Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR OG LESBÓK 90. tbl. 64. árg. LAUGARDAGUR 23 APRlL 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Pakistan: Tíu skotnir í nafni herlaga Karachi 22. apríl — NTB. Pakistanskir hermenn skutu í dag að minnsta kosti 10 manns til bana í Karachi. Var hér um að ræða stuðningsfólk stjórnarand- stöðunnar, sem hélt mótmæla- göngu og braut þar með herlögin, sem banna allar samkomur. (Jt- göngubanni hefur verið komið á f Karachi, sem er stærsta borg landsins. Að minnsta kosti 15 særðust þegar lögreglan hóf skothríð á mótmælendurna, sem höfðu reynt að efna til mótmælagöngu frá musteri í miðborginni. Óstaðfest- ar fregnir herma hins vegar, að 20 manns hafi fallið og að átökin við lögregluna hafi verið þau hörð- ustu síðan óeirðir hófust í landinu fyrir sjö vikum. Hermenn voru sendir til Karachi fyrir tveim dögum til þess að framfylgja útgöngubanni. Herlögunum var komið á eftir að 19 manns höfðu fallið í óeirðum. Talsmenn hersins viku sér undan því að ræða um átökin i dag en talsmenn stjórnarinnar segja að 10 hafi fallið. Þá urðu átök víðar i Pakistan og féllu að minnsta kosti 10 i þeim auk hinna 10 í Karachi. Frá því að óeirðirnar byrjuðu eftir þingkosningarnar hafa að minnsta kosti 220 manns týnt lífi. Ástæðan fyrir óeirðunum eru fullyrðingar stjórnarandstöðunn- ar um að Bhutto, forsætisráð- herra, hafi beitt kosningasvikum sér til framdráttar. Krafizt hefur verið afsagnar hans og nýrra kosninga og jefnvel i hans eigin flokki hefur verið beint að honum gagnrýni. Simamynd AP. SOARES 1 HVÍTA H(JSINU. — Carter, Bandaríkjaforseti, ræddi við Mario Soares, forsætisráðherra Portúgals, í Hvíta húsinu á fimmtudag. Carter lýsti ánægju sinni með vináttu og bandalag Bnadaríkjanna og Portúgals. Sendiherra Kína mótmæl- ir í Moskvu Moskvu 22. apríl — Reuter. SENDIHERRA Kina i Moskvu gekk út af hátfðarfundi f Kreml i dag eftir að háttsettur hugmynda- fræðingur sovézka kommúnista- flokksins réðst á kfnversku stjórnina f ræðu, en þetta er f fyrsta sinn sem slfkt gerist sfðan Maó formaður fézt f september f fyrra. Wang Chin-chong, sendifull- trúi, gekk af fundinum í þingsaln- um i Kreml eftir að Mikhail Zimyanin, ritari miðstjórnar Kommúnistaflokksins, ásakaði Kinverja um að spilla fyrir mál- stað friðarins. Zimyanin, sem fjallar um hug- myndafræði og menningu i flokknum, sagði, að enn væru til- raunir gerðar í Kína til að „auka á spennu í heiminum og koma á bandalagi afturhaldssömustu afl- anna“. Afstaða Kinverja skaðaði baráttuna gegn heimsvaldasinn- um og málstað friðarins. Án þess að nefna hina nýju leiðtoga undir stjórn Hua Kuo- fengs sérstaklega, þá sagði Zimyanin að þvi miður hefðu eng- ar breytingar orðið í Kína að und- anförnu. Ummælum Zimyanins, á hátíð- arfundi vegna 107 ára afmælis Lenins, var fagnað með löngu lófataki, en meðal áheyrenda voru Leonid Brezhnev, aðalritari kommúnistaflokksins, og aðrir leiðtogar Sovétrikjannu. Kinverskir sendiherrar hafa vanizt því að ganga út af hátíðar- samkomum undanfarin ár og í fyrra yfirgaf Wang einnig salinn Framhald á bls. 26 KATANGAFANGI TIL S1TNIS. — Hermaður stjórnarhers Zaire styður særðan mann sem sagður er vera úr liði innrásarmanna i Katanga á blaðamannafundi i Kinshasa. Zairemenn sýndu tvo menn sem áttu að vera úr herliði Katangamanna og vopn, sem þeir sögðust hafa náð úr höndum andstæðinga sinna i Shabahéraði. Simamynd AP. Marokko og Zaireher sækia stöðugt fram Kinshasa 22. april — Reuter ZAIREMENN sögðu í kvöld, að herir þeirra og Marokkómanna væru nú komnir að „hliðum" tveggja bæja f Shabahéraði f gagnsókn sinni gegn uppreinsar- mönnum. Talsmaður stjórnarinnar vfsaði hins vegar á bug fréttum frá Brazzaville þar sem haft var eftir Kinshasa-útvarpinu, að bærinn Kapanga, sem verið hef- ur f höndum uppreisnarmanna, hefði fallið f hendur stjórnarhersins. hann spurður á blaðamannafundi hvort hann væri reiðubúinn að senda hermenn til aðstoðar Zaire. Amin svarðaði: ,,Já, ef Mobuto, forseti, telur ástandið mjög alvarlegt og ræður ekki við það og æskir hjálpar minnar við að brjóta innrásarliðió á bak aftur. Framhald á bls. 26 Talsmaðurinn sagði á blaða- mannafundi, að Marokkó- og Zaireherirnir væru enn að hreinsa jarðsprengjur af leiðum til Kapanga og bæjarins Mutshatsha, sem er enn mikil- vægari. Kapanga er nyrzti bærinn i Shaba sem uppreisnarmenn hafa á valdi sinu, en þeir gerðu innrás í héraðið í siðasta mánuði. Zairemenn segja að þeir komi frá Angóla og njóti stuðnings Sovétríkjanna og Kúbu. Öll lönd- in þrjú neita hins vegar að þau eigi aðild að málinu. Zairemenn skýrðu frá því i gær- kvöldi, að meiriháttar sókn væri hafin i Shaba, sem áður hét Katanga og er mjög ríkt af málm- um. Idi Amin, forseti Uganda, flaug til Kinshasa i dag til að bjóða Zairemönnum hernaðaraðstoð ef þörf væri á. Átti Amin marskálk- ur fjögurra klukkustunda langar viðræður við Mobuto Sese Seko, forseta Zaire, og eftir þær var M Gundelach á fundi með Judd í London London 22. apríl — Frá fréttaritara Morgunblaðsins. FINN Ofal Gundelach, sem á sæti í framkvæmda- nefnd Efnahagsbandalags Evrópu, og Frank Judd, aðstoðarutanrfkisráðherra Breta, áttu með sér fund í London í dag, en þeir verða fyrir samninganefnd EBE, sem kemur til Reykjavíkur innan skamms til viðræðna um fiskveiðar. Gundelach var i London til að ræða við John Silkin, landbún- aðarráðherra Breta, um verð á landbúnaðarvörum innan EBE. Hann hitti einnig Frank Judd og ræddu þeir um hvaða af- stöðu þeir skyldu taka i samn- ingaviðræðunum í Reykjavik. Talsmaður utanrikisráðu- neytisins sagði eftir fundinn. að Judd hefði áréttað við Gundelach, að í byrjun ára- tugarins hefðu Bretar veitt að meðaltali um 150.000 lestir af fiski við ísland, en nú veiddu þeir ekkert. Hann fullvissaði Gundelach um þörfina á skjótu sam- komulagi við islendinga vegna ástands brezka fiskiónaðarins. Talsmaðurinn gaf það í skyn að viðræóurnar yróu i mai en ekki apríl eins og áður hafði verið talið. r Ihuga samn- ingaviðræður San Salvador 22. aprfl —Router. ÁREIÐANLEGAR heimildir hermdu f dag, að rfkisstjórn E1 Salvador ihugaði nú hvernig og hvenær hún ætti að hafa opinberlega samband við skæruliðana, sem rændu utan- rfkisráðherra landsins. Mauricio Brogonov Pohl. Borgonov var rænt á þriðju- dag og ræningjarnir hótuðu að taka hann af lífi nenia 37 vinstri sinnum yrði sleppt úr fangelsi innan ákveðins tima og leyft að fara úr landí Heimildirnar telja. að likleg- ast rnuni stjórnin het'jast handa með tilkynningu í blöð- um til skæruliðanna. utn helg- ina þegar margir eru staddir utan höfuðborgarinnar Finnland: Hvatt til samninga Helsingfors 22. apríl — NTB. Forsætisráðherra Finnlands, Martti Mietunen, hvatti í dag aðila verkfallsins f raforkuverum til að finna lausn á deilunni, sem staðið hefur nú fjórar vikur. Kvaðst Mietunen vona að deilu- aðilar gætu fallizt á sáttatillögu, sem sáttasemjari ríkisins leggur fram á laugardag. Hann hefur óskað eftir svari beggja aðila eft- ir hádegi á sunnudag. Forsætisráðherrann lagði Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.