Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1976 Pílagrímaflug: 32 ferðir í stað 45 Fyrri lotu pllagrlmaflugs Loft- leiða frá Nlgerlu til Saudi Arabfu er nú lokið, en heldur reyndust farþegarnir færri en samið hafði verið um. Alls flugu þoturnai tvær 32 ferðir frá Nígerlu til Saudi-Arabfu með um 7200 far- þega I stað 45 ferða og 10 þús. farþega eins og reiknað hafði ver- ið með. Að sögn Jóhannesar Einarsson- ar, framkvæmdastjóra flug rekstrarráðs Flugleiða, gengu flutningarnir mjög vel, en flutn- ingar með pllagrlmana til baka verða á ttmnbilinu frá 5.—26.des. BraziliukaiTi — (IrvalskalTi vescun- þúskip GÍRMÓTORAR 0,25-75 hö. Eigum einnig hina landsþekktu JÖTUNN- RAFMÓTORA, einfasa og þrífasa. Örugg varahluta-og viðgerðaþíónusta lÖTUnn HC HÖFÐABAKKA9 I Vllll ■ Reykjavík Sími 85585 Helga Finnsdóttir: ÉG HEF fyrri fundið mig knúða til að stinga niður penna um málefni þroskaheftra þegar mikið hefur legið við og oft hefur verið þörf en nú er nauð- syn. Nokkur umræða hefur skapast um málefni þroska- heftra í þjóðfélaginu undanfar- in þrjú ár, sem leitt hefur I ljós margvíslegan vanda og margar hliðar á þessu flókna máli. I raun hefur umræðan verið það mikil, að margir ætla að alltaf sé verið að gera eitthvað fyrir þetta blessað fólk. Betur að svo væri, en ekki alltaf látið sitja við orðin tóm. Ég sagði að þetta væri flókið mál. Hvers vegna skyldi það vera? Það er vegna þess, að þróun þessara mála hefur ráðið sér sjálf með handahófskenndu iblandi ríkis og einkaaðila. Ymsar umbætur hafa svo orðið til á ýmsum tímum, bundnar við ákveðnar stofnanir eða hópa, en átt það sameiginlegt að stefna sitt í hverja áttina. Á þennan hátt hafa þroskaheftir furðanlega lítið raskað ró yfir- valda siðustu áratugina á með- an nokkrir einstaklingar og fé- lög hafa barist hatrammlega fyrir tilverurétti þessa fólks I myrkviðum skilningsleysis og óstjórnar. Sú umræða, sem ég gat um áðan að átt hefði sér stað I þjóðfélaginu siðustu þrjú árin, hefur verið á vegum ótal áhuga- mannafélaga, stofnana, ein- staklinga og styrktarfélaga og ekki nóg með það, heldur hafa þetta verið málefni vangefinna, fjölfatlaðra, hugfatlaðra, þroskaheftra, hreyfihamlaðra, barna með sérþarfir og ótal fleiri aðila. Er mér ekki ör- grannt um, að einhverjir hafi ruglast af þessum málflutningi, þó að kjarninn hafi ævinlega verið sameiginlegur. Nú ekki þarf að sýta þetta lengur. Stonfuð hafa verið landssamtök þeirra félaga, sem vinna að þessum málum og þau sameinuðust um að nota orðið þroskaheftur yfir alla þessa einstaklinga og er þá breiðum starfsgrundvelli náð. Samtökin sjálf hlutu nafnið Þroskahjálp. En hvaða opinber aðili fer með málefni þroskaheftra? Menntamálaráðuneytið, heil- Hvers vegna heildar- löggjöf fyrir þroska- hefta? brigðismálaráðuneytið, félags- málaráðuneytið, fjármálaráðu- neytið, Reykjavíkurborg, fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar, sveitarfélög öll, trygg- ingastofnun ríkisins og enn fleiri aðilar, sem of langt yrði upp að telja. Hafi vinna og áróður hinna ýmsu áhugafélaga verið fálm- kennd, hvernig má þá búast við að framkvæmdir af hálfu hins opinbera séu við þessar aðstæð- ur. Einungis þrjár þessara stofnana hafa við einhver lög að styðjast hvað þetta snertir, hinar eru að framkvæma hluti, sem þeim er ekki fyrirskipað að gera af hinum ráðandi aðila í landinu, alþingi. Lög um fávitastofnanir frá árinu 1967 heyra undir heil- brigðisráðuneytið. Þeim hefur aldrei verið framfylgt til fulls og eru nú orðin úrelt og hindra, fremur en hitt, nokkrar fram- farir í þessum efnum. Menntamálaráðuneytinu hef- ur frá árinu 1971 verið skylt að greiða kennslu á vistheimilum, en einhverra hluta vegna hefur mikill misbrestur orðið á því, að ákvæðum um þá kennslu sé framfylgt. Samkvæmt grunn- skólalögunum frá árinu 1974 er menntamálaráðuneytinu einnig skylt að sjá um kennslu þeirra barna, sem víkja svo eðlilegum þroskaferli, að þau fái ekki not- ið eðlilegrar kennslu. Skal framkvæmd þessarar kennslu ákvörðuð nánar með reglugerð, sem ekki er til enn. Hefur því þó það, sem menntamálaráðu- neytið hefur gert í þessum mál- um verið framkvæmt án ná- avæmrar stefnumörkunar og nokkrar raunhæfrar fjárheim- ildar frá alþingi. Félagsmálaráðuneytið hefur það eitt að styðjast við, að það skuli annast úthlutun úr styrkt- arsjóði vangefinna, sem sé I vörslu þess ráðuneytis. Pening- ar úr þessum sjóði hafa runnið til uppbygginga vistheimila, en annars tekur þvl varla að tala um þennan sjóð, þar sem áætl- uð upphæð á fjárlögum 1977 gerir ekki nema rétt að nægja fyrir kaupum á tveimur venju- legum einbýlishúsum. Mín ósk er sú, að þessi sjóður og hið smánarlega fjárframlag til hans hverfi úr sögunni og fram- uvæmdir í málum þroskaheftra verði fjármagnaðar á sama hátt og aðrar opinberar fram- kvæmdir. Er nú ekki mál að þessu öng- þveiti linni og alþingismenn sameinist um það, að sett verði heildarlöggjöf um málefni þroskaheftra öllum til hagræð- ingar, þreyttum embættis- mönnum og örvæntingarfullum aðstandendum þroskaheftra. Alþingismenn ættu að gera sér grein fyrir hvað þessi mál eru að verða embættismönnum á hinum ýmsu áðurnefndu Framhald á bls. 21 Opið bréf til alþingismanna Vinsœlu„Blasé”ilmvötnin frá MAX FACTOR eru fáanleg í helstu snyrtivöruverslunum. I _. Wfmmm , xrjtjsgýt:r' 1:-i f-c-r-f• Perfume Spray Essence Perfumed Cologne Coricentrate Ólafur Kjartansson, Heildverzlun, Lækjargötu 2 70 stofnuðu Dagvistar- samtökin 70 manns sóttu fund um stofnun Dagvistarsamtaka í Reykjavík s.l. laugardag, en á fundinum var kosin 5 manna stjórn og var Marta Sigurðardóttir fóstra kjör- in formaður. Ákveðið var að aðal- fundur Dagvistarsamtakanna yrði fljótlega eftir áramót, en stofn- fundurinn fjallaði um markmið, kröfur og aðgerðið og verður unn- ið úr þeim málum fyrir aðalfund- inn. Pétur heimsótti forseta Indlands HINN 20. nóvember 1976 afhenti Pétur Thorsteinsson Fakhruddin Ali Ahmad, forseta Indlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra tslands í Indlandi. Seldi í Bremerhaven Reyðarfirði 22. nóv. GUNNAR SU seldi I Bremerhav- en i nótt, alls 77,3 tonn, á 10 millj. kr., 129,73 kr. kílóið. Snæfugl er á veiðum og er afli hans mjög léleg- ur. — Gréta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.