Morgunblaðið - 16.11.1975, Page 32

Morgunblaðið - 16.11.1975, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÖVEMBER 1975 UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir og Lilja Ólafsdót»:- Saumastofan Hver eru þau? Ásdís Skúladóttir sem Magga: Magga er verkstjóri á Saumstofunni. I hjónabandi sínu höfðu hún og maður hennar, Glsli, lifað eftir þvl lífsmynstri, sem talið er af mörgum „eðlilegt" I sambúð hjóna. Hann stjórnar og er „harður". Hún er bljúg og hlýðir. Hann aflar tekna og vinnur að því með hörku að klifa virðingarstiga „karlmannasamfélagsins", sem karlmenni sæmir. Magga hins vegar þolir og þreyjar sem konu sæmir. Magga og Gústi eru fyrst og fremst ein- staklingar. manneskjur með mis- munandi eiginleika, langanir og hæfileika, óháð þvi að þau eru karl og kona. Sögu þeirra sjáum við á sviðinu. Sigríður Hagalin sem Sigga: „Sigga er hamingjusöm meðan hún getur unnið og þjónað. Hennar lífsspeki er einföld „Allir eiga bara að vera góðir við alla — og þá verður allt gott." Hún er ómeðvituð um. að henni beri nokkur réttindi. Ætli það sé ekki hennar stærsta vandamál". Ragnheiður Steindórs- dóttir sem Lilla: „Lilla er ung og óþroskuð, ver- öldin hefur verið henni grimm og hún hefur myndað sér harða skel til varnar, er dálítið „töff". í saumastofupartýinu drekkur hún í sig frásagnir hinna kvennanna, undrandi á því að allar þessar venjulegu konur skuli búa yfir slíkri reynslu. Hún finnur að hún á ýmislegt sameiginlegt með þeim og að vinátta þeirra og traust er henni styrkur. Þegar hún Ijóstrar upp leyndar- máli sínu og Himma, gerir hún sér e.t.v. i fyrsta sinn grein fyrir tilfinningum sfnum, hvað hún er fegin að vera ekki lengur ein, að geta deilt bæði erfiðleikum og gleði með einhverjum, sem þykir vænt um hana. Mér þykir vænt um þau bæði, og ég held að í lok leikritsins Ifti Lilla bjartari augum á framtíðina, hún á mann og barn í vændum og svo auðvitað vinkonurnar á „Saumastofunni". Soffía Jakobsdóttir sem Gunna: „Gunna hefur orðið fyrir mikl- um áföllum I llfinu, sem hafa gert hana mjög bitra. Hennar vörn, er, að hún brynjar sig gegn öllu og Ásdls Skúladóttir Sigrlður Hagalfn Ragnheiður Steindórsdóttir jmue Sofffa Jakobsdóttir öllum f eilffri sjálfsvörn og ræðst á Iffsvenjur og skoðanir annara. Kannski þráir hún þó mannleg samskipti sárast f hjarta sinu, þegar hún er mest fráhrindandi og andstyggileg sjálf". Margrét Hetga Jóhanns- dóttir sem Didda: „ Já, Didda, einstæð móðir með tvö börn. Hún er ekki fulltrúi þeirra. aðeins ein úr hópnum. Alltaf að skipta um skoðun, upp- tekin af slnum eigin vandamál- um, ómeðvituð um rétt sinn". Margrét Helga Jóhannsdóttir Hrönn Steingrlmsdóttir sem Ása: Mér þykir afskaplega gaman að leika þetta hlutverk. Það er ný- breytni fyrir mig að leika svo glaðlynda persónu — jákvæða gagnvart öllum og öllu. Ása er á kafi f lifsgæðakapp- hlaupinu og nýtur þess t rikum mæli. Hennar eina markmið i lif- inu er að eignast sem mest af veraldarinnar gæðum og finnst alveg sjálfsagt að leggja mikið á sig til þess. Hún er bezt efnum búin af þeim sem vinna á saumastofunni. Hrönn Steingrfmsdóttir Það veitir henni samt engin for- réttindi — hún er þar bara ein af hinum. Karl Guðmundsson sem Kalli klæðskerinn á staðn- um: „Ég skaffa stelpunum á saum- stofunni stykkin sem þær sauma. Ég sníð þau, þvi ég er náttlega fagmaðurinn. Mér leiðast þær soldið, þessar stelpur en það er allt f lagi að vinna með þeim. Og þær eru ósköp alminlegar, greyin, þó þær séu soldið striðnar Karl Guðmundsson. stundum. En þá vil ég bara spurja, þarf maður endi’ega að þekkja kvenfólk svo ógurlega mikið, þó maður sé kallmaður? Mér heyrist þær nú alltaf vera að kvarta yfir einhverjum kall- mönnum sem hafa gert þeim eitt- hvað ógurlega illt — auda af þvi þær vildu það sjálfar — hö! — svo þær ættu að vera fegnar að maður lætur þær I friði, svoleiðis. Svo eru þær að striða mér með strákum. Ég er ekkert með strákum svoleiðis. Mér finnst bara þægilegra að umgangast þá en þær — og það hafa þær náttla ekki vit til að skilja". —E.R Að lokinni leiksýningu EN ÞAÐvoru fleiri persónur í saumastofunni hans Kjart- ans Ragnaissonar, en þær sem hér hafa leyst örlítið frá skjóðunni. Auk nokkurra, sem brugðið var upp í listi- legri leiftursýn, var ein, sem Ijóslifandi fór sínu fram á sviðinu og slapp, ómaklega að sumum áhorfendum þótti, við þá krufningu, sem aðrir saumastofubúar máttu reyna. Siggi forstjóri og eig- andi saumastofunnar, leik- inn af Sigurði Karlssyni, gekk uppréttur allan tímann. Á 3. sýningu leikritsins „Saumastofan", I Iðnó 3, nóv. s.l. var húsið þéttsetið fólki, sem fengið hafði vil- yrði leikara höfundar og leik- hússtjóra fyrir því að setjast á sameiginlega rökstóla að lokinni sýningu. Sennilega verkaði það sem í vændum var þannig á leikhúsgestina þetta kvöld, að þeir urðu opnari fyrir verkinu, næmari á blæbrigði þess og veittu strax viðbrögð við þvi, sem náði til þeirra og snerti þá með einhverjum hætti. Að minnsta kosti hafði einhver við orð í hléinu að „húsið væri mjúkt". Á Saumastofunni er tilbreytingar- leysi vinnudagsins rofið af kvenna- frii I hnotskurn og lætur þar hver út úr sínum poka nema forstjórinn, hann Siggi Undirrituð bjóst við þvi á hverri minútu leiksins, að for- stjórafrúin kæmi til skjalanna Víð það að forstjórinn sleppur við að gera á einlægan hátt grein fyrir „vandamálum" sínum er engu lik- ara en gefið sé i skyn að öll tilvera hans muni vera jafn glansandi hraðferð að einhverju, þjóðfélags- lega viðurkenndu, marki eins og hann vildi vera láta Hann er sleipur eins og áll og lætur auðvitað ekki undirmenn sina króa sig af Magga spyr hann einu sinni, hvort hann tali aldrei I alvöru og það er einmitt alvöruna í lífi hans, sem margir vildu vita Annars væri hægt að álykta sem svo að aðeins hrini á sumum (t d ófaglærðum konum á saumastofu), en aðrir slyppu „bill- ega" í gegnum lifið (t.d forstjórar) af því að þeir tækju sjálfir til sin það sem kölluð eru „llfsgæði", en aðrir biðu (án árangurs) eftir að þau bærust þeim. Að visu lá þetta ekki mjög ofan á í umraeðunum eftir sýningu, senni- lega vegna þess, að önnur atriði leiksins höfðuðu sterkt til fólks. Undirrituð átti tal við nokkra leik- húsgesti (karla) að loknum umræð- um og voru þeir ekki á eitt sáttir við það að Siggi var að mestu sýndur „forskallaður" og töldu slikt litið jafnrétti. Flestir áhorfenda skynjuðu brot af sjálfum sér i persónunum á sviðinu og e.t.v. hafa þessir, er vildu fá meira fram af Sigga, ekki fundið nægilegan hljómgrunn við sjálfa sig í verkinu. Vigdis Finnbogadóttir leikhús- stjóri, stýrði umræðum, gengu þær lipurt og mátti merkja að margir salargestir voru ekki óviðbúnir þeim málum sem leikritið varpar Ijósi á Kalli klæðskeri og sú skýring, sem höfundur varpar fram á lífi hans, og ber fyrst og fremst að lita á sem ábendingu en ekki niður- stöðu i hans sérstaka tilviki, virtist koma mörgum á óvart Almenn umræða um jafnrétti og jafnstöðu kynjanna hefur oftast verið einhliða og næstum einföld og þar af leið- andi leitt til einfaldrar úrkomu. í uppeldi og við ríkjandi þjóðfélags- hætti er fastákveðinni mynd þröngvað á konur og þessu þarf að kippa i lag, en svona einfalt er málið bara ekki. Flestum sem hæst hafa látið hefur viljað gleymast að karlar eru undirorpnir því sama Á sama hátt er leitast við að móta þá eftir fyrirfram ákveðinni formúlu vegna þess að þeir eru karlar Sá einstaklingur, sem getur ekki eða vill ekki uppfylla þá kröfu sem gerð er til hans af umhverfinu um að túlka alfarið viðtekna kynbundna mynd lendir á milli laga. Sveigjan- leiki samfélagsins gefur ekki færi á að vera bara manneskja eins og Kalli vildi og það var harmleikur hans Hann átti hvorki heima hérna megin eða hinum megin og miðjan er engin. Það var eins og leikhús- gestir, I umræðu slnum um Kalla, væru að Ijósta upp undrun sinni: Já, auðvitað er sams konar þjóðfé- lagslegur þrýstingur á karla og kon- ur, hann gengur aðeins I gagn- stæða átt. Nokkrir drógu I efa, að svona ómeðvitað fólk, stéttarlega séð, væri til á vinnumarkaðinum, en aðrir báru það kröftuglega til baka og sögðust þekkja það af eigin reynd, að einmitt þessu llkt væri daglega llfið á hinum almennu vinnustöðum. Einhver vildi ekki láta sér segjast og taldi að minnsta kosti hlyti alltaf að vera einn, sem Framhald á bls. 29 Leiðrétting LEIÐ mistök áttu sér stað I dálki þessum 8. nóv. s.l. í þáttinn ur „Hvað er I blýhólkn- um" fleigaðist annar kafli — Hver fékk stöð- una? — inn I miðjan þáttinn og raskaði sam- henginu. Lesendur og höfundur leikritsins eru beðnir velvirðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.