér fordæmi. Ógern- ingur er að segja til um — og varla einu sinni á færi nefndar- manna sjálfra — Jivort þannig hafi ráðið úrslitum fyrir rit- höfundanna f hvaða tfmaröð skýrslur þeirra bárust nefnd- inni fram til 10. desember. En hver sem ástæðan var birtust á úthlutunarlista nefndarinnar nöfn sem vöktu furðu, en önnur sem mönnum virtist að skil- yrðislaust ættu að vera þar, sá- ust þar ekki. Lúalegasta rang- lætið var þó sennilega í garð Ingólfs heitins Kristjánssonar, sem ekki var með eina bók, heldur tvær á rétthæsta árinu, og virðist mér ekki annað sæma, ef endurmat fer fram, sem við vonum fastlega, en að ekkja Ingólfs njóti þá leiðrétt- ingarinnar. Skipan nefndarinnar orkaði einnig mjög tvfmælis, til dæmis var einn nefndarmanna lög- fræðingur að menntun með handbolta sem aðaláhugamál, að manninum sem slfkum gersamlega ólöstuðum, hinir tveir nefndarmanna voru línu- menn úr röðum vinstrimanna. Við trúum þvf og treystum að Alþingi bregðist snarlega við Jóhann Hjálmarsson ur hvaða rithöfundar passa í kramið hjá þremenningunum. Einkum á þetta við um þá rit- höfunda, sem komu til greina fyrir verk gefin út á árinu 1971. Jóhannes Helgi hefur í grein f Morgunblaðinu sýnt fram á mistök nefndarinnar með gild- um rökum. Ég ætla ekki að endurtaka þau orð. Endurskoð- un á störfum nefndarinnar verður að fara fram, ekki sízt til að girða fyrir svipuð mistök í framtiðinni. Ég trúi því ekki að alþingismenn séu samþykkir Kristján frá Djúpalæk neinu tagi, heldur söluskatts- peninga, sem verið væri að endurgreiða rithöfundum þeim, er gáfu út bækur á þess- um árum. Gunnar Dal kvaðst þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt væri að koma á föstum reglum varð- andi þessa úthlutun, svo að ekki væri þar beitt geðþótta- stjórn likt og nú gilti. Kvaðst hann raunar telja, að slfk föst skipan ætti að gilda um allar aðrar úthlutanir til rithöfunda og geðþóttastjórnin að hverfa. Morgunblaðið ræðir við fjóra rithöfunda sem skorað hafa á Alþingi að leiðrétta meint mistök við úthlutun söluskattsfjár til rithöfunda í fyrra beiðni okkar. Ef fram heldur sem horfir f málefnum rit- höfunda fæ ég ekki annað séð en búið verði að jarða helftina af minni rithöfundakynslóð áð- ur en mannsæmandi réttarbæt- ur fást henni til handa. Þjóðin hefur af þessum sökum fengið færri og verri bækur undan- farjia áratugi en efni annars standa til, ef allt væri með felldu um launakjör rithöf- unda.“ Jóhann Hjálmarsson svaraði því til, að niðurstaða nefndar- innar væri meira en vefengjan- leg. „Hún styðst ekki við list- rænt mat að mínum dómi, held- þeim vinnubrögðum nefndar- innar sem felst í útilokun vissra rithöfunda af einhverjum undarlegum ástæðum. Nefndarmennirnir þrir geta ekki á neinn hátt talizt bók- menntalegur hæstiréttur á Islandi. Val þeirra í nefndina er skrípaleikur sem stjórnir gömlu rithöfundafélaganna eru þvi miður þátttakendur f.“ Kristján frá Djúpalæk svar- aði þvf til, að þeir fjórmenn- ingarnir teldu sig hafa sama rétt og aðrir, sem gáfu út bæk- ur á þessum árum, sem til greina komu. Hann liti ekki á þetta úthlutunarfé sem styrk af Gunnar Dal Braut útvarpið hlutleysi sitt í prestskosningum í Hallgrímskirkju? SÉRA Kolbeinn Þorleifsson, sem er einn umsækjenda um annað prestsembættið í Hallgrímssókn á Skólavörðuholti hefur kært flutn- ing á 30 ára gamalli ræðu herra Sigurbjörns Einarssonar biskups, er hann hélt á Skólavörðuholti, er hef ja átti framkvæmdir við bygg- ingu Hallgrfmskirkju. Ræða herra Sigurbjörns var nýlega les- in upp i útvarpinu í tilefni 300. ártíðar séra Hallgríms Péturs- sonar og Iítur séra Kolbeinn svo á, að með flutningi þessarar ræðu hafi útvarpið brotið hlutleysi í prestskosningunum til Hallgríms- prestakalls, þar eð sonur biskups séra Karl Sigurbjornsson sé einn umsækjenda. Mbl. ræddi í gær við umsækjendurna um prestakallið. Séra Páll Pálsson hefur dregið umsókn sína til baka með þeim einum orðum, að hann vildi „ekki taka þátt í þessu". Séra Karl Sigurbjörnsson sagði, er Mbl. leitaði álits hans, að hann væri i senn undrandi á þessu og vissi ekki hverju hann ætti til að svara. „Mér finnst málið vera alveg fráleitt og get ekki séð sam- hengi í framboði mínu og ræð- unni. Ég er hvergi nefndur í ræð- unni og var ekki einu sinni fædd- ur, þegar hún var fyrst flutt“. Séra Karli sagðist ekki vera kunn- ugt um ástæður fyrir endurflutn- ingi ræðunnar í útvarpi og jafn- framt sagðist hann ekki gera ráð fyrir, að umsókn hans um Hall- grímsprestakall hafi verið kunn, þegar ákveðið var að útvarpa ræð- unni. Séra Kolbeinn Þorleifsson sagði í viðtali við Mbl. í gær, að hann teldi, að það væri hlutleysisbrot í prestskosningunum í Hallgrims- sókn að útvarpa ræðunni vegna þess hvernig aóstæður væru nú og með hliðsjón að því að undir- búningur prestskosninganna hefur staðið alllengi. Kolbeinn sagði ennfremur, að flutnings- maður erindisins nú væri heldur ekki eins og hver annar maður tekinn af handahófi úr röðum út- varpsmanna. Flutningsmaðurinn var Baldur Pálmason og kvað Kol- beinn hann á hverri stundu geta oróið virkan þátttakanda í kosn- ingabaráttunni. Hann væri al- þekktur unnandi Hallgrímskirkju og væri í kór kirkjunnar. „Mér brá í brún, þegar ég heyrði að von væri á þessu", sagði séra Kol- beinn. „Þess vegna fór ég af stað og reyndi að stöðva flutninginn. Voru það mín fyrstu viðbrögð og átti ég viðtal við útvarpsstjóra og bað hann stöðvar þetta. I sjálfu sér hefói ég ekki verið mótfallinn því að fluttar hefðu verið aðrar ræður eftir Sigurbjörn Einarsson, en þarna er um að ræða ræóu, sem ér hlaðin, ef svo má segja, af þeim tilfinningum, sem óhjá- kvæmilega hljóta að dragast inn í kosningabaráttuna um kirkjuna. Þetta eru forsendurnar fyrir því að ég fór að gera athugasemd við þetta.“ Séra Kolbeinn Þorleifsson sagði, að sögulega séð væri þessi ræða herra Sigurbjörns „prógramræða Hallgrímskirkju“ — ræða, sem haldin var á Skóla- vörðuholti, þegar byggingafram- kvæmdir voru að hefjast. „Þessi ræða er flutt til þess að stappa stálinu i fylgjendur þessarar hug- sjónar, og geta má nærri, að hvorki ég né nokkur annar getur haft nokkuð sem að áróðri skyldi jafnast á við þessa einu ræðu. I ræðunni er brýning til byggingar Hallgrimskirkju og þarna á milli eru tilfinningasambönd innan prestakallsins með þeim mönn- um, sem hafa fylgt Sigurbirni að málum áratugum saman og í sókn- inni er fólk, sem auðvitað hlýtur að vakna við að heyra ræðu sem þessa einmitt á þeim tfma, þegar prestskosningar fara í hönd og menn þurfa að safna Iiði“, sagði séra Kolbeinn og bætti því við að með því að skjóta málinu til út- varpsráðs þættist hann vera að berjast fyrir réttindum sínum og séra Páls Pálssonar. Þar sem herra Sigurbjörn Einarsson biskup hefur persónu- lega verið dreginn inn í þetta mál óskaði Mbl. eftir því að hann tjáði sig um málið. Biskup sagði: „Um flutning þessarar þrítugu ræðu f útvarpi átti ég ekkert atkvæði, nema að ég gaf einhvern tíma samþykki mitt til þess að hún væri lesin. Ég hafði engar óskir um það, hvenær hún yrði lesin, enda það ekki borið undir mig. Það eitt var tekið fram, að þessi lestur yrði þáttur í öðrum flutn- ingi í sambandi við minningu Hallgríms. Mér datt ekki í hug, að nokkur gæti sett þetta í samband við væntanlegar prestskosningar, enda taldi ég þetta gert til heiðurs Hallgrimi en ekki mér, né neinum mér nákomnum. Eg má kannski taka það fram líka af því að það hefur annars staðar komió fram, að það sé eitt- hvað óvenjulegt að þrjú embætti séu auglýst í einu. Fátt er algeng- ara en það. Þessi embætti sem nú eru auglýst losnuðu nær samtímis og það er regla að auglýsa emb- ætti um leið og þau losna, prests- embætti sem önnur. Einnig hefur kirkjuþingi verið blandað í þetta. Kirkjuþing á samkvæmt lögum að koma saman í október, en að til- lögu varaforseta sins, séra Péturs Á SAMA tfma og bfleigendur aka hring eftir f hring f miðbænum f leit að bflastæðum, hafa 60 bíla- stæði á þaki hinnar nýju toll- stöðvarbyggingar staðið svo til ónotuð. Mbl. hafði f gær samband við Guttorm Þormar yfirverkfræðing hjá borginni og spurði hann um þessi stæði. Guttormur sagði að þessi stæði hefðu verið tekin í notkun fyrir nokkru, en nýting þeirra hefði verið mjög léleg. Stæðin eru alis 61, en flest hafa þar verið 6 bílar í einu. Vörður er á stæðinu og innheimtir hann Sigurgeirssonar vfgslubiskups samþykkti kirkjuráð að það skyldi að þessu sinni ekki hefjast fyrr en að lokinni ártíð séra Hallgrims og voru til þess þau augljósu rök, að margir þingmenn voru bundnir heima þann dag. Einnig mætti minna á það, að um prestaköll, sem losnað hafa i Reykjavík að undanförnu, hafa oftast verið aðeins tveir um- sækjendur." gjald, 100 krónur fyrir hálfan daginn og 200 krónur fyrir allan daginn. Sagði Guttormur, að stæð- in væru helzt ætluð þeim, sem þyrftu að stoppa i lengri tima. Verðið þarna er ódýrara en t.d. á Hótel Islandsstæðinu. Guttormur sagði að lokum að vert væri að vekja athygli fólks á þessum stæð- um. Til að komast í þau þarf að aka frá Tryggvagötu, upp brúna. Ljósm. sýnir hvernig umhorfs var á stæðinu í gær, 4 bílar, en 57 stæði ónotuð. Fremstur stendur stæðisvörðurinn. Ljósm. Mbl. Öl. K. Mag. Léleg nýting á Tollstöðvarstæðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.