Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1976 31 „Pottþétt" þessa viku! Getraunaþáttur Morgunblaðsins í síðustu viku vorum við enn með niu rétta og svo virðist, sem aðeins sé tímaspursmál hvenær við-sláum I gegn. Við höfum ákveðið að gera svo nú og er þvi vissara fyrir þá. sem hyggja á gróða. að athuga það vel. þar eð ekki gerist það I hverri viku, að vinningsformúlan er birt fyrir fram á þennan hátt! Nóg um það, þá er það spáin Birmingham—Manchester City 1. Birmingham eru harðskeyttir á heimavelli og spáum við þeim örugg- um sigri þrátt fyrir það, að úti- árangur Manchester—liðsins sé nokkuð góður. Heimasigur, hugsan- lega 3-1. Coventry—Arsenal. Tvöfaldur 1 eða x. Bæði eru lið þessi óútreiknanleg hvort sem leikið er heima eða heiman og bæði hafa þau liklega leikið betur I haust en margir gerðu ráð fyrir Varlá þorum við að gefa Arsenal sigurinn, en vel gætu þeir náð jafntefli. t.d. 1— 1 Annars er aðalspáin heimasigur, (2—0). Derby—Sunderland. x. Lltið hefur gengið hjá Derby enn sem komið er, en Sunderland hefur hins vegar sótt nokkuð I sig veðrið I slðustu leikjum sinum. Að þessu at- huguðu, hyggjumst við tippa á jafn- tefli, þó að margir verði þvi ósammála Jafntefli, (2—2). Leeds—Leicester. x. Bæði eru lið þessi ofarlega I deild- inni og erfið viðureignar Er leikurinn þvi hinn erfiðasti að spá um Leicester hefur þó undarlega áráttu að gera jafntefli I leikjum slnum og þykir okkur trúlegt að þeir komi fram vilja sinum á laugardag Jafntefli, (1— 1). Liverpool—Bristol C. 1. Liverpool sigrar liklega, en erfitt verður það. þvi að leikmenn Bristolliðs- ins hafa væntanlega endurnýjað sjálfs- traust sitt eftir tvo sigurleiki I röð Heimasigur, (2—0). Manchester Uth.—West Ham 1. Þó að Manchester-liðið hafi eigi sigr- að I deildaleik siðan snemma I október þá er varla að vænta þess, að botnliðið West Ham geri neina stormandi lukku á Old Trafford. nema ef vera skyldi að skora eitt mark eða svo. Það er hins vegar skoðun okkar, að heimaliðið skori fleiri. Heimasigur, (3— 1). Middlesboro—Ipswich. Tvöfaldur 1 e3a 2. Leikir M.boro á heimavelli eru vanir að fara eitt núll og væntum við ekki neinna breytinga þar á Heimasigur eða útisigur, I báðum tilvikum 1 — 0. Newcastle—QPR. Tvöfaldur 1 eða x. Þetta gæti vel orðið fjörugasti leikur seðilsins og er ótrúlegt annað, en að hann verði glfurlega tvisýnn Aðalspáin Bjarni Gunnar skorar I leik IS og Fram, en hann var I miklum ham og skoraði alls 37 stig I leiknum. Dómararnir leik ÍS og LEIKUR ÍS og Fram var einhver leiðinlegasti leikur sem sézt hef- ur f fyrstu deild f körfuknattleik og er það til skammar að sjá hvernig dómarar geta hreinlega eyðilagt leikinn þó svo að leik- menn geri sitt bezta til hann geti orðið vel leikinn, en dómgæzla þeirra Sigurðar Helgasonar og Hilmars Viktorssonar var þannig að leikmenn voru ekki einu sinni reiðir heldur hlógu þeir aðeins. Sem dæmi um dómgæzluna má nefna að einn leikmaður IS reyndi körfuskot, en brotið var á honum og hann hitti ekki, en ann- ar leikmaður ÍS blakaði knettin- um i körfuna. Karfan var dæmd góð og fyrri leikmaðurinn fékk eitt vitaskot, en að sjálfsögðu átti að dæma kröfuna ógilda og sá sem brotið var á átti síðan að fá 3 vitaskot, en nóg um það, leik- menn eru orðnir þreyttir á svona löguðu og það hefur jafn vel eyðilögðu Fram heyrit að liðin muni neita að leika ef vissir menn verði látnir dæma áfram. Leikmenn telja að misræmi i dómum sé allt of mikið, bæði milli dómara og einnig sé sami dómari oft ósamkvæmur sjálfum sér. Eina leiðin til að laga þetta er líklega meiri samvinna dómara og einnig verða þeir að æfa sig á einhvern hátt, bæði í dómgæzl- unni sjálfri og einnig líkamlegu úthaldi. En svo við snúum okkur nú að leiknum og gangi hans þá voru stúdentar alltaf sterkaði aðilinn og sigur þeirra var aldrei í hættu og leiddu þeir allan leikinn með rúmlega 10 stiga mun, en honum lauk með 21 stiga mun 95—74 IS í vil. Bjarni Gunnar Sveinsson var beztur stúdenta i þessum leik og skoraði hann 37 stig, en Steinn Sveinsson og Ingi Stefánsgon voru einnig góðir. H.G. er heimasigur (2—1), vegna þess, að útiárgangur QPR hefur vart verið sem skyldi. Til vara er jafntefli (3—3) ef QPR skyldi . . Norwich — Aston Villa. x. Þessi er jafnteflislegur. Að okkar mati mun Norwich ekki sigra I leikn- um, en þeir munu heldur ekki láta ræna af sér báðum stigum og hlýtur málamiðlunin úr þvl að hljóða upp á jafntefli. (1 — 1). Tottenham—Stoke. x. Tottenham berst nú fyrir lifi sinu I fyrstu deild og standa þeir fremur höllum fæti I þeirri viðureign eins og sakir standa Þeir fá nú gott tækifæri til að rétta aðeins við, ef fara má eftir útiárangi Stoke fram til þessa. 0—2—5, 1 — 10. Spáin er samt sú. að Tottenham nái aðeins jafntefli (1 — 1) WBA—Everton. Tvöfaldur 1 eSa x. Heimaárangur WBA hefur verið mjög góður á þessu keppnistlmabili, en útiárangur Everton upp og niður Aðalspáin er sú, að WBA viðhaldi sínum ágæta heimaárangri og sigri (1 — 0) en til vara tippum við á jafn- tefli, (0—0) Notts C.— Luton. 1. Lið þessi eru um miðbik annarar deildar og hafa enn sem komið er ekki sýnt neitt stórfenglegt, nema Notting- ham-liðið um slðustu helgi er þeir jöfnuðu um Fulham 5—1 á útivelli. Notts er sigurstranglegra á heimavelli sinum og treystum við á það Heimasigur, (3-—1). —gg Leiðrétting í upptalningu nafna sigurvegara Ægis I Bikarkeppni Sundssambands íslands I blaðinu I gær, var ranglega farið með nafn einnrar stúlkunnar. Heitir hún Hulda Hrönn Jónsdóttir en ekki Hulda Jónasdóttir, eins og stóð í blaðinu. Páll Ólafsson reynir skell I leiknum vð Stúdenta, en á myndinni má einnig sjá þá Elfas Nfelsson og Böðvar Sigurðsson sem átti sinn albesta leik f þetta sinn. STÚDENTARNIR VORU STERKARIÁ ENDASPRETTINUM OG UNNU VÍKING UM HELGINA voru leiknir nokkrir leikir f blakinu og bar þar hæst viðureign stúdenta og Vfkinga, en leikur þeirra var nokkuð vel leikinn og spennandi og lofar hann góðu um blakið f vetur og er allt útlit fyrir spenn- andi og skemmtilegt mót. En annars var gangur leiks- ins sá að Víkingar byrjuðu mjög vel og komust í 10—0 i fyrstu hrinunni og gekk þá allt upp hjá þeim og virtust þeir hafa nokkuð gott vald á hinu nýja leikkerfi sínu, sem byggist upp á því að fá uppspil frá öðrum kantinum og þvert fyrir netið; eiga þá þrlr leikmenn góða möguleika á skelli. Hvað um það, stúdentar sóttu í sig veðrið og saumuðu talsvert að Víkingunum og minnkuðu mun- inn niður i eitt stig, 13—12 fyrir Víkinga, og tókst þeim svo að knýja fram sigur 15—12. Viking- ar byrjuðu einnig vel i annarri hrinunni og komust þeir í 9—1, en þá small allt i baklás og stú- dentar unnu 12 stig í röð án þess að Vikingum tækist að svara fyrir sig og gerðu stúdentar vel að vinna þá hrinu 15—10. Þriðja hrinan var svo einnig afar jöfn og tvisýn en IS hafði þó alltaf forystu, komust I 8—2, en Víkingar náðu að jafna I 11—11. Stúdentarnir voru svo sterkari á endasprettinum og unnu þeir 15—13. Siðasta hrinan var so ójafnari og unnu stúdentar hana örugglega með 15—8. Það sást margt skemmtilegt í þessum leik og voru skellir Vikingsins Böðvars Helga Sigurðssonar afar skemmtilegir og réðu stúdentarn- ir ekkert við hann, en einnig átti Jean Pierre góðan leik fyrir IS. Stúdentar unnu þennan leik á jafnara liði og betri taugastyrk og áttu flestir þeirra fremur jafnan leik og ekki gott að hæla nokkrum sérstökum, en þó var Jean Pierre þeirra beztur eins og áður sagði. Víkingarnir voru alltof tauga- slappir til að vinna þennan leik og á mikilvægum augnablikum datt leikur þeirra alveg niður, en þeg- ar vel gengur eiga þeir oft góða leiki. Það er einnig greinilegt að þeir ráða ekki nógu vel við kerfið sem þeir spila, en það krefst mjög mikillar nákvæmni í móttöku knattarins og sendingum á upp- spilara, en þegar þeir hafa náð fullu valdi yfir leikkerfinu og los- að sig við taugaóstyrkinn verða þeir ábyggilega góðir. Þróttur fór i heimsókn upp á Laugarvatn og lék þar ví Stíganda og sigraði Þróttur þann leik næsta auðveld- lega 3—0 (15—2,15—9 og 15—6). Þrátt fyrir að Þróttarar notuðu ekki sina sterkustu menn var sig- ur þeirra aldrei í hættu og var mótstaðan alltof litil til að hægt sé að dæma Þróttarliðið nokkuð, sem þó er liksterkasta blakliðið eins og er og verður ábyggilega gaman að fylgjast með leikjum liðsins i vetur. I kvennaflokknum léku IS og Víkingur og vann Víkingur eins og búizt hafði verið við, en mót- spyrnan sem stúdinurnar veittu þeim kom nokkuð á óvart og spil- uðu IS-stúlkurnar nú sinn bezta leik fyrr og sfðar, en Vikings- stúlkurnar áttu hins vegar slakan dag og gerðu sig sekar um margs konar mistök, en úrslit leiksins urðu 3—0 (15—3, 15—10 og 15—12) Vikingi í vil. Að lokum var svo leikinn einn leikur i annarri deild og vann þá a-lið Breiðabliks b-lið Vikings 3—1 (15—8, 15—11, 15—15 og 15—1). HG Sólin truflaði Pri! HINN mikli sigur Flemmings Delfs yfir Svend Pri f úrslita- leik Norðurlandameistaramóts- ins f badminton f Laugardals- höllinni á sunnudaginn hefur vakið mjög mikla athygli, og er þvf óspart spáð að Delfs muni fylgja þessum sigri eftir og verða heimsmeistari. Eins og skýrt var frá í Morg- unblaðinu i gær vildi Svend Pri ekki ræða við Islenzka blaða- menn eftir mótið, en hann ræddi hins vegar við danska blaðamenn og hafa þeir m.a. eftir honum: „Við börðumst mjög jafnri baráttu í upphafi leiksins og fljótlega var staðan 4—4. Siðan vann Flemming 26 stig I röð, og það getur hver og einn séð af því að eitthvað fór úrskeiðís hjá mér. Slíkan sunnudag sem þennan lifir maður ekki nema sjötta hvert ár. Sólin kemur seint upp á Is- landi á þessum árstíma og birta hennar var mjög óþægileg fyrir mig I úrslitaleiknum. Auk þess var svo mikill og truflandi há- vaði frá áhorfendum og i fjölda af krökkum sem hlupu og ærsl- uðust bak við vellina. En hvað um það. Þessar aðstæður bitn- uðu auðvitað jafnt á okkur báð- um, en allt gekk mér I óhag. Undir lok leiksins gafst ég al- gjörlega upp. Flemming Delfs kvartar hins vegar ekki undan aðstæðunum nema síður sé. Hann segir að þetta mót hafi verið mjög skemmtilegt en jafnframt erf- itt. — Erfiðustu leikirnir voru við landa minn Morten Frost og Svíann Sture Johnson, sagi Delfs. — Morten Frost er geysi- lega efnilegur badmintonmað- ur og ég spái honum frama á næstu árum. Það gladdi mig einnig mjög mikið að vinna Johnson, þar með tókst mér að hefna fyrir tapið fyrir honum i norska meistaramótinu á dög- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.