Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1976 15 Sluppu med fé og gísla Marl, 23. nóvember. Reuter. TVEIR vopnaðir menn réðust inn ( banka f Marl f Norður-Ruhr f Vestur-þýzkalandi f dag og fengu að fara þaðan f brynvörðum bankabfl með tveimur lögreglu- mönnum sem þeir tóku f gfsfingu. Mennirnir fóru f sama bff og hafði komið með tvær milljónir marka sem þeir höfðu krafizt sem fausnargjafds að sögn lögreglu- unnar. Þeir eru báðir tæplega þrftugir og voru grfmuklæddir og vopnaðir skambyssum. Lögreglumenn eltu bifreiðina i lögreglubilum og þyrlum. Upphaflega tóku mennirnir fjóra gísla, að því er virðist þrjá starfsmenn bankans og einn við- skiptavin, og höfðu þá i haldi í kjallaranum. Seinna slepptu þeir gislunum i skiptum fyrir lögreglumennina tvo sem þeir höfðu siðan á brott með sér. Samkvæmt sumum féttum höfðu mennirnir einnig á brott með sér 200.000 mörk i reiðufé úr bankanum. Ali gegn Foreman Houston, 23. nóv. Reuter. MUHAMMED Ali heimsmeist- ari tók í dag áskorun George Foreman um að berjast þótt hann hafi lýst því yfir að hann sé hættur hnefaleikum. Ali sagðist þurfa tvær viður- eignir til að hita sig upp áður en hann berðist við Foreman, sem hann sigraði í Kinshasa í október 1974. Ali kvaðst hafa dregið sig í hlé 1. október, tveimur dögum eftir að hann sigraði Kent Norton í New York. Foreman og Ali áttu orða- skipti I Houston þar sem heimsmeistarinn vinnur að töku kvikmyndarinnar „The Greatest" um sjálfan sig. „Bíddu i þrjá mánuði. Ég hitti þig í fjöru, niggari," sagði Ali. „Ég þarf bara tvær viður- eignir til að hita mig upp, svo skal ég berjast við þig.“ „Þú þarft ekki að hita þig upp,“ sagði Foreman. „Ég hef beðið nógu Iengi.“ Patty Hearst ásamt móður sinni eftir að hún var látin laus gegn milljón dollara tryggingu sem faðir hennar greiddi. öflug kjarnorku- sprenging í Sövét Uppsölum — 23. nóvember — AP SOVÉTMENN sprengdu í morgun geysiöfluga kjarn- orkusprengju neðanjarðar i Kazakstan. Sprengingin kom fram á jarðskjálfta- mælum í Uppsölum og mældust hræringarnar 6.8 stig á Richterskvarða. Fulltrúi jarðskjálfta- stofnunarinnar i Uppsöl- um sagði að kjarnorku- sprengjan væri meðal hinna öflugustu sem Sovét- menn hefðu sprengt til þessa. Norsar- visindastofnunin í Ósló hefur fylgzt með kjarn- orkusprengingum frá ár- inu 1970. Vísindamenn þar telja að sprenging þessi hafi verið um 150 kílótonn, Mjólk fær meðmæli Brllssel, 23. nóvember. Reuter. „BEZTU elskhugarnir í Efna- hagsbandalaginu drekka mjólk," sagði vestur-þýzki landbúnaðar- ráðherrann Josef Ertl á ráðherra- fundi EBE í gærkvöldi. Italski landbúnaðarráðherrann Framhald á bls. 18 eða sjöfaldur styrkleiki kjarnorkusprengjunnar, sem sprakk yfir Hiroshima í heimsstyrjöldinni síðari. Á mælum Norsar- stofnunarinnar mældust hræringar af völdum sovézku sprengjunnar í morgun 6.4 stig á Richter, en öflugasta sprengjan sem þar hefur orðið vart hefur sýnt 7 stig. Síðan tek- ið var að fylgjast með kjarnorkusprengingum i Noregi hafa verið skráöar 20 sprengingar á Kazakstan-svæðinu á ári hverju. Flugvél ferst með 50 manns í Grikklandi Aþenu, 23. nóv. AP. Reuter. TVEGGJA hreyfla YS-11 flugvél grfska ffugfélagsins Olympic með 50 manns um borð steyptist tíl jarðar á fjallasvæði f Norður- Grikklandi f dag og óttazt er að allir hafi farizt. Flugvélin var á leið frá Aþenu til Kozani og Larisa og hrapaði f gil um 20 km suður af Kozani. tbúar þorps á þeim slóðum sáu vélina þegar hún steyptist til jarðar og sprakk f loft upp. Björg- unarsveitir og hjúkrunarlið fóru á slysstaðinn. Flugið frá Aþenu til Kozani tek- ur um 90 mínútur og vegalengdin er um 460 kílómetrar. Þegar flug- vélin nálgaðist Kozani var flug- stjóranum ráðlagt að reyna að lenda á öðrum nálægum flugvelli vegna niðaþoku. Þegar flugvélin sveigði í suðurátt áleiðis til Larisa slitnaði fjarskiptasamband við hana. Þetta er önnur flugvélin af japönsku gerðinni YS-11 i eigu Olympic sem ferst. önnur flugvél af þessari gerð hrapaði i sjóinn skömmu fyrir lendingu á Aþenu- flugvelli f október 1972. Þrjátiu og sex biðu bana og 17 komust lifs af, þar á meðal flugstjórinn. Angola fær aðild að SÞ New York, 23. nóvember. Reuter. ÖRYGGISRAÐIÐ hefur sam- þykkt upptöku Angola í Samein- uðu þjóðirnar þar sem Bandarik- in skiptu um skoðun og sátu hjá f stað þess að beita neitunarvaldi. Allsherjarþingið samþykkir formlega inngöngu Angola í sam- tökin þegar utanríkisráðherra landsins kemur frá Genf þar sem hann hefur verið áheyrnarfull- trúi á Rhódesfu-ráðstefnunni. Kínverjar sátu einnig hjá i at- kvæðagreiðslunni í Öryggisráð- inu. Bæði Kínverjar og Banda- . rikjamenn hafa mótmælt áfram- haldandi nærveru kúbanskra her- manna í Angola. William Scranton, sendiherra Bandaríkjanna, kvað stjórn sína hafa ákveðið að beita ekki neitunarvaldi þar sem hun vildi virða skoðanir Einingarsamtaka Afríku (OAU). Hann ítrekaði áhyggjur stjórnar sinnar vegna kúbönsku hermannanna og sagði að yfirráð Angolastjórnar væri veik á stórum svæðum þar sem henni væri enn veitt viðnám. Áheyrnarfulltrúi Angola, Elisio de Figueiredo, sakaði Suður- Afríkumenn um að hafa gert inn- rás i landið og halda áfram stuðn- ingi við niðurrifsöfl. Hann þakk- aði stuðning Rússa, Kúbumanna og sósíalistaríkja. Kosid á Spáni 15. desember Madrid, 23. nóv. Reuter. SPÆNSKA stjórnin ákvað f dag að þjóðaratkvæði fari fram um breytingar á stjórnarskránni 15. desember. Kjósendur verða beðn- ir að samþykkja umbótaáætlun sem þingið samþykkti fyrir fimm dögum og kveður á um afnám fjörutfu ára einræðis og kosning- ar til þings f tveimur deildum f júnf. Vinstisinnar hafa hótað að taka ekki þátt í þjóðaratkvæðinu sem fer fram í skugga efnahagserfið- leika eins og sést á verkfalli 70.000 kennara sem leiddi til þess i dag að þrjár milljónir skóla- barna gátu ekki sótt skóla. Jafnframt hefur lögreglan látið lausa fimm kommúnista sem voru handteknir fyrir að dreifa flokks- áróðri. Kommúnistaflokkurinn hefur hafið vikulanga áróðursherferð og manar stjórnina að handtaka baráttumenn sina og sæta þannig ámæli fyrir að halda þjóðarat- kvæðið við ólýðræðislegar aðstæð- ur. Kommúnistar dreifðu flokks- málgangninu Mundo Obrero á Framhald á bls. 18 Einn mesti hugsuður Frakka á þessari öld París, 23. nóvember. AP. Reuter. FRANSKI rithöfundurinn og stjórnmálamaðurinn Andre Malraux lézt f dag f sjúkrahúsi f Parfs úr blóðtappa f lungum, 75 ára að aldri. Hann var talinn einn þriggja fremstu mennta- manna Frakka á þessari öld ásamt Andre Gide og Jean-Paul Sartre. Hann var einnig landkönnuð- ur, fornleifafræðingur, bylt- ingarmaður á yngri árum, strfðshetja f sfðari heims- styrjöldinni og náinn vinur og samstarfsmaður Charles de Gaulle hersliöfðingja. Malraux skrifaði um fárán- leika mannlegrar tilveru 1927, 20 árum áður en Sartre kom fram með kenningar sínar um existensialisma. Þjóðverjar leiddu hann fyrir aftökusveit 1944 þegar hann var ofursti í frönsku andspyrnuhreyfing- unni og dauðinn var honum alltaf áleitið viðfangsefni. Skáldsaga sem hann sendi frá sér 1930 lýsti ævintýrum sem hann lenti i sjö árum áður og gerðu hann að hetju mennta- manna I Frakklandi. Franska nýlendustjórnin i Indókina sakaði hann um að reyna að smygla úr landi fornum list- munum og hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Mennta- menn eins og Gide, Francois Mauriac, Louis Aragon, Andre Maurois, Max Jacob og Gaston Gallimard mötmæltu handtök- unni. Þegar honum var sleppt fór hann til Saigon og stofnaði fyrsta blaðið sem barðist fyrir því að frönsku nýlendustjórn- inni yrði steypt af stóli. Hann fór síðan til Kína og tók virkan þátt í byltingu kommúnista á fyrstu árum hennar. Hann var skipaður yfirmaður áróðurs- deildarinnar f Kanton og fylgd- ist með einhverjum blóðugustu átökum borgarastríðsins. Hann skrifaði nokkrar skáld- sögur um reynslu sína, þar á meðal meistaraverk sitt, „La condition humaine", sem hlaut Prix Goncourt 1933, og varð til þess að kommúnistar kölluðu hann villutrúarmann og gerði hann heimsfrægan. . Framhald á bls. 18 Andre Malraux

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.