Morgunblaðið - 16.11.1975, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 16.11.1975, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÖVEMBER 1975 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÖVEMBER 1975 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40,00 kr. eintakið. Seðlabankinn til- kynnti i fyrradag, að hann hefði gert mesta láns- samning, sem íslenzkur aðili hefur gert, með töku 7500 milljóna kr. erlends láns, sem gripið verður til, ef nauðsyn krefur, til þess að tryggt sé, að Islendingar geti staðið við greiðslu- skuldbindingar sínar út á við. í greinargerð, sem Seðlabankinn hefur sent frá sér vegna þessarar lán- töku segir bankastjórn Seðlabankans m.a.: „Bankastjórn Seðlabank- ans vill þess vegna, að það komi skýrt og ótvírætt fram, að þetta lánsfé er ekki tekið til þess að fjár- magna framkvæmdir eða koma i stað innlendra ráð- stafana, er dragi úr inn- flutningi og greiðsluhalla við aðrar þjóðir. Á hinn bóginn hlýtur Seðlabank- inn að setja það mark öllu ofar, að íslendingar geti ætíð staðið við skuldbind- ingar sínar út á við, en bregðist það er hætt við, að þeir glati lánstrausti sínu með alvarlegum afleiðing- um fyrir afkomu almenn- ings og efnahagslegar framfarir. Það er einnig mikilvægt, að greiðslu- staða þjóðarbúsins verði aldrei svo þröng, að stjórn- völdum gefist ekki færi á að takast á við efnahags- vandann með skipulegum hætti en neyðist í þess stað til að grípa til skyndiráð- stafana." 1 greinargerð þessari fjallar bankastjórn Seðla- bankans um ástand og horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar frá sjónarhóli bankans. Að mati banka- stjórnarinnar er alvarleg- asta hættan í þjóðarbúskap okkar fólgin í greiðsluhall- anum við útlönd, sem á þessu ári verður um 6 milljörðum meiri en áætlað hafði verið en gjaldeyris- staðan er nú neikvæð um 3300 milljónir króna. Seðlabankinn telur nú brýnast að ná þeim tökum á ríkisfjármálum, sem dugi til þess að þurrka út halla- rekstur á ríkissjóði og seg- ir í þvi sambandi: „Hefur greiðsluhalli ríkissjóðs átt verulegan þátt í því að veikja stöðu þjóðarbúsins út á við á undanförnum tveimur árum, enda voru nettóskuldir ríkissjóðs við Seðlabankann í lok októ- bermánaðar komnar upp í 7366 milljónir króna en hækkunin frá áramótum nemur 3500 milljónum króna. Það er yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar, að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með greiðsluafgangi og séð verði fyrir eðlilegum niðurgreiðslum þeirra skulda, sem safnazt hafa að undanförnu. Þessu mark- miði verður að ná enda er óhugsandi, að Seðlabank- inn geti fjármagnað frek- ari hallarekstur ríkissjóðs, ef hann á að standa við þær skuldbindingar, sem hann hefur þegar tekið á sig gagnvart erlendum aðil- um.“ Þá leggur bankastjórn Seðlabankans áherzlu á það í greinargerð sinni, að útlánum fjárfestingarlána- sjóða og erlendum lántök- um til opinberra fram- kvæmda verði sett þröng takmörk og að haldið verði áfram á næsta ári verulegu aðhaldi í útlánum við- skiptabankanna. Hins veg- ar skipti mestu að ná jafn- vægi með aðhaldi í opin- berum útgjöldum og fjár- festingu svo að nauðsyn- legar aðhaldsaðgerðir þurfi ekki að bitna á greiðslustöðu framleiðslu- atvinnuveganna. Endaþótt þannig sé með margvísleg- um hætti slegið á alvarlega strengi í greinargerð Seðlabankans, gætir þó nokkurrar bjartsýni i lok hennar, þegar fjallað erum þróun verðbólgunnar á þessu ári. Vakin er athygli á því, að síðari hluta þessa árs, hefur verðbólguhrað- inn reynzt um helmingi minni en fyrri hluta ársins og sýnist verðbólgan nú vera komin niður á svipað stig og á árinu 1973 eða um 25—30% á ársgrundvelli. Það er mat bankastjórnar Seðlabankans, að þessi ár- angur hafi náðst m.a. vegna tiltölulega hóflegra kjarasamninga, sem gerðir voru sl. vor. Loks segir: „Enn ný verðbólguskriða mundi tvímælalaust stefna bæði stöðunni út á við og atvinnuástandinu í alvar- lega hættu. Verðbólgan virðist nú mjög hafa rénað í flestum viðskiptalöndum Islendinga. Sú þróun gerir það auðveldara en um leið enn brýnna að vinna sem fyrst bug á þeirri hættu- legu verðbólgu, sem hér hefur ríkt um meira en tveggja ára skeið.“ Segja má, að niðurstöður bankastjórnar Seðlabank- ans hnígi mjög að sama marki og fram kom í stefnuræðu forsætisráð- herra og fjárlagaræðu fjár- málaráðherra. Stefnt er að tvíþættu marki: að draga úr greiðsluhallanum við út- lönd og verðbólgunni inn- anlands. Til þess að ná því marki þarf í fyrsta lagi að ná slíkum tökum á fjármál- um ríkisins, sem að er stefnt með fjárlagafrum- varpi því, sem Matthías Á. Mathiesen hefur lagt fram og miðar að aðeins 20% aukningu útgjalda á sama tíma og verðbólgu- aukningin á ársgrundvelli hefur verið yfir 50%. 1 öðru lagi þarf að beita ströngu aðhaldi við útlán járfestingarsjóða, eins og gert hefur verið í við- skiptabönkunum mestan hluta þessa árs. I þriðja lagi þarf að tryggja að hóf- legir kjarasamningar verði gerðir um áramótin og sú skynsemi ríki við gerð þeirra að ekki stefni í nýja kollsteypu í efnahagsmál- um þjóðarinnar. Sjónarmið Seðlabankans EINS OG MÉR SÝNIST eftirGÍSLAJ.ÁSTÞÓRSSON r I kappakstri við sólina AF FEROUM okkar i sumar e mér það liklega minnisstæSast aS viS fórum óviljandi i kring- um land, en þaS orsakaSist þannig aS viS vorum eins og fleiri sunnlendingar aS aSgæta hvort sólin væri gengin til viS- ar fyrir fullt og allt. og i hvert skipti sem viS vorum komin i náttstaS og vorum búin aS tjalda og opnuSum ferSaút- varpiS, þá var veðurstofan heldur á þeirri skoðun að sól skiniS væri beint af augum, það er að segja svo sem eitt til tvö hundruð kílómetra frá þeim staS þar sem viS vorum búin að kveikja undir katlinum. Það þurfti lagni til þess I sumar aS fara á mis viS mið- baugsveSriS sem þeir höfSu einkarétt á fyrir norðan og austan, en okkur tókst það samt. ÞaS komu vlst fjórir eSa fimm dagar á þessum slóðum þegar menn voru ekki alveg viS suðumark og viS völdum þá. Við gómuðum að lokum hálfan annan sólarhring norSur viS Mývatn, en þá byrjuSu að- skiljanlegir Iskyggilegir skýja- bólstrar aS hrannast upp fyrir ofan okkur og endurnar, svo að viS gáfum leikinn og bunuðum t hálfgerðu fússi I gegnum Akureyri og út á afleggjarann til Reykjavtkur. Ég hef á þessum vettvangi stundum veriS að baksa við að úthúða þeim endemissóSum sem eru að sökkva þessu landi okkar t sorpinu sem þeir ausa yfir þaS, og eftir reynslu sum- arsins verS ég þvt miSur að upplýsa Náttúruverndarráð um þaS aS ekki batnar þaS. Þarna viS Mývatn tjölduðum viS ofan t grænum bolla við spegilslétta tjörn sem státaði kjarri vöxn- um hótma nákvæmlega t miðj- unni, og svo fjölbreytt var fuglaltfið að þúsund fuglafræð- ingar hefðu getaS skrifaS um það jafnmargar fuglabækur og samt átt afgang til þess að hlaupa meS t útvarpiS. Brabra 1 ropaSi öndin og dirrindt dilluSu söngfuglarnir. En þegar viS vorum búin aS hella upp á könnuna og gutla úr sokkunum og varS litið betur I kringum okkur, þá komu t Ijós 6 þessum lófastóra unaðsreit norður viS Mývatn ekki færri en sex sorp- varðar sem sóðarnir höfðu reist sér: matarleifar, flösku- brot og ryðgaðar dósir sem þetta ágæta fólk hafði troðið til málamynda undir mosagrón ar hráunhellurnar, eins og þeg- ar svolinn hrækir slgarettunni á gólfið og sparkar henni stðan undir stól og þykist með hrein- lætisæði. Ennfremur er vegvlsaskyttirF þvt miður ennþá vinsæl iþrótt sem byssumenn iðka af kappi úti á landsbyggðinni, og við Laugarvatnshelli hafði einhver fullhuginn þar að auki ráðist með berum lúkum á skilti frá vegagerðinni og tekist að skilja þannig við það að það var ónýtt að heita. Það segir stna sögu um sálarástand berserks- ins að á fyrrgreindu skilti bið- ur vegagerðin ferðafólk vin- samlegast að þyrma staðnum, en Laugarvatnshellir er meðal annars merkilegur fyrir þá sök að meira að segja á þessari öld hefur fólk ! tvtgang notað hann til búsetu; t honum fæddist stúlkubarn veturinn 1920. Þá var enginn nýbýlasjóður. Aftur á móti er það mér gleðiefni að geta skýrt Nátt- úruverndarráði frá því að býl- unum fjölgar nú óðum i land- inu þar sem menn eru stein- hættir að bera ruslið sitt út á bæjarhelluna ef svo mætti að orði komast. Það er alltaf svo raunalegt að koma i fallega sveit og sjá varla framan t heimafólkið fyrir brakinu t kringum það. Ég nefni til drátt- arvélar sem eru fyrir löngu komnar I kör og fjallháa hauga af spýtum og bárujárni sem verður aldrei framar neinum til gagns og svo ryðguðu btlhræin núna stðustu árin sem einka- sonurinn hefur eftir látið mömmu og pabba þegar hann tók sig til og fluttist á mölina. Hér steinsnar frá Reykjavik t blómlegri byggð virðist bóndi nokkur safna aflóga btlhræjum eins og við hin söfnum skuld- um. Ég fer að halda að maður- inn sé á látlausum þönum um sveitina að fala þennan ófögn- uð af nágrönnum stnum. „Æi Mangi, assgoti er ég hrifinn af ryðhrúgunni sem liggur þarna hjólalaus úti t kálgarði hjá þér. Heldurðu að þú leyfir mér ekki að hifa hana heim til mtn, Mangi? Ég ætla að stilla henni fyrir framan stofugluggann hjá henni Sigriði minni." En margt bændafólk er farið að nostra við umhverfi sitt af þvtltkri alúð að unun er á að Itta. Stundum er eins og snyrti- mennskan sé hrepplæg, til dæmis á suð-austur homi landsins svo að eitthvað sé nefnt og siðan á uppeftirleið- inni norður. „Hér á allri strand- lengjunni er sami myndarbrag- urinn á nýju sem gömlu," hef ég skrifað i dagbókina sem ég held á leiðöngrum minum að hætti sannra landkönnuða. Þá vorum við komin i Berufjörðinn þar sem maður stansaði og glápti heim á bæina, svo ágætt var þetta allt. Ég vona bara að ég fari ekki rangt með nöfn eins og til dæmis Skála og Fossgerði. Þó virðast þetta fremur gamlar byggingar, en eru bókstaflega Ijómandi af myndarskap. Og svo var þriðji bærinn sýndist okkur þarna alveg hjá Fossgerði, og ekki var ástandið lakara þar. Ég veit ekki hvort öðrum landkönnuðum hefði þótt það frásagnarvert i sinum dagbók- um (og er það raunar hvorki til né frá) en uppi á Holtavörðu- heiði þaut tófa alveg við nefið á bilnum okkar og þræddi sig siðan milli klaufanna á sauð- kindunum hinumegin við veg- inn sem urðu ekki smeykari en svo að þær litu varla upp. Þær voru á kafi i árbitnum og rebbi hvarf inn I álfaborg þarna i grenndinni og skellti á eftir sér. Mér fannst deginum borgið að hafa staðið augliti til auglitis við ref sem var hvorki inni i búri né bakstykkið á pelsinum á einhverri frúnni. Ennfremur fannst mér það stórviðburður þegar ég var næstum þvi búinn að stiga ofan á rjúpu i árgljúfri fyrir austan, sem var þar I heimspekilegum hugleiðing- um. Svona eru malbiksbörnin. Norður i Húnavatnssýslu ók- um við svo fram á merkileg norsk hjón með krakkana sina meðferðis sem voru að fara hringinn eins og við, en samt ekki óviljandi. Þau voru slag- veðursgölluð og á reiðhjólum. Ég held að börnin hafi verið þrjú fremur en tvö, og I ein- hverju blaðinu las ég að for- eldrarnir væru kennarar. Yngsta barnið var samt ekki hjólandi og mikið hvort það hefur einu sinni verið farið að ganga. Svo að það fékk ókeyp- is far á bögglagrindinni hjá pabbanum, sem stóð þarna ásamt konunni sinni uppi í steini og rýndi i vegakortið. Ég öfunda alltaf fólk af þessu tagi sem þorir að vera öðruvisi en hinir. Margt af þvi sem við gerum eða gerum ekki stafar af roluhætti eða spé hræðslu eða auðsveipni gagn vart „reglum" sem við fylgjum algjörlega hugsunarlaust. Mig hefur margsinnis langað til að standa áhausuppiá mæninum okkar að sjá hvernig veröldin liti út útfrá þvi sjónarhorni en hef aldrei þorað vegna mann- orðsins. Við röltum öll sömu slóðina eins og sauðkindin: við hringsólum eins og tamdar mýs á flatlendi fjöldans. Vegna þeirra sem hafa áhuga á fjármálahliðinni á svona hringbunu i skjöldóttum bil er kannski gustuk að geta þess að bensinkostnaður okkar varð (með útúrdúrum) tæpar þrettán þúsund krónur. Sprakk aldrei. Og púströrið var á sin- um stað þegar við renndum i hlaðið. ( Reykj avíkurbréf ■Laugardagur 15. nóv.* Ctskurður Bólu-Hjálmars. Sjá grein á öðrum stað í blaðinu í dag. Slys og dauðsföll Enginn vafi er á þvi, að hin mikla slysaalda, sem skollið hefur yfir íslenzkt þjóðlíf með þeim hörmulegu afleiðingum sem raun ber vitni, hefur haft djúpstæð áhrif á alla þá sem á annað borð hugsa eitthvað um velferð sam- borgara sinna, og raunar mætti segja að óhug hafi slegið á fólk við hin válegu tíðindi. Við tölum gjarna um efnahagslff og pen- ingamál, verðsveiflur og ýmsa aðra þætti, sem eru forsenda mannsæmandi lífs í landinu, en þó mættum við oftar huga að ýmsu öðru, sem er ekki síður spurning um Iffsgæfu þegnanna eða lánleysi. Þar kemur að sjálf- sögðu margt til og er samtvinnað ýmsu því, sem fyrr er nefnt og gengur oftast undir heitinu póli- tik, eða stjórnmál. En það er ekki sfður pólitík að koma í veg fyrir, eða a.m.k. að reyna að koma i veg fyrir, hörmungar á borð við þær limlestingar og þau sviplegu dauðaslys, sem orðið hafa undan- farið af völdum umferðar víðsveg- ar um landið, en þær tilraunir sem gerðar eru til að koma í veg fyrir slys á þjóðarskútunni að öðru leyti. Það væri ekki nóg að ráða bug á efnahagsvanda þjóðar- innar, ef þróunin yrði sú, að lífs- hætta ykist svo af umferð, að hálf- gert styrjaldarástand ríkti f Iand- inu. Því miður hefur þróunin þok- azt í þá átt. Við verðum þvi að staldra við og íhuga þessi mál/ ekki síður en önnur, vegna þess að eitt mannslíf er meira virði en peningar eða aðrir þeir jarðnesk- ir hlutir, sem í sjálfu sér eru ekki takmark, heldur einungis tæki til að fólk geti lifað sómasamiegu lífi. En við þurfum að leggja fram meira fjármagn til umferðarmála og vegagerðar í þvi skyni að draga úr þeirri óheilla þróun, sem átt hefur sér stað, og má ekki horfa í þá aura. Stundum er talað um forgang hér á landi, enda sagði Ólafur Jóhannesson á sínum tima, að landhelgismálið hefði algeran for- gang. Auðvitað er það svo og á að vera meðan við berjumst fyrir þvi að vernda frumskilyrði alls lifs i landinu, þ.e. fiskimið okkar. En þó væri ekki úr vegi, að umferðar- málin hefðu forgang, ásamt land- helgismálinu, a.m.k. nú þegar hol- skefía dauða og limlestinga skellur yfir landið. Allir íslend- ingar ættu að standa saman sem einn maður um það að spyrna við fótum og kveða slysadrauginn niður, áður en hann verður e.k. martröð á öllu þjóðlífinu. En til þess að svo megi verða er nauð- synlegt að íhuga málið af gaum- gæfni, auka árveknina, bægja slysagildrunum frá, sem sagt: að takast á við vandann, svo að fólk geti a.m.k. verið sæmilega öruggt um lff sitt, ef það fer út fyrir hússins dyr. Því miður einkennist umferðarmenning á Islandi af ónærgætni og tillitsleysi — eins og er einkenni á öllu þjóðlífi ís- lendinga. En það eru ekki einungis slysin, sem kalla menn burt af þessu jarðvistarplani, heldur kemur þar að sjálfsögðu margt annað til, sjúkdómar og elli. Margra góðra drengja mætti minnast, sem horf- ið hafa af sjónarsviðinu að undan- förnu, og er þar að sjálfsögðu ekki síður átt við konur en karla, eins og finna má dæmi í fornsög- um. Oddur Jónsson, forstjóri Mjólk- urfélagsins, var einn þeirra manna sem starfaði ötullega áð því að bæta hag bænda og auð- velda samskipti milli þeirra og neytenda. Hann var hæglátur maður, en fastur fyrir og ávann sér traust þess fjölmenna hóps sem stendur að þeim samtökum, sem trúðu honum fyrir mikil- vægu starfi. Og ekki verður við þennan kafla Reykjavíkurbréfs skilið án þess minnzt sé Jónasar Hallgríms- sonar forstöðumanns Manntals- skrifstofunnar, enda átti Morgun- blaðið því láni að fagna að njóta starfskrafta hans um langt skeið, því að hann skrifaði mikið um áhugasvið fjölmargra, frímerki og frímerkjasöfnun, og þá ávallt á þann veg að traust þekking var bakhjarl greina hans og upplýs- inga. Ritstjórn Morgunblaðsins þakkar honum vináttu við blaðið og þátt hans f því að gera það að alhliða upplýsinga- og fróðleiks- stofnun, sem Islendingar treysta sér ekki til að vera án. Það er oft vanþakklátt starf að vinna við dagblöð og lendir að sjálfsögðu helzt á þeim sem hafa það að aðalstarfi og þá ekki sfzt þeim sem stjórna dagblöðunum, en þegar á reynir hefur það sýnt sig, að dagbiöðin eru ómissandi þátt- ur samtfmalífs á íslandi, eins og allstaðar þar sem þau eru frjáls og óheft. Þau gegna því miklu hlutverki, enda þótt ekki sé allt sígilt sem í þeim stendur! Fiskveiði- lögsagan Islendingar hafa ekki á undan- förnum áratugum aukið fiskveiði- lögsögu sína af neinum öðrum ástæðum en þeirri brýnu nauðsyn að vernda fiskstofnana umhverfis landið, þessa lífsbjörg íslenzku þjóðarinnar frá aldaöðli. Enda þótt misjafn skilningur hafi verið á þessum nauðsynlegu aðgerðum Islendinga, hafa þær ávallt reynzt rétt viðbrögð lftillar þjóðar til að koma f veg fyrir útrýmingu fisk- stofna við landið. Svo mun að sjálfsögðu einnig verða nú, enda þótt ýmsar þjóðir telji sig ekki geta viðurkennt 200 mílurnar, og hafa jafnvel sumar gengið svo langt að halda fram vondum mál- stað sfnum með brigzlum og hót- unum sem Islendingar láta að sjálfsögðu eins og vind um eyrun þjóta. Islendingar standa sem einn maður um réttindi sfn og skyldur og láta engin utanaðkomandi öfl hræða sig til að gera samninga, sem þeir telja ekki sjálfir að séu þeim ávinningur, og þá ekki siður nauðsynlegur þáttur í viðleitni þeirra til að vernda fiskstofna. Að vísu ber að harma, að við Islendingar höfum sjálfir átt þátt í því að umgangast fiskstofna og fiskimið af kæruleysi og ásamt öðrum gengið svo á síldarstofninn á sínum tíma að þakka má fyrir, ef hann nær sér aftur. En að því er unnið öllum árum, eins og kunnugt er, og standa vonir til þess, að íslenzk sild verði áfram á borðum, og þá væntanlega í aukn- um mæli. Það er einungis að þakka friðunarráðstöfunum og hversu hart hefur verið gengið eftir því, að þeim sé framfylgt. Þannig hafa Islendingar viljað bæta fyrir fyrri vanþekkingu og kæruleysi, og er það vel. En þeir verða þá einnig að skilja óskir nágrannaþjóða sama efnis, þ.e.a.s. að þær fái að viðhalda sinum fisk- stofnum, t.a.m. síldinni í Norður- sjó, og skulu menn minnast þess að áfergjaokkarí sfldarstofnana fyrr og síðar, auk ólöglegra veiða Islendinga innan fiskveiðitak- markanna, hefur verið notuð okk- ur til smánar út um allar trissur og jafnframt til að auka á erfið- leika okkar nú í fiskverndunar- málum okkar. Við ættum þvf ávallt að hafa forystu um að fara þannig um fiskimið hér við land sem annars staðar að til sóma sé og eftirbreýtni. Eins og margoft hefur verið bent á, hefur útfærsla fslenzku fiskveiðilandhelginnar í 200 míl- ur stuðzt við' þær meginreglur, sem mest fylgis njóta á alþjóða- vettvangi og hafa komið fram með skýrustum hætti f frumvarpi því til alþjóðalaga um hafréttar- mál, sem lagt var fram á loka- fundi hafréttarráðstefnunnar í Genf í maí s.l. Þar er réttur strandríkis óvefengjanlegur og engin ástæða til annars en ætla, að niðurstaðan verði sú, ef ein- hver niðurstaða fæst á annað borð á hafréttarráðstefnunni, að strandríki hafi forgang á öllu 200 mflna efnahagslögsögusvæðinu; þau geti ein ákveðið hverjir veiði það aflamagn, sem er umfram getu þeirra. Ef við og bandamenn okkar höldum rétt á málum, ætti ekki að vera ástæða til að ótt^st, að gerðardómi verði falinn ákvörðunarréttur um yfirráðin innan 200 mflnanna. Það er út í hött, þegar Efna- hagsbandalagsríkin þykjast nú ætla að marka nýja stefnu um 200 mílna fiskveiðilögsögu á þann hátt, að réttur strandríkisins sé skertur. Þetta gengur í berhögg við andann frá Genf, eins og að- ildarríki Efnahagsbandalagsins vita, en að því er virðist er þetta siðasta tilraun afskiptra rfkja svo- kallaðra, eins og Þýzkalands, Frakklands, Italíu, Belgiu og Hol- lands, svo að dæmi séu nefnd, til að fylgjast með straumnum, en þó á þann hátt að halda opinni smugu til að geta látið greipar sópa um fiskimið annarra þjóða. Sem sagt: hér er einungis gerð tilraun til að drepa málinu á dreif. Eins og fyrr getur, munu Is- lendingar ekki semja við neinar þjóðir um fiskveiðar innan nýju fiskveiðilögsögunnar, nema þeir telji sjálfum sér hag í því. Slíkir samningar yrðu því aðeins gerðir til að gera verndun fiskstofnanna raunhæfa nú þegar í upphafi út- færslu. Áður hafa útfærslur ekki borið þann árangur, sem að var stefnt, a.m.k. ekki fyrst í stað og þá ekki fyrr en samningar hafa verið gerðir við Breta, enda hefur það oft komið fram og verið viður- kennt af öllum; t.a.m. varð vernd- un fiskstofna ekki raunhæf, þeg- ar Islendingarfærðu Iandhelgina út I 50 mílur, fyrr en Ölafur Jóhannesson hélt á samningnum fræga við Heath 1973. Þá fyrst dró úr aflamagni Breta með þeim hætti, sem una mátti við um skeið. Aftur á móti hefur nú kom- ið í ljós, að sá samningur var þvf miður haldminni en samningur- inn, sem Viðreisnarstjórnin gerði við Breta á sínum tíma (1961). Andstæðingar Viðreisnarstjórn- arinnar kölluðu þann samning svikasamning og reyndu með múgæsingum að gera hann tor- tryggilegan á allan hátt. Þá voru stóru orðin og brigzlyrðin ekki spöruð — og málið allt fært niður á lágt pólitískt karpplan. En samkvæmt þessum samningi viðurkenndu Bretar 12 mílurnar og þegar hann rann út datt engum f hug, að þeir færu að veiða innan fiskveiðilögsögunnar, eins og Bretar hafa hótað nú, þegar samn- ingurinn um 50 mílurnar er út- runninn. Bretar viðurkenndu ekki, samkvæmt samningi Ólafs Jóhannessonar og Heaths, 50 mfl- urnar, og þykjast nú geta hótað því að veiða allt upp að 12 mílum! Auðvitað eru slíkar hótanir fárán- legar frá sjónarmiði okkar, en það mega þeir muna, sem samninginn samþykktu, að í honum felst ekki viðurkenning á 50 mílum, svo að Bretar þykjast a.m.k. geta veifað þeirri staðreynd framan f okkur. Það eru ekki sízt Alþýðubanda- lagsmennirnir, sem samþykktu þennan samning, sem ættu að íhuga, hvort þeir hafi ekki stund- um notað stóru orðin, þegar það átti ekki við, eins og þegar samn- ingur Viðreisnarstjórnarinnar var gerður. Og sjálfir stóðu þeir að samningi, sem frá lögfræðilegu sjónarmiði a.m.k. er okkur ekki eins hagstæður og sá fyrri, þ.e. samningurinn frá 1973. Aftur á móti skal ítrekað, svo að öllu rétt- læti sé fullnægt, að samningur Ólafs Jóhannessonar og Heaths varð okkur til heilla að þvf leyti, að hann dró úr sókn Breta og gerði útfærsluna í 50 mílur að raunverulegri staðreynd, en áður hafði hún að mestu einungis verið pappfrsplagg. Við blasir, að brezkir fiskifræð- ingar hafa samþykkt niðurstöður, sem Hafrannsóknastofnunin hef- ur lagt fram. Þar er m.a. stuðzt við vísinðalegar niðurstöður sér- fræðinga sem lengi hafa unnið að álitsgerð samstarfsnefndar Rann- sóknaráðs ríkisins um sjávarút- veg, sem birt var s.l. föstudag. Af þessari greinargerð má sjá, að út- færslan I 200 mílur var raunar brýnni en nokkurn gat órað fyrir. Ef ekki verður stórlega dregið úr aflamagni við Island, blasir við sú staðreynd, að engu er likara en innan fárra ára geti farið eins fyrir öðrum fiskstofnum við land- ið og síldinni á sínum tíma. Þegar þetta liggur nú fyrir, hljóta Bretar og Vestur- Þjóðverjar að gera sér grein fyrir því, að Islendingar geta ekki sam- ið, nema í hæsta lagi um mjög litlar ívilnanir þeim til handa inn- an nýju 200 mílna fiskveiðilög- sögunnar. Raunar getur íslenzki flotinn einn veitt það aflamagn, sem þessar síðustu skýrslur sýna að veiða megi, og talar það sínu máli. Menn hafa jafnvel ymt að því, að íslenzki fiskiskipastóllinn sé orðinn of stór, a.m.k. sé nauð- synlegt að draga úr aukningu hans. Islendingar munu því undir engum kringumstæðum gera samning innan nýju fiskveiðilög- söguftnar nema um tiltölulega mjög lítið aflamagn og þá að sjálf- sögðu með þeim fyrirvara t.d., að Efnahagsbandalagið standi við tollasamninginn milli þess og Is- lendinga, en bandalagið hefur brotið hann á ósæmilegan hátt á undanförnum árum. Jafnframt er Ijóst, að engum dettur i hug að semja, hvorki við Efnahagsbanda- lagsþjóðirnar, né aðra, nema um mjög takmörkuð svæði og þá einn- ig til skamms tíma. Og þá að sjálf- sögðu á þann veg að þessar þjóðir viðurkenni með einhverjum hætti 200 mílna fiskveiðilögsögu Islend- inga og hafi sig á brott að loknum þeim umþóttunartíma, sem Is- lendingar teldu sig geta sætzt á. Ef sjónarmið íslendinga verða ekki ráðandi í slíkum samningum og við fáum ekki framgengt því markmiði okkar að vernda is- lenzka fiskstofna, og þar með ís- lenzkt þjóðlff á ókomnum öldum, dettur engum í hug að standa í neinu samningamakki við aðrar þjóðir, því að um lífshagsmuni sina semur enginn — nema til þess eins að vernda þá. Síðustu upplýsingar samstarfs- nefndar um sjávarútveg, Þróun sjávarútvegs, benda til þess, að íslenzki fiskiskipaflotinn geti veitt a.m.k. 760 þús. tonn af fiski, eða miklu meira magn en fæst úr sjó, að síld og loðnu undantekn- um. Eftir samning Heaths og Ólafs Jóhannessonar á sínum tíma hafa Bretar árlega veitt um 140 þúsund tonn af fiski hér við land, þar af rúmlega 120 þúsund tonn af þorski, og er augljóst þeg- ar fyrrnefndar skýrslur eru hafð- ar í huga, að það aflamagn verður að minnka stórlega, ef tryggja á verndun fiskstofna við landið, og þá ekki sizt þorsksins. Þann veg m.a. gæti hann styrkzt á næstu árum og stæðu þá vonir til þess að innan tiltölulega skamms tíma gætu Islendingar stóraukið þorsk- afla sinn, ef þeir sjálfir gættu einnig að sér, á sama tima og aðrar þjóðir yfirgæfu Islandsmið. Með þetta í huga gætu samning- ar nú verið hagstæðir og jafnvel æskilegir — en aðeins með þess- um hætti, þ.e.a.s. raunhæfum að- gerðum til að koma i veg fyrir yfirvofandi ofveiði og útrýmingu fiskstofna við landið. Með samn- ingum Heaths og Ólafs Jóhannes- sonar á sínum tíma var farin leið, sem i raun og veru verndaði betur fiskstofnana heldur en sjálf út- færslan í 50 mílur og hefur menn ekki greint á um þetta atriði. Forystumenn lands og þjóðar eiga nú eftir að láta á það reyna, hvort þeir telja samninga æski- lega eða ekki og er þess að vænta, að íslendingar standi saman sem órofa heild að þeirri niðurstöðu, sem af viðræðum verður. Ef landsfeðurnir aftur á móti telja, að samningstilboð séu ekki viðun- andi fyrir íslenzkan málstað og hagsmuni Islendinga í framtíð- inni, mun öll þjóðin að sjálfsögðu standa sem einn maður að slíkri niðurstöðu. Aðalatriðið er að útfærslan í 200 mílna fiskveiðilögsögu verði raunhæf, en ekki pappírsplagg. En það skulu bæði Bretar og Þjóðverjar vita, að hótanir í garð íslendinga hafa engin áhrif á þá. Mikill tvískinnungur er i því fólg inn hjá brezkum ráðamönnum að krefjast mikilla fvilnana og sér- stöðu innan 200 sjómílna fiskveiði lögsögunnar íslenzku, þegar vitað er að allur brezki fiskiðnaðurinn þrýstir mjög á stjórnvöld Breta að færa út fiskveiðilögsögu þeirra í 200 sjómllur. Fulltrúi Breta á haf- réttarráðstefnunni í Genf flutti ræðu, sem gekk einnig í þá átt, eins og fram kom hér í blaðinu á sínum tíma, svo Bretar hafa aldrei fyrr I striði við Islendinga verið á jafnhálum ís. Sjónvarpsþátt- urinn — lítil at- hugasemd í lokin I sjónvarpsþættinum fræga um Sakharov og sovézka andófsmenn lýsti Halldór Laxness yfir því sællar minningar, hversu hvim- leitt væri pólitiska þvargið hér á landi og nefndi sérstaklega, af gefnu tilefni, karpið milli Morg- unblaðsins og Þjóðviljans. Undir það skal tekið. Karpið mætti svo sannarlega hefjast á hærra mál- efnalegra plan. En spyrja má: hvernig er hægt að hækka risið á dagblöðum þegar á þvi herrans ári 1975, laugardaginn 8. nóvemb- er s.l., er t.a.m. prentuð í Þjóðvilj- anum svofelld klausa um Vil- hjálm Hjálmarsson, menntamála- ráðherra landsins — og undir klausunni stendur stafur Kjart- ans Ólafssonar, ritstjóra Þjóðvilj- ans: „Svona fólk á ekki erindi f ríkisstjórn Islands. Svona hræsn- arar og gungur (leturbr.) á al- þýða ekki að senda inn í þingsal- ina.“ I svörum sinum er Morgunblað- ið stundum, þvi miður, neytt til að fara niður á Þjóðviljaplanið, nema það láti alltaf þessi ómerki- legu — kommúnistisku vigorð sem vind um eyrun þjóta. En stundum eru ásakanirnar á þann veg að ekki er unnt annað en svara þeim, ef ekki á að kaffæra þjóðina með gífuryrðum og orða- hnútum. Ekki ætlar Morgunblað- ið að svara fyrir Vilhjálm Hjálm- arsson þess efnis að hann sé bæði hræsnari og gunga. En Kjartan Ólafsson átti svo sannarlega erindi á Þjóðviljann!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.