Morgunblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977 5 Ingólfur Arnarson -fyrsti nýsköpunartogarinn Ný frædslu- og heimildarmynd eftir Jón Hermannsson frumsýnd í gær JÓN Hermannsson, kvik- myndagerðarmaður, frumsýndi í gær -mynd sem hann hefur gert um Ingólf Arnarson fyrsta nýsköpunartogarann og fyrsta togara Bæjarút- gerðar Reykjavíkur, sem formlega er sett á laggir- ar um svipað leyti. I myndinni sést þegar Ingólf- ur Arnarson kemur til landsins og tekið er á móti honum með viðhöfn í Reykjavíkurhöfn, en þá mynd tók Oskar Gíslason við það tækifæri. Siðan er brugðið upp myndum sem Jón tók sjálf- ur úr veiðiferð með Ingólfi Arnarsyni og það sýnt hátt og lágt milli stafns og skuts. Þá er sýnt þegar byrjað var að rifa innan úr togaranum skömmu áður en honum var siglt utan, en togarinn var seldur í brota- járn. Myndinni lýkur á því þeg- ar hinn nýi Ingólfur Arnarson kemur siðan til landsins. Myndin er í senn heimilda- og fræðslumynd um Ingólf Arnar- son, því að Jón kveðst leggja mikla áherzlu á fræðslugildið í texta myndarinnar og veita nokkra innsýn í veiðiaðferðir, eins og þær voru um borð i síðutogurunum sem nú eru nánast alveg horfnir af sjónar- sviðinu. Ingólfur Arnarson var afar farsælt skip. Samkvæmt útreikningum Jóns lætur nærri að hann hafi fiskað 93 þúsund tonn af fiski þau 27 ár sem hann var gerður út, og miðað við núgildandi verðlag er afla- verðmæti þessa afla um 5 milljarðar króna. Um það leyti sem togarinn fór i brotajárn hafði hann að baki um milljónir sjómílur. Myndina gerði Jón algjörlega á eigin kostnað, en hann kvaðst áætla að hún hefði kostað hann um 2 milljónir króna fram til þessa dags. Hann kvaðst enn sem komið er aðeins hafa eitt eintak af myndinni milli handa, en hann vonaðist til að geta selt hana til einhverra aðila hér þannig að hann hefði sjálfur eitthvað upp í kostnaðinn. Hins vegar kvað Jón það einskæra tilviljun, að frumsýningu myndarinnar bæri upp svo nálægt 30 ára afmæli Bæjarút- gerðar Reykjavíkur, sem er um næstu helgi, þvi að það hefði ekki verið neitt takmark af hans hálfu að geta sýnt mynd- ina um það leyti enda þótt það væri óneitanlega viðeigandi. Á myndinni sjást frá vinstri: Gunnar Friðriksson, forseti SVFI, Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, Guðmundur Jón Helgason, formað- ur Alberts, Magnús Erlendsson, forseti bæjarstjórnar, Jónatan Guð- jónsson, formaður svd. Bjarna Pálssonar, og Hannes Þ. Hafstein, framkvæmdastjóri SVFl: Siglufjördur: Tunnuverksmiðja ríkisins seld Húseiningum hf.? LAGT hefur verið fram frumvarp í neðri deild Alþingis um heimild til að selja Húseiningum hf. hús- næði Tunnuverksmiðja rlkisins á Siglufirði. Flutningsmenn eru Pálmi Jónsson, Páll Pétursson og Eyjólfur Konráð Jónsson. í greinargerð með frumvarpitiu kemur fram, að stjórn Húseininga í Siglufirði hefui eir.róma óskað eftir því að aflað verði heimildar Alþingis fyrir ríkisstjórnina til þess að selja fyrirtækinu húsnæði Tunnuverksmiðja rikisins þar í bænum. Fram kemur, að Húseiningar hf. reka starfsemi sina i þessu húsnæði og hafa það á leigu til þeirra nota. Fyrirtækið sé i örum .vexti, en búi, eins og framan- greint beri með sér, við öryggis- leysi hvað húsnæði snerti, auk þess sem þetta öryggisieysi tor- veldi mjög eðlilega fyrirgreiðslu fjárfestingarlánasjóða lil fyrir- tækisins. Tekið er fram af hálfu flutningsmanna, að frumvarp þetta sé flutt i samráði við og með samþykki Ragnars Arnalds, er á sæti i efri deild. Stórgjöf Seltjarnarnessbæjar til slysavama- og björgunarstarfe BÆJARSTJÓRN Seltjarn- arnesskaupstaðar sam- þvkkti á fundi sínum hinn 9. febrúar sl. með sam- hljóða atkvæðum bæjar- stjórnarfulltrúa að styrkja slysavarnadeildina Bjarna Pálsson og björgunarsveit- ina Albert með framlagi að fjárhæð 1.550.000, að því er segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélagi ís- lands. Slysavarnadeildin Bjarni Pálsson var stofnuð árið 1968 og skömmu síðar tók björgunarsveitin Albert til starfa innan deildarinnar, sem þegar í upphafi fékk aðstöðu fyrir starfsemi sína í Áhaldahúsi bæjarins. Þar er geymsla fyrir tæki og herbergi til fundarhalda og annarrar félagslegrar starfsemi. Næstu daga mun bjsv. Albert taka í notkun mjög fuilkomna björgunar- og sjúkrabifreið en við fjár- öflun þeirra kaupa hafa fé- lagar björgunarsveitarinn- ar notið góðs liðsinnis fjölda stuðningsmanna á Seltjarnarnesi. t fréttatilkynningu SVFÍ er borið fram þakklæti til bæjarstjórnar Seltjarnar- ness fyrir þetta höfðing- lega framlag til slysavarna- og björgunarstarfs, svo og er öllum íbúum bæjarins þakkað fyrir góðar móttök- ur þá er félagar úr slysa- varnadeildinni og björgun- arsveitinni hafa leitað lið- sinnis þeirra. HRIFANDI OG ÞOKKAFULL MEIRA AUGNAYNDI GETUR VORTÍZKAN EKKI ORÐIÐ — og allt getið þér sniðið og saumað sjálfar — neue Tizkufatnaður, sem töfrar: Vortizkan í „NEUE MQDE". Léttir og þægilegir kjólar, nýstár- legur og sportlegur stíll, nýtízku- leg pils og blússur, heillandi sparikjólar og smekkleg gallaföt — allt hið fegursta, sem vorið hefir að bjóða, og fullnægír itrustu tizkukröfum yðar. Með aðstoð „NEUE MODE" mun yð- ur reynast leikur einn að sníða og sauma sjálfar — eini vandinn er að velja úr hinum 87 hárná- kvæmu sniðum. Fyrir byrjendur: Tvær myndskreyttar sniðaarkir, sérlega handhægar og greinileg- ar, til leiðbeininga um sauma- skap. oieneue mode^ Febrúarhefti „NEUE MODE" fæst nú á öllum útsölustöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.