Morgunblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGUR 15. FÉBRUAR 1977 Þurfður Ólafsdðttir, formaðurinn eins og Jón Svan sagði, kemur þarna stormandi ðr einni útrétt- ingarferðinni, en f pokanum sem hún kom með voru dýrindis rjómabollur f forskot á bolludag- inn. Snæbjörn Þórðarson offsetprent- ari við eina Heidelbergvélina að kanna litprentað auglýsinga- spjald. Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelss. Möguleikarnir verða alltaf meiri og meiri og t.d. má nefna að þessi nýja Ijóssetningarvél, sem við vorum að fá er með 24 leturtegundir sem hægt er að velja úr og hver leturgerð býður upp á 33 leturstærðir. Allt hefur þetta kallað á aukinn mannskap' og nú vinna 14 manns í Svansprenti. Við hverja nýja einingu sem kemur til þarf fleira fólk og til þess að fullvinna sem mest af okkar verkefn- um innan veggja prentsmiðjunnar urð- um við að auka tækjakostinn. Fyrstu tvö árin I Kópavogi varð ég t.d að kaupa allar plötur innan úr bæ og það var mjög óhagstætt, eða þar til það vandamál leystist er filmu- og plötu- gerðin var keypt hingað ' STÉTTIN HEFUR MISST VIÐSKIPTI TILÝMISSA ..Breytingarnar í prentiðninni eru mjög hraðar og menn verða hreinlega að fylgjast vel með til þess að dragast ekki aftur úr. Prentsmiðjurnar hafa misst talsverðan markað af því að þær hafa ekki viljað fara út i offset-fjölritun, eða hraðprentun, og svo er hitt að til þess að unnt sé að nýta alla þessa möguleika, þarf margt að haldast í hendur Það þarf t.d. setjaravél til þess að setja upp alls konar smáverk fyrir Framhald á bls 30 Pólsk stjórnvöld heita bót og betrun fengið hækkun á afurðum sínum. Framleiðslan hefur þó ekki aukist neitt enn, þar sem þeir hafa ekki getað aflað þeirra hluta sem til þess eru nauðsynlegir. Ætlunin'er því að hraða á markaðinn dráttar- vélum, byggingarefni, sáðkorni og fóðurvöru, svo að matvæla- framleiðsla megi aukast. VALDHAFAR í Póllandi hafa nú tekið þá mikil- vægu ákvörðun að draga úr fjárveitingum til stór- iðju í landinu. Vonast er til að þetta megi verða til úrbóta í efnahags- málunum og firra frekari andstöðu almennings við stjórnvöld. Háttsettir embættis- menn virðast nú í sjöunda himni eftir að niðurstaða hefur loks fengist. Segja þeir hana byggða á ýtarlegum rannsóknum á vanda- málunum, sem aðallega hafi stafað af „markaðs- örðugleikum“. Ný stefna hefur jafn- framt verið boðuð um dreifingu fjármagns til neysluiðnaðar og er mikil áhersla lögð á að efla hann sem skjótast. Augljóst er að fögnuður embættismannanna stafar meira af þvi að loksins hefur verið tekin einhver afstaða þó að sumir þeirra að minnsta kosti séu ekki of vissir um að tilætlaður árangur náist. Stöðugur hörgull er á neyslu- varningi i landinu og reyndi rikisstjórnin s.l. sumar að draga úr eftirspurn með þvi að boða stórfelldar verðhækkanir. í kjölfar þessarar ákvörðunar urðu siðan mikil verkföll og uppþot meðal verkamanna. Drógu yfirvöld þvi hækkanirnar fljólega til baka. Niðurgreiðslum verður beitt, þar til árangur fer að koma í ljós af framleiðsluaukningu. Einnig hafa verið gefin hálf- gildings loforð um aukna frjáls- hyggju í efnahagsmálum og ýt- ir það undir bjartsýni embættismanna. Áformin eru auglýst eitt í einu en almenningur veit þó aðeins óljóst hvað um er að vera, því að leynileg vinnu- brögð kerfisins hafa aldrei verið gerð lýðnum ljós. Menn eru aðeins fullvissaðir um að allt muni komast i himnalag innan skamms, almenningur verði aðeins að bíða þolin- móður, meðan verið sé að yfir- stiga smávægilega örðugleika á veginum til bætts ástands. Árangurinn á siðan að birtast seinna á árinu i mynd svign- andi hillna undan vörubirgð- um, í verzlununum. Mikilvægasta ákvörðunin var líklega sú að stöðva hina hröðu og fjárfreku uppbyggingu efna- hagskerfisins, sem hófst 1971. Sú uppbygging jók að vísu kaupgetuna um 40% en láðst hafði að sjá fyrir varningi svo að mögulegt væri að njóta þessara auknu fjárráða. Á vest- urlöndum hefði þessi aukning á kaupgetu leitt til stórfelldrar verðbólgu, en vöruþurrðin i Póllandi kom I veg fyrir að svo færi. UPPÞOTIN 1 JUNI. Til að draga úr eftirspurn og koma á raunvirði, boðaði rfkis- stjórnin allt að 70% hækkanir á neysluvörum. Þetta var kornið sem fyllti mælinn. Verkamenn hófu víðtæk verkföll sem síðan leiddu til uppþota. Hætt var þá við áformin, en grfpa varð til annarra úrræða til að greiða úr aðkallandi vandamálum á efna- hagssviðinu. Yfirvofandi stjórnarkreppa var augljós, tækist ekki að leysa vandann. Fyrsta skrefið var að gefa lof- orð um, að verðlagi skyldi hald- ið niðri f eitt ár. Þrátt fyrir það hafa nokkrar hækkanir orðið en þó ekki á aðalneyslu- varningi. Niðurgreiðslum hefur verið beitt f þessum tilgangi. Niðurgreiðslurnar munu nema um 12% af tekjum ríkis- sjóðs þetta árið. Þó ekki sé auðvelt að umreikna gengið vegna óáreiðanleika gengis- skráningar pólsks gjaldmiðils, álíta vestrænir stjórnmála- menn að ekki sé fjarri lagi að þetta nemi um 4 milljörðum bandarikjadollara. Fjárframlög til stóriðju munu verða minnkuð smám saman, þannig að um 1980 ættu þau að vera algjörlega fallin niður. Eftir Floru Lewis Siðastliðið ár voru framlög 32% af fjárlögum. Yfirvöld segjast ekki geta fellt þau niður nú þegar, þar eð ákveðið hefur verið að ljúka við framkvæmd- ir, sem byrjað var á. SKULDIR A VESTURLÖNDUM Auk alvarlegs vöruskorts hefur hin stórfellda og hraða uppbygging leitt til mikillar skuldasöfnunar á vestur- löndum. Eru þær nú áætlaðar um 8 milljarðar bandarfkja- dollara, og aukast stöðugt. Hag- fræðingar álfta að hinar nýju áætlanir muni draga verulega úr greiðsluhallanum, þar sem helmingur af innflutningsverð- mætum fór til efnahagsupp- byggingarinnar en aðeins 10% til beinnar neyslu. Ekki er þó enn ljóst hvort þetta muni minnka vöruskipti við vestur- lönd, þó að það sé líklegt — að minnsta kosti þar til út- flutningsverðmæti ná þvf marki að vera f jafnvægi við innflutningsþörfina. Afar mikilvæg var einnig sú ákvörðun að auka framleiðslu á þeim varningi, sem pólskur neitandi telur mikinn hörgul á. Það eru meðal annars bif- reiðar, sjónvarpstæki, húsgögn og ekki sist húsnæði. Áform eru einnig um að auka vöru- skipti við Sovétríkin en ekki eru þó ljós í smáatriðum ákvæði þess samnings. Pólsk yfirvöld halda því þó fram að slfk vöruskipti verði þeim hag- kvæm og muni verða til, að þeir eigi inni hjá sovétmönnum um 1,3 milljarða bandaríkjadollara er kemur fram á árið 1980. Sovétmenn segjast geta tryggt þeim öruggan markað ýmiss neysluvarnings — þar á meðal snyrtivara og munu heima- menn þvf njóta góðs af fram- leiðsluaukningunni. Övissan um ákvæðin i samningnum hefur þó gert almenning órólegan. Pólverjar eru fullir grunsemda gegn Rússum þar sem þeir gera ráð fyrir að Rússar sjái um að fá öllum samningum snúið sér í hag. AUKIN AÐSTOÐ VIÐ LANDBUNAÐINN. Fjárveitingar til land- búnaðarins eiga að aukast mik- ið, nú þegar hafa bændur Síðar munu stjórnvöld setja á nauðsynlegar verðhækkanir, er skorturinn er úr sögunni. Pólland er eina landið undir stjórn kommúnista, þar sem meira en 80% allrar land- búnaðarframleiðslu eru f höndum einkaaðila. Leyfileg stærð landareigna er nú 4 ekrur víðast hvar i landinu, en í athugun er að rýmka þessi ákvæði og einnig má nú taka við landareign í gegnum erfðir. Ytt verður undir einkafram- tak f smáiðnaði með því að lofað hefur verið fyrirgreiðslu f formi lána, skattaívilnana og jafnvel aðildar að almennum tryggingum, en hingað til hafa þær verið takmarkaðar við ríkisstarfsmenn og bændur. Mikilvægast af þessu öllú er þó að horfst er í augu við vandamálin og að minnsta kosti gerðar tilraunir til úrbóta. Hvort þessi áform ná fram að ganga eftir svo langt athafna- leysi skal látið ósagt. Jákvæð afstaða stjórnvalda lofar þó góðu. Þau virðast gera sér ljóst að þörf er á meiri sveigjanleika í samskiptum við almenning. Hvernig ætlað er að koma því fyrir að koma á raunvirði á varning smátt og smátt án þess að láta hækkanirnar verða of áberandi, kemur í ljós. Þessi vandamál fylgja stjórn- skipuðum efnahagsmálum, en ríkisstjórn Póllands virðist loks hafa gert sér ljóst að vænlegra er til árangurs ef beitt er sam- vinnu f stað hörku við almenning. Dregið úr stóriðju Meðal fyrirheita stjórnvalda: Stórauknar fjárveitingar til pólsks landbúnaðar. Pólland sker sig að þvf leyti úr austan j&rntjalds, að 80% landbúnaðarframleiðslunnar eru I höndum einkaaðila, svo sem eins og bóndans hér fi myndinni. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.