Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1976 GRANI göslari Helirðu keypl jólagjöf handa manninum mínum? Nei, ég veil ekki hve mikil peningaráó hann hefur. Brúóurin: Hvaó er aó sjá þig,' þú hefir ekki rakað þig í dag? Brúóguminn: Af ásettu ráói gerl, góóa mín — mig iangar ekkert tíl þess, að fjölskylda þín gefi mér heillaóskakoss. Frændi. í dag hef ég séð skrifstofuvél, sem vinnur á vió þrjá. Kaupmaður: Þaó þykir mér ekki mikið, ef mióað er vió það, sem þú afkastar. Á knattspyrnuvellinum. Annar foringinn: Hvaó áttu við með því aó segja, aó þaó sé ekki heiðarlegur leikur hjá okkur? gerast atvinnumaður í gólf- þvotti? Ég kann aó meta gæzlu lögregl- unnar á vegum úti, það verð ég að viðurkenna. Hinn foringinn: Jú, þegar þú kemur með systur þína og læt- ur hana dufla við markvörðinn. Bóndi: Með leyfi að spyrja, af hvaða kyni er hundurinn yðar? Kaupstaðarbúi: Hann er af ætt bónda og afglapa. Bóndinn: Nú, hann er þá I ætt við okkur báða. BRIDGE / UMSJÁ PÁLS BERGSSONAR 3 grönd spiluð í suður eru mjög eðilegur samningur í spili dagsins. Haldið yfir hendur austurs og vesturs og athugið hvernig þið munduð spila spilið. Austur og vestur sögðu alltaf pass og vestur spilar út lauf- drottningu. Norður s. 102 Hann gerir ljónunum ekkert mein. Forsöngvarar dýrtídarskrúfunnar „Hitaveitustjóri og raforku- stofnun hafa nú hafið upp gamal- kunnan söng um að hækka þurfi hitaveitugjöld og rafmagnsgjöld,- vegna þess að á þeim hvíli erlend- ar skuldir með allháum vöxtum. Ef hlaupið væri eftir þessu ná- gauli yrði innan skamms tíma al- menn hækkun, sem síðan stuðlaði að lækkun krónunnar og þar með þyrfti fleiri krónur til að borga umrædd lán og vexti í erlendum gjaldeyri. Þetta er engin hrakspá — menn ættu að vera búnir að koma auga á þessa hringavit- leysu. Það sem kæmi hitaveitunni að mestu gagni er aftur á móti óbreytt gengi gagnvart dollurum, svo maður tali nú ekki um smá gengishækkun. Hitaveitan hefur gert mikið þarfaverk að koma hitaveitu í þéttbýlið í nágrenni Reykjavíkur og þar með treyst stöðu okkar gagnvart olíuhækkunum, Þegar gengið var fellt fyrir nokkrum árum mótmælti talsmaður útgerð- arinnar að sú gengislækkun væri gerð fyrir útgerðina. En hins veg- ar er fiskvinnslan og útflutnings- iðnaður verr sett gagnvart gengis- hækkun, þó henni væri í hóf stillt, t.d. 10%, en þar sem slík gengis- hækkun styrkti íslenzku krónuna mætti lækka vexti, sem kæmi fisk- og öðrum útflutningsiðnaði að góðu gagni, svo fremi að rekstarlán þeirra verði tryggð. Utgjöld landbúnaðarins, t.d. fóðurbætir, áburður, vélar og fleira gætu lækkað, en hins vegar yrði kjötútflutningur þyngri í vöf- um. Þegar borinn er saman fram- leiðslukostnaður á kjöti hér og í Nýja-Sjálandi er flutningskostn- aði sleppt. Vitað er að flutningur í kælirúmi er dýr, en taka mætti upp flutning með flugvél, t.d. Cargolux-vél, beint til Austur- Evrópu þar sem tekin hefur verið upp ný stefna, að hætta niður- greiðslum, sem væntanlega gæti greitt fyrir kjötsölu þangað þar sem við kaupum meira af ríkjum í Austur-Evrópu en þau af okkur. Komið hefur i ljós, að niður- greiðsla á kjöti hér innanlands er nálægt söluskatti af sömu vöru. Þetta er aðeins eitt dæmið um eltingarleik við skottið á sér (sbr. greiðslumerkin alræmdu) Þessar bollaleggingar byggjast að sjálfsögðu á hagstæðu verði á aðalútflutningsafurðum okkar eins og stendur og það er þjóðar- nauðsyn að sporna við gengisfell- ingu eða jafnvel gengissigi þegar tækifæri gefst. Þetta viðnám gæti haft heillavænleg áhrif á þróun kaupgjaldsmáia þar sem dýrtiðin hætti að magnast og auk þess yrðu námslán og innlausn ríkis- sjóðs á skuldabréfum með vísi- tölubindingu viðráðanlegri en nú horfir. Varningur úr söluturnum, þar á meðal kaffi, gosdrykkir og ávextir eru ásamt kexi og öðrum óþarfa undanþegin söluskatti og því er mér skilst. Þarna mætti fá tekjur í stað kjötsálagsins. Skúli Olafsson." Velvakandi þakkar Skúla fyrir tilskrifið og hann fjallar hér um h. ÁD3 t. ÁK 1087 1. 432 vestur s. K976 h. G9 t. 32 1. DG1098 Áustur s. ÁG4 h. 108642 t. G654 1. 7 Suður a. D853 h. K75 t. D9 1 ÁK65 Við eigum 10 slagi beint ef 5 íast á tígul. en við þurfum bara 9 til að vinna spilið. I vissum tilfell- um má austur ekki komast að, til að spila spaða. Rétt er því að taka fyrsta slag heima og spila hjarta á d ottningu blinds. Síðan skal .pila lágum tígli frá blindum og láta níuna heima. Lítum nú á allar hendurnar. Sé austri hleypt inn of snemma, þ.e. á tígulgosa, getur hann hnekkt spilinu. Velji hann að spila spaðagosa getur vörnin tekið fimm slagi, 4 á spaða og 1 á tigul. Ef vestur spilar spaðanum fyrst getur vörnin aldrei tekið nema 3 slagi á litinn, sama hver legan er. Þess vegna er rétt að svina tígulníu strax í þriðja slag. Maigret og þrjózka stúlkan Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 17 yður að hann er staddur á hóru- húsi I Rouen. — Það er ekki... Svo áttar hún sig og segir: — Hvað kemur mér það við? — En það hann? — Hann hvað? — Er hann elskhugi yðar? Hún hlær hæðníslega. — Sti;ákur sem er ekki tvítug- ur! — Ef það er hann, Felicie litla, sem þér eruð að reyna að bjarga... — Ég reyni ekki að bjarga nein- um... Og reyndar ætla ég ekki að svara neinum spurningum... Þér hafið engan rétt til að plna mig og plaga allan guðslangan daginn. Ég ætla að bera fram kvörtun. — Já, það skuluð þér gera! — Þér haldið að þér séuð svo afskaplega klókur, er það ekki. Og yður finnst þér vera svo mikill maður... Þér látið mikilmennsk- una bitna á veslings einstæðings- stúlku, vegna þess að þér vitið að ég get ekki varið mig. Hann setur upp hattinn og þrátt fyrir rigninguna ákveður hann að fara aftur I Gullhringinn. llann kveður ekki. Hann hefur fengið sig fullsaddan af þessu kjaftæði. Hann veit að hann hefur sjálfur farið rangt að. Hann verður að byrja frá byrjun. Byrja á rann- sókninni frá öðrum enda. Skltt með það þótt hann vökni. Hann gengur nokkur skref og Felicie þýtur á eftir honum. — Þér megið ekki fara... — Því ekki? — Þér vitið það... þér megið ekki fara... Ég er svo hrædd I þrumuveðri. Að þessu sinni veit hann að hún er ekki að segja ósatt. Hún titrar og grátbiður hann að vera um kyrrt og er yfir sig þakklát þegar hann kemur aftur inn I eldhúsið og sezt niður. Hann er önugur, en hann fær sér þó sæti og til að sanna honum þakkir sínar segir hún: — Má ekki bjóða yður kaffi- sopa... Viljið þér ekki fá kon- fakslögg? Hún reynir að brosa meðan hún snýst f kringum hann og svo segir hún aftur: — Hvers vegna eruð þér svona grimmur við mig? Ég hef ekki gert yður nokkurn skapaðan hlut. 4. KAFLI. Maigret gengur eftir Rue Piga|le og fer sér engu óðslega, þvf að klukkan er yfir tólf og þrumuveðrið er gengið yfir og loftið er tært enda þótt gangstétt- ir og götur séu enn rennblautar. Dyraverðirnir sem standa við næturkiúbbana hafa borið kennsl á hann. Gestirnir I veitingahús- inu á horninu á Rue Notre Dame de Lorette Ifta spyrjandi hver á annan. Maigret er I essinu sfnu hér. Hér þarf hann ekki að þrasa við stelputötur sem annað hvort grenjar eða þrjóskast við að svara honum af viti. Hann þekkir ýmsa hér, hann veit hvernig allt gengur fyrir sig hér. Hann veit að sá sem er að fara niður á salernið f þess- um veitingastað skilur eftir um- slag með kókafni bak við ofninn og von bráðar kemur einhver ann- ar og hirðir það. Hér þekkir hann allt. Pelican er vinstramegin á göt- unní og ljósaskiltið blikkar yfir dyrunum. Vera birtist út úr myrkrinu og andvarpandi rödd segir: — Mikið er ég feginn að þér eruð kominn! Það er Janvier. Hann bætir við. — Þetta virðist afar augljóst, húsbóndi góður... En það var bera eitt sem ég óttaðist... að hann reyndi hreinlega að fyrir- fara sér... Ég sé ekki annað en hann sé gersamlega bugaður mað- ur... Mennirnir tveir standa þarna á gangstéttinni og Maigret treður sér f pfpu. — Frá þvf við lögðum af stað frá Rouen hefur hann verið eins og bugaður maður... Meðan við vorum að bfða eftir lestinni hélt ég f aðra röndina hann myndi koma þjótandi til mfn og segja mér allt af létta... Ég held að hann sé erkibjálf-i. Maigret skynjar allt sem fram fer umhverfis þá. Hann finnur hverjir hafa slæma samvizku og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.