Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÖVEMBER 1976 13 Guðmundur Halldðrsson „Haust- heimtur,, Guðmundar á Bergsstöðum tJT ER komin hjá Almenna bóka- félaginu bókin Haustheimtur eft- ir Guðmund Halldórsson frá Bergsstöðum. Haustheimtur geyma 8 sögur, flestar úr sveit- inni eftir að fækka tók þar um fólk og vélin er komin I staðinn fyrir manneskjurnar. Um bókina segir svo á bókar- kápu: „Sögurnar í Haustheimtum eru, eins og fyrri sögur Guðmund- ar Halldórssonar, yljaðar samúð og skilningi höfundar, sem horfir vökulum augum yfir sögusviðin. Rlk tilfinning fyrir samllfi mannsins við náttúruna, eftirsjá hans, tryggð og vinátta, oft bland- in kaldhæðni kvíðvænlegra ör- laga, gefur frásögninni sjaldgæfa dýpt, sem á sér jafnt stað I stlln- um og söguefninu sjálfu.“ Haustheimtur er kilja, 128 blað- slður að stærð, prentuð i prent- smiðju Arna Valdimarssonar. „Leikið við dauðann” Ný bók frá AB LEIKIÐ við dauðann, heitir skáldsaga eftir bandarlska höf- undinn, James Dickey, sem ný- komin er út hjá Almenna bókafé- laginu. Höfundurinn James Dickey er vel þekkt bandarlskt ljóðskáld, sem sent hefur frá sér þessa einu skáldsögu og metsölubók. Hér er um að ræða spennandi frásögn af ævintýralegu ferðalagi fjögurra vel metinna borgarbúa niður eftir straumhörðu stórfljóti I Banda- ríkjunum. Þeir lenda I ótrúlegum erfiðleikum, bæði i baráttu við hrottafengna kynvillinga, sem leynzt hafa I skóginum, sem fljót- ið fellur I gegnum, og við náttúru- öflin, enda koma ekki allir lifandi úr ferðinni. Þýðandi bókarinnar er Björn Jónsson. Leikið við dauðann er 208 bls. að stærð, prentuð I prentsmiðju Árna Valdimarssonar. — Breyting Framhald af bls. 12 Þessar tölur leiða það I ljós að gífurlegur munur er á vægi at- kvæða eftir kjördæmum. Þannig eru Reykjavík og Reykjanes I al- gjörum sérflokki, þar sem miklu fleiri atkvæði eru þar að baki hvers þingmanns en I hinum kjör- dæmunum. Hefur þessi munur vaxið mjög verulega frá þvl á árinu 1960. í Reykjavlk og á Reykjanesi voru á kjörskrá 1974 samtals 77.004 kjósendur, en I öðrum kjör- dæmum voru á sama tima á kjör- skrá samtals 50.497. Af þessu má sjá að rétt rúmlega 60% kjósenda eru I Reykjavik og á Reykjanesi, en tæplega 40% kjósenda I öðrum kjördæmum. 77.004 kjósendur kjósa 17 þingmenn, en 50.497 kjósa 32 þingmenn. Ef litið er á þessar staðreyndir verður þvl ekki neitað að þarna er um mjög óeðlilegt misræmi að ræða á milli atkvæðisréttar borgaranna eftir búsetu. Mjög er orðið tlmabært að taka tillit til þessarar þróunar og laga kjördæmaskipan að þeim aðstæð- um sem rikja I landinu. Kjósend- ur, sem búa I þéttbýlinu I Reykja- vík og á Reykjanesi, geta ekki unað við það til frambúðar að hafa þrefalt og allt að fimmfalt minna vægi I atkvæði slnu heldur en kjósendur annars staðar á landinu. Flutningsmenn þessarar tillögu hafa tekið þann kostinn að benda á meginstefnuna, sem þeir vilja að höfð verði að leiðarljósi, þegar ákvæðum stjórnarskrár um kjör- dæmaskipan og kosningarétt er breytt. Samþykkt tillögunnar verður almenn viljayfirlýsing þingsins og leiðbeinandi fyrir stjórnarskrárnefnd I endurskoð- un sinni. — Jólasundmótið Framhald af bls. 3 hann út úr Morgunblaðinu og að þátttöku lokinni sent hann til ÍSÍ, pósthólfs 864, f Reykjavík. Verður þátttakendum þá send viðurkenn- ing um hæl. Ekki er nauðsynlegt að fá undirskrift sundkennara eða sundlaugarvarðar, nóg er að fá venzlamann, vin eða aðstoðar- mann til að skrifa undir að við- komandi hafi tekið þátt I mótinu. Þátttökuseðillinn ætti f framtfð- inni að geta orðið þægileg heimild fyrir þá sem starfa að félagsmál- um fyrir öryrkja. Á honum kemur fram hvar viðkomandi öryrki býr, hve mikil örorka hans er o.s.frv. í fréttatilkynningu, sem dreift var á blaðamannafundinum f gær, kemur fram að aðild eins fjölmið- ils að móti sem þessu er nýjung hér á landi. Þótti í þróttasambandi íslands eðlilegt að bjóða stærsta dagblaðinu fyrst að vera sam- starfsaðili. Þess má einnig geta að f Svfþjóð, þar sem á morgun hefst einnig sams konar mót er stór- blaðið Dagens Nyheter styrktar- og framkvæmdaraðili að jólasund- móti öryrkja. Jólasundmót öryrkja 1976 25. nóv. - 13. des. (nafn) (aldur) (heimilisfang) Sundstaður:__________________________________________________________ ■■ ^Ororka vegna:_________________________________________________________ ^___ (tilgreinið t.d. lömun, fötlun, blinda, vangefni o.s.frv. Sendisr ^ w w \ —...... ..... .............................. tll I.S.I. ^ s, Þátttöku staðfestir Box 864, Reykjavíkl ^ \ ^ Og atnugaðu: • Vöruflutningar eru okkar sérgrein. • Farþegar eru engir um boró. • Varan þín fær ALLA okkar athygli. fljott og vel meö flugi ISCARGO ISCARGO HF |« Reykjavíkurflugvelll Simar: 10541 og 10542 Telex: 2105 Iscarg-is Vantar þig fjármagn 7 Minnkaóu þá vörubirgóirnar. Fáóu minna i einu og oftar. Notfæróu þér reglubundið vöruflug milli Islands og meginlands Evrópu. AFL FRAM- FARA MANNHEIM Allar stærðir frá 22 til 3300 þýzk “A”-hestöfl. ÞfJNGBYGGÐAR — hæggengar 1400 - 3300 hesta LETTBYGGÐAR — hraðgengar 22 - 2800 hesta ÞRIFALEGAR — ÞÝÐGENGAR hljöði.Atar • SPARSAMARI EINFALDARI — AFLMEIRI • “A”-hestöfl þola 10% yfirálag i 1 klukku.stund af hverjum 6. Þau eru nálægt 15 af hundraði aflmeiri en SAK-hestöfl og er rétt að hafa það í huga við samanburð á öðrum vélum. • Við höfum vinsamlega samvinnu við flest öll Dieselvélaverkstæði á tslandi. Eigendur og vélstjórar MANNHEIM-véla þurfa því ekki að leita langt yfir skammt eftir þjónustu frá Reykjavík - eða láta draga sig til Reykjavikur til að fá smáviðgerðir. Það er líka heppilegra fyrir vélaeigendur að styðja við bakið á verkstæði í heimaplássi og fá þannig hjálp strax á staðnum. ^íhuitrCðmcsojKr <J)i6)(ras®©ini <§t ©@ h6ykjavik, icelano VEStURGOTU 16 - slMAR 14680 ■ 21460 - POB 605 - TEIEX, 2057 STURtA 1$ ÞAÐ ER EKKERT SLOR AÐ VERA I SVONA KLÚBB MB Bergþór GK-125 MB Loftur Baldvinss. EA-24 MB Þórunn Sveinsd. VE-401 MB Leó VE-400 MB Heimaey VE-1 MB Sólveig ÁU-42 MB Fróði SH-15 MB Jón á Hofi ÁR-41 *M.B Þórsnes II SH-109 MB Álsey VE-502 MB Gnrðar II SH-164 MB Bjarnarev VE-501 MB Surtsey VE-2 MB Gunnar Jónsson VE-500 MB Haraldur AK-10 MB Selvlk SI-4 MB Pétur Jónsson RE-69 aMB Húnaröst ÁR-150 MB Vísir ÍS-171 MB Gullborg VE-38 BV Svalbakur EA-302 VS Þór BV Sléttbakur EA-304 MB Faxaborg GK-40 BV Emily NS-124 MS Sigurbjörg ÓF-1 MS Helga Guðrn.d. BA-77 MS Guðmundur Péturs lS-1 BV Hafnarnes SI-77 NATO FSR Hafþór RE-75 MS Gunnar SU-139 MB Sólrún lS-399 MS Jón Þórðarson BA-180 MS Hinrik KÓ-7 MS G.vlfi BA-12 MS SVanur MS Hvalsnes MS Sandev MB Hóimsberg KE-16 MB Friðrik Sigurðss. ÁR-17 MB Dalá Rafn VE-508 MB Haukur SU-50 aMB Þorst. Gislason KE-31 MB Elliðaey VE-45 MB Suðurey VE-20 MB Gissur hvíti SF-55 MB Gvlfi örn GK-303 MB Jón Sturlaugsson ÁR-107 MB Ófeigur II VE-324 MB Þrymur BA-7 MB Hafnarberg RE-404 MB Sólborg ÁR-15 MB Askur ÁR-13 MB Kap II VE-4 MB Valdimar S\einss. VE-22 MB Pétursey GK-184 RARIK MB Gullfaxi SF-11 MB Smetindur ÁR-88 MB Sipunn VE-60 MB MAr GK-55 MB Álaborg ÁR-25 MB Börgvin II RE-36 HVERJIR VITA RETLR E\ ÞEIR SEIU RÓA? AFL FRAM- FARA MANNHEIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.