Morgunblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977 VIÐSKIPTI Umsjón: Pétur J. Eiríksson Þannig sleppur ferðalangurinn bezt frá reikningnum: Gisting í Jóhannesarborg, bjór 1 Kairó, hádegismatur í Nairobi, kvöldmatur í Moskvu, whisky í Birmingham, vín á Kýpur og keyrt á milli 1 egypzkum leigubíl Verðið er reiknað í sterlingspundum samkvæmt gegnisskráningu 29. nóvember 1976. Borg Vísitala Gisting 1 nótt & morgunv Mált. á veit.h. án vlns 1 »1. gott vln 1 Whisky 1 Bjór 1 létt mált. 1.5 km 1 leigub. Borg Vlsitala Gisting 1 nótt 8t morgunv. Mált. á veit.h. án vlns 1 fl. gott vln 1 Whisky 1 bjór 1 létt mált. í 1.5 km leigub. Abu Dhabi 232 40.43 17.50 «.59 0.95 0.81 3.81 1.14 Varsjá 117 18.79 5.40 11.04 1.79 0.70 0.77 0.61 New York 231 45.«S 11.22 10.94 1.21 1.1« 1.57 2.12 Taipei 115 15.77 4.63 7.98 1.06 0.73 3.03 0.54 Frankfurt 225 32.22 13.5« 2.02 1.89 0.57 5.04 «J0 Sydney 115 20.88 5.47 3.34 0.68 o.«o l.«0 1.23 Bahrain 219 43.«« 9.55 10.7« 0.83 0.72 3.08 0.7« Colombo 115 14.6« 2.11 14.18 0.85 0.62 1.38 1.03 Paris 215 35.44 14.45 «.68 2.43 0.94 3.04 1.94 Lima 212 16.18 (.32 17.83 2.26 0.59 l.«3 0.72 Brússei 20« 23.49 12.09 21.43 1.25 0.66 2.47 6.59 Singapore 107 19.60 5.12 7.12 0.70 0.72 1.11 0.99 Stokkhólmur 195 32.2« 13.34 10.92 2.49 1.72 2.4« 2.32 Nýja Delí 101 10.9« 2.22 13.37 0.98 1.08 1.12 0.41 Bahamaeyjar 191 37.5« 8.57 8.78 1.28 1.22 2.17 2.43 London 100 18.06 7.01 5.17 0.54 0.48 1.30 1.20 Oman 185 34.95 7.92 17.41 0.5« 0.79 2.29 2.20 Kairo 98 21.07 2.87 0.95 0.63 0.22 1.48 0.1« Tokyo 182 23.99 18.91 21.45 1.34 0.81 3.28 2.25 Aþena 97 19.03 3.78 9.24 0.82 0.50 1.47 0.59 Montreal 177 28.00 9.«2 7.25 1.56 0.85 2.94 4.15 DaresSalam 97 13.78 4.40 7.42 0.87 0.51 1.39 1.23 Ósló 1«0 24.59 11.04 8.29 1.31 1.08 2.61 2.32 Jerúsalem 92 14.12 7.23 3.56 1.24 0.80 1.74 1.25 Algeirsborg 159 28.03 9.24 5.25 3.39 1.14 1.97 1.4« Dublin 88 14.40 6.71 5.13 0.41 0.44 1.00 1.00 Amsterdam 159 29.9« 13.29 9.28 1.49 1.04 1.45 1.49 Mexikóborg 84 14.25 4.53 30.97 1.00 0.49 0.94 0.94 Teheran f 15« 23.10 14.33 24.35 l.«9 0.75 3.45 2.59 Lusaka 83 13.76 10.00 7.69 0.77 0.27 1.15 0.77 Hong Kong 155 28.85 7.92 7.29 0.85 0.55 1.92 0.77 Kuala Lumpur 83 15.03 2.96 11.19 038 0.65 0.72 0.21 Kaupmannahöfn 155 2485 10.38 • 9.28 1.20 1J5 3.61 2.0« Nairobi 81 15.61 4.06 5.39 0.45 0.27 0.72 2.17 Chicago 154 28 .«3 8.79 10.7« 0.93 0.70 3.27 1.82 Damaskus 81 14.0« 3.33 4.00 1.00 1.00 2.00 1.00 Genf 148 2«.74 7.10 5.19 1.74 0.56 2.98 1.74 Birmingham 80 1236 4.00 4.25 0.32 0.31 1.00 1.10 Reykjavik 139 23.01 9.84 5.21 1.00 0.62 1.48 2J0 Salisbury 79 12.24 4.29 5.28 0.74 0.33 088 0.98 Helsingfors 132 18.14 12.44 8.42 1.3« 0.92 1.75 1.99 Rabat 79 12.89 4.90 1.87 1.22 0.5« 1.10 0.82 Rio de Janeiro 132 21.24 7.88 8.38 2.4« 0.38 1.77 1.01 Wellington 77 12.04 6.14 5.72 0.65 0.44 1.37 1.34 Vln 132 24.«7 5.86 4.3« 1.40 0.«5 1.95 2.0« Ankara 77 13.35 2.49 2.84 1.12 0.42 0.57 0.76 Port of Spain 132 17.83 11.32 14.25 1.62 0.83 2.40 8.09 Moskva 74 16.86 1.38 2.18 0.50 0.32 0.80 0.80 Buenos Aires 132 24.07 8.09 5.26 2.«3 0.97 0.85 U1 Montevideo 74 12.41 2.71 2.26 1.09 0.50 0.91 0.«3 Caracas 12« 18.1« 5.71 12.07 1.47 0.75 2.27 1.82 Lissabon 72 11.33 «.16 2.64 1.22 0.34 1.15 0.48 Lagos 12« 18.Í9 4.69 7.11 0.75 0.64 1.7« 1.54 Belgrad 69 10.99 2.98 1.91 1.25 0.39 1.31 1.05 Róm 123 21.37 9.«2 10.8« 1.12 0.42 1.40 1.05 Jóhannesarborg «0 9.45 4.42 2.91 0.3« 0.33 1.74 1.71 Madrid 121 19.44 10.59 3.10 1.21 0.38 1.68 1.02 Kýpur 58 10.91 3.0« 1.6« 0.48 0.35 0.73 0.73 Jakarta 118 20.7« 5.95 10.25 0.90 0.90 1.52 1.21 Saudi Arabia. — 38.80 10.99 — — —- — 1.72 Hvað kostar að ferð- ast um 1 heiminum? EFTIR undanfarin geng- issig á sterlingspundinu kemur vart neinum á óvart aö brezkar borgir skuli vera orðnar meö þeim ódýrustu f heimin- um. Á nýlegri athugun The Financial Times, þar sem borinn er saman dvalarkostnaður kaup- sýslumanna í 60 helztu viðskiptaborgum heims, kemur það fram að að- eins fjórar vestur- evrópskar borgir eru ódýrari til dvalar en Lon- don og aðeins ein, Lissa- bon er ódýrari en Birm- ingham í Englandi. Að sama skapi, sem brezkar borgir hafa orðið ódýrari fyrir erlenda kaupsýslumenn hefur orðið erfiðara fyrir Breta að leyfa sér sama munað erlendis og hann á að venjast heimafyrir. Verðþróunin skýrist bezt með því að í könnuninni í fyrra var London 19. dýrasta borg heimsins en er nú komin í 38. sæti. Reykjavík er nú í 20. sæti og er 9. dýrasta borg Vestur-Evrópu, en aðrar höfuðborgir Norður- landa að Helsingfors undanskilinni eru dýr- ari. Samkvæmt töflu Financial Times virðist tiltölulega dýrara fyrir islenzka kaupsýslumenn, eins og þá brezku, að fara til útlanda en það er fyrir helztu viðskiptavini þeirra að koma til Reykjavikur. Af helztu við- skiptalöndum íslendinga, þ.e. Bandaríkjunum, löndum Efna- hagsbandalagsins og Efta, eru aðeins Bretland og Portúgal ódýrari. Kaupmannahöfn er til dæmis 16 vísitölustigum dýrari en Reykjavík, Stokkhólmur 56 og Frankfurt 86. Aðeins tvær vestur-evrópskar höfuðborgir, Lissabon og Dublin, eru ódýrari en London, fyrir þá sem greiða með pund- um. Genf, Madrid og Vín, sem í fyrri athugunum voru ódýrari en London hafa allar færst upp- fyrir hana og hótelreikningur í Paris er næstum tvisvar sinn- um hærri en í London i ster- lingspundum reiknað. Astaeðan fyrir „hagstæðri" verðþróun í Bretlandi er minnkandi verðgildi pundsins auk annarra gengisbreytinga, sem átt hafa sér stað á siðasta ári, en mismunandi verðbólgu- hraði hefur einnig breytt röð- inni. Verðlag, semdlagt er til grundvallar visitöluútreikningi töflunnar er reiknað í pundum. Þó að verðlag hafi haldið áfram að hækka í London á síðasta ári, þá hefur hækkunin ekki vegið upp á móti minnkandi kaupgetu pundsins í öðrum borgum eins og Frankfurt eða París. Ef það kemur á óvart hvað Reykjavík er neðarlega í töflunni, þá gildir það sama um Island. Þrátt fyrir örar verð- hækkanir er Reykjavík næst ódýrasta borg á Norðurlöndum vegna mikils gengissigs. Fleiri borgir en London hafa orðið tiltölulega ódýrari. I Mexiko var verðgildi pesosins Saman- burður á kostnaði í helztu borgum heims fellt um 43% gagnvart dollar á árinu og því hefur Mexíkóborg færst neðar i töfluna. Vegna gengisfellingaáhrifa hefur verðlag þar þó stigið ört síðan taflan var gerð í nóvember. Litlar breytingar hafa orðið á efri enda töflunnar. New York, Frankfúrt og París hafa verið í efstu sætum síðustu fimm árin. Sama gildir um olfurikin Abu Dhabi og Bahrain, en þó svo að ferðalangur væri reiðubúinn til að greiða verðið, sem nefnt er í töflunni, þá mætti hann prisa sig sælan að fá sömu þægindi og hann getur átt von á annars staðar á fyrsta flokks hóteli. í Abu Dhabi er aðeins eitt fyrsta flokks hótel og það er alltaf fullbókað og i Kuwait er það frægt að menn greiði 20 pund fyrir að fá að sofa á gólfinu í danssalnum. Við útreikning vísitölunnar var gert ráð fyrir því að ferða- maðurinn reyndi að finna hótel sambærileg að gæðum, hvar sem hann væri staddur í veröld- inni. Hann myndi borða venju- legan evrópskan mat í stað þess að fikra sig fram eftir matseðli innfæddra og drekka það sem hann er vanur. Slik stöðlun er auðvitað ekki með öllu raun- hæf. Málsverður, sem kostar £1.35 í Moskvu, getur vart verið sambærilegur við málsverð á veitingahúsi í París sem kostar £14.45, frekar en Kýpurvín á £1.66 sé af sömu gæðum og tutt- ugu og eins punds vin í Bríissel (Þótt hvor tveggja sé álitið gott að mati heimamanna). í visitölunni er miðað við þriggja nátta gistingu og morg- unverð (fréttaritararnir voru beðnir um að gefa upp verð á lúxushótelum og ferðamanna- hótelum, þó að í sumum lönd- um séu ekki nein lúxushótel). Þá eru reiknaðar með tvær kvöldmáltiðir á hóteli (meðal- tal allra hótelverða, sem upp voru gefin), einn kvöldverður á meðalveitingahúsi, þrjár flösk- ur af vini hússins (ekki bestu vín á lista) tvær léttar máltiðir (eggjakaka, salat og kaffi) fimm kílómetra ferð í leigubil og fimm whiskysjússar á barn- um. Þó að það sé kannski lítil huggun þá er það niðurstaða þessarar könnunar að alltaf má græða eitthvað alls staðar. Þó að Abu Dhabi, sem dýrasta borgin, sem á heildina litið, þá er ódýrara að drekkja þar sorg- um sinum í bjór en á Norður- löndum. Bezta ráðið er líklega að vera stöðugt á ferðinni, helzt í egypzkum leigubíl, því þeir eru ódýrastir, gista og borða morgunverð I Jóhannesarborg, fá sér hádegismat i Nairobi, kvöldverð í Moskvu, drekka vin á Kýpur, bjór í Kairo og skreppa svo til Birmingham til að fá sér whisky fyrir svefninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.