Morgunblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1977 m 1976 VAR BEZTA FRJALSIÞROTTA- ÁRIÐ 1976 verður að teljast mjög hagstætt ár I fslenzkum frjálsíþrótt- um. Sjaldan hafa verið sett eins mörg ný lslandsmet f flokki fullorðinna eins og þá, og árangurinn var yfirleitt jafnbetri en áður. Má vel vera að Óiympfuleikarnir f Montreal hafi haft sitt að segja, en allir beztu frjálsíþróttamennirnir stefndu vitanlega að þátttöku f þeim. Fimm frjálsfþróttamenn voru svo sendir til leikanna, þeir Bjarni Stefánsson, Elfas Sveinsson, Óskar Jakobsson, Ágúst Ásgeirs- son og Hreinn Halldórsson, auk tveggja stúlkna Þórdfsar Gfsladóttur og Lilju Guðmundsdóttur. Þegar á hólminn kom voru þessir fþrótta- menn nokkuð frá sfnu bezta, nema þau Ágúst og Lilja sem stórbættu Islandsmetin f þeim greinum sem Hér á eftir er birt afrekaskrá vikið nokkrum orðum að hverjum SPRETTHLAUP Vilmundur Vilhjálmsson náði langbeztum árangri í sprett- hlaupum á árinu, og vann ágæt afrek. Hæst ber vitanlega met- jöfnun hans í 200 metra hlaupinu en hann hljóp það á 21,3 sek. Metið með Vilmundi eiga þeir Haukur Clausen og Hilmar Þor- björnsson og er afrek Hauks það elzta sem er í efsta sæti á islenzku afrekaskránni frá upphafi. Vilmundur kom hins vegar ekki upp fyrr en komið var fram undir haust, en afrek hans sýna að hann á aó ráða við íslandsmetin, senni- lega í öllum spretthlaupunum, þegr næsta sumar. Ef til vill verður þó met Bjarna í 400 metra hlaupinu nokkuð erfitt viðfangs fyrir Vilmund, þar sem hann mun æfa í vetur með styttri hlaup í huga. Árangur Vilmundar í 100 og 400 metra hlaupi er jafnframt næst bezti árangur íslendings í þeim greinum frá upphafi. MILLIVEGA- LENGDAIILAUP Jón Diðriksson náði beztum tíma í 800 metra hlaupi, 1:52,8 mín., sem teljast verður bæri- legur árangur. En víst er að Jón á að geta miklu betur i þessu hlaupi, og jafnvel ráða við ís- landsetið þegar næsta sumar. i 1500 metra hlaupinu tvíbætti svo Ágúst Ásgeirsson met það sem Svavar heitinn Markússon setti á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960, en það var 3:47,1 mín. Er árangur Ágústs, 3:45,5 mín., mjög að nálgast alþjóðlegan mæli- kvarða, og má líklegt teljast að hann geti bætt þetta afrek sitt næsta sumar. Reyndar æfði Ágúst erlendis allan s.l. vetur, og verður þvi fróðlegt að sjá hvort fram- Jón Diðriksson — beztur í 800 metra hlaupi. Er í mik- illi framför og ofarlega á blaði í mörgum greinum. þau kepptu I. ársins 1976 f karlagreinum og skal greinaflokki fyrir sig. farirnar verða eins miklar hjá honum næsta sumar, þegar hann i vetur hefur æft hérlendis. i heild má segja að bjart sé framundan í millivegalengda- hlaupunum, eir það eru einmitt þær greinar sem jafnan setja mestan svip á frjálsiþróttamót. Auk þeirra Ágústs og Jóns eru margir hlauparar sem eru i mikilli framför og nægir þar að nefna Gunnar Pál Jóakimsson, ÍR-ing, og FH-ingana Sigurð P. Sigmundsson, Einar Guðmunds- son og Gunnar Sigurðsson. LANGHLAUP Sigfús Jónsson setti nýtt is- landsmet í 10.000 metra hlaupi sem fram fór í Sjotsi 12. mai og hljóp þa á 30:10,0 min. Eftir þetta ágæta afrek svo snemmá sumars, áttu flestir von á því að Sigfús myndi bæta met sitt í 5000 metra hlaupinu og sigrast á 30 min. takmarkinu í 10.000 metra hlaup- inu. En einhvern veginn náði Sig- fús sér ekki vel á strik það sem eftir lifði sumars og bætti ekki árangur sinn. Auk mets Sigfúsar í 10.000 metra hlaupi setti Ágúst Ásgeirsson nýtt islandsmet í 2 mílna hlaupi á móti i Gateshead 29. maí og Högni Óskarsson bætti eigið met í maraþonhlaupi i 2:50,56 klst. i keppni sem fram fór i Rochester í Bandaríkjunum 16. október. GRINDAHLAUPIN Árangur í grindahlaupunum var heldur slakur s.l. sumar, eins og svo oft áður. „Gamli maður- inn“, Valbjörn Þorláksson, var nánast ósigrandi í 110 metra grindahlaupi og sennilega myndi enginn jafnaldri hans geta hlaupið á 15,0 sek. En ungu mennirnir eru nokkuð langt á Jón S. Þórðarson — fjöl- hæfur fþróttamaður. Náði bezta árangri ársins f 400 metra grindahlaupi. Elías Sveinsson — beztur í hástökki, tugþraut og stangarstökki, en var nokk- uð frá sínu bezta. Guðlaugur Þorsteinss. ÍR 23,7 Óskar Thorarensen, ÍR 23,8 Hjörtur Glslason, KA 23.9 FriSjón Bjarnason, UMSB 24.0 Gunnar Þ. Sigurðss. FH 24,1 Emil Grlmsson, HSÞ 24,1 Jón Benónýss. HSÞ 24.1 Ingi B. Albertss. Val 24,1 400 METRA HLAUP sek Vilmundur Vilhjálmss. KR 47.3 Bjami Stefínsson KR 47,8 Stefán Hallgrlmss. KR 50,3 ASalsteinn Bernharðss. UMSE 50,4 SigurSur Sigurðss. Á 50,5 Jakob Sigurólas. HSÞ 51,2 Elias Sveinsson KR 51,5 Jón S. ÞórSars. ÍR 51.5 Þorvaldur Þórss. UMSS 51.6 Jón Diðriksson UMSB 51,6 Gunnar Þ. Sigurðss. FH 51,6 Gunnar P. Jóakimss. ÍR 51,8 Einar P. GuSmundss. FH 52.0 Björn Blöndal KR 53,4 FriSrik Þ. Óskarss. ÍR 53.4 Jón Hermannsson Á 54,0 Óskar Thorarensen ÍR 54,3 SumarliSi Óskarss. ÍR 54,3 Ólafur Óskarss. Á 54,4 Þorgeir Óskarss. ÍR 54.4 800 METRA HLAUP Min. Jón DiSrikss. UMSB 1:52.8 Ágúst Ásgeirss. ÍR 1:53.6 Vilmundur Vilhjálmsson I langstökki. Vilmundur var bezti sprett- hlaupari landsins á s.l. keppnistimabili og jafnaði tslandsmetið í 200 metra hlaupi. eftir. Helzt má binda vonir við Jón Sævar Þórðarson sem hljóp s.l. sumar á 15,5 sek., en hann náði einnig bezta ársafrekinu í 400 metra grindahlaupi 55,7 sek. Þar náði kornungur piltur úr Skagafirði næst bezta tímanum, 55,9 sek., og má mikið vera ef hann á ekki eftir að láta verulega að sér kveða innan tíðar. HINDRUNARHLAUP Ágúst Ásgeirsson bætti 15 ára met Kristleifs Guðbjörnssonar i þessari grein úr 8:56,4 min i 8:54,0 mín. Má segja hið sama um hindrunarhlaupið og 1500 metra hlaupið hjá Ágústi, — hann nálgast óðfluga það að verða á alþjóðlegan mælikvarða í þessari hlaupagrein. En Ágúst var líka sá eini sem eitthvað kvað að í þessari grein hérlendis s.l. keppnistíma- bil, svo sem sjá má af því að næst bezti maður var með tímann 9:31,2 mín. Var það Jón Diðriks- son, sem skipar sér samt með því i hóp beztu hindrunarhlaupara á íslandi frá upphafi. STÖKKIN Stökkin voru þær greinar sem árangur var hvað slakastur i s.l. sumar. Eini stökkvarinn sem vænta mátti að léti verulega að sér kveða, Friðrik Þór Óskarsson, var meira og minna meiddur nær allt keppnistímabilið, og voru það mikil vonbrigði, þar sem Friðrik Þór hafði búið sig undir keppnis- tímabilið af mikilli kostgæfni. Friðrik náði þó langbeztum árangri í langstökki og þrlstökki. S.l. sumar stökk enginn hástökkv- ari yfir 2 metra, og stangarstökkið var einnig mjög lélegt a.m.k. ef miðað er við það sem gengur og gerist hjá öðrum þjóðum í þessari grein. KÖSTIN Eins og svo oft áður var árangur í kastgreinunum mjög góður og kúluvarp Hreins Ííalldórssonar, 20,24 méirSL t-d. frábært afrek. Eru það örugglega ekki margar þjóðir sem geta stát- að af því að eiga þrjá kúluvarpara sem kasta lengra en sautján og hálfan metra og þar af einn vel yfir 20 metra. Hreinn þríbætti íslandsmet sitt í kúluvarpi s.l. sumar, fyrst í 19,53 m., síðan í 19,97 m og loks í 20,24 metra. Skortir Hrein nú aðeins herzlu- muninn að komast í hóp allra beztu kúluvarpara heimsins. Erlendur Valdimarsson vann mjög gott afrek í kringlukasti er hann kastaði 62,00 metra, en Erlendur átti við nokkur meiðsli að striða fyrri part sumars og var komið fram undir haust er hann náði sér verulega vel á strik. Hið sama má segja um kringlukastið og kúluvarpið — það eru ekki margar þjóðir sem eiga fjóra kringlukastara sem kasta 52 metra og lengra. Óskar Jakobsson setti svo íslandsmet í spjótkasti er hann kastaði 75,86 metra snemma sumars, en eftir það náði Óskar sér aldrei verulega vel á strik. Sleggjukastsárangur Erlends Valdimarssonar, 58,42 metrar, er lika mjög frambærilegur árangur, en sleggjukastið er sú grein frjálsra íþrótta sem er hálfgerð hornreka á íþróttamótum hér- lendis, sennilega vegna þeirra skemmda sem sleggjan veldur þegar henni er kastað á grasvelli. 100 METRA HLAUP Vilmundur Vilhjálmss. KR 10,4 Sigurður Sigurðsson, Á 10,8 Magnús Jónasson, Á 10.8 Bjarni Stefánsson, KR 10.9 Björn Blöndal KR 11.0 Angantýr Jónasson. HVÍ 11 Jón Þ. Sverriss. Aftureld. 11,2 Aðalsteinn Bernharðss. UMSE 11.2 Friðrik. Þ. Oskarsson, ÍR 11,2 Eltas Sveinsson, KR 11.3 Jón Benónýsson, HSÞ 11,3 Jakob Sigurólason, HSÞ 11,3 Jón S. Þórðarson, ÍR 11,5 Stefin Garðarsson, UÍA 11.5 Hilmar Pálsson, HVÍ 11,5 Þorvaldur Þórsson. UMSS 11.5 Haukur Sveinsson.UBK 11,6 Gisii Pálsson, UMSE 11,6 Sumarliði Óskarss. ÍR 11.6 200 METRA HLAUP: Vilmundur Vilhjálmss. KR 21.3 Sigurður Sigurðss. Á 21,8 Bjarni Stefánsson, KR 22,2 A&lSlninn Bernharðss. UMSE 22,7 Magnús Jónasson, n 22.9 Eltas Sveinsson, KR 23,1 Björn Blöndal. KR 23.1 Jakob Sigurólason. HSÞ 23,1 Jón S. Þórðarson. ÍR 23,2 Stefán Hallgrtmsson.KR 23,3 Angantýr Jónass.. HVÍ 23,4 Stefán Garðarss. UÍA 23.4 Jón Sverriss. Aftureld. 23,6 Sigfús Jónsson — var beztur í 5000 og 10.000 metra hlaupum og setti íslandsmet I sfðarnefndu greininni. Hreinn Halldórsson — vann bezta afrek frjálslþróttamanns hér- lendis á sfðasta keppnistfmabili, en hann kastaði kúlunni 20,24 meTra......

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.