Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1976 LOFTLEIDIR ZT 2 1190 2 11 88 FERÐABiLAR hf. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbílar, stationbílar, sendibíl- ar, hóp*erÓabílar og jeppar. Kvikmyndir af fuglalífi í Norræna húsinu Fulgaverndarfélag Islands heldur fræðslufund f Norræna húsinu annað kvöld fimmtudag kl. 20.30. Það verða sýndar litkvikmyndir af fuglalifi i ýmsum löndum, — meðal annars myndir frá norður- strönd Þýzkalands og myndir frá Disney. öllum er heimill aðgangur að fundinum meðan húsrúm leyfir. 20 keppendur á Unglingameist- aramótinu í skák NtJ STENDUR yfir unglinga- meistaramðt fslands I skák. Mótið hófst sl. sunnudag og teflt er í Skákheimilinu við Grensásveg. Er þetta I fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið, en það er skv. nýrri skipan á Skákþingi fslands, sem tók gildi f ár. Þátttaka miðast við unginga fædda 1956 og sfðar. Sigurvegarinn hlýtur titilinn „unglingaskákmeistari fslands 1976“ og fær rétt til þátttöku í áskorendaflokki á næsta Skák- þingi, sem haldið verður að venju um páskana. Sömuleiðis rétt til að keppa fyrir Islands hönd á alþjóð- legu unglingaskákmóti í Halls- berg í Svíþjóð um áramótin. Skáksamband lslands stendur fyrir mótinu og greiðir m.a. far- gjöld fyrir unglinga utan af landi, sem eru 5, bæði frá Austfjörðum og Vestfjörðum. Alls eru 20 þátt- takendur í mótinu. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monradkerfi, en mótinu lýkur nk. laugardag. Móts- stjórar eru þeir Bjarki Bragason og Ómar Jónsson, en Guðbjartur Guðmundsson er skákdómari. Islendingur for- seti Evrópu- stjómar Kiwanis- hreyfingarinnar Bjarni B. Ásgeirsson skrifstofu- stjóri hefur verið kjörinn forseti Evrópustjórnar Kiwanishreyfing- arinnar og'tók við störfum 1, okt. s.l. Bjarni er annar Islendingurinn sem kjörinn er til þess starfs. Páll H. Pálsson forstjóri gegndi þessu starfi fyrir nokkrum árum. Einnig tók við störfum sem um- dæmisstjóri fyrir Island 1. okt. s.l. Bjarni Magnússon bankastjóri. Úlvarp Reykjavík w MIÐMIKUDKGUR 24. nóvember MORGUNNINN 7.00 Morguhútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Guðrún Guðlaugsdóttir les söguna „Halastjörnuna" eftir Tove Jansson (3). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45 Létt lög milli atriða. Drög að útgáfusögu kirkjulegra og trúarlegra blaða og tfmarita á fslandi kl. 10.25: Séra Björn Jónsson á Akranesi flytur fimmta er- indi sitt. Morguntónleikar kl. 11.00: Vladimfr Ashkenazý leikur á píanó „Kreisleriana", átta fantasfur op. 16 eftir Robert Schumann / Elly Ameling syngur úr „ftölsku Ijóðabók- inni“ eftir Hugo Wolf: Dalt- on Baldwin leikur á pfanó. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tiikynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Lögg- an, sem hló“ eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö.Ólaf- ur Jónsson les þýðingu sfna (3). 15.00 Miðdegistónleikar. Martin Jones leikur á pfanó Fjögur rómantfsk smálög eft- ir Alan Rawsthorne. Igor Gavrysh og Tatjana Sadovskaja leika Sónötu fyr- ir selló og pfanó eftir Hinder- mith. Fflharmonfusveitin í New York leikur Klassfsku sin- fónfuna f D-dúr op. 25 eftir Prokofjeff; Leonard Bern- stein stjórnar. 15.45 Frá Sameinuðu þjóðun- um. Sofffa Guðmundsdóttir segir fréttir frá allsherjar- þinginu. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Utvarpssaga barnanna: „óli frá Skuld“ eftir Stefán Jónsson. Glsli Halldórsson leikari les (14). 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ______________________ 19.35 Rennsli vatns um berg- grunn tslands og uppruni hvera og linda. Dr. Bragi Árnason prófessor flytur annað erindi flokksins um rannsóknir f verkfræði- og raunvfsindadeild háskólans. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur: Engel Lund syngur fslenzk þjóðlög f út- setningu Ferdinands Raut- ers. Dr. Páll Isólfsson leikur á pfanó. b. Bóndinn á Brúnum. Sverr- ir Kristjánsson sagnfræðing- ur flytur þriðja hluta frásögu sinnar. c. Vísur og kvæði eftir Lárus Salómonsson. Valdimar Lárusson les. d. Miðf jarðardfsin. Rósa Gfsladóttir les sögu úr þjóð- sagnasafni Sigfúsar Sigfús- sonar. e. Kynni mfn af huldufólki. Jón Arnfinnsson segir frá. Kristján Þórsteinsson les frá- sögnina. f. Haldið til haga. Grfmur M. Helgason cand. mag. flytur þáttinn. g. Kórsöngur: Karlakórinn Fóstbræður syngur. Söng- stjóri: Jón Þórarinsson. Pfanóleikari: Carl BiIIich. 21.30 Utvarpssagan: „Nýjar raddir, nýir staðir" eftir Truman Capote. Atli Magnússon les þýðingu sfna (9). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Minningabók Þorvalds Thoroddsens“ Sveinn Skorri Höskuldsson les (14). 22.40 Djassþáttur. f umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 24. nóvember 1976 18.00 Þúsunddyrahúsið Norsk myndasaga. Hola eikin þýðandi Gréta Sigfúsdóttir. Sögumaður Þórhallur Sig- urðsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 18.20 Skipbrotsmennirnir. Ástralsk- ur myndaflokkur. 7. þáttur. Steingervingarnir. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. 18.45 Gluggar Bresk fræðslumyndasyrpa. Furðuleg listaverk Sólhlffar úr bambus Vatnsveitur Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Nýjasta tækni og vfs- indi Nýjar gerðir flugvéla Hávaði, hiti og svefn Veirurannsóknir Fornleifarannsóknir neðan- sjávar. Umsjónarmaður Örnólfur Thorlacíus. 21.05 A tfunda tfmanum Norska popphljómsveitin Popol Ace flytur rokktón- list. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 21.50 Undir Pólstjörnunni. Finnskur framhaldsmynda- flokkur f 6 þáttum byggður á samnefndri skáldsögu eft- ir Váinö Linna. Leikstjóri Edvin Laine. Aðalhlutverk Aarno Sulkan- en, Titta Karakorpi, Matti Ranín, Anja Pohjola og Risto Taulo. 1. þáttur. Hjáleígubóndinn. Rakin er saga Koskela- ættarinnar frá aldamótum sfðustu og fram á miðja öld. Jussi Koskela, sem er vinnu- maður á prestsetri, gerist hjáieigubóndi. Lýst er við- horfum og Iffsbaráttu kot- bóndans, en jafnframt er dregin upp mynd af þeim miklu umbrotum, sem urðu f finnsku þjóðlffi á fyrri hluta aldarinnar og hrundu af stað innanlandsstyrjöld- inni 1918. Þýðandi Kristfn Mántylá. 22.40 Dagskrárlok i ncKHeeo. Morgun- tónleikar Tveir listamenn, sem eru islendingum ekki ókunnir verða i morguntónleikum útvarpsins I dag. kl. 11. Eru það Vladimir Ash- kenazy og Elly Ameling. Vladimir Ashkenazy leikur á pianó „Kreisleriana ", átta fantasíur op 16 eftir Robert Schumann. Elly Ameling, sem hélt í haust tónleika i Reykjavík við mikla hrifningu, syngur úr „ítölsku Ijóðabókinni'' eftir Hugo Wolf, Dalton Baldwin leikur undir á píanó. Hér er Ashkenazy við hljómsveitarstjórn, en I morgun- tónleikunum verður hann við pianóið. 1 ÞÆTTINUM Nýjasta tækni og vfsindi verður m.a. f jallað um nýjar gerðir flugvéla. Margir munu þó kannast við þær tegundir sem við sjáum á þessari mynd. Tveir fróðlegir þættir TVEIR fræðsluþættir eru á dagskrá sjónvarps f kvöld, ann- ar kl. 18:45 og hinn kl. 20:40. Hinn fyrri er fremur ætlaður yngri áhorfendunum og nefnist Gluggar. Hefur hann áður verið á dagskránni og óhætt að segja að hann sé ætíð forvitnilegur. I dag verður greint frá furðuleg- um listaverkum, sólhlífum úr bambus og vatnsveitum. Síðari fræðsluþátturinn er Nýjasta tækni og vísindi. Um- sjónarmaður hans frá upphafi hefur verið örnólfur Thor- lacius ásamt aðstoðarfólki. Þessi þáttur er ekki siður fróð- legur en Gluggar og þau efni sem verða til meðferðar eru: Nýjar gerðir flugvéla; hávaði, hiti og svefn; veirurannsóknir og fornleifarannsóknir neðan- sjávar. Erindi um hveri og lindir ANNAÐ erindi f flokknum um rannsóknir f verkfræði- og raunvfsindadeild Háskóla Is- lands verður flutt kl. 19:35 f kvöld. Dr. Bragi Árnason prófessor mun tala um rennsli vatns um berggrunn Islands og uppruna hvera og linda. Hefst það eins og fyrr segir kl. 19:35 og er um 25 minútna langt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.