Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1976 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI mál sem eru ofarlega á baugi og margir hafa misjafnar skoðanir á. Nú er starfandi sérstök nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar til að finna láusn á verðbólguvandan- um — og því ekki að ræða frekar um verðbólguna hér? Því er beint til lesenda að þeir láti til sín heyra um leiðir til að minnka verðbólgu á íslandi i dag. 0 Sjúklingur fluttur með þyriu „Hversu oft sér maður ekki þessa fyrirsögn í dagblöðunum? Hvaða þyrlu, — auðvitað frá varn- arliðinu í Keflavík. Hversu mörg- um mannslífum hafa þeir ekki bjargað og hver annar gæti flutt sjúklinga sem eru i nauðum staddir úti á landsbyggðinni, uppi á háfjöllum í öllum veðrum og aðstæðum. Þó ekki væri nema af þessari ástæðu einni ætti að leyfa bandaríska hernum að vera. Gam- an væri að vita hve mörgum þeir hafa bjargað. 0 Afbrotamenn Getur einhver svarað því þegar um afbrotamenn er að ræða hvers vegna má ekki nefna að þeir hafi verið undir áhrifum eiturlyfja, oftast pilla. Það er oft sagt að þeir séu undir áhrifum áfengis. Ég hef heyrt af kunningjum mínum dæmi þess að menn séu undir áhrifum af pillum en er einhver áhætta tekin ef sagt er frá því? Það er vitað mál að afbrot gerast oft ekki nema að eiturlyf hafi verið með í spilinu. 0 Fjölskyldu- tónleikar Laugardag 13. nóv. boðuðu barnaskólar í borginni börn ásamt foreldrum sinum til að hlusta á góða tónlist í Háskóla- bíói, á Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Þessir tónleikar voru mjög sniðnir við hæfi barna og með góðum útskýringum, sem Þor- gerður Ingólfsdóttir sá um. Þarna var á dagskrá verk eftir Tsjai- kovsky, Chopin, Strauss og að ógleymdum verki A. Dukas, læri- sveinn galdramannsins. Ánægja og eftirvænting skein út úr hverju barnsandliti og nutu þau þess vel að tónlistin var útskýrð fyrir þeim. Það er þroskandi fyrir börn að læra að hlusta á góða tónlist það er liður í uppeldi þeirra og eflir andann. Þetta var góð og ódýr skemmtun, miðinn kostaði aðeins kr. 200,— Ég vil hvetja foreldra til að fara með börnin og hlusta með þeim og eiga góða stund saman og von- andi verða oftar fjölskyldutón- leikar í vetur. K.G.“ HRISGRJON AMERISK GÆÐAVARA O. Johnson & Kaaber hf Þessir hringdu . . . 0 Sönginn vantar Ein úr Dómkirkjusókn: — Ég sótti oft messur í Dóm- kirkjunni hér áður fyrr og líkaði það vel. En eftir að þeir fóru að láta syngja einraddað dró ég held- ur úr messuferðunum og nú er það nýjasta að ætla að láta söfnuð- inn syngja eingöngu, hafa aðeins forsöngvara, eða að kórinn dreifi sér um kirkjuna. Ég sé nú ekki tilganginn í því, það er dálítið misjafn söngur sem heyrist og þetta á eftir að misheppnast er ég hrædd um. Ég kem í messuna til að heyra góðan söng og mér finnst hann ekki mega vanta, sönfuðurinn sjálfur getur varla komið í stað kórsins. Mér leiðist líka þegar fólk fer með Éaðir vor upphátt það ætti frekar að fara með það í hljóði. Ein úr Dómkirkjusöfnuði Það er nýmæli að reyna þessa leið til að fá betri og meiri þátt- töku safnaðarins í messugjörðinni og það kann að vera að ekki líki öllum vel við þessa aðferð. En hvernig skyldi þessi nýbreytni hafa tekizt? eru kvfðnir þegar þeir sjá hann standa hér á gangstéttinni. — Þegar I lestina kom sá ég ekki betur en hann félli alveg saman... A Gare Saint Lazare vissi hann bersýnilega ekki hvað hann átti að gere, kannski var hann Ifka orðinn dálftið ölvaður, þvf að hann hefur innbyrt tölu- vert mikið áfengi sfðan f gaer... Loks fór hann til Rue Lepic, þar sem hann á heima... Hann hefur lfklega þvegið sér og haft fata- skipti. Sfðan fékk hann sér að borða á litlum matsölustað, en ég sá ekki betur en hann væri alger- lega lystarlaus. Sfðan kom hann hingað á Pelican. Ætlið þér að fara inn... Þurfið þér á mér að halda. — Nei, farðu bara heim að sofa gamli vinur... Ef Maigret þarf á einhverjum að halda veit hann að tveir menn eru á vakt á Quai des Orfevres og bíða eftir skilaboðum frá honum. — Þá er að drffa f þvf, segir hann við sjálfan sig. Svo gengur hann inn f Pelican og ypptir öxl- um þegar hann sér negrann koma þjótandi og brosa til hans út að eyrum og hann neitar að skilja frakkann sinn eftir f fatageymsl- unni. Hann heyrir jazzmúsfkina fram til sín. Til vinstri er Iftill bar. Tvær stúlkur sem geispa, snotur pabbadrengur sem þegar HOGNI HREKKVÍSI Við hefðum átt að segja þér að þessa grein átti hann! ESAB Argon-C02 RAFSUDUVÉLAR Frá 125 amp. fyrir bifreiöaverkstœbi og annan léttan iönaö. Mjög hagstœö verö. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'fiLYSINtíA- SÍMINN KR: 22480 SIG&A V/öGá í T/LVE&4W IX g/\6V A9 \im 'bm ££YNA A9 WÚA WWNMNUYI1 H 9uNK4‘uTÖ9 WL NSSAK Cú / = KAP WöWYI V(AV/ VEáhW OftdlW ■ 7 MAmmx um / 5TÓ9/NA.V/TF Í(1 9£Ví?T( 0ú VA9 VEMuKVAftLA <í \ LUYtmÁ f l \\öwuaoYI/ ÍtttT-iT—-V 1 Hi JSlAii (W mVASr^OLl; •#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.