Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1976 23 Gunnar Pálsson skrif- stofustjóri — Minning fyrir mér góðar minningar enda margar mínar kærustu æsku- minningar tengdar honum og hans fjölskyldu. Þegar fjölskylda min flutti til Akraness árið 1948, bjuggum við fyrst i stað í sama húsi og fjöl- skylda Ragnars. Foreldrar mínir og þau Ragna og Ragnar voru kunnug frá fyrri tið. Það kom þvi nokkuð af sjálfu sér að börn þeirra Rögnu og Ragnars urðu leikfélagar okkar bræðranna og við heimagangar á heimilum hvors annars. Vorum við krakk- arnir fundvis á alls konar leiki eins og börnum er títt og nutum góðrar aðstoðar Ragnars. M.a. klippti hann út og teiknaði fólk úr pappír handa okkur. Var þetta hinn fjölbreytilegasti hópur: hefðarkonur, aðalsmenn, herfor- ingjar, sjómenn og verkamenn. Lékum við okkur mikið að þessu „fólki“. Þessi leikföng á ég flest ennþá og þykir vænt um, enda einhver þau beztu, sem ég hef átt. Bera þau höfundi sínum fagurt vitni: hvað snertir listilegt hand- bragð, mikið hugmyndaflug og hve gaman hann hafði af að sinna börnum og koma til móts við þarf- ir þeirra. Síðar þegar ég komst á þann aldur að fara í gagnfræðaskóla kynntist ég nýrri hlið á Ragnari. Þar kynntist ég honum sem kennara. Hvorki fyrr né síðar hef ég haft annan eins kennara. Það var alveg sama hvort hann var að kenna mannkynssögu eða is- lenzka málfræði, að kennslu- stundina gerði hann svo skemmti- lega að maður kveið fyrir þegar hringt yrði úr tíma. Enda var hann bæði elskaður og virtur af nemendum sínum. Þetta eru aðeins örfá minninga- brot sem koma upp I hugann þeg- ar Ragnar Jóhannesson er kvadd- ur og honum þakkaðar samveru- stundirnar. Rögnu, börnum þeirra og öðr- um aðstandendum votta ég samúð mlna. Steingrfmur Ingvarsson. O, quae mutatio rerum. Þessi orð úr hinum gamalkunna stúdentasöng koma mér í hug, er ég minnist Ragnars Jóhannesson- ar, fyrrum skólastjóra, látins, en hann lézt í Borgarspítalanum 16. þ.m. eftir langvinn veikindi, 63 ára að aldri. Ekki er það ætlun mín að rekja hér æviferil Ragnars, enda munu aðrir til þess færari en ég, heldur verða þetta aðeins örfá orð í minningu góðs drengs og vinar. Ég kynntist Ragnari fyrst, er ég réðst sem stundakennari að Gagn- fræðaskólanum á Akranesi haust- ið 1951, þar sem hann var þá skólastjóri. Mér varð hann þegar hugstæður vegna sérstakrar við- mótshlýju hans og fjölþættra gáfna. Ég fann þegar, að þar fór maður, sem gerði sér ljóst, að „aðgát skal höfð í nærveru sálar", ekki aðeins gagnvart nemendum sínum, heldur og sérhverjum þeim, sem hann umgekkst. Vissu- lega gat hann stundum hleypt brúnum, en aldrei tókst honum samt sem áður að dylja sinn innri góðhjartaða og kærleiksríka mann. Ragnar var orðsins maður og var mjög létt um að tjá sig, hvort heldur var í ræðu eða riti, bundnu máli eða óbundnu, enda var jafnan unun að hlýða á mál hans, ekki eingöngu vegna orð- snilli heldur og hversu vel og skörulega það var flutt. Ég hika ekki við að segja, að fáir menn voru áheyrilegri í ræðustóli en hann. En kynni mín af Ragnari voru ekki aðeins bundin sam- starfi okkar við skólann, heldur einnig félagsstörfum ýmiss konar, svo sem í Stúdentafélagi Akraness og Stúdentafélagi Mið- Vesturlands, en í báðum þessum félögum var hann meðal þeirra, sem mest og bezt störfuðu, enda var stúdentsandinn honum i blóð borinn. Um skeið störfuðum við saman, ásamt fleirum, að útgáfu blaðs á Akranesi, og er ekki að orlengja það, að allt okkar samstarf og öll okkar kynni voru á þann veg, að óblandinni ánægju veldur í eldur- minningunni. Ragnar var mikill gleðimaður á góðra vina fundum, en jafnframt mikill alvöru- og tilfinningamað- ur undir niðri, ef til vill meiri tilfinningamaður en hans við- kvæma sál fengi á stundum risið undir. Það er stundum sagt, að sumir menn séu of góðir fyrir þennan heim. Ekki get ég alls kostar fall- izt á það, þvi að auðvitað þarf heimur okkar að eiga sem flesta góða menn til þess að hann geti orðið góður. En hitt er annað mál, að margir eru svo viðkvæmir að eðlisfari, að þeir geta aldrei til fulls sætt sig við þessa misvinda- sömu tilveru okkar, og sé þeim ekki gefinn nægur viljastyrkur og baráttuþrek, kann slíkt að verða þeim ofraun. Ragnar var kvæntur hinni ágætustu konu, Rögnu Jónsdótt- ur, sem lifir mann sinn, og áttu þau saman þrjú börn, Ragnar, Ingibjörgu og Guðrúnu. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu, börnum og vandamönnum öllum innilegar samúðarkveðjur. Vini mínum Ragnari, óska ég farar- heilla. Valgarður Krist jánsson. Þegar ungur kennan hefur starf á nýjum stað, þar sem hann er öllum ókunnur og starfs- reynsla er engin, þá veltur nokk- uð á því, hver fer með húsbónda- valdið í skólastofnuninni. Þegar undirritaður stóð í þess- um sporum fyrir rúmum fjórð- ungi aldar, þá var Ragnar Jóhannesson skólastjórinn, og það er óhætt að segja, að hann mótaði andrúmsloftið, sem ríkti í Gagnfræðaskólanum á Akranesi í þá daga. En hann gerði miklu meira. Þó hann sæti aldrei i bæjarstjórn, þá setti hann meiri svip á bæinn en nokkur annar á þeim tíma. Hon- um tókst að halda úti blaði, hann var driffjöður í leikstarfsemi og lék mörg hlutverk með ágætum, hann samdi legio af gamanvísum, leikþáttum og jafnvel heila bæjarrevíu. Hann stóð fyrir og stjórnaði flestum meiri háttar samkomum og mannfundum hér, og þegar forseti Islands heimsótti Akranes, þótti sjálfsagt að láta hann skiptuleggja dagskrána. Ragnar Jóhannesson var óvenjulegur maður á margan hátt. Ræðusnilld hans var lands- kunn, en hitt var ekki síður at- hygli vert, hve mikla hæfileika hann hafði til að bera á sviði myndlistar. Skrautritari var hann með afbrigðum góður, og hann hafði mikið yndi af því að teikna. Það rikti glaðlegur og frjálsleg- ur andi á kennarastofunni í G.S.A. á árum Ragnars, en hann var þar skólastjóri árin 1947—1958. Ég hygg að árin hans á Akranesi hafi verið honum hamingjuár, e.t.v. bestu ár ævi hans. Hér var hann elskaður og dáður sakir hæfileika sinna og forystu í félagsmálum. En „enginn má sköpum renna". Héðan fluttust þau ágætu hjón, Ragna og Ragnar, árið 1960, heils- an bilaði hægt og hægt, og nú er ævidagur hans allur. Það hefur sagt mér góður vinur minn, að eitt minnisverðasta at- vik unglingsáranna var bílferð i kassabíl frá Akranesi vestur í Búðardal á útisamkomu, sem þar var haldin. Tveir ungir stúdentar urðu honum ógleymanlegir eftir þessa ferð. Annar var Jón frá Ljárskógum, sem hélt uppi söng og lék á hljóðfæri, en hinn var Ragnar Jóhannesson frá Búðar- dal, sem flutti leiftrandi ræðu, og hreif hugi manna, ungra og ald- inna. Og Ragnar var síungur stúdent alla tíð. Hér á Akranesi var stofn- að Stúdentafélag árið 1947, og varð Ragnar brátt formaður þess, og þar var hann alltaf miðpunkt- ur þeirrar gleði, sem slíku félagi hæfir. Hann gekkst fyrir þvi, að stofnað var Stúdentafélag Mið- vesturlands árið 1953, og bæði þessi félög starfa enn. Ragnar var kjörinn heiðursfélagi Stúdentafé- lags Akraness árið 1963, og var það að verðleikum ráðið. Ég á margar góðar endurminn- ingar frá átta ára samstarfi okkar við G.S.A. Ég var ungur og óreyndur, tók hlutina alvarlega, kannski um of. Hann var hinn reyndi leiðbeinandi, sem leysti flestan vanda með bros á vör, og það leiftraði jafnan af tilsvörum hans og ræðum, jafnvel þó efnið væri hversdagslegt. Heimili þeirra hjóna að Mána- braut 11 stóð mér jafnan opið, og þar var oft slegið í slag. Fyrir þetta vil ég þakka þótt seint sé, og ég vil flytja honum kveðjur frá Skólanefnd Akraneskaupstaðar og Stúdentafélagi Akraness. Að endingu vil ég flytja þér, Ragna mín, innilegar samúðar- kveðjur, svo og börnunum þrem- ur, sem eru auðvitað ekki börn lengur. Guð blessi ykkur öll. Þorvaldur Þorvaldsson 1 dag er til moldar borinn Ragnar Jóhannesson, fv. skóla- stjóri. Hann var fæddur 14. mai 1913 i Búðardal, Dalasýslu. For- Framhald á bls. 30 Gunnar Pálsson frá Hrfsey, skrifstofustjóri f Reykjavfk. Fæddur 28. des. 1911. Dáinn 13. nóv. 1976. Gunnar var bróðir hinna kunnu Hríseyjarbræðra, Hreins söngv- ara og forstjóra, Bjarna vélstjóra, Gests leikara, Jörundar listmál- ara, Bergs skipstjóra og Svavars forstjóra Sementsverksmiðjunn- ar. Hann var kvæntur Ingileifu Hallgrimsdóttur stórkaupmanns, Benediktssonar og eignuðust þau þrjá syni og eina dóttur. Gunnar andaðist snögglega i miðju starfi. Blessuð veri minning hans og ekkju og börnum sendi ég samúð- arkveðjur, einnig frá bekkjar- bræðrum. Ragnar Jóhannesson frá Búðar- dal, skólastjóri og skáld. Fæddur 14. maf 1913. Dáinn 16. nóv. 1976. Ragnar og Jón frá Ljárskógum voru Dalamennirnir í bekknum okkar. Ragnar var gleðimaður og orti mikið á skólaárunum, m.a. Ellendarrimu og Steffáns um okkur tvo bekkjarbræður. Hann Sú er reynsla okkar flestra, sem komnir erum á efri ár, að með hverju árinu, sem líður, fjölgar ört þeim vinum okkar og kunningjum, sem hverfa af þessum heimi. Éinnig kemur það í ljós þegar við lítum um öxl til æskuáranna, að sitthvað annað veldur þvi oft, að „vinir berast burt með timans straumi." Sumir sem við töldum okkur þá tengda svo sterkum vináttuböndum, að þau aldrei gætu brostið, hafa með ýmsum hætti hprfið úr lifi okkar að kalla. Leiðirnar hafa skilið af ýmsum ástæðum. Stundum hefur fjarlægð valdið, i öðrum tilvikum hefur lifsstefnan og áhugamálin orðið svo ólík með árunum, að um samleið gat vart orðið að ræða. Þar með er þó ekki sagt að góðar minningar gleymist. Þessar hugsanir leita á mig nú, þegar ég ræðst i að skrifa nokkur kveðjuorð um æskuvin minn Gunnar Pálsson frá Hrisey. Kynni okkar hófust þar fyrir tæpum 50 árum og þar vorum við samtíða all mörg sumur. Nokkuð af þeim tíma bjó ég og borðaði á heimili foreldra hans og kynntist fjöl- skyldunni náið. Þaðan á ég margar af mínum beztu æsku- minningum. Syðstabæjarheimilið var þekkt um allt Norðurland og víðar fyrir rausn og höfðingsskap þeirra hjóná Páls Bergssonar og Svanhildar Jörundsdóttur og börn þeirra öll hið gjörfulegasta fólk. Ég minnist veru minnar hjá þessari fjölskyldu með miklu þakklæti. Við Gunnar vorum mjög sam- rýmdir. Við störfuðum mikið saman og vörðum tómstundum okkar saman, enda var haft á orði, að þar sem annar sæist mundi hinn ekki vera langt undan. Frá þeim tíma er margra gleðistunda að minnast, og þó að leiðir okkar skildu að mestu eftir að Hríseyjarverunni lauk, var vin- áttan söm og áður. Það fundum við báðir, þá sjaldan við hittumst síðar. var blaðamaður, kennari og skóla- stjóri á Akranesi, en átti síðari hluta ævinnar við mikla van- heilsu að stríða. Hann var kvænt- ur Rögnu kennara Jónsdóttur kaupmanns í Neskaupstað, Sig- fússonar og eignuðust þau einn son og tvær dætur. Við félagarnir hugsum til þeirra á þessum kveðjudegi. Eftir stúdentsprófið tvístraðist bekkurinn mjög svo. Ég dvaldi í Evrópu um 8 ára skeið, aðrir í Ameríku, en flestir heima. Að af- lokinni siðari heimsstyrjöldinni kom ég heim aftur og hóf mitt lífsstarf, en þá voru bekkjarbönd- in slitnuð og samskipti ekki mikil. Þó hittumst við flestir á Akureyri á 30 ára stúdentsafmælinu og rifj- uðum upp gömlu kynnin, en þessi skólaár voru víst skemmtilegasta skeiðið í lífi flestra okkar. Blessuð veri minning þessara föllnu félaga, en verum þess minnug að maður kemur í manns stað. Þetta er lögmál lifsins. Með kveðju frá eftirlifandi bekkjar- bræðrum. Stefán Bjarnason frá Húsavik. Fyrir þetta allt þakka ég forn- vini mínum nú að leiðarlokum og bið honum blessunar á nýjum leiðum. Og varla held ég að mér hafi orðið eða verði hugsað svo til Hríseyjaráranna að mynd hans komi ekki fram á minningatjaid- inu eins og hann var þá í blóma lifsins, glæsimenni og góður félagi. Éiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum votta ég samúð í sorg þeirra. Viglundur Möller. I dag verður kvaddur hinztu kveðju Gunnar Pálsson frá Hrísey. Gunnar fæddist þann 28. desember, 1911 i Ólafsfirði. For- eldrar hans voru hjónin Svanhild- ur Jörundsdóttir og Páll Bergs- son, Á barnsaldri Gunnar fluttist fjölskyldan til Hríseyjar, þar sem Páll Bergsson gerðist umsvifa- mikill athafnamaður og atvinnu- rekandi. Ólzt Gunnar þar upp allt til fullorðinsára í stórum hópi systkina. Eins og þá var títt um unglinga, vandist Gunnar öllum störfum í landbúnaði og sjávarút- vegi þegar frá unga aldri. Sér- staklega vann Gunnar við síld- veiðar eða síldarsöltun í Hrísey á sumrin öll námsárin. Gunnar stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1934. Hann innritaðist i lögfræðideild Háskóla íslands og stundaði þar nám í tvö ár. Á þeim árum hafði ekki tekizt að vinna bug á berkla- veikinni eins og siðar varð, og varð Gunnar fyrir barðinu á þeim sjúkdómi um árabil. Þegar Gunnar var orðinn heill heilsu aftur, tók han ekki til við námið aftur, en tók þess í stað til starfa. Fyrstu árin starfaði hann hjá Innflutnings- og gjaldeyrisnefnd. Árið 1941 réðist hann til starfa hjá Fiskimálanefnd, en á þeim árum voru mikil umsvif hjá nefndinni, sem rak frystihús í Reykjavik. Leigði marga báta til útflutnings á isfiski og annaðist tilraunir með skreiðarverkun auk margskonar annarar starfsemi. Hjá Fiskimálanefnd og síðar Fiskimálasjóði starfaði Gunnar alla tíð siðan, að undanteknum fáeinum árum, og lengst af sem skrifstofustjóri Fiskimálasjóðs, en þvi starfi gegndi hann til dauðadags. Arið 1948 kvæntist Gunnar eftirlifandi eiginkonu sinni Ingi- leif Bryndísi Hallgrímsdóttur, Benediktssonar. Eignuðust þau fjögur börn, en þau eru Hallgrímur, sem stundar nám i verkfræði við háskólann í Lundi, kvæntur Steinunni Helgu Jóns- dóttur og eiga þau eina dóttur, Páll, liffræðingur frá Háskóla lslands, Gunnar Snorri, sem stundar nám í bókmenntum við Edinborgarháskóla og Áslaug menntaskólanemi. Þrátt fyrir það, að Gunnar starf- aði hjá sömu stofnun í meira en þrjá áratugi, var fjöldi samstarfs- manna hans í stjórn og á skrif- stofu Fiskimálasjóðs ekki mikill, enda mannaskipti ekki tið. Flestir samstarfsmanna höfðu átt samleið með Gunnari i einn til tvo áratugi og sumir lengur. Eins og að likum lætur fer ekki hjá þvi, að á milli manna, sem svo lengi hafa átt samleið bindist vin- áttubönd, enda var framkoma og skaphöfn Gunnars þannig, að á annan veg gat ekki farið. Gunnar var hreinskilinn og einstaklega velviljaður maður. Hann var glaður og reifur í hópi góðra vina. Honum lá gott orð til allra, sem hann átti skipti við og ræddi aldrei ávirðingar annarra, enda mun hann engan óvildarmann hafa átt. Við samstarfsmenn Gunnars kveðjum hann með hlýhug og þakklæti fyrir samveru- stundirnar og vináttu hans, og vottum eftirlifandi eiginkonu hans, börnum, tengdadóttur og sonardóttur, svo og öðrum ættingjum, samúð okkar. Samstarfsmenn. MINNST TVEGGJA BEKKJARBRÆÐRA Vorið 1934 gengu seytján piltar undir stúdentspróf við Menntaskól- ann á Akureyri, hið 4. frá upphafi þar. Eftir prófið var ekið i Vaglaskóg og fagnað þar þessu fyrsta þrepi á manndómsbraut. Með okkur fóru skólameistarahjónin, frú Halldóra og Sigurður Guðmundsson, og kenn- arar flestir, en um kvöldið mætti allur hópurinn i skilnaðarhófi á Akureyri. I bekknum okkar voru skáldin talin fjögur, söngmenn voru fleiri, en skákmenn voru flestir, enda sigráði bekkurinn skólann i heild í einni slíkri keppni. tlr þessum hópi voru tveir söngmenn I MA- kvartettinum, þeir Jón frá Ljárskógum og Jakob Hafstein. Lagið okkar var hinn kunni stúdentasöngur eftir Strada biskup í Bologna fra þvi um 1200: :|Gaud<‘amus igilur juvenes dum sumus|: Post jurundam juventulom post molestam seneetudem :|nos habebit humus|: :|Vita nostra hrevis est, brevi finie*ur|:... Nú hafa tveir bekkjarbræður okkar hlotið moldina, en losnuðu þó við ellina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.