Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÖVEMBER 1976 11 nútímaljóðlistar með nákvæmri skilgreiningu á bókmenntaleg- um hreyfingum og einkennum helztu fulltrúa hverrar kynslóð- ar. Síðan kemur úrvalið en í það hef ég eins og stendur valið 14 skáld, en það eru Jóhannes úr Kötlum, Tómas Guðmundsson, Snorri Hjartarson, Steinn Steinarr, Jón úr Vör, Stefán Hörður Grímsson, Jón Óskar, Einar Bragi, Hannes Sigfússon, Sigfús Daðason, Hannes Pétursson, Matthías Johannes- sen, Þorsteinn frá Hamri og Jóhann Hjálmarsson. Hver og einn er kynntur með tólf ljóðum að undangengnu æviágripi og greinargerð um fullunnin verk þeirra. Bókin á ekki aðeins að sýna mikilvægustu íslenzku skáld síðustu áratuga heldur á hún einnig að bera vott um hina mikilvægu menningu íslands Justo Jörge Padrón og breiða hana út um svo viðáttumikið tungumálssvæði, sem hin spænskumælandi lönd eru með meir en 200 milljónir íbúa. Tilgangur er að vekja áhuga á þessum bókmenntum, sem hafa gleymst án þess að eiga það skilið og vekja svipaðan áhuga útgefenda og lesenda og sænska ljóðaúrval mitt vakti á sínum tima. Þá hefur bókaútgáfan sem mun gefa þetta verk út, Plaza-Janés, dreifingarkerfi og útibú um alla Suður- og Mið-Ameríku og hún mun reka góðan áróður. íslenzka menntamálaráðuneyt- ið hefur sýnt lifandi áhuga og skilning á því mikilvægi sem þetta verk getur haft fyrir íslenzka menningu og ég vona að það geti boðið mér fjárhags- stuðning, sem ég þarf til að geta unnið mitt starf. Ef svo verður get ég gefið mig allan að því og komið aftur í lok apríl til að bera saman túlkun mina á hinum völdu Ijóðum við frum- útgáfurnar. Handritið verður afhent bókaforlaginu i júní- mánuði og verður strax gefið út.“ — Hvaða hugmyndir hefurðu gert þér um land okkar? „Það hefur haft merkileg áhrif á mig. Island er eyja full af óvæntum hlutum og göldrum og á margt sameiginlegt með Kanaríeyjum þar sem ég fæddist og ólst upp. Sama jarð- eldasköpun stundum með hátíðlegri fegurð frá upphafi alda, heimurinn á sínu fyrsta skeiði einveru og þagnar. Ég má ekki aðeins til með að koma aftur til að ljúka þessari bók, heldur til að horfa á þessi óvið- jafnanlegu ljósafyrirbrigði sólarupprásarinnar og dýpka rætur mínar meðal þessarar þjóðar, sem ég hef tekið ástfóstri við.“ 40 félagsforystumenn af öllu landinu á nám- skeiði hjá Æskulýðsráði ÆSKULVÐSRAÐ ríkisins efndi fyrir nokkru til námskeiðs fyrir félagsmálakennara æskulýðs- og iþróttasamtaka. Fór námskeiðið fram I Ármúlaskóla i Reykjavik og sóttu það 40 félagsforystu- menn úr öllum landsf jórðungum. Á námskeiðinu var fjallað um framkvæmd félagsmálafræðslu, kennsluáætlanir og ýmsa sérþætti eins og hópefli, blaðaútgáfu, ráð- stefnutækni, kvöldvökustarfsemi og fleira. Leiðbeinendur á nám- skeiðinu voru Reynir G. Karlsson æskulýðsfulltrúi og tveir af kenn- urum Félagsmálaskóla UMFl, þeir Ölafur Oddsson og Arnaldur Bjarnason. Félagsmálanámskeið með stuðningi Æskulýðsráðs rikisins hafa á síðustu árum orðið snar þáttur I starfi margra æskulýðs- samtaka og hafa um 5000 félags- menn þeirra sótt 200 námskeið, sem þannig hafa farið fram með námsefni ráðsins og beinum fjár- hagslegum stuðningi. Viða hafa námskeiðin stuðlað að félagslegri vakningu og auk- inni þátttöku yngri og óreyndari félagsmanna af báðum kynjum i starfi æskulýðsfélaga og samtaka. Ungmennafélögin viða um land hafa staðið fyrir rúmlega helm- ingi þessara námskeiða til þessa, en að undanförnu hafa ýmis önn- ur æskulýðssamtök aukið mjög fræðslustarfsemi sina og efnt til félagsmálanámskeiða. Hluti þátttakenda á námskeiði Æskulýðsráðs. Ný kennslubók í íslenzku á norsku ÚT ER komin á norsku kennslubók í Islenzku, samin af þeim ívari Org- land og Frederik Raastad. Heitir bók- in „Við lærum islenzku" og er gefin út af NKS-forlaginu. í fylgiriti frá útgáfunni, sem Morgunblaðinu hefur borist, segir m.a. a8 meS útgáfu bókarinnar sé m.a. veriS a8 koma til móts vi8 þann stöSugt vaxandi áhuga á islandi, sem sé í Noregi. Bókin er samin með það i huga að hægt sé að nota hana i öllum fram- haldsskólum i Noregi, þar sem nor- ræna er meðal kennslugreina. Bókin er þó ekki samin einungis sem kennslu- bók. heldur einnig til að auka áhuga fólks og fræða það um ísland og islenzkt þjóðlif. Auk málfræði- og framburðarkafla eru i bókinni þættir úr sögu íslands. kaflar eru úr islenzkum bókmenntum fyrr og nú. islenzkir málshættir eru í bókinni, birt Ijóð eftir islenzk Ijóðskáld og Islenzkir söngvar, auk þess sem fjölmargar myndir frá islandi prýða bókina Fææyjar Markaður fyrir þig? Þegar íslendingar leita sér aö markaði erlendis fyrir framleiðsluvörur sínar, yfirsést þeim gjarnan einn markaður, þrátt fyrir nálægð hans og skyldleika- það eru Færeyjar. Þaö er ef til vill smæð færeyska markaðarins, sem veldur því að hann gleymist svo oft, og satt er það stærri markaðir finnast - en stærðin segir ekki allt, söluárangur ræðst ekki alltaf af stærð mark- aðarins. Markaður af viðráðanlegri stærð, er það sem flest íslensk framleiðslu- fyrirtæki hefur vantað - og það að færeyski markaðurinn skuli ekki vera stærri er einn af kostum hans - það gerir seljendum auðveldar meö að nálgast hann, með litlum tilkostnaði. í Færeyjum býr 43 þúsund manna dugmikil þjóð, lifskjör eru þar góð, laun há og kaupgeta mikil. Sögulegur bakgrunnur færeyinga og islendinga er hinn sami, og margt er skylt með þjóðunum, tengsl á mörgum sviðum mjög náin og tungu- málaerfiðleikar ekki teljandi í samskiptum þjóðanna. Þessir þættir skipta miklu máli þegar á reynir - og oft hefur sannast frændsemi færeyinga og jákvæð afstaða í okkar garð og þess sem íslenskt er. Að stunda sölustarfsemi við slíkar aðstæður sem okkar bjóðast í Færeyjum, er i rauninni einstakt tækifæri - og þegar allt kemur til alls, þá eru Færeyjar ekki svo lítill markaöur, íbúafjöldi Færeyja er sá s^mi og íbúafjöldi Akureyrar- Kópavogs- Hafnarfjarðar og Keflavíkur til samans. Og hvaða íslenskur framleiðandi eða seljandi myndi vilja vera án viðskipta við íbúa þessara staða. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa náð góðum söluárangri í Færeyjum, og sýnt þannig að þeir markaðsmöguleikar sem kunna að bjóðast í Færeyjum eru sannarlega þess virði aö þeir séu athugaðir. Hvernig væri að kanna málið? í vetur munum viö fljúga tvisvar í viku um Egilsstaði til Færeyja, á fimmtudögum og sunnudögum. Við höfum náð hagstæðum samningum við Hótel Hafnía um gistingu, og getum þannig boðið lægra verð, þeim sem kaupa saman flugfar og gistingu i 3 nætur. Fjölgun Færeyjaferða okkar í vetur gera íslendingum kleift að auka samskiptin við færeyinga á öllum sviðum. Til þess er leikurinn gerður. • VÉSTMANNAEYJAR flvcfélac L0FTLEIDIR ÍSLANDS ÞÓRSHÖFN VOGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.