Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1976 Minning: Ragnar Jóhannes- son fv. skólastjóri F. 14. maí 1913 D. 16. nóv. 1976. 1 dag er til moldar borinn frá Fossvogskirkju Ragnar Jóhannes- son, fyrrverandi skólastjóri, sem andaðist á Borgarspítalanum i Reykjavík hinn 16. þ.m. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Ragnar var Dalamaður að upp- runa, fæddur I Búðardal í Laxár- dal 14. maí 1913, einkabarn hjón- anna Jóhannesar Jónssonar skó- smiðs og verzlunarmanns og Guð- rúnar Halldórsdóttur. Þegar Ragnar Jóhannesson er kvaddur hinstu kveðju, er margs að minnast. Gamlir samferða- menn muna hann sem óvenjulega glæstan æskumann í Mennta- skólanum á Akureyri, þaðan sem hann brautskráðist stúdent vorið 1934. Hann var svo bráðgjör, að þegar á unga aldri orti hann ljóð og samdi sögur. Snemma var hann listaskrifari og svo snjall teiknari, að venjuleg pappírsörk eða jafnvel smámiði gat á svip- stundu orðið augnayndi í með- förum hans. Á stúdentsárum sinum i Háskóla íslands, þaðan sem hann lauk kandidatsprófi í íslenzkum fræðum árið 1939, var hann hrókur alls fagnaðar og átti mikinn þátt í félgaslífi stúdenta, orti þá mörg tækifærisljóð, oft söngtexta, sem lífguðu upp á sam- kvæmi. Einnig setti hann saman leikþætti, kryddaða gamansemi, en einnig með alvarlegu ívafi, ef svo bar undir. Skólaárin voru Ragnari jafnan hugstæðari en al- mennt gerist, eins og bezt sést á því, hve mikinn þátt hann tók lengi fram eftir ævi i margvís- legum félagsskap stúdenta. Þegar út í lifið kom, leitaði margt á hug Ragnars. Hér gefst ekki rúm til að rekja æviferil hans, enda óþarft um þjóðkunnan mann, sem lesa má um i hand- bókum. Þess skal aðeins getið, að samhliða blaðamennsku, fulltrúa- störfum og skólastjórn fékkst hann jafnan við margvisleg rit- störf, og liggur margt eftir hann á því sviði, bæði frumsamið og þýtt. Var mikið af þvi flutt í útvarpi, en margt hefur einnig birzt á prenti. I blóma aldurs sins var hann full- trúí í skrifstofu útvarpsráós um fimm ára skeið og síðan tólf ár skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akranesi. Varð hann snemma þjóðkunnur og vinsæll útvarps- maður. Naut sin þar vel sköruleg- ur flutningur hans, og kom honum þar að góðu haldi listfengi og staðgóð þekking á bókmennt- um og sögulegum efnum. Er vafa- laust stór sá hópur útvarpshlust- enda víðs vegar um landið, sem minnist hans með þakklæti frá liðnum árum. Ragnar hafði einnig marga ágæta kosti til að bera sem skólamaður. Sérstaklega hafði hann gott lag á að umgangast ungt fólk og setja sig inn í hugsunarhátt þess. Einnig tók hann rikulegan þátt i félagslífi á Akranesi, þar á meðal leiklistar- starfsemi, enda eignaðist hann þar trausta vini. Um mörg undan- farin ár var Ragnar farinn að heilsu og kröftum. Eftirlifandi kona Ragnars er Ragna Jónsdóttir kennari frá Norðfirði, bæjarstjóra og skatt- stjóra Sigfússonar og konu hans Ingibjargar Einarsdóttur. Þau Ragnar og Ragna bundust ung tryggðum i Menntaskólanum á Akureyri, en gengu í hjónaband 11. nóvember 1939. Heimili þeirra ver lengi að Stóragerði I Reykja- vík, en nú síðustu mánuðina að Skjólbraut 10 i Kópavogi. Börn þeirra eru Ragnar, bygginga- verkamaður, Ingibjörg, kennari , og Guðrún, gift Árna Jónassyni verkfræðingi. Ragna reyndist Ragnari hinn traustasti lifsföru- nautur til hinztu stundar. Við Kristin sendum Rögnu vin- konu okkar, bekkjarsystur minni og sveitunga, börnum hennar og öðru venzlafólki innilegustu samúðarkveðju og þökkum þeim hjónum órofa vináttu og tryggð. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. Á það erum við minnt margan haustdaginn. Bjarni Vilhjálmsson. Veður var kyrrt, himinn heið- skir og hrimsilfruð fjöll blikuðu i Pollinum fyrsta morguninn sem ég vaknaði i heimavist Mennta- skólans á Akureyri. Það var haustið 1931. Þá var veröldin svo fámenn, að leitað var frétta um hvert nýtt andlit, er fyrir augu bar. Nokkurt óyndi fylgdi, ef for- vitni varð ekki svalað. Skólasystk- in voru heldur ekki fleiri en svo að læra mátti nöfn alls þorra þeirra, stöðu og sérkenni á einum degi eða tveimur, einkum þeirra er heimavistina byggðu. Nemendur voru mjög á ferli þennan morgun, áttu erindi i bæinn eða róluðu um stéttir skól- ans og lóð, tveir og tveir eða fleiri saman. Góða stund fylgdist ég með þeim, er Eyrarlandsveginn komu. Ég sé þá fyrir mér og heyri óm af nöfnum þeirra og tilgreind- um sérkennum. Láréttir geislar haustsólar leika um hár þeirra, er þeir hverfa framhjá mér, bjartir og örir af göngu upp brekkuna. Heimildarmaður segir mér nöfn þeirra: Þetta voru þeir Jón frá Ljárskógum, það er hann sem skrifar stóru stundaskrána á skólaganginum, og Ragnar Jóhannesson, hann hlaut ágætis- einkunn í íslenzkum stil á gagn- fræðaprófinu i vor. Kynning þessi visaði til list- fengis beggja. Ágætiseinkunn í islenzkum stil var svo fágæt i Menntaskólanum á Akureyri, að I minnum var haft, er til hennar var unnið, og ekki þótti heldur meira vert um neina einkunn, er þar gefin. RithöntT Jóns var svo stílfögur, að af bar. Síðar varð hann þjóðkunnur af ljóðum sin- um og söngvum, lézt ungur og varð harmdauði öllum sem hann þekktu. Báðir voru þeir Dala- menn, Ragnar og Jón, en þaðan stafaði ljóma brags og listar. Kreppa var í landi, fátækt, basl og harðar sviptingar um lifsskoð- un og þjóðmálastefnur. En fólkið i landinu var ekki í kreppu. Æska þessara ára var getin og alin af aldamótakynslóðinni nálægt lykt- um styrjaldar, er binda skyldi endi á styrjaldir, hún var fóstruð í ljóma af nýfengnu fullveldi, vax- in úr grasi í trausti á ævarandi hlutleysi sjálfstæðrar þjóðar og ölvuð af afmælisfagnaði þúsund ára Alþingis á Þingvelli. Sifelld sjálfsafneitun í hversdagslegum veraldargæðum beit ekki mjög á hana. Hversu hart sem gengizt var á um markmið og leiðir var bjartsýnin fyrirvaralaus í öllum fylkingum; Heimur hlaut að fara batnandi. Þó eigi af því einu, að æska allra tima er búin til að berjast fyrir betra heimi, heldur voru ávextir óskeikulla vísinda, frelsandi tækni, friðar og mann- úðar innan seilingar. Ihugunarefnin voru eftir því: List og fegurð, ást og dauði, drengskapur og sómi, sannleikur og hamingja... Framtíðar og fyrirheita var beð- ið með óþoli, því var hver dagur lengi að líða, á meðan það var. Fyrirheitin röktust með óvænt- um hætti. Fyrr en varði dró dökka flóka hér og þar á himin. Þeir sortnuðu, uxu og náðu loks saman svo að skugga virtist bera á alla framtið og ekki varð undan því komizt að efast um, að mannlíf og mannúð ætti lengur von i athvarfi á jörð. Þetta var fullkomnað á túnaslætti 1945. Efinn varð því sárari sem næmleiki á fegurð og réttlæti hafði verið meiri. Á minnisblöðum minum göml- um, sem ég hef stuðzt við í þess- um fáu línum, segir ennfremur: „Ef unglingurinn fæðist með því að finna fegurðina, deyr hann með hinum vaxna, er hann finnur ljótleikann.“ En það var eigi aðeins ungling- urinn, er hlaut að deyja. Bjartsýn- isskeið I sögu þjóðar og álfu var í kvöldstað. Einn af öðrum hverfa þeir nú af sjónarsviðinu, er sjálf- ir lifðu þetta skeið og urðu nauð- ugir viljugir áhorfendur og aðild- armenn að þvi að breyta for- merkjum á fjölmörgum gildum, er þeir höfðu fest á mestar vonir. Ragnar Jóhannesson var fágætt glæsimenni og eftirminnilegur fulltrúi þessa skeiðs. Hann var ástsæll útvarpsgestur á hverju heimili landsins um árabil og önn- ur störf hans eru flest þjóðkunn, afskipti af félags- og stjórnmál- um, ritstörf hans og ræður, kennsla og skólastjórn. I minn- ingu vina lifir hið gáfaða ljúf- menni og drengilegi sveinn, heill í fögnuði hvar sem léttast var kveðið og glaðast sungið, næmur á réttlæti og fegurð. I hópi vina var Ragnars og Rögnu jafnan getið í sömu andrá. Hvorugs mun verða minnzt án hins. Við hana og börn þeirra endurtek ég: Brjóst mitt er fullt af þökk. Broddi Jóhannesson. Ragnar Jóhannesson er fæddur í Búðardal 14. mai 1913, sonur Jóhannesar Jónssonar skósmiðs þar og Guðrúnar Halldórsdóttur, konu hans. Ragnar lézt þann 16. þ.m. Hann varð stúdent frá M.A. 1934 og cand. mag. frá Háskóla Islands 1939. Að námi loknu fékkst hann við kennslu og blaða- mennsku. Þá var hann og starfs- maður (Jtvarpsins i nokkur ár. Arið 1947 varð hann skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akranesi og gegndi því starfi til ársins 1958. Fluttist hann þá aftur til Reykja- vikur og fékkst eftir það við kennslu og þýðingar. Ragnar kvæntist árið 1939 Rögnu Jónsdóttur ættaðri frá Norðfirði og eignuðust þau þrjú börn, Ragnar, Ingibjörgu og Guð- rúnu. Ragnar var listfengur I bezta lagi eins og leikrit hans, ljóð og sögur svo og þýðingar bera vitni um. En áreiðanlega hefur ekkert verka hans notið annarra eins vinsælda og „Jólavísur", sem út komu 1949, prýddar teikningum eftir Halldór Pétursson. Má segja að vísur þessar hafi þegar átt hug og hjarta hvers einasta barns i landinu, enda er það svo, að enn þann dag í dag er ekki haldin jólatrésskemmtun án þess að vis- ur þessar séu sungnar frá upphafi til enda. Ragnar tók einnig mikinn þátt í félagsmálum bæði i Reykjavik og á Akranesi, m.a. í stúdentafélög- unum á þessum stöðum. Þá var hann virkur félagi í Leikfélagi Akraness og minnist ég þess t.d. hve glæsilegur hann var I gervi Lénharðs fógeta. Einnig gerði hann revíu um lífið á Akranesi og hét hún „Kátir voru karlar". Allt svona starf eins og leik- starfsemi og revíugerð eru til þess fallin að hefja lifið upp úr hinum hversdagslega drunga og þeir menn sem fyrir svonalöguðu standa ómetanlegir fyrir sin byggðarlög. Hygg ég að lífið á Akranesi á þessum árum hefði verið æði miklu snauðara ef Ragnars hefði ekki notið við. Ragnar var einnig frábærlega vel kvæntur, og var Ragna alltaf hans styrka stoð í lifinu. Aldrei man ég eftir Rögnu nema glaðri og skemmtilegri. Alltaf er það svo þegar vinir og kunningjar kVeðja að upp í hug- ann koma minningar tengdar hin- um látna. Þegar ég frétti lát Ragn- ars s.l. þriðjudag rifjuðust upp Systir mín, JÓHANNA FINNSDÓTTIR. Vif ilsgötu 1 9, lézt á Elliheimilinu Grund, 22 nóvember Maria Finnsdóttir. t N aðurinn minn. AXEL V. TULINIUS, lögfræðingur, Eskihlíð 10 lést í Borgarspitalanum í Reykjavík að morgni 22. nóvember Aslaug Tulinius. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR PÁLSSON skrifstofustjóri, frá Hrísey, Lynghaga 1 3, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag miðvikudaginn 24 nóvember kl 13.30 Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir Hallgrimur Gunnarsson Páll Gunnarsson Steinunn Helga Jónsdóttir Gunnar Snorri Gunnarsson Ingileif Bryndís Hallgrimsdóttir Áslaug Gunnarsdóttir. t F ginmaður minn, faðir okkar og afi, GUÐMUNDUR ARNASON, símamaður, verður jarðsunginn fimmtudaginn 25 nóv. kl 1.30 frá Dómkirkjunni Ástrós Jóhannesdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Haraldur Kristjánsson, Guðný Guðmundsdóttir, Hinrik Hermannsson, og barnabörn. Skrifstofum okkar og verzlun verður lokað í dag frá kl. 1—4 e.h. vegna útfarar Gunnars Pálssonar, skrifstofustjóra H. BENEDIKTSSON HF. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför PAULT WARD, verkfræðings, StóragerSi 20. Ágústa Ward. Rannveig S. Guðjónsdóttir Gustaf Guðmundsson Viðar S. Guðjónsson Marla V. Guðmundsdóttir Guðmundur Viðarsson Páll Tómas Viðarsson Rannveig Einarsdóttir og aðrir aðstandendur t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinahug við andlát og útför mannsins mins og föður, sonar og bróðir ÖLVERS FANNBERG sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs á deild 3A Landspltalanum Þóra Fannberg Ólafur Fannberg Kristjana Fannberg Bjarní Fannberg Eyþór Fannberg. Skrifstofa Fiskimálasjóðs verður lokuð eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar Gunnars Pálssonar, skrifstofustjóra. Fiskimálasjóður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.