Morgunblaðið - 16.11.1975, Page 45

Morgunblaðið - 16.11.1975, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1975 45 VELVAKANDI jVelvakandi svarar i síma 1 0-1 00 -kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. £ Vanheil börn — og önnur börn Guðmunda Helgadóttlr hafði samband við okkur vegna fréttar um að nú væri ætlunin að taka þroskaheft börn í venjuleg barnaheimili í Reykjavík, en borgarstjórn hefur nú til athug- unar að taka þetta upp i veruleg- um mæli, jafnvel nú um áramót- in. Guðmunda sagði: „Mér finnst ánægjulegt, að þetta mál skuli vera komið svona vel á veg, en ég hef reynslu af því, að þetta er bæði ákjósanlegt og vel framkvæman- legt, án þess að það þurfi að hafa í för með sér verulegan kostnað. Fyrir gos var starfandi í Vest- mannaeyjum Styrktarklúbbur vangefinna. Upphaflega voru í honum 22 eða 23 áhugasamar kon- ur, en þeim fjölgaði fljött, þvi að áhugi varð strax mikill á þessu málefni. Meðal annars sem klúbb- urinn gerði var að kosta og skipu- leggja gæzlu tveggja lítilla, van- gefinna barna — mongólita. Þetta var skipulagt þannig, að ráðin var sérmenntuð stúlka. Hún sótti börnin heim til þeirra og fór með þau á barnaheimilið og var með þeim þar frá kl. 1—5. Þetta gafst ákaflega vel, og mátti ekki á milli sjá hvort þessi tvö litlu eða heilbrigðu börnin á barnaheimil inu höfðu betra af vist þeirra þar, að ekki sé minnst á foreldrana. Allir voru mjög ánægðir með þetta og ég held, að eftir þá reynslu, sem þarna fékkst sé al- veg óhætt að mæla með þvi að þetta verði tekið upp I rikari mæli. Eftir gos hefur klúbburinn haldið áfram að starfa, en þessi þáttur starfsins hefur ekki verið tekinn upp ennþá, aðallega vegna þess að a.m.k. annað barnið kom ekki til baka eftir gos. Mér datt í hug, að þetta gæti komið til greina víðar, þvi að áreiðanlega hafa allir gott af þessu — kannski er þetta enn mikilvægara fyrir heilbrigð börn, því að umgengni við vanheil börn vekur þau til umhugsunar og kennir þeim að taka tillit til ann- arra. Það er líka ótrúlegt, hvað hægt er að létta undir með for- eldrunum. Mér fannst þetta kannski sérstaklega eiga erindi til fólks úti á landi, þvi að þar kemur ekki til greina, vegna fámennis, að setja á stofn sérstök heimili fyrir vangefin börn. Það hlýtur líka að vera örþrifaráð að senda frá sér vanheil börn til kennslu eða vistar á öðru landhorni og allir vita að það er mikið álag, sem fylgir því að ala upp börn, Susann að syngja og spila, sagði hann sem tilraun til að dreifa athvglinni frá sjálfum sér. Susann virtist vansælli og vandræðalegri en nokkru sinni fyrr, en móðir hennar kinkaði skipandi til hennar kolli og hún settlst á píanóstólinn eins og illa gerður hlutur og myndaði sig til að slá nótur. En í sömu andrá voru dyrnar opnaðar og blómleg vinnukona stakk höfðinu inn. — Síminn til fröken Susann, sagði hún feimnislaust. — Mér heyrðist það vera hann rauð- skeggjaði þarna — þið vitið hann Gustafsson. — Hrukkurnar við munnvik Teklu Motander snardýpkuðu. — Ætlar hann nú að fara að hringja HINGAÐ líka? En það skal ekki verða liðið hér á heim- ilínu... Susann ég harðbanna þér... En Susann sem að öðru jöfnu var móður sinni bæði þæg og undirgefin var farin fram í simann. Ennið á Teklu var þrumuský llkast og ég dáðist að þeirri sjálfsstjórn sem hún beitti sig næstu mfnúturnar. Faðir minn sem alltaf hefur verið sem ekki eru heilbrigð. Þess vegna er svo nauðsynlegt að létta undir með þeim, sem hér eiga beinan hlut að máli, og það þarf ekki alltaf að vera svo dýrt eða erfitt í framkvæmd eins og dæmið frá Vestmannaeyjum sýnir.“ £ Erfitt að ná í endurskinsmerki Soffía E. Jónasdóttir í Kópavogi hringdi og sagði: „Ýmsir spyrja: „Hvar fást end- urskinsmerki?" Svarið er: „I mjólkurbúðum og viðar“. En mjólkurbúðir eru ekki á hverju strái og í Kópavogi eru þær fáar. Ég legg til að skólarnir gangist fyrir einum allsherjar söludegi á endurskinsmerkjum. Það yrði þó ekki nóg, þvi að fleiri þurfa að hafa merkin en börn. Þess vegna finnst mér, að líka ætti að ganga með endurskins- merki fyrir hvers manns dyr, eins og gert er með öll önnur merki.“ Þá hafði „Reið móðir“ samband við okkur og sagði: „Ég held, að það sé ekki ofverk foreldra að kaupa endurskinsmerki handa börnum sínum. Ef allir foreldrar gerðu þetta, þá yrði kannski frið- ur með merkin á yfirhöfnum barna i skólunum, en þar hafa þau undarlegt lag á að hverfa, hversu kyrfilega sem þau eru fest á flíkurnar. Eina skýringin, sem mér dettur í hug, að geti verið á þessu er, að merkjunum sé stol- ið,“ sagði hin „reiða móðir". Ja, ljótt er það. Annars er skrýtið hvaða vandkvæði virðast vera á dreifingu merkjanna. Nú vita allir, að þau eru til sölu i mjólkurbúðum vissan hluta árs, þ.e.a.s. á vetrum. Samt heldur fólk áfram að kv.arta yfir þvi, að erfitt sé að fá merkin. Hvers vegna nauðsynlegt sé að selja þennan þarfa varning aðeins i mjólkurbúðum i stað þess að hafa hann til sölu sem víðast. Að hvaða leyti þessi vörutegund er svo frá- brugðin öðrum er ekki ljóst — það væri til dæmis þokkalegt, ef allt i einu væri ekki hægt að kaupa blýanta annars staðar en í fiskbúðum. Nú er innheimt sérstakt gjald af skólabörnum fyrir efni og bæk- ur á hverju ári. Mætti ekki bæta endurskinsmerkjunum við — inn- heimta gjaldið með skólabóka- gjaldinu og dreifa síðan merkjun- um i skólanum? Ekki komum við auga á aðra hagkvæma leið til að sjá til þess að hvert barn fái sitt endurskinsmerki. Ef þetta er ekki hægt, hvers vegna er það þá? Komi einhver auga á betri lausn á þessu vandamáli, sem virðist koma upp á hverju einasta hausti, þá munumviðfúslegakoma henni á framfæri. HÖGNI HREKKVÍSI „Við eigum bara einn kött núna! — en það er hreinn dekur-köttur.“ 03? S\G€A V/öGA É lllVEgAW MVA9 XO'bM MILI& \$Ó9 MlÁ YKKcJft NÓNftf 5? wm Ko^TA ö'mO'bTU Skápaskilrúm Til sölu fristandandi falleg skápa — og hillu- skilrúm úr eik. Einnig veggskápur (3 m) með innbyggðum Ijósum og hátölurum. Upplýsingar í síma 13411 kl. 1.30—4 í dag. PHIUPS rakvélar ein af 6 gerðum Fullkomin varahlutaþjónusta HP 1304 Rakvél með hleðslutæki og rakhaus með 3 stillanlegum rakhnífum. Þetta er rakvélin fyrir þá, sem vilja aðeins það besta. Þessi rakvél sameinar alla kosti i einni vél fullkomna tæknilega hönnun, stillamega rakhnifa og hleðslutæki. PHILIPS kann tökin á tækninni heimilistœki sf Hafnarstræti 3—Sætúni 8 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.