Morgunblaðið - 16.11.1975, Síða 33

Morgunblaðið - 16.11.1975, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1975 33 — Minning Magnús Framhald af bls. 38 að annast heimilið á eylandi þessu ef bóndinn þurfti að bregða sér lengri tíma til búsaðdrátta. Eftir fimm giftudrjúg ár í Hrappsey fluttu þau hjón með börn sín norður að Ósi f Stein- grímsfirði þar sem Magnús gerð- ist umsvifamikill og athafnasam- ur bóndi þangað til hann seldi bú og jörð í hendur sona sinna. Börn þeirra Aðalheiðar og Magnúsar eru þrettán — öll efni- legt athafnafólk, sem byggir framtíð sína á þjóðnýtum störfum en hangir ekki utan á stofninum og dregur næringu af annarra iðju. Ég spurði Guðjón einu sinni, hvort ekki hefði verið erfitt að koma svo mörgum börnum vel á veg. „Auðvitað þurftum við að vinna — en svo þegar krakkarnir stækk- uðu, þá gerðu þeir þetta sjálfir. Ég á engan þátt í því, lagsmaður. Það hefur ekki allt verið lagt upp í hendurnar á þeim — þeir verða að hugsa sjálfir." Já, vafalaust eru börn þeirra Aðalheiðar og Magnúsar sjálfstæð í hugsun og háttum, en þau hafa líka hlotið í vöggugjöf hinar dýr- mætu eigindir föður og móður — að leita athvarfs I eigin húsi fyrr en guðað er á glugga náungans. Magnús á Ósi var orðhagur maður, ljóðelskur og glaðvær. Vakan, að loknum vinnudegi, var aldrei þjökuð af skapergi erfiðis- mannsins heldur hlýlyndi þess, er virðir skyldu sína sem faðir og maki. Óshjónin hafa fært þjóð sinni þrettán ágæta þegna. Hver sem svo vel gerir getur hugrór kvatt að leiðarlokum. Guð blessi ykkur minningu þessa mæta manns. Þorsteinn frá Kaldrananesi. — Minning Kjartan Framhald af bls. 38 árum fluttu þau í fallegt einbýlis- hús, sem þau byggðu. Þau eignuðust einn son, Ómar, sem nú er 17 ára gamall. Kjartan var atorkumaður og ósérhlífinn. Hann var mikið snyrtimenni og hugsaði með af- brigðum vel um þau atvinnutæki, sem hann hafði uqdir höndum. Auk hagsýni og dugnaðar þeirra hjóna beggja er þar eflaust að finna skýringuna á því, að Kjart- an var oft meðal hæstu gjaldenda til bæjarfélags síns. Kjartan var glaðsinna, viðræðu- góður og orðheppinn og kom sér alls staðar vel hvar sem hann fór. Hann tók virkan þátt i félags- skap stéttar sinnar og var um skeið í stjórn Vörubilstjórafélags Skagafjarðar. Um leið og ég þakka frænda mínum Kjartani Haraldssyni góð kynni við hann og fjölskyldu hans á liðnum árum, sendi ég eigin- Brúðkaupsveislur Samkvæmi ÞINGHOLT Bergstaðastræti UR KLUKKUR OG GJAFAVORUR , !!!!!!!!!!!' BORGARINNAR STÆRSTA URVAL ■■■■■■■■■•■■■■■■» ■■•■■•••■■•■■•••■•»_ ■■■■■■■•»■■■»■■•»■»■- ■■■■■■••■■■■■•■■■■•■■•■ NÚ A LAUGAVEG . ......... *•<'■■■■■■■■■■»... ■ ■•■■•■•...... •■■■■■■■■■■■< ■■■■■■■■■•■■■•■■■■■■••■■■■■■■■•■■■■■•- ......•■••■■••■•---------------------- -------------------------------------- ■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■»-------------»•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ !!!!!«■■■■■■■■■■■■■■■■■...........................!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! MAGNUS E. BALDVINSSON Bókun Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur konu hans og syni, foreldrum, systkinum og venslafólki minar innilegustu samúðarkveðjur. Halldór Þ. Jónsson 15 ára stúlka lærbrotnar í umferðarslysi Akureyri, —14. nóvember FIMMTÁN ára stúlka, EHn Kára- dóttir, Beikilundi 4, varð fyrir fólksbil á mótum Mýrarvegar og Vanabvggðar kl. 18 I kvöld. Stúlk- an lærbrotnaði og var flutt i sjúkrahús, en ekki er vitað nánar um önnur meiðsl hennar. — Sv.P. ASÍMINN BR: 22480 kjÍJ JBoratmblobib RAGNHEIÐUR Sveinbjörns- dóttir bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins i Hafnarfirði lét bóka eftirfarandi vegna uppboðsmáls- ins margnefnda þar f bæ, á fundi bæjarráðs á fimmtudaginn: „Að gefnu tilefni, vegna fyrir- spurnar Guðmundar Guðmunds- sonar á siðasta bæjarstjórnar- fundi hinn 11. nóvember s.l., óska ég eftirfarandi bókað: Ég er efnislega sammála því, sem fram kemur f bókun meiri- hluta bæjarráðs á fundi þess 6. nóvember s.l., þ.e. að bæjarlög- manni beri að framselja boð sitt i húsið nr. 18 við Hraunbrún til bæjarsjóðs. Á fundinum taldi ég mig hins vegar ekki viðbúna þvf hvernig rétt væri að bregðast við í máli þessu, þar sem hér var um flókið lögfræðilegt vandamál að ræða og nauðsynlegt að tryggja að uppboðsþoli yrði fyrir sem minnstu tjóni. Einkum taldi ég þó eðlilegra að annar fulltrúi frá Framsóknar- flokknum tæki endanlega afstöðu i máli þessu, vegna áralangra vináttutengsla minna við foreldra viðkomandi embættismanns. Ég tek fram, að ég er að öllu leyti samþykk afstöðu Markúsar Á. Einarssonar á siðasta bæjar- stjórnarfundi." TODDÝ sófasettiö er sniöiö fyrir unga tólkió Verö aöeins kr. 109.000,- Góöir greiósluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. Það er alveg sama hvernig litið er á Golf-inn, þá er hann óvenjulegur bíll. Þó hann sé aðeins 3.70 m. á lengd, þá er hann rúmgóður fimm manna bíll. Þetta er mögulegt vegna þess, að hjólhafið er langt og vélin er stað- sett þversum. Ennfremur vegna þess, að Golf-inn er óvenjulega breiður eða 1.60 m. Golf er fáanlegur þriggja eða fimm dyra, að meðtalinni stórri aftur- hurð. 350 lítra farangursrými, sem er hægt að stækka í 698 lítra með einu handtaki. Það er ekki einungis í farþega- og farangursrými sem Golf-inn býður upp á óvenjulega kosti heldur einmg undir vélarlokinu. Þar er vélin sem liggur þversum með yfirliggjandi kambás, tvær stærðir 50 ha — eða 70 ha. sem eyðir 8 lítrum á 1 00 km. Aflið sem vélin framleiðir svo auð- veldlega kemur að fullum notum í akstri. Golf hefur óvenjulega mikla spor- vídd og hjólhaf. Hann er fram- hjóladrifinn. Óvenjulega stórar dyr. Óvenjulega örugg og aflmikil vél. Óvenjulegt rými inni. Óvenjuleg sporvídd og hjólhaf. Óvenjulega hagkvæmur í rekstri. >C»v Óvenjulega vel fjaðrandi. Óvenjulega auðveldur í hleðslu og afhleðslu. Golf Verð frá kr. 1146 þúsund ÓVENJULEGA ÓVENJULEGUR ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN HEKLAH.F. LAUGAVEGI 170—172 — SÍMI 21240.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.