Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1976 At/antica& lceland Review Látiö gjafaáskrift 1977 fylgja jóla- og nýárskveöjum til vina og viðskipta- manna erlendis. Gjöf, sem endist í heilt ár og allir kunna vel aö meta. Simi 815 90, Pósthólf 93, Reykjavik. Ávísanamálid: Búið að rannsaka 52 bankareikninga HRAFN Bragason, umboðsdóm- ari í ávfsanamálinu, tjáði Morgunblaðinu f gær, að nauðsyn- legt hefði þótt að rannsaka all- miklu fleiri bankareikninga en tilteknir voru f kæru Seðla- bankans við upphaf málsins. Seðlabankinn tiltók 26 banka- reikninga, en nauðsynlegt hefur þótt að rannsaka 52 bankareikninga f sambandi við þetta mál. Reikningar þessir eru f öllum bönkum landsins og 2 sparisjóðum. Hrafn Bragason sagði, að við- bótarreikningarnir hefðu sumir verið i eigu þeirra einstaklinga, sem kærðir voru í þessu máli, en aðrir i eigu manna, sem tengdir voru hinum kærðu. Að sögn Hrafns hafa ríkis- bankarnir nú sent hluta af við- bótarsvörum um yfirdráttar- heimildir en von er á meiru. Sagði Hrafn að það færi eftir svörunum sem eftir eiga að berast, hvort ástæða er að kalla bankafólk til frekari yfirheyrslna vegna máls- ins. Könnunarviðræð- um við EBE fram haldið á morgun FINN Olav Gundelach, fram- kvæmdastjóri hjá Efnahags- bandalagi Evrópu, er væntanleg- ur til landsins f dag til áframhald- andi viðræðna við fslenzka ráða- menn um fiskveiðimál. Hefjast viðræðurnar f Ráðherrabústaðn- Guðbrandsbiblía til sölu í Osló á 2,5 milljónir TVÖ EINTÖK af Guðbrands- biblfu eru nú til sölu hjá forn- bókaverzlunum I Ösló og er verð annarrar þeirra 68.500 norskar krónur eða tæplega 2.5 milljónir fslenzkra króna. Er þetta eintak til sölu hjá Claes Nyegaard f Damms Antikvariat, en hin er til sölu hjá Cappellen-forlaginu og kostar 60 þúsund eða tæpar 2.2. milljónir fslenzkra króna. Gæði biblfanna munu vera nokkuð góð og þá sérstaklega þeirrar, sem dýrari er. Hér á landi eru til nokkur eintök af Guðbrandsbiblfu, sem prentuð var á Hólum árið 1584, en þau eintök munu flest vera f söfn- um eða f eigu kirkjunnar. um f fyrramálið. Einar Agústsson utanrfkisráðherra sagði f samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi, að þetta væri áframhald þeirra könnunarviðræðna. sem fóru fram milli sömu aðila f Reykjavfk fyrir skömmu. „Þetta eru ekki samningaviðræður. Eg tel litlar Ifkur á samningum og alls ekki f þessari lotu,“ sagði ráðherrann. Að sögn Einars hafa aðilarnir ekkert samband haft sín á milli síðan Gundelach var hér á dögun- um og sagði hann að Efnahags- bandalagið hefði engar óskir sett fram um áframhaldandi veiðar brezkra togara hér við land eftir að samningurinn við Breta renn- ur út hinn 1. desember. Ráðherrarnir Einar Agústsson og Matthías Bjarnason munu verða i forsæti fyrir íslenzku við- ræðunefndinni en auk þeirra verða í henni embættismenn. Ríkisstjórnin ræddi fyrirhugaðar viðræður á fundi sínum í gær- morgun og sagði utanríkisráð- herra í samtalinu við Mbl., að þar hefði einungis verið rætt um það hvernig halda ætti á málum í könnunarviðræðunum. I viðræðunefnd EBE verða auk Gundelachs nokkrir embættis- menn og þar á meðal Emon Framhald á bls. 18 JÓLATRÉN KOMIN — Jólatrjám staflað upp hjá Skógræktarfélagi Reykjavfkur f gær. Ljósm. Frióþjófur. Jólatrésskip komið frá Danmörku: Jólatré 25—30% dýrari í ár FYRSTU jólatrjánum var skipað upp úr Múlafossi f gær. Fór Múlafoss sérstaka ferð eftir trjánum til Árósa f Danmörku. Sá háttur var hafður á, að trén voru flutt hingað f gámum og að sögn Kristins Skæringssonar hjá Skógræktarfélagi Reykjavfkur, sem flytur trén inn, hafa þau aldrei verið eins vel útlftandi og að þessu sinni. Múlafoss kom með 16—17 þúsund jólatré, en salan hjá Skógræktarfélaginu er áætluð rúmlega 20 þúsund tré fyrir komandi jól. tlr fslenzkum skógum fást um 5 þúsund jólatré, frá Hallormsstað, Þjórsárdal og Skorradal. Á næstu dögum verður unnið að þvf að senda tré út á land en á Reykjavfkursvæðinu hefst salan ekki fyrr en viku af desember. Kristinn Skæringsson sagði að óhjákvæmlega yrði nokkur hækkun á jólatrjám frá í fyrra, Ifklega 25—30%. Ástæðan væri hærra innkaupsverð, hærri farmgjöld og sfðast en ekki sfzt hærri vinnulaun, bæði hér og erlendis. Olíuhækkun OPEC: Getur þýtt 6-700 millj. kr. útgjaldaaukningu EKKI er vel Ijóst hvaða útgjalda- aukningu yfirvofandi hækkun samtaka olfuútflutningslanda, OPEC, á hráolfu getur haft fyrir Islendinga. Þó má áætla að 10% hækkun á verði hráolfu þýði 6 til 7% hækkun á unnum olfuafurð- um, ef hækkunin kemur að fullu fram f skráningu, en það þýðir um 6 til 700 milljóna króna út- gjaldaaukningu fyrir Islendinga á ársgrundvelli. Almennt er talið, að OPEC löndin muni samþykkja um 10% hækkun á hráolfuverði á fundi sfnum f Qatar þann 15. desember. Mörg minni OPEC-rfki munu þó fara fram á mun meiri hækkun, en þau stærri, eins og Saudi- Arabfa, vilja fara hægar f sak- irnar og hafa gefið f skyn að þau sætti sig við 8 til 10% hækkun. Má búast við að þau verði látin ráða. Dofri fluttur burt frá Kröflu? Kostnaður við hverja holu milli 70 og 100 milljónirkr. Nú er til athugunar hjá Orkustofnun hvort ilytja eigi gufuborinn Dofra af Kröflusvæðinu og finna honum verkefni annars staðar eða halda áfram borunum með honum á Kröflu, þar sem Ijóst þykir að ekki verður unnt að Ijúka við holu 5, eins og til stóð. Eins og greint var frá f Morgunblaðinu f gær hefur holan skekkzt svo að ekki þykir hættandi á að bora þar frekar. Að sögn lsleifs Jónssonar, forslöðu- manns jarðboranadeildar, er talið að þessi röskun f holunni stafi af þvf, að jarðvegurinn hefur gengið til í f jallshlfðinni í jarðhræring- um, sem verið hafa á virkjunarsvæðinu á undangengnum mánuð- um. ísleifur sagði f samtali við Morgunblaðið, að breytingarn- ar á þessari holu væru senni- lega nægilegar til þess að ekki yrði komizt í hana með bor- stengur og væri því skekkjan allnokkur með það i huga.Ekki var lokið við holu 5 í fyrra, svo að nú stóð til að dýpka hana og fóðra. Holan hafði síðan ekkert verið rannsökuð frekar nema að því leyti að hún var mæld öðru hverju og reyndust engin vandkvæði á því að koma hita- mælinum niður. Sfðan kom hins vegar í ljós, þegar farið var að kanna holuna nánar með tilliti til þess að bora átti hana dýpra, að hlykkur var kominn á hana á 80—90 metra dýpi. VERULEGIR FJÁRMUNIR FARA FORGÖRÐUM Það var gufuborinn Dofri, sem átti að taka til við boranir i þessari holu og að sögn ísleifs er nú til athugunar hvort senda eigi borinn I verkefni annars staðar eða hvort nota eigi hann áfram við boranir á Kröflu- svæðinu. Eftir þvi sem ísleifur sagði lá ekkert fyrir um það hvernig hola 5 kynni að nýtast til gufuöflunar. Ljóst er aftur á móti að verulegir fjármunir hafa farið forgörðum úr því að ekki verður hægt að eiga frekar við þessa holu, þvi að eftir því sem ísleifur tjáði Morgunblað- inu kostar milli 70 til 100 milljónir að bora hverja holu með fóðringu og öðru sem til þarf. DYPSTA holan Nú er einnig verið að undir- búa að flytja Jötun, stærsta bor- inn hér á land, yfir á holu 9, sem hætta varð við þegar leir- hverinn myndaðist hér á dög- unum. Jötunn hefur nýlega lok- ið við elleftu holuna á Kröflu- svæðinu og var þar borað niður á 2217 metra dýpi, þannig að hún er þar með orðin dýpsta Framhald á bls. 18 Ragnar Kjartansson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Skeljungs, sagði Morgunblaðinu að oliuverð til Islendinga væri að hluta miðað við skráningu á olíumarkaðinum á Curacao og að hluta við skrán- ingu í Rotterdam. Á Rotterdam- markaðnum væru stanzlausar sveiflur, sem stöfuðu af ýmsum innri og ytri aðstæðum og því væri erfitt að gera sér grein fyrir hver verðþróun yrði. Curacao- skráning er hins vegar stöðug og er eins konar meðalverð. Taldi hann að svo margir markaðsþætt- ir, eins og gengi doliarans, flutn- ingskostnaður, erlend vinnulaun og fleira, hefðu áhrif á útgjöld íslendinga til olíuafurðakaupa, að ómögulegt væri að segja fyrir um hvernig ákveðin hækkun á verði hráolíu kæmi út I söluverði til Islands. Ólafur Daviðsson, hagfræðing- ur Þjóðhagsstofnunar, sagði að lausleg athugun hefði verið gerð Framhald á bls. 18 Maður í höfnina MAÐUR á þrítugsaldri féll ( höfnina við Faxagarð á tlunda tímanum i gærkvöldi. Hann náð- ist fljótlega upp en var þá hættur að anda. Gerðu lögreglumenn lífgunartilraunir með blásturs- aðferðinni og byrjaði maðurinn þá að anda. Þegar sjúkrabíll kom á vettvang var lifgunartilraunum Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.