Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1974 Fa /7 Ití l. t 1,1. H. i V 4 FVRl- LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 Æbílaleigan felEYSIR CAR RENTAL --s 2446CM| ^■2©610i| mojjEEn ÚfVARP OG STERECU KASfTTfJTf Hópferðábílar Til leigu i lengri og skemmri ferðir 8—50 farþega bílar. KJARTAN INGIMARSSON Sími 86155 og 32716. Ferðabílar hf. Bílaleiga S 81260 5 manna Citroen G.S. fólks- og stationbílar 1 1 manna Chevrolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabílar (með bilstjórn). oinsun mon-uui-BRonto ÚTVKRP OC STEREO I ÓU.UM BILUM Bílaleigan ÆÐI Simi 13009 Kvöldsími 83389 Öllum þeim sem glöddu mig og sýndu mér sóma á 80 ára afmæli minu, sendi ég ínnilegar kveðjur og þakkir. Guð blessi ykkur öll. Jórunn Hannesdóttir. Öllum þeim ættingjum og vin- um, sem glöddu okkur með heimsóknum, gjöfum og kveðj- um á gullbrúðkaupsdegi okkar 1. þ.m., þökkum við innilega. Lifið heil. Sigríður Guðmunds- dóttir og Jón Guðmundsson, Hrafnistu. . „Sökinni” skipt Otvarpsumræður um stefnu- ræðu forsætisráðherra vðru með „hefðbundnu“ sniði. Leik- rænar tjáningar, mismunandi velheppnaðar tilraunir til að spila á það þjóðarhljóðfæri, sem áheyrendur eru, og ná út úr þvf samhljómi við flokks- pólitísk áhugamál, er flytjend- ur báru fyrir brjósti. Furðu mikill hluti ræðutfma fór f vinstri stjórnar uppgjörið, gagnkvæmar ásakanir, þar sem hver skenkti öðrum þá orsök, sem bersýnilega var sameign viðkomenda og bar svipmót þeirra allra. Þessi tilhneiging til að horfa aftur en ekki fram, til að ræða um annað en raun- verulega var á dagskrá, segir sfna sögu, talar skýru og skilj- anlegu máli, sem situr f áheyr- endum, löngu eftir að gagn- kvæmar ásakanir eru hljóðnað- ar. Að baki orðanna Að haki orðanna, sem sögð vóru, hver sem ræðumaðurinn var, eygðu hlustendur þann efnahagsvanda, sem við er að etja. Enginn ræðumaður komst fram hjá honum, þótt ýmsir reyndu það, og allir viður- kenndu, beint eða óbeint, nauð- syn aðgerða, er tryggðu at- vinnuvegunum rekstrargrund- völl og bægðu frá dyrum al- mennings vofu atvinnuleysis. Allir viðurkenndu skaðsemi verðbólguvaxtarins og nauðsyn þess að spyrna við fótum. Óhjákvæmileg kjaraskerðing, meðan rétt væri úr kútnum, var baksvið orðanna, þó margur félli f þá freistni, að reyna að fiska I þeim grugguga polli, er hann skyldi eftir sig. Efnahagsvandinn og nauð- synleg úrræði vóru því rauði þráður umræðnanna. Önnur umræðuefni, sem svip settu á málflutning, vóru útfærsla landhelginnar og öryggismálin. Landhelgismálið varð þó ekki ýkja fyrirferðarmikið bitbein, en varnarmálin urðu sem áður tilefni stórra orða, sem sögðu þó ekkert nýtt. Niðurstaða umræðnanna f huga þeirra, er á hlýddu, hlýtur að verða sú, að aðgerðir núver- andi ríkisstjórnar hafi I senn verið nauðsynlegar og óhjákvæmilegar, ef vandamál- in áttu ekki að vaxa þjóðínni yfir höfuð. Sjónvarpsþáttur Sjónvarpsþáttur, sem sýndur var sl. sunnudagskvöld, hefur orðið umræðuefni alls þorra manna. Sá var eini kostur þátt- arins. En það eitt, að vekja menn tíl umhugsunar og um- ræðu er góðra gjalda vert. Efni þessa þáttar var að skopstæla það, sem kallað er „frystihúsa- menning", gera lftið úr and- legu atgervi og menningarvið- leitni fólks, er starfar f útgerð og fiskvinnslu. Islenzk sjávar- pláss og fbúar þeirra fá niðr- andi umsögn og lága menn- ingareinkunn sjálfskipaðra prófdómenda, sem ekki tfund- uðu þó eigið menningar- eða verðmætaframlag í þjóðfélag- inu. Stofukommúnistar, sem hafa lítil sem engin tengsl við hið raunverulega lff, sem lifað er f landinu, setja f æ rfkara mæli svipmót sitt á dagskrá fjöl- miðla. Þeir eru f orði kveðnu verkalýðssinnaðir, en ógeðfelld fyrirlitning á högum og hugsun hins vinnandi manns skýtur þó jafnan upp kolli f hegðan þeirra. Afstaða þeirra mótast ekki af samskiptum við hinn almenna borgara, ekki af þátt- töku f störfum og kjörum hans. Þekking þeirra mótast ekki af eigin reynslu, eigin þátttöku f daglegum störfum hins vinn- andi manns, heldur hundrað ára gömlum „fræðikenning- um“ höfunda marxismans. Þekking þeirra á nútfma kjör- um og hugsunarhætti almenn- ings nær ekki út fyrir Komm- únistaávarpið, sem samið var á öldinni sem leið, við allt aðrar þjóðfélagsaðstæður en við bú- um við f dag. Þess vegna mótast viðhorf þeirra af kaldhæðni til þess fólks, sem hefur með vinnu sinni borgað skólagöngu þeirra, og er þeim á flestan hátt fremra, Ifka f sannri menningu og andlegum þroska. Höfundar umrædds sjón- varpsþáttar eiga vonandi ekki samleið með slikum þröngsýn- um framfærsluþegum verka- fólksins, þó þessi þáttur hafi dregið um of dám af viðhorfum þeirra. Mistök, sem verða til þess að lærdómur sé af þeim dreginn, eru á stundum betur gerð en ekki. Og við bfðum og sjáum hvaðsetur. Bridgefélag Kópavogs. 31. okt. hófst hraOsveitar- keppni með þátttöku 15%vei*. Eftir^yrstu umferð er staða efstu sveita þessi: Sveit Armanns Lárussftiar 3^jji Sveit Gríms Thoraren^pn * 2wJ Sveit Gunnars Sigurbjörn Sveit Kristm. Halldóráfe Sveit Sigurðar Sigurjón&.j Sveit Matthfa^ar ywdréss. Sveit JúlíusárSveinbjörn tEveit Bjarna Sveinssonar 251 Meðalskor 252 stig. & „ XXX ^H'undur var haldinn i stjórn tfíb 1 8. okb sl. og hófst hann á Hví, að nýlflörinn forseti B.S.Í. fijalti Eliasson, bauð stjórnar- ^ienn velkomna til starfa. Sagð- ist Hjalti vænt« góðs samstarfs jgyð allatstjórnarmeðlimi. Taldi Wann að^nkið starf væri fyrir ^Rindum í að skipuleggja alla "arfsemi við félögin, en þar taldi hann talsverðan misbrest á og þyrfti að koma því máli í betra horf, bæði af hálfu B.S.I. og félagsmanna sjálfra. Ganga þyrfti betur eftir skýrslum frá félögunum og senda þyrfti þeim allar reglugerðir, lög og gögn til að efla starfsemi félag- anna og samband þeirra við B.S.Í. Samþykkt var að skipa Jón Hjaltason sem aðstoðarmann gjaldkera og Ragnar Björnson sem aðstoðarmann ritara. Samþykkt var að styrkja landsliðið, sem nýlega er farið út til ísrael, sem svarar til ferða- og hótelkostnaðar með hálfu fæði. Mun þessi styrkur nema um 400 þúsund kr. XXX Miklar sviptingar eru í hrað- sveitakeppni Tafl- og bridge- klúbbsins og örar skiptingar í efstu sætunum. Nú er lokið þremur umferðum af fimm og er þá staða efstu sveita: Sveit: Antons Valgarðssonar 1869 Þorsteins Kristjánssonar 1851 Þorsteins Erlingssonar 1844 Sigurbjörns Armannssonar 1806 Kristínar Þórðardóttur 1786 Guðmundar Karlssonar 1780 Kristínar Ölafsdóttur 1764 Tryggva Gíslasonar 1760 Magnúsar Þorvaldssonar 17S2 Fjórða umferðin verður spiluð í kvöld i Domus Medica og hefst klukkan 20. A.G.R. ORÐ í EYRA Frá oddvita — Hetll og sæll kallinn! Þar sen^g veit að þú ert ifft allur upp á vfsnasmfðma og Menninguna eins og við hér f efra sendi éeAér ateamni mfnu nokkrar ágjætar sAi ég nef Kveðið á Þjóðhátfðarárinu. f kosningaslaggn sumar. Simbi f Hól (sAi er hifoTki hag- mæltur né söngvinn, enda kominn af honum Jóa Stóra) ættl<u)í að bola Mjer úr Hreppsnefndinni og troða sjálfum sér f vara-Oddvitastarfið. Og eins og þú kannské veist er hann búinn að taka Ráðs- konuna til egtaskapar, þá sem kom að Sunnan f fyrra með þrjá rollinga með togleðurssýkina. Ætla ég að margir mig muni kjósa núna. Hugsar bara um sjálfan sig Sigmundur — og frúna. Þeim þótti hún góð þessi. Svo var það í tólftu vikunni eða löngu ettir Kosningar, að ég kom út frá messu- gjörð hjá honum Séra Jóni mínum (ég er f Sóknarnefnd). Þá kvað ég: Af ég slappa eins og skott ettir þunga pressu. Nú er ekki veður vott vfða eftir Messu. Og f fyrramorgun þegar ég var að svfða úti f Skúr og rigningin buldi á ómáluðu þakinu kom þetta snilldarverrk fyrirvara- laust: Nú erkomið hret og haust, Hausana skal svfða. Allt framm streymir endalaust, einnig veðurblfða. Að sfðustu ein, Jakob minn, sem ég orti f Göngonum, en ég var Réttarstjóri eins og kunnugt er. Hún skfrir sig sjálf. Viti sneyddan eymdaróð atómskáldin sungu. Það getur enginn þeirra 1 jóð þýtt á nokkra tungu. Vertu svo blessaður, Jakob minn, og ég bið að heilsa honum Ragnari Ólafi eða hvað hann nú heitir sem vildi fá mig með sér á Þing. Filipus vara-Oddviti. Kinverskt blað segir Liu Shao-chi látinn Hong Kong, 4. nóv. AP. Reuter. KlNVERSKA blaðið Ta Kung Pao, sem gefið er út á ensku í Hong Kong, skýrir svo frá að fyrrverandi forseti Kfna, Liu Shao-chi, sé látinn. Til þessa hefur verið talið, að hann væri f stofufangeisi einhversstaðar f Kfna en hann var eitt af fórnar- lömbum menningarbyltingar- innar svonefndu á sfðasta ára- tug og þá hrakinn frá embætti með skömm. Blaðið getur þessa í sambandi við upptalningu á því, sem menningarbyltingin hafi fengið áorkað, og segir: „Liu Shao-chi og Lin Pao eru dauðir líkam- lega sem pólitískt en nauðsyn- legt e*r að viðhalda djúpri gagn- rýni á þá, sérstaklega hinn siðarnefnda, ásamt stöðugum lærdómi í fræðum Marx, Len- ins og Mao Tse-tungs til þess að hjálpa fólkinu til að skynja endurskoðunartilhneigingar og berjast gegn þeim, hvar sem þeirra verður vart.“ Ekki segir blaðið neitt frekar um hvernig „líkamlegan" dauða Liu Shao-chis hafi borið að höndum. Orðrómur hefur öðru hverju gosið upp frá þvl 1972 um, að hann væri látinn en opinber viðbrögð hafa yfir- leitt verið talin benda til þess, að hann væri lifandi og i stofu- fangelsi. Franska blaðið Le Monde bendir á, að ekki var skýrt frá dauða fyrrverandi landvarna- ráðherra Kína, Lin Piaos, í blaðafréttum í Peking fyrr en í september 1972, um það bil ári eftir að hann lézt og opinber staðfesting fékkst ekki fyrr en í ágúst 1973, er Chou En lai, for- sætisráðherra, gat þess i ræðu á 10. þingi kinverska kommún- istaflokksins, að Lin Piao væri ekki lengur i lifenda tölu. Le Monde telur hugsanlegt, pSSíííSi að skýrt verði frá skipan eftir- manns Liu Shao-chis i forseta- embættinu á fundi alþýðu- I.............. þingsins kínverska, sem saman . ^IIÍÍl kemur innan skamms. Til þessa hefur Tong Pi-wu varaforseti gegnt störfum forseta. | Starfsmenn kínverska sendi- | ráósins I Paris voru spurðir álits á þessari frétt í dag, en -MM sögðust ekkert hafa um málið heyrt. «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.