Morgunblaðið - 16.11.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.11.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1975 „ Upp er skorið, engu sáð...” Bjartmar Guðmundsson frá Sandi segir frá vísunni, höfundi og hvar hún varð til UNDANFARIÐ hafa ýmsir les- enda Morgunblaðsins komið að máli við ritstjórnina og vakið máls á vísunni norðlenzku: Upp er skorið, engu sáð . . .“ Hafa þeir komið með ýmsar spurn- ingar þessa visu varðandi, höfund hennar og fleira, sem þeir hafa talið forvitnilegt. Mbl. hefur því snúið sér til Bjartmars Guðmundssonar fyrrum alþingismanns frá Sandi og beðið hann að segja frá vísunni, höfundi hennar og ýmsu öðru sem máli skiptir. Sá sem þetta ritar telur ekki annan þekkja þá sögu betur en einmitt Bjartmar frá Sandi. Hann varð fúslega við þeirri ósk og sagðist honum m.a. svo frá: „Ég lærði þessa vísu fyrir löngu, líklega meira en 40 árum, og heyrði um leið að'hún væri eftir Egil Jónasson hinn þjóðkunna hagyrðing á Húsa- vík. Einhvern tíma seinna spurði ég Egil hvort svo væri og játti hann því. Nýlega fór ég svo að heyra því haldið fram að visan væri eftir Sigmund Sigurðsson, sem um skeið var úrsmiður á Akureyri. Steinþór P. Ardal hefur sagt á prenti, að faðir sinn, Páll J. Árdal, hefði talið hana eftir Sigmund. Guðmund- ur Hannesson læknir- birti helming hennar með grein f Lesbók Mbl. 1931 og nefndi Sig- mund sem höfund. Jóhann Sveinsson frá Slögu hefur og haldið því fram. Að þessu öllu athuguðu fór ég að kanna þetta betur. Meðal annars fékk ég mjög afdráttar- lausar upplýsingar hjá tveimur aðaldælskum konum, Sigrúnu Jónasdóttur frá Hraunkoti, systur Egils, og Sólrúnu Jónas- dóttur frá Sílalæk. Báðar voru þær viðstaddar þegar vísan Egill Jónassson frá Húsa- vík varð til. — „Hún varð til í eld- húsinu hjá mér í Snælandi á Húsavík,“ sagði Sigrún, en þar mun hún hafa átt heima fáein ár fyrir 1930 og líka fáein ár á eftir. Sólrún sagðist hafa verið stödd hjá Sigrúnu, svo og þeir Egill og Friðrik á Helgastöðum. Barst tal þeirra eitthvað að landsmálum og kosningum og var Friðrik orðskár nokkuð um þá, sem nú þættust geta bjargað Bjartmar Guúmundsson frá Sandi. þjóðfélaginu, en aldrei hefðu getað bjargað sjálfum sér. Rétt á eftir var Egill búinn að forma efnið úr því sem Friðrik sagði, og prjónað framan við það: „Upp er skorið, engu sáð allt er í vargaginum. Þeir sem aldrei þekktu ráð, þeir eiga að bjarga hinum." Sólrún man eftir að Friðrik hafði orð á að þetta væri góð visa, sem ekki jnætti glatast. Báðar hafa þessar konur leyft mér að hafa þetta eftir sér, sagði Bjartmar. Þær eru greina- góðar og vita mikið um þing- eyskar visur og minnugar vel. Einhverntima seinna, en ekki löngu þó, sagðist Sólrún hafa verið stödd heima hjá Agli á Völlum á Húsavík. Þar var þá Friðrik einnig kominn. Sýndi Egill þeim þá visnarkver lítið: Úrvalsstökur, — eða eitthvað því líkt — mun það heita og er prentað í Reykjavík árið 1934. Steindór Sigurðsson valdi visurnar. Þar er þá þessi vísa komin, án þess að höfundur sé tilgreindur, — nefnd norðlenzk visa. Getur Steindór þess í formála að þannig merki hann þær stök- ur sem ekki sé vitað fyrir vist hver orkt hafi. Friðrik leiddi þarna tal að þvi að upplýsing- um um höfundinn yrðu þeir að koma á framfæri. Egill eyddi þvi og þar við sat. Hinsvegar hefur hann nýlega getið þess á prenti (1973) að hann sé höfundur og nefnir um leið að Friðrik hafi átt þátt f því að vísan varð til. Ef einhversstaðar er stafur fyrir þvi að úrsmiðurinn á Akureyri hafi eignað sér stöku þessa, veit ég ekki hvar hann er að finna. — Vitnisburður þeirra merku manna, sem ég nefndi, um það að hann sé höfundur er f frem- ur lausu lofti, sagði Bjartmar Guðmundsson að lokum. Sv.Þ. „í Sovétríkjunum vinna konur öll heimilisstörf ” 0 „ÞAÐ öfundsverðasta sem þið Vesturlandabúar eigið er frelsi ykkar. En gildi þess frelsis er þó minna en ella vegna þess að þið tak- ið það of mikið sem sjálf- sagðan hlut. Ef maður virki- lega elskar eitthvað þá verð- ur maður að vera reiðubú- inn til að greiða það háu verði. Ef maður hins vegar fær það fyrir ekki neitt gerir maður sér ekki grein fyrir því hversu dýrmætt það er manni, — og það er hættulegt." 0 Þetta er skoðun Mariu Sinyavsky, eiginkonu hins kunna sovézka rithöfundar bókmenntafræðins og andófs- manns, Andrei Sinyavsky. Ilún fór frá Sovétríkjunum ásamt Andrei árið 1973 og var eitt af vitnunum við alþjóðlegu Sakharov-réttarhöldin um skort á mannréttindum í Sovét- ríkjunum sem haldin voru I Kaupmannahöfn 17.—19. október s.l. Maria er 34 ára að aldri. Eiginmaður hennar var dæmdur til 7 ára fangelsisvist- ar árið 1965 af sovézkum stjórn- völdum fyrir að hafa skrifað ádeilusögur, sem gefnar voru út erlendis undir dulnefninu „Abram Tertz“, en þær voru sagðar vera rógur um Sovétríkin. t dag búa þau í París, þar sem Andrei er prófessor i rússneskum bók- menntum við Sorbonne- háskóla, og sonur þeirra, sem var átta mánaða gamall er faðir hans var handtekinn, gengur i franskan menntaskóla. Maria Sinyavsky er fyrr- verandi kennari. Hún er lág- vaxin, dökkhærð kona með gleraugu en bak við hió alvöru- gefna og hlédræga fas hennar býr brennandi hugsjónaeldur Samtal við Mariu Sinyavsky eftir Alan Moray Williams og talsverðir ræðumennsku- hæfileikar. Er hún í lágum hljóðum talaði við réttarhöldin og síðar í þætti danska útvarps- ins um þjáningar og auð- mýkingu eiginkonu pólitísks fanga í Sovétríkjunum hafði hún mun meiri áhrif en sumar af hinum meira áberandi kon- um sem báru vitni við réttar- höldin. Sama hljóðláta bein- skeytnin einkennir skoðanir hennar á lífinu á Vesturlönd- um. Hún segir að ekki hefði reynst erfitt fyrir þau hjónin að byrja nýtt líf i Frakklandi. „Fólk heldur að það hafi verið mikið áfall að flytja úr landi, en það var það raunverulega ekki. Sjáið þér til, margir af vinum okkar höfðu gert þetta og nokkrir þeirra búa eins og við í París. Og í öðru lagi höfðum við heyrt mikið um lífið á Vestur- löndum, svo að við vissum nokkurn veginn við hverju var að búast. Okkur fannst við því ekki með öllu rifin upp með rótum. „Auðvitað sakna ég Rúss- lands stundum. Það er bara eðlilegt. Ég sakna vina minna þar og vinnu minnar og fleiri atriða. En mér finnst í raun og veru sem við höfum ekki yfir- gefið Rússland, því að maðurinn minn og ég erum gjörsamlega á kafi í hagsmuna- málum Rússlands og vandamál- um.Mér finnst ég því alls ekki langt frá heimalandi mínu.“ Sinyavskyhjónin eiga ekki von á því að snúa aftur til Sovétríkjanna, a.m.k. á næstu árum. „Ég vil ekki vera í aðstöðu fyrstu kynslóðar rússneskra útflytjenda sem sátu á ferðatöskunum sinum ár eftir ár og biðu þess að ríkis- stjórnin félli. Ég veit að núverandi stjórn er mjög sterk og ekki líkleg til að falla í næstu framtið. Breytingar eiga sér engu að siður stað í Sovét- rikjunum; það hefur aðeins verið slakað á í frjálslyndisátt á síðustu 10 árum. En hvort þessi örlitla frjálslyndisþróun kemst nógu langt til að fá mann til að snúa aftur er of snemmt að segja um nú.“ Áður en Maria gifti sig nam hún listasögu, vann í söfnum og við endurreisn sögulegra bygg- inga. Þó hún hafi haldið þess- um áhugamálum hefur hún nóg að gera við að hugsa um Andrei ásamt barni þeirra hjóna. Maria talar við Sakharovréttar- höldin heimilið og lítill timi verður eftir til að heimsækja Louvre og önnur listasöfn í Paris. Hún segist hvort sem er kunna bezt við listasöfnin í London. „Myndunum er betur komið fyrir þar og manni gefst betri kostur á að njóta þeirra." Uppáhaldslistamenn hennar brezkir eru Turner og Gains- borough. Hún er hins vegar ekki hrifin af Hogarth. Hún segir að það hái ekki eiginmanni sinum í ritstörfun- um að búa erlendis. Hann sendi nýlega frá sér bók um Gogol, og í desember kemur út i Paris ný bók, skáldsaga um Pushkin. Þó að hún hafi verið í París í 2 ár hefur Maria Sinyavsky enn ekki Iært frönsku. Hún talar raunar ekkert tungumál nema rússnesku. „Það er mesta vandamál lífs míns,“ segir hán. Hún talar hins vegar sérstak- lega skýra og nákvæma Moskvu-rússnesku. Samtal okkar beindist óhjá- kvæmilega að kvennaárinu. Hún telur að konur á Vestur- löndum njóti mun meiri rétt- inda en sovézkar konur. „I Sovétrikjunum fá konur sömu laun, en þær vinna öll heimilis- störf hvort sem þær eru í annarri vinnu eða ekki. Hér held ég að karlmenn hjálp yfir- leitt til. Þar gera þeir það næst- um aldrei. Ef húsmóðir kaupir til dæmis inn fyrir heimilið getur það tekið hana margar klukkustundir vegna þess að biðraðirnar við búðirnar eru svo langar. „Það er erfitt fyrir mig að gera samanburð í þessu efni vegna þess að ég hef ekki kannað þetta nægilega, en viss mismunur kemur strax í hugann. Tökum fjölskyldu- stærð til dæmis. I Moskvu og öðrum borgum í Sovétrikjunum er næstum því ógerlegt fyrir móður að eiga meir en tvö börn vegna húsnæðisskortsins. 1 borgaríbúðum er mjög algengt að nokkrar fjölskyldur búi í einni íbúð með sameiginlegu eldhúsi. Að eiga þrjú börn er mjög sjaldgæft.“ Hún segist vera ánægð með franska menntaskólann sem sonur hennar sækir. Hann hefur lært frönsku og gengur vel I náminu. Hún telur menntun á Vesturlöndum vera betri en í Sovétríkjunum þegar á heildina er litið. „Sum fög, eins og erlend tungumál, eru kennd vel, að því er mér finnst, en önnur t.d. læknisfræði, eru langt á eftir. Ég hef komizt að raun um það að læknar í Frakklandi eru mun reyndari og betur þjálf- aðir en okkar. I Sovétrikjunum lækna læknarnir mann ekki af sjúkdómnum. Þeir gefa manni einfaldlega vottorð um undan- þágu frá vinnu! „Auðvitað eru franskir læknar mun betur launaðir en rússneskir starfsbræður þeirra, en það ber að borga fólki vel fyrir vel unnin störf.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.