Morgunblaðið - 16.11.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.11.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1975 FORD forseti hefur nú staðfest opinberlega, að ein af ástæðun- um fyrir mannaskiptunum í Washington á dögunum hafi verið mikill og djúpstæður ágreiningur milli Henry Kissingers utanríkisráðherra og James Schlesinger varnar málaráðherra. Upphaflega neitaði forsetinn þessu, þrátt fyrir háværan orðróm um hið gagnstæða og sagði að ástæðan hefði einfaldlega verið sú, að hann hefði lengi ætlað sér að skipa sinn eiginn mann og raunar menn f stjórn sfna. I sjónvarpsviðtalinu um sfðustu helgi sagði forsetinn hins vegar að ágreiningur þeirra Kissingers og Schlesingers hefði verið orðinn svo alvar- legur að hann hefði haft hindrandi áhrif á stjórnarstarf- ið. En hver var þessi mikli ágreiningur? Helzta ágreiningsefni ráð- herranna var „detente“. f stuttu máli var ágrein- ingskjarninn, að Kiss- inger telur að kjarnorku- strfð milli stórveldanna myndi verða geigvænlegt með ólýsan- lega hrikalegum afleiðingum. Schlesinger er á sama máli, en hann heldur því fram að óhjákvæmilegt sé að gera alvar- lega ráð fyrir takmörkuðu kjarnorkustríði. „Við þurfum að eiga áætlanir um viðbrögð við árás í samræmi við ögrun- ina sem gefi möguleika á að stöðva átök áður en til kjarnorkustyrjaldar kemur.“ Schlesinger hefur haft miklar áhyggjur af vaxandi varnar- málaútgjöldum Sovétríkjanna. Hann hefur fylgst með stöðugri aukningu í vígbúnaði Sovétríkj- anna og látið í ljós áhyggjur af því að jafnvægið í hernaðar- styrk landanna væri að raskast Sovétmönnum f hag. Hann hafði áhyggjur af því að túlkun- in á hernaðarstyrknum væri jafnmikilvæg og styrkurinn sjálfur og í framhaldi af þvi, að Sovétmenn teldu sig hernaðar- lega sterkari en Bandarikin, myndu þeir freistast til að láta á það reyna. Schlesinger hefur oft í ræðum bent á, að frá 1964 hafi fjárframlög Bandaríkj- anna til varnarmála lækkað um 20% miðað við verðgildi dollara, á sama tíma og hernaðarútgjöld Sovétríkjanna hafi aukist um 40%. Kissinger telur á hinn bóg- inn, að tölur einar segi ekki alla söguna. Bandaríkin hafi getu til að leggja Sovétríkin marg- sinnis í eyði og öfugt og að tilgangslaust sé að bæta við eld- flaugaforða Bandaríkjanna. Aðeins sé hægt að drepa óvin einu sinni. Hann telur að Bandaríkin þurfi aðeins nægi- legt magn af eldflaugum til að halda Sovétmönnum í skefjum, en ekki yfirburði, og að þeir ráði yfir þessu nægilega magni. Viðræðurnar við Sovétmenn um 2. áfanga SALT-við- ræðnanna urðu til þess að skerpa ágreininginn. Ekkert hefur miðað í viðræðunum frá því í júlí, er Kissinger lagði fram nokkrar nýjar tillögur, en Sovétmenn svöruðu þeim ekki fyrr en um síðustu mánaðamót og þá með þvi að horfa framhjá þeim. j sALT-samningnum, sem undirritaður var 1972 sam- þykktu Bandaríkjamenn að Sovétmenn skyldu fá 2538 eld- flaugaskotpalla á móti 1710 fyrir Bandaríkjamenn á þeirri forsendu að jafnvægi næðist þar sem eldflaugar Bandaríkja- manna væru nákvæmari, Bandaríkjamenn hefðu forystu í framleiðslu fjölkjarnaodda- eldflauga, MIRV, svo og að þeir hefðu fleiri sprengjuþotur og herstöðvar nálægt Sovétríkjun- um. Varnarmálaráðuneytið hefur nú hins vegar kvartað yfir því að Sovétmenn hafi ver- ið fljótari en ráð hafði verið gert fyrir, að fullkomna MIRV- flaugar sínar þannig að töluleg- ir yfirburðir þeirra séu hugsan- lega orðnir enn meiri. Bendir það á, að sovézku eldflaugarnar hafi meiri burðarþol þannig að jafnvel þótt fjöldi skotpalla landanna væri jafn, myndu Sovétmenn samt hafa yfir- burði. Sem svar við þessu hafa Bandaríkjamenn nú snúið sér að smíði svo nefndra „Cruiseeldflauga“, sem eru langdrægar eldflaugar knúnar áfram af þotuhreyfli og sem hægt er að skjóta frá kafbáti, sprengjuþotu eða skipi. Þessar eldflaugar eiga að geta flogið rétt fyrir ofan jörðu og því undir ratsjárskerm óvinarins. Geta þær flogið allt að 1500 mflur og eru feiknalega nákvæmar. Bandaríkjamenn halda því fram, að þar sem eld- flaugar þessar fari í gegnum andrúmsloftið en ekki geiminn eigi ekki að telja þær með ICBM-flaugum, sem dragi milli heimsálfa og fari um geiminn. Rússar eru hins vegar á önd- verðum meiði, en halda því fram að Backfire- sprengjuþotur sínar eigi ekki að vera með í SALT-II um- ræðunum, þar sem þær hafi að- eins 5500—6000 mílna flugþol. Bandaríkjamenn benda á það á móti að með því að bæta á þær eldsneyti á flugi geti þær náð að fljúga til Bandaríkjanna og til baka. I tillögum sínum 1 júlí lagði Kissinger til að báðar þessar vopnategundir yrðu tak- markaðar. Vantraust Schlesingers á ráðamönnum f Sovétríkjunum endurspeglast í þeirri stað- hæfingu hans, að Sovétmenn muni áður en langt um líður framleiða sínar eigin „Cruiseeedflaugar“ og muni þá án nokkurs vafa ljúga til um fjölda slfkra flauga, því að mjög auðvelt sé að fela þær. Þegar SALT-viðræðurnar komu upp á fundi bandarfska öryggisráðs- ins nýlega urðu svo heiftar- legar deilur milli Kissingers og Schlesingers, að annað eins hafði ekki gerst í sögu ráðsins. Það hefur stundum verið sagt að vantrú Schlesingers á „detente“ stafi af grundvallar- svartsýni hans um mannkynið, eða að minnsta kosti banda- rísku þjóðina. Schlesinger held- ur þvf fram að hið gagnstæða sé nær sannleikanum. Hann segist vera bjartsýnn á styrkleika Bandaríkjanna og getu fólksins til að takast á við vandamál þrátt fyrir nokkurn skort á trausti í kjölfar Watergate og Vietnam og því sé ekki nauð- synlegt að gera óhagstæða samninga við Sovétríkin, aðeins til að kaupa tíma þar sem Bandarfkjamenn muni er fram líða stundir hrista af sér önug- lyndið. Schlesinger heldur því fram, að það sé Kissinger sem sé svartsýnismaðurinn, þar sem hann óttist að hnignun eigi sér stað á Vesturlöndum, sem ekki sé aðeins timabundin afleiðing atburða síðasta áratugar. Kissinger hefur haldið því fram, að „detente" sé nauðsyn- legt vegna þess að Banda- ríkjaþing og þjóðir i heild hafi ekki f sér kjark til þess að kyngja þeim fórn- um og erfiði sem nauðsyn- leg séu til þess að standa undir því sem Schlesinger kalli sterka varnarstöðu og harðari samningsafstöðu. Kissinger heldur þvi fram, að „detente“ hafi reynst Bandarikjunum vel og að Bandaríkjamenn hafi ekki fórnað neinu mikilvægu til Sovétmanna. Bandaríkja- menn hafi haft út úr Sovét- mönnum allt, það sem af sann- girni hafi verið hægt að búast við af „detente" og meiri þrýstingur á Sovétstjórnina gæti orðið til að hún hafnaði „detente" algerlega, eins og hún hafnaði viðskiptasamning- um við Bandarfkin fyrr á þessu ári, vegna þess að þingmenn leyfðu fieiri gyðingum að flytj- ast úr landi. „Detente“ sé að- ferð, sem geri óvinveittum þjóðum kleift að halda uppi samkeppni, lifa saman og leysa ágreining sinn. Henry Kissinger James Schlesinger w p . ■ n Ekkert hefur miðað í S/ viðræðunum frá því í júlí Bandariskur kafbátur skýtur Polariseldflaug /MMUD4GUR 17. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar Örnólfsson ieikfimikennari og Magnús Pétursson pfanóleikari (a.v.d.v.). Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Erlendur Sigmundsson (a.v.d.v.)... Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugsdóttir les „Eyjuna hans Múmín- pabba“ eftir Tove Jansson í þvðingu Steinunnar Briem (16). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Búnaðarþáttur kl. 10.25: Páll Agnar Pálsson yfirdýralækn- ir talar um sauðfjárbaðanir. Islenzkt mál kl. 10.40: Endur- tekinn þáttur dr. Jakobs Benediktssonar. Morguntónleikar kl. 11.00: Werner Haas og Noel Lee leika á pfanó „Lindaraja" og „Litla svftu“ eftir Debussy / Victoria de los Angeles syngur tvo söngva eftir Henri Duparc. Hljómsveit Tón- listarskólans í Parfs leikur með: Georges Pretre stjórnar / Arthur Grumiaux og Lamoureux hljómsveitin í Parfs leika Fiðlukonsert nr. 4 í d-moll eftir Paganini; Jean Fournet stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Fingramál“ eftir Joannes Greenberg Bryndís Víglundsdóttir Ies þýðingu sfna (4). 15.00 Miðdegistónleikar Konunglega hljómsveitin í Kaupmannahöfn leikur „Helios“, forleik op. 17 eftir Carl Nielsen; Jerzy Semkov stjórnar. Birgit Nilsson syngur þrjú lög eftir Edvard Grieg. Óper- hljómsveitin f Vín lcikur með; Bertil Bokstedt stjórnar. Hljómsveitin Philharmonia leikur Sinfónfu nr. 5 eftir Jean Sibelius; Herbert von Karajan stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.00 Ungir pennar Guðrún Stephensen sér um þáttinn. 17.30 (Jr sögu skáklistarinnar Guðmundur Arnlaugsson rektor segir frá; fyrsti þáttur 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Guðsteinn Þengilsson læknir talar. 20.00 Mánudagslögin 20.30 Gestir á Islandi Þættir úr erindi Buckminster Fuller, sem flutt var f Reykjavík f september s.l. Ólafur Sigurðsson fréttamaður sér um þáttinn. 21.00 Klarfnettukonsert op. 57 eftir Carl Nielsen Kjell-Inge Stevenson og Sin- fónfuhljómsveit danska út- varpsins leika; 21.30 Ctvarpssagan: „Fóst- bræður“ eftir Gunnar Gunnarsson Jakob Jóh. Smári þýddi. Þor- steinn Ö. Stephensen leikari les (16). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir (Jr tónlistarlffinu Jón Asgeirsson sér um þátt- inn. 22.45 Hljómplötusafnið f umsjá Gunnars Guðmunds- sonar. 23.40 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. AIMUD4GUR 1 17. nóvember 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 21.10 Vegferð mannkynsins Fræðslumyndaflokkur um upphaf og þróunarsögu mannkynsins. 5. þáttur. Himneskir hljóm- ar. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 22.05 Svartnætti. Breskt sjónvarpsleikrit úr myndaflokknum „Country Matters“ byggt á sögu eftir A.E. Coppard. Ung stúlka, sem hefur búið ein með föður sínum en strokið að heiman, fær að- stoð ungs aðalsmanns til að komast aftur heim til sfn. En faðir hennar hefur feng- ið sér ráðskonu f hennar stað. Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt- ir. 22.55 Dagskráriok. — 90 ára Framhaid af bls. 17 og heyrn. Lestur góðra bóka var honum til unaðar og sálarheilla, en er honum orðinn erfiður og saknar hann þeirrar iðju mjög sem vonlegt er. Við þessi tímamót 1 ævi hans vil ég færa honum einlægar þakkir fyrir ágæt kynni, margs konar leiðbeiningar og holl ráð á þeim rúmlega fimmtíu og fimm árum sem við höfum þekkt hvorn annan. Ég veit einnig að margir starfsbræður mínir tækju undir þau orð, mættu þeir mæla við þetta tækifæri. Ég óska konu hans, sonum þeirra og fjölskyldunni allri þeirrar farsældar, sem hverjum einstökum má til mestra heilla teljast. Jón Ivarsson. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.