Morgunblaðið - 16.11.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1975 Köld er hjartanu heimaströndin, sem annarsstaðar á óskalöndin. (Magnús Ásgeirsson). Það var ekki vonum fyrr að Listasafn íslands stæði fyrir yf- irlitssýningu á æviverki Jóns Engilberts og hefði farið betur á því, að slík sýning hefði verið sett upp að honum lifandi, líkt og var um sýningar á þróunar- ferli Svavars Guðnasonar, Gunnlaugs Schevings, Þorvalds Skúlasonar og Asmundar Sveinssonar. Allavega hefði slík sýning verið meir en rétt- lætanleg fljótlega eftir andiát Jóns, og persónulega var ég orðinn það leiður á langri bið eftir framtakinu að ég hafði í smíðum grein um þennan lista- mann þar sem ég lagði áherzlu á mikilvægi slfkrar sýningar er mér barst í hendur boðskort á umrædda sýningu. Ýmsar ágætar myndir höfðu þá farið á flakk eftir sýningu þá er frú Tove, ekkja málarans, hélt skömmu eftir andlát hans, trúlega af brýnni þörf en sem sýnir áþreifanlega hvernig þjóðin enn í dag býr að sumum hennar fremstu listamönnum. Ég taldi rétt að vekja hér athygli á í þeirri von að Lista- safnið komi í veg fyrir slík mis- tök í framtíðinni auk þess sem æskilegt væri, að slíkar sýning- ar væru aúglýstar á opinberum vettvangi með nokkrum fyrir- vara, til þess hvorttveggja að skapa eftirvæntingu á meðal listunnenda og að auðvelda þeim, sem fjalla um sýningar, að gera þeim verðug skil. Það er allt annað og stórum vanda- meira að rita um yfirlitssýning- ar á æviverki myndlistarmanna en almennar sýningar i sýning- arsölum borgarinnar, margfalt ábyrgðarmeira að gera úttekt á löngu ævistarfi en einni sýn- ingu. Listasafnið sem sýningar- aðili, má ekki eiga sök að því að umfjöllun um sýningar þess birtast ekki á æskilegum tíma, og er þá nauðsynlegt að fram- lengja slíkar sýningar svo að sem flestir fái notið þeirra. Málarinn Jón Engilberts var borinn og barnfæddur Reykvík- ingur, f. 23 maí 1908, æsku- heimili hans var lítið snoturt einbýlishús við Njálsgötu. Að föðurkyni var hann af Bergs- ætt, en móðirin var ættuð frá Þurrá í ölfusi. Hann vann ýmis tilfallandi störf í æsku, breiddi út saltfisk, bar út og seldi blöð, var ungþjónn í biókjallara Rós- enbergs m.m. Hann komst þannig snemma í náin tengzl við fólk og umhverfi og átti það eftir að setja mark á list hans allt lífið. Fyrstu kynni Jóns af mynd- list fékk hann á páskasýningum Ásgríms og á árlegum sýning- um Listvinafélagsins, og 13 ára fær hann tilsögn hjá Guðmundi Thorsteinssyni (Mugg), sem þá hélt óformlegan einkaskóla að Galtafelli við Laufásveg. Hann stundaði nám við Samvinnu- skólann í eitt ár (1925—6) en tæmdist þá arfur eftir frænda sínn og nafna, sem hann var heitinn eftir Jón kaupmann á Hjalla, en það gerði honum fært að sigla sinn sjó og halda út til Kaupmannahafnar til markviss listnáms svo sem hug- ur hans stóð til. I upphafi stundaði hann þar undirstöðunám við „teknisk skole“, en það var algengur og nauðsynlegur undirbúningur undir próf og nám við Konung- lega fagurlistaskólann þar sem krafist var góðrar undirstöðu- menntunar. Hæfileikar Jóns ar hafa sett mark sitt á danska teiknilist og grafík á öldinni, enda munu flestir nafntoguð- ustu teiknarar síðustu ára- tuga hafa verið nemendur hans. Jafnvel þótt Jón hafi e.t.v ekki lært hið grafíska fag hjá honum hlýtur áhugi hans að hafa beinst f þá átt, jafn mikið hjartans mál sem grafíkin var prófessor Jörgensen. Greinarhöfundur getur borið vitni um innri eldmóð þessa ágæta kennara, því þrátt fyrir að Jörgensen væri hættur kennslu, er ég stundaði nám í Grafíska skólanum veturinn 1955—6, þá heimsótti hinn hári þulur skólann oftlega og ræddi mikið við nemendur, útskýrði myndir í bókum af mikilli inn- lifun og fór þar ekki hefð- bundnar leiðir. Er mér einkum minnisstætt hvernig hann opn- aði augu okkar fyrir því stór- brotna í Théopile Alexandre Steinlein, sem var samtfðar- maður Lautrec og Forain og í skugga þeirra, en þó á sfna vísu engu síðri meistari ... Jón Engilberts var skjótur til þroska og fór fljótlega að halda sýningar á verkum sínum bæði í Höfn og Reykjavfk. Eftir þriggja ára nám i Kaupmanna- höfn söðlaði hann um og hélt til Noregs og gerðist nemandi hins Tove er alstaðar f þessu löngu liðna vori, „f tfsti fuglanna og bliki blómanna ...“ Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Jón Engilberts Ferill og lífsvenjur komu berlega fram í því, að hann komst strax fyrsta vetur- inn I Kaupmannahöfn inn f Listaháskólann, sem tók marga fleiri ár á þeim tímum og gerir enn, og inntökuskilyrði ólíkt strangari þá en í dag, þótt enn- þá komist þangað stórum færri en vilja. Kennari Jóns var Ein- ar Nielsen, strangur og óvæg- inn kennari, sem sagt er að hafi einkum verið uppsigað við þá ■' nemendur er framúr sköruðu, reif jafnvel myndir þeirra f tætlur en klappaði á axlir þeirra er minna gátu, ef hann veitti þeim nokkra athygli. . .. Einnig var Aksel Jörgensen kennari Jóns og þá trúlega einnig í grafík, en Aksel Jörg- ensen hóf Graffska skólann til vegs og virðingar. Þótt Jörgen- sen væri umdeildur sem málari og kennari í teiknun og málun, var hann af flestum viður- kenndur sem frábær fræðari innan hins grafíska fags, og hann mun meir en nokkur ann- fræga málara og prófessors Aksels Revold, en slík umskipti hafa reynzt mjög gagnleg mörg- um íslenzkum málurum. Það er likast því að Osló virki sem listræn örvun á íslenzka málara sem áður hafa verið í Kaup- mannahöfn, andrúmsloft og hugsunarháttur á annan veg, en veðurfar íslenzkara og fjöll og firðir á næsta leiti, auk þess sem skaphöfn Norðmanna er af ólíkri gerð. I Noregi heillaðist Jón Engilberts af list Edvards Munch, hinum mikla málara og graflker, og hér kemst hann f kynni við ótakmarkaða mögu- leika tréþrykksins, en þar var Munch hinn mikli meistari. Að Jón yrði fyrir sterkum áhrifum af Munch var mjög eðlilegt, mér er næst að álíta að annað hefði verið með ólfkindum, þvf að Munch gnæfði yfir aðra lista- menn á Norðurlöndum í þann tíma, og Jón var fljótur að átta sig á því hvaðan vindurinn blés. Er mikill skaði skeður að Jón skyldi ekki helga sig meir tré- ristunni, því að þá væri hann vafalítið talinn einn hinna merkari brautryðjenda þeirrar tækni á Norðurlöndum f dag. Jón er sagður einn hinn fyrstfc sem tók upp tréþrykkið sem fullgildan tjáningarmiðil á þessum námsárum sfnum f Nor- egi, og að hinir þekktustu Norð- menn í listgreininni í dag að Munch undanskildum hafi þá enn ekki verið farnir að gefa gaum að tréþrykkinu. Sýnir þetta hve bráðþroska Jón var, og leitandi strax á námsárum sínum. Auk hins fasta náms fór Jón ýmsar lengri og skemmri kynnisferðir um Evrópu, eink- um til Þýzkalands. Að námi loknu dvelur Jón eitt ár hér heima, flytzt svo til Kaupmannahafnar árið 1934 en þar hafði hann kvænzt danskri stúlku af góðum ættum, Tove Fugmann að nafni. I Höfn dvel- ur Jón og vinnur að list sinni allt fram að stríðsbyrjun og hernámi Danmerkur, en hverf- ur heim til Reykjavíkur með hinni áhættusömu Petsamóferð Esju, reisir sér bústað á jaðri Rauðarárstígs og Flókagötu sem verður heimkynni hans og vinnustaður til æviloka, en hann lézt 12. febrúar 1972. Þessa lauslegu drætti um lffs- feril listamannsins Jóns Engil- berts, er vert að hafa í huga til hliðsjónar við skoðun sýningar innar, því að sú vegferð skýrir margt, sem annars kynni að vera torráðið fyrir skoðendur. Æskuverk Jóns spegla hið bráðþroska ungmenni, litir þeirra verka eru hógværir og mettir og í algerri andstöðu við það sem sfðar varð, seinna koma nokkrar myndir sem hann gerði á námsárum sínum í Kaupmannahöfn og Osló. og loks tekur við frjóasta skeið listar hans, áratugurinn 1934— 44. Árin sem hann dvaldi I Kaupmannahöfn, til stríðsbyrj- unar, verða að teljast merkasti kafli ferils hans, þvi að þetta eru ár hrífandi þroska og hrað- vaxandi álits og frama í heims- borginni. Hann gerist meðlim- ur virts listahóps „Kammerat- erne“ og er virkur þátttakandi á sýningum í K.höfn sem víða erlendis. I upphafi sækir Jón myndefni á hefðbundinn hátt til náttúrunnar, landslags? kyrralffs,- húsa,- og manna- mynda, en seinna vfkur þetta allt að mestu fyrir manninum, sem verður aðalatriðið í mynd- um hans og var það I samræmi við framúrstefnuviðhorf þeirra tíma og féll um leið einkar vel að upplagi listamannsins sjálfs. Nokkrum málurum hefur verið þakkað fyrir að opna augu almennings fyrir fegurð íslenzks landslags, fjalla, hrauna og óbyggða, en menn virðastgleymaþví.að slíkt hlaut að gerast á kostnað annarra gilda innan myndlistarinnar, auk þess sem síðar var haft sem slagorð, „að fígúran væri 72 Kona og blóm (1934) Eigandi Bergþðr Smári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.