Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1976 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Sandgerðingar — Suðurnes Allar stærðir af hinum viður- kenndu Sönnak rafgeymum í báta, bíla og vinnuvélar. Baldur Árnason, simi 92- 7529 og 7607. HKK húsnæöi í 50—60 ferm. húsnæði til leigu. Tilboð sendist Mbl. merkt: Húsnæði 2595. Saumaskapur Saumum dömubuxur og pils. Einnig drengjabuxur Getum bætt við okkur fyrir jól. Upplýsingar í síma 23359. Frá Þvottahúsi Keflavíkur Höfum opnað aftur i nýjum húsakynnum. Húsmæður at- hugið komið timanlega með þvott fyrir jól. Þvottahús Keflavíkur, Vallar- túni 5, sima 2395. sjálfskiptur til sölu. Uppl. i sima 35709. Bílkrani til sölu 25 tonna bílkrani til sölu. Upplýsingar i sima 93-6298 á kvöldin. 1.0.0.F. 7 = 1581 12481'/! □ HELGAFELl 59761 1247IV/V — 2 1.0.0.F. 9 = 1581 1248'/2 = Fl. Grensáskirkja — Biblíulestur Bibliulestur verður i safnaðar- heimilinu í kvöld kl. 8.30, takið biblíu með. Allir hjart- anlega velkomnir. Sóknarprestur. Hjálpræðisherinn Söng- og hljómleikasam- koma í kvöld kl. 20:30. Söngkonan major Ingrid Hiorth syngur og talar. Fjöl- breytt dagskrá. Allir velkomn- ir. Almenn samkoma á morg- un kl. 20:30. Skiðadeild Ármanns heldur aðalfund kl. 20:30 að Hótel Holti, Þingholtssal. miðvikudaginn 24. nóvem- ber 1976. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Kristniboðssambandið Almenn samkoma verður í kristinboðshúsinu Laufásveg 13 í kvöld kl. 20.30. Bene- dikt Arnkelsson, guðfræðing- ur talar. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld, miðviku- dag kl 8 SIMAR 11798 OGj 9533. Ferðafélag (slands heldur kvöldvöku i Tjarnarbúð fimmtudaginn 25. nóv. kl. 20.30. Fundarefni: Þú stóðs á Tindi Heklu hám. Pétur Pétursson, þulur flytur erindi og sýnir skuggamyndir um leiðangra Paul Gaimard 1835 og 1836. Aðgangur ókeypis, en kaffi selt að erindi loknu. Ferðafélag íslands. — Matvælafræði Framhald af bis. 10 Námsgreinaskipting matvælafræði- og matvælaverkf ræ ð ináms (B.S.) Námsgreinar Matvælafræði Matvælaverkfræði Stærðfræði 11 einingar 17 einingar Eðlisfræði Efnafræði (m.a. almenn efnafræði, líf- 10 einingar 10 einingar ræn efnafræði, matvælaefnafræði og næringarefnafræði) 35 einingar 43 einingar Líffræði (m.a. grunngreinar grasa-, dýra- og örverufræði) Tækni- og verkfræði (m.a. matvæla- 24 einingar 17 einingar tæknifræði og matvælaverkfræði) 12 einingar 30 einingar Viðskiptafræði 2 einingar 9 einingar 94 einingar 126 einingar Af heildarfjölda námseininga var gert ráð fyrir nýrri kennslu, sem að- eins nemur 30 einingum samaniagt. Gert var ráð fyrir tveim nýjum kenn- arastöðum vegna nýrra námsskeiða. Er þar um að ræða eina stöðu í matvæla- efnafræði og aðra i matvælaverkfræði. Afgreiðsla Háskólans Áliti nefndarinnar var vísað tíl Verk- fræði- og raunvísindadeildar til nánari athugunar, enda var i tillögunum gert ráð fyrir því, að meginþungi kennsl- unnar félli á tvær skorir þeirrar deild- ar, efnafræði- og liffræðiskor. Deildin skipaði þriggja manna nefnd til þess að gera tillögur um kennslutilhögun. Nefnd þessi skilaði tillögum sínum í mars 1975 og voru þær samþykktar lítt breyttar í deildarráði Verkfræði- og raunvísindadeildar og í háskólaráði skömmu síðar. Könnunarviðræður vegna samstarfs milli Háskóla tslands, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar- ins voru einnig mjög jákvæðar. Siðan var í samráði við Menntamála- ráðuneytið skipuð ný þriggja manna nefnd, sem átti að fjalla nánar um undirbúning kennslunnar og tilheyr- andi rannsóknir og til þess að leita samráðs við forstöðumenn ofan- greindra rannsóknarstofnana, einkum með tilliti til samnings um sameigin- lega notkun tækja og rannsóknarað- stöðu. Einnig var nefndinni falið að gera fjárhagstillögur fyrir þessa kennslu og rannsóknirnar. Afgreiðsla fjárveitingavaldsins Þvi miður hafa fjárbeiðnir Háskóla lslands ekki fundið náð fyrir augum fjárveitingavaldsins og gat því kennsla þessi ekki hafist á þessu hausti, eins og lagt hafði verið til, en það hefði að öðru leyti verið mögulegt. Sams konar fjár- beiðni liggur nú fyrir stjórnvöldum og er vonandi, að þær fái jákvæða af- greiðslu svo að þessi nauðsynlega kennsla geti hafist á næsta ári. — Þjóðfélags- vandamál Framhald af bls. 17. almennings og drykkjusiðir breytist. Sérstökum áhyggjum veldur, hve áfengisneysla færist niður í raðir barna og unglinga. Rannsóknir sýna, að ef það tekur fullorðinn mann 10 ár að verða áfengissjúklingur, þá tekur það táninginn 10mánuði. Engin „patent" lausn er til á vanda- málinu Til þess þurfa að koma margar samvirkar aðgerðir, fyrst og fremst uppeldislegar og fyrirbyggjandi: Bein fræðsla innan skólanna um afleiðingar af notkun áfengis og fikniefna Aukin félagsmálafræðsla og meiri raunhæf ábyrgð ungmenna í félagsstörfum og í frjálsu félagsstarfi utan skólans Skemmtanavenjur ungra sem eldri eru afgerandi þáttur, þegar fjallað er um notkun áfengis og fíkniefna Of mörg heimili og uppalendur hafa van- rækt eðlilegt samneyti við börn og unglinga og gefið þeim lélegt fordæmi. Hefja þarf almenna baráttu fyrir styrkri fjölskyldu og bættu fjölskyldu- lífi. Heimilið þarf áfram að vera horn- steinn þjóðfélagsins Vandmál barna og unglinga verða ekki leyst með því að fleygja í þau peningum Stefna þarf að meiri sameiginlegri félagsstarfsemi eldra og yngra fólks, « stað þess að blása niður eftir aldri Fjölbreyttari vínlaus kaffihúsamenning væri til bóta. Drykkjusiðir i Reykjavík og nágrenni fóru mjög versnandi, þegar fólk hætti almennt að vinna á laugardögum. Óhæfilegt umburðarlyndi gagnvart drukknum mönnum og tilhneiging til að afsaka framkomu þeirra og gerðir er í senn heimskulegt og háskalegt Alv- arlega er bent á að drykkjusiðir íslend- inga leiða til þess, að áfengisneyzla margra einstaklinga, er ekki teljast drykkjusjúkir eða ofdrykkjumenn hafa iðulega i för með sér mikið heilsu og eignatjón og félagslegan skaða Stéttafélög og vinnuveitendur ættu að veita meira aðhald um reglusemi starfsfólks Virkja þarf fjölmiðla, og þá sérstak- lega sjónvarpið, bæði til beinnar fræðslu og til að móta sterkt og heil- brigt almenningsálit i áfengis- og fikni- efnamálum Æsifregnir og einhliða frá- sagnir af þvi, sem miður fer eru nei- kvæðar Viðhorf almennings þarf að breytast i þá átt, að hægt sé að gera sér dagamun án þess að hafa vín um hönd Ábyrgð fjölmiðla í þessum efnum er mikil. Neyzla róandi lyfja hefir vaxið óhugnanlega á síðustu árum Ábyrgð lækna varðandi útgáfu lyfseðla þarf að aukast. Löggæzla og eftirlit á vinveitingahús- um er i molum. Hvort sett er 18 eða '20 ára aldursmark skiptir ekki megin máli, heldur framkvæmd lagaákvæð- anna Reynsla annarra þjóða sýnir þó, að lækkað aldursmark leiðir til aukinn- ar áfengisneyzlu yngri aldursflokka Sala áfengis gegn framvísun sér- stakra skirteina myndi gagnslaus og jaðrar við skerðingu á persónufrelsi og persónuleynd manna Bráð vöntun er á afvötnunar- og leiðbeiningastöð i Reykjavík, er veitt gæti skyndihjálp ofdrykkjumönnum, sem fjarlægja þarf af heimilum þeirra svo og skammtíma læknishjálp og leið- beiningar Auk þarf framlög ríkisins til gæzluvistarsjóðs og áfengisvarna. Áfengis- og fíkniefnaneysla er þjóð- félagsvandamál, sem í dag leiðir böl og þjáningu yfir þúsundir íslenzkra heim- ila Bætt ástand i þeim efnum er því velferðarmál, sem almenn félagssam- tök, sem og stjórnmálasamtök, ættu að láta til sin taka meir en hingað til. íslenzkar konur ættu að ganga hér fram fyrir skjöldu með góðu fordæmi og i krafti sins samtakamáttar, er þær sfönnuðu með eftirminnilegum hætti á kvennaárinu 1975. — Háskólaráð Framhald af bls. 2 ákveðin efni. Helstu baráttu- mál Vöku í þessum kosningum hafa verið barátta gegn fjölda- takmörkunum (munerus clausus) og barátta fyrir jafn- rétti til náms ásamt baráttu fyrir eflingu Háskóla Islands, sem sjálfstæðra mennta- og rannsóknarstofnunar. Þá hef- ur Vaka sett fram kröfur um aukið aðhald gagnvart kennur- um og skyldum þeirra til vís- inda- og fræðistarfa. Síðast en ekki sízt hefur Vaka lagt áherslu á aukna þátttöku stúdenta í stjórnsýslu H.t. og heitið þvi að standa vörð um frjálsan og lifandi há- skóla. Berglind kvaðst að lokum vilja hvetja stúdenta til þess að taka þátt i þessum kosning- um með það í huga að valið standi á milli tveggja megin stefna. Annars vegar sé Verð- andi, félag byltingarmanna og hins vegar Vaka félag lýð- ræðissinna. Valið standi því í rauninni á milli lýðræðissinna og byltingarsinna en ekki endi- lega milli einstakra frambjóð- enda. — Alfaveizla Framhald af bls. 2 mannaður fríðu liði og haldið til leitar. Var siglt að eyjunum og farið I land en ekkert fannst, hvorki í gærkvöldi né í dag. Ekki vita menn hér um slóð- ir hvaða fyrirbæri hér hefur verið á ferð, en sú skýring hef- ur komið fram að alfar hafi þarna verið að halda veizlu og boðið til sfn álfum úr næstu klettum, og hafi ljósin átt að lýsa þeim á ferðalagi. En ekki þarna langt frá, eða í Bildsey, sá einmitt ferðahópur álfkonu sumarið 1974. — Fréttaritari. — Hornstrend- ingabók Framhald af bls. 5 Hvalveiðar, Mótorbátaútgerð í Sléttuhreppi, Fiskimið Aðalvik- inga og Rauður logi i Rekavík. Ennfremur hafi víða verið bætt við texta og fyllri frásögn gefin. Finnur Jónsson alþingismaður tók allar þær landslagsmyndir, sem voru í fyrri útgáfu. Þær birt- ast nú allar aftur auk fleiri mynda Finns, sem fundust ný- lega. Hefur Hjálmar R. Bárðarson unnið allar þessar myndir upp að nýju, en auk þess birtast í bókinni margar myndir, sem Hjálmar hef- ur sjálfur tekið, bæði af landslagi á Hornströndum, svo og af mann- lifinu, áður en byggðin lagðist í eyði. Bókin er filmusett í Prentstofu G. Benediktssonar og prentuð hjá Offsetmyndum h.f. Á kassanum utan um bindin þrjú er mynd af Hornbjargi, sem Hjálmar R. Bárðarson tók. — Opið bréf Framhald af bls. 14 stofnunum til óþæginda og ang- urs. Þeir þurfa að visa hver á annan og hafa i rauninni ekk- ert að styðjast við I afgreiðslu mála nema úrelta löggjöf, sem kemur I veg fyrir alla jákvæða þróun miðaað við nútima þekk- ingu. Þolandi þessa skipu- lagsleysis er svo hinn þroska- hefti sjálfur, sem verður að treysta á okkur og þann fram- kvæmdaraðila, sem við höfum kosið okkur, alþingi. Ég trúi því ekki, að fjöldi alþingismanna haldi að öll málefni hins þroskahefta séu í stakasta lagi. Þeir hljóta að kynna sér betur en svo hvernig ástatt er fyrir hinum ýmsu þjóðfélagshópum, sem þeir fara með umboð fyrir. Heildarstjórn þessara mála þarf síðan að vera á einum stað og þangað þarf að ráða fólk, sem hefur á málefninu alhliða vit og þekkingu. Það hefur heldur ekki verið til bóta und- anfarin ár að enginn einn ábyrgur aðili hefur farið með stjórnina og engin stofnun, sem þessu tengist hefur haft á að skipa fólki, sem sérstaklega er til þess menntað, að sinna þroskaheftum. (Undantekning er einn starfsmaður hjá Reykjavfkurborg). Þó að ég tali um heildarlög- gjöf með stjórnun á einum stað, þá á ég ekki við að einangra eigi þroskahefta og þjónustu við þá frá öðrum í þjóðfélaginu. Þeir eiga að njóta þjónustu frá sömu stofnunum og við hin, en til þess að svo geti orðið í fram- kvæmd þarf löggjöf að ganga á undan. Ég ætla ekki að fara að endurtaka allt, sem skrifað hef- ur verið um málefni þroska- heftra undanfarið, en ég vil geta þess, að í öllum helstu menningarlöndum hafa slikar löggjafir verið settar. Sums staðar hafa verið búin til heil ráðuneyti, sem einvörðungu fjalla um mál þroskaheftra. Þessar löggjafir taka allar mið af normaliseringu, það er að þroskaheftum séu búin eðlileg lifsskilyrði. Þessi normalisering þýðir- að þroskaheftir eigi að búa á heim- ilum, sem ekki eru stærri en þau, sem við búum á. Þeir eiga að fara til vinnu eða annarrar upplyftingar á daginn. Þeir eiga að njóta tómstunda og finna til þess á margan hátt, eins og við sjálf, að þeir eru manneskjur. Þetta þýðir að börn fá að vera hjá foreldrum slnum og njóta allrar nauðsyn- legrar hjálpar til að ná þroska, eins og til dæmis heyrnarlaus- um hefur verið hjálpað til þroska í marga áratugi. Þroska- heftu börnin eiga að fá að njóta þess, eins og heilbrigðu börnin okkar, að vera til. Ég fer ekki nánar út I það að sinni, hvernig þessum málum skuli vera háttað í framtíðinni, en lausnin er svo einföld, að við megum skammast okkar fyrir að þurfa að knýja fram réttindi þroskaheftra með löggjöf. En hjá því verður ekki komist frekar en hjá öðrum þjóðum. Hinar ýmsu stofnanir þjóðfé- lagsins fara ekki sjálfkrafa að þjóna þroskaheftum, því að það hefur viðbótarkotnað i för með sér. Því verður alþingi að lög- skipa slíka þjónustu og ég trúi ekki að alþingismenn horfi i viðbotarkostnað, þegar um þennan varnarlausa hóp þjóðfé- lagsins er að ræða. Helga Finnsd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.