Morgunblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977 Meira og meira Magnús Oddsson bæjarstjóri á grjótgarðinum, sem gerður var f sumar, en þá var 26 þúsund rúmmetrum af grjóti ekið f garðinn. — FRAMKVÆMDIR við höfn- ina, gatnagerð og lagning varan- legs slitlags, bygging við sjúkra- húsið og dvalarheimili fyrir aldr- aða eru þeir málaflokkar, sem mestum kröftum og fjármunum verður varið til á árinu hér á Akranesi af hálfu bæjarins. Margt fleira er á döfinni hjá bæj- arfélaginu og einstaklingar hér eru með miklar framkvæmdir, þannig að óhætt er að segja, að mikill uppgangur sé hér á staðn- um og hugur f fólki. Við sjáum til dæmis, að á sfðasta ári var hvrjað á byggingu 92 fbúða hér, en ef vid( förum 5—10 ár aftur í tfmann sjáum við að þá var yfirleitt byrj- að á 15—20 fbúðum árlega. Þannig fórust Magnúsi Odds- syni bæjarstjóra á Akranesi orð f viðtali við Morgunblaðið á dögun- um. Niðurstöðutölum fjárhags- áætlunar Akranesbæjar fyrir þetta ár eru rúmar 453 milljónir króna og er það umtalsverð aukn- ing frá sfðasta ári. Mestu fé verð- ur varið f gatna- og holræsagerð og þar er veigamesti liðurinn lagning steypu og olfumalar á göt- ur f bænum. Þessar götur óku Morgunblaðs- menn með Magnúsi Oddssyni fyr- ir nokkru og greindi hann frá því helzta, sem fyrir augu bar og unn- ið er við á Akranesi um þessar mundir, gert hefur verið á sfðast- liðnum árum eða verður fram- kvæmt á komandi árum. •• Onnnr mesta flntninga- höfn landsins Fyrst lögðum við leið okkar nið- ur að höfninni, en síðastliðið sum- ar var gerður mikill garður með- fram hafnargarðinum utanverð- um og alls 26 þúsund rúmmetrum af grjóti ekið í þennan garð. Hald- ið verður áfram með þetta verk næsta sumar og grjótgarðurinn lengdur um 120 metra. — Það hefur verið mikill galli á höfninni hér hve mikill óróleiki er í henni og mikil ölduhreyfing, sem getur farið á annan metra þegar verst er, segir Magnús Oddsson okkur. — Menn áttu bágt með að trúa þessu fyrr en starfsmenn Hafnarmálastofnun- arinnar mældu hreyfinguna í höfninni og fengu þessar niður- stöður. Reyndar hafa sjómenn hér lengi talað um þetta og segja að hér þurfi að binda báta meira en víðast annars staðar. Þegar lokið verður við grjótgarðinn þarf nauðsynlega að bæta aðstöðu fyr- ir smábáta, en hún er varla nokk- ur hér á Akranesi. Er svo sannar- lega tími til kominn að þessum þætti útgerðarinnar verði meira sinnt, þvi t.d. á síðasta ári færði grásleppuútgerð héðan 80—90 milljónir króna í gjaldeyri í þjóð- arbúið. Aðstaða fyrir minnstu bátana kemur væntanlega fyrir neðan mjölskemmu Sildar- og fiskimjölsverksmiðjunnar. — Akraneshöfn var önnur mesta flutningahöfn landsins árið 1975 og þó að ég hafi ekki tölur yfir síðasta ár held ég að sú staða hafi ekkert breytzt. Aðeins meiri flutningar fari um Reykjavíkur- höfn. Árið 1975 var landað hér 31.300 tonnum af fiski og 232.800 lestum af hráefni og vörum. Það ár var skipað út hér 107.900 lest- um, auk þess sem Akraborgin flytur árlega um 40 þúsund bila og 120 þúsund farþega, segir Magnús Oddsson. Bnndið slitlag á 10 kílómetrnm Frá höfninni leggjum við leið okkar framhjá nýju, skemmtilegu húsi hvar ný hafnarvog verður á skaganum og höldum í nýjasta hverfið i bænum, Grundarhverfi, austast i bænum. Þar hefur byggðin þotið upp á fáum árum og hvert einbýlishúsið er þar öðru glæstara. Á leið okkar þangað ræðum við um gatnagerð á Akra- nesi. — Á þessu ári er áætlað að verja 77.7 milljónum króna í gatna- og holræsagerð og er bund- ið slitlag á götur i bænum stærsti liðurinn I því dæmi. Olíumöl er lögð á götur í fbúðarhverfum, en umferðargötur eru steyptar. Olíu- möl var lögð á samtals 2435 metra á síðasta ári og steypa á 770 metra. Er nú bundið slitlag á 10.380 metrum af götum á Akra- nesi, eða um 50% af götum bæjar- ins, segir Magnús. Næst snúum við okkur að íbúðabyggingum á Akranesi og segir Magnús að fyrir 5—10 árum hafi verið byrjað á 15—20 íbúðum á Akranesi árlega. 1974 var byrj- að á 35 íbúðum þar, 60 ibúðum 1975 og á síðasta ári hvorki meira né minna en á smiði 92 íbúða. — Það virðist vera sama hve mikið er byggt hér á Akranesi, íbúðir seljast um leið og það er talsvert um að fólk flytjist hingað. Auk þess reiknum við með því, að þegar járnblendiverksmiðjan á Grundartanga verður komin í gagnið aukist enn straumur fólks hingað, því ekki tekur nema um 15 mínútur að aka þangað héðan frá Akranesi, eða álika langan tíma og úr Breiðholtinu niður í miðbæ Reykjavíkur. Hinar miklu byggingar hér á undanförnum ár- um hafa gert það að verkum að við teljum okkur nu allvel búin undir að taka á móti þeirri skriðu, sem við búumst við að fylgi verk- smiðjunni á Grundartanga. — Hér hefur verið byggt mjög mikið af einbýlishúsum og einnig af blokkum eða fjölbýlishúsum síðari áfin. Verð á íbúðum i blokkunum er mjög hagstætt mið- að við það sem gerist almennt á þeim markaði, en það eru einkum þrjú fyrirtæki, sem hafa verið með byggingar á fjölbýlishúsun- um hér, þ.e. Trésmiðja Guðmund- ar Magnússonar, Trésmiðjan Ak- ur og Húsverk hf. Eru þessi fyrir- tæki nú með 4 blokkir í smíðum. Fyrstn sjoklingarnir á nyrri deild Frá íbúðabyggingum snúum við talinu að sjúkrahúsinu, en á Akranesi er miðstöð heilbrigðis- mála á Vesturlandi. Nýlega var lokið við byggingu heilsugæzlu- stöðvar og nýrrar lyflæknisdeild- ar með 30 rúmum. Um starfsemi sjúkrahússins fræða þeir okkur Guðmundur Árnason læknir, Sig- urður Ólafsson forstöðumaður sjúkrahússins og Reynir Þor- steinsson læknir. Fyrstu sjúklingarnir voru ein- mitt teknir inn á lyflækninga- deildina þann dag sem Morgun- blaðsmenn heimsóttu Akranes. Vatnsskorturinn, sem var á Akra- nesi i byrjun mánaðarins, olli nokkrum erfiðleikum f sambandi við deildina og einnig gekk erfið- lega að ráða fólk i allar stöður við deildina. Að sögn Guðmundar Árnasonar bætir lyflækninga- deildin nýja úr brýnni þörf á slikri deild á Akranesi en mun þó sennilega reynast i það minnsta fljótlega. Legudagar á sjúkrahúsinu á Akranesi voru 25188 á siðasta ári og fjöldi sjúklinga 1815, en eftir stækkunina eru þar nú 94 rúm. Af sjúklingunum á síðasta ári voru um 55% frá Akranesi, en 45% annars staðar að og þá jafn- vel frá Reykjavík. Fæðingar á sjúkrahúsinu á árinu voru 225. Bygging dvalarheimilis fyrir aldraða að Höfða er vel á veg komin og I lok ársins verður hluti byggingarinnar væntanlega tekinn f notkun. byggt á hverjn ári og mikill hogor í fólki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.