Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRlL 1977 Yfirlýsing frá starfemönnum Kjara- rannsóknanefndar STARFSMENN Kjararannsókna- nefndar, Björn Björnsson og Jón G. Gunnlaugsson sendu Morgun- blaðinu í gær eftirfarandi athuga- semd vegna fréttar, sem Morgun- blaðið birti laugardaginn 16. apríl slðastliðinn: „Dagana 15. og 16. apríl sl. birt- ust i tveimur dagblaðanna út- reikningar á afmörkuðum þáttum í kröfugerð nokkurra landssam- banda innan ASÍ vegna yfirstand- andi kjarasamninga. Af þessu til- efni viljum við undirritaðir starfsmenn Kjararannsóknar- nefndar taka fram eftirfarandi: 1. Af efni greinanna er ekki unnt að skilja annað en hér séu á ferð- inni opinberir útreikningar Kjararannsóknarnefndar. Svo er ekki. Utreikningar þeir sem til er vitnað eru unnir af starfsmönn- um nefndarinnar að beiðni sátta- nefndar, en voru aldrei bornir undir nefndarmenn á sama hátt og það efni, sem ætlað er til birt- ingar. Utreikningarnir eru unnir á skömmum tíma til takmarkaðr- ar dreifingar innan hóps manna, sem gerþekkir kjarasamninga. Þar af leiðir, að mjög skortir á að 161 skip hefur sótt um leyfi til síldveiða SAMKVÆMT þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er 161 skip búið að sækja um leyfí til síldveiða við Suður- og Suðausturland í haust, og eru þetta mun fleiri umsóknir en menn áttu von á. Nú þegar hafa 98 sótt um leyfi til síldveiða með hringnót og 63 til veiða með reknetum. Starfsmenn sjávarútvegsráðuneytisins eiga hins vegar eftir að fara í gegnum stóran hluta umsóknanna og er talið vist að margar umsóknanna fullnægi ekki þeim skilyrðum, sem sett voru fyrir þessum veið- um i vetur. forsendur komi fram svo sem æskilegt hefði verið. 2. Birting þessara útreikninga í fjölmiðlum átti sér stað án vitund- ar okkar og getur að okkar mati ekki orðið samningsstarfinu til framdráttar, en er fremur til þess fallin að valda misskilningi og ala á úlfúð. 3. Eins og áður sagði koma for- sendur sem að baki þessum út- reikningum iiggja litt eða ekki fram. Þetta á ekki síst við um kröfur málmiðnaðarmanna sem sérstakri athygli hefur verið beint að. Það sem þyngst vegur við mat á kröfum þeirra, er að gengið er út frá þeirri forsendu að yfirvinna (þ.e. næturv. í stað eftirv.) verði unnin áfram í sama mæli og tíðkast hefur, þrátt fyrir það að niðurfelling eftirvinnu væri bætt í dagvinnukaupi. Hér togast á þau tvö sjónarmið hvort rétt sé að meta hækkun dagvinnu- launa eina sér, eða hvort meta eigi hvað ákveðinn vinnutími kostar nú og hvað hann kunni að kosta, ef gengið er að öllum kröf- um. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að 1974 sömdu málm- iðnararmenn um niðurf. eftirv. á föstud. Þessi niðurfelling hefur tvimælalaust haft áhrif til stytt- ingar á vinnutima þeirra. Önnur aðalforsendan fyrir mat- inu á kröfum málmiðnaðar- manna, sem rétt hefði verið að kæmi fram, byggði á þeirri kröfu, að niðurfelling eftir vinnu eigi sér stað i áföngum. I dæmi því sem upp var sett var gert ráð fyrir því að allir áfangarnir væru komnir fram. 4. Af því sem hér hefur verið sagt er ljóst, að vandratað er meðalhófið í mati sem þessu; Sumt af því sem unnt hefði verið að meta er látið kyrrt liggja, en annað sem kann að orka tvimælis er tekið með. Samanburður á kröfum einstakra landssambanda sem byggja á þessum útreikn- ingum er því að okkar mati engan veginn réttmætur, nema forsend- ur séu hafðar i huga.“ Lárus Sveinsson, Ole Kristian Hansen og Christina Tryk. Málmblásratríó á síðustu háskólatón- leikum vetrarins MÁLMBLÁSARATRÍÓ leikur á síðustu háskólatónleikum vetrar- ins, sem hefjast i dag kl. 17 í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Tríóið skipa Lárus Sveinsson trompetleikari, Christina Tryk, sem leikur á horn, og Ole Kristian Hansen básúnuleikari. Hljóðfæra- leikararnir eru allir starfandi í Sinfóníuhljómsveit íslands. ,Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Purchell, Bartók, Pou- lenc og þrjú bandarisk tónskáld, Edwin Avril, Lowell Shaw og Ro- bert Sanders. um. BaUettinn Ys og þys útaf engu á fjalirnar á ný Dansararnir Auður Bjarnadðttir og Maris Liepa 1 hlutverkum sfn- í KVÖLD, laugardag hefjast að nýju sýningar í Þjóðleikhúsinu á ballettinum Ys og þys útaf engu eftir Natalie Konjus við tónlsit Khrenikovs. Ballettinn var frum- sýndur á skírdag, og fresta varð frekari sýningum strax að lokinni frumsýningu vegna meiðsla Auð- ar Bjarnadóttur, sem dansar aðal- kvenhlutverkið i sýningunni. Auður hefur nú náð sér aftur og gestadansararnir tveir, Maris Liepa frá Bolshoiballettinum og Þórarinn Baldvinsson frá London eiga að koma til landsins aftur nú og verður önnur sýningin í kvöld. Uppselt er á þá sýningu og þriðja sýning verður annað kvöld en fá- ar sýningar verða á ballettinum vegna gestadansaranna. Auk fyrrnefndra dansara dans- ar islenski dansflokkurinn í sýn- ingunni en hann skipa: Ásdís Magnúsdóttir, Nanna Ólafsdóttir, Helga Bernhard, Helga Eldon, Guðmunda Jóhannesdóttir, Ólafía Bjarnleifsdóttir og Birgitte Heide. Þá taka þátt í sýningunni örn — VIÐ erum nú ekkert farnir að gera að því skóna að taka annað einvfgi, en hins vegar vitum við, að til lokaeinvfgisins f kandidata- keppninni þarf ekki hærri verð- ; laun, en þau sem við vorum með núna, sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands íslands, f viðtali við Mbl. f gær. Ekki kvaðst Einar geta sagt annað um fjár- hagsútkomuna hjá skáksamband- inu, en það, að Ijóst væri að ein- hver afgangur yrði af einvfgis- haldinu. Næstu einvigjum, það er að segja þeirra Spasskys og Portisch og Kortsnojs og Polugaejvski verður að vera lokið fyrir 1. ágúst n.k. og einvígi þeirra, sem þá standa eftir, þarf að vera búið 1. desember. Einvigið um heims- meistaratitilinn verður hins veg- ar ekki háð fyrr en eftir 1. maí á næsta ári. Verðlaunin, sem Skáksamband islands, bauð upp á nú, voru jafn- virði 32.000 svissneskra franka og fékk Spassky jafnvirði 20.000 franka, um eina og hálfa milljón króna, í sinn hlut, en Hort jafn- virði 12.000 franka, um eina milljón króna. Guðmundsson, Bessi Bjarnason, Sigmundur Örn Arngrímsson, Einar Sveinn Þórðarson, Eyvind- ur Eiriksson og Ólafur Örn Thor- oddsen auk nemenda úr Listdans- skóla Þjóðleikhússins. Leikmynd við ballettinn er eftir Jón Þóris- son. Indverskur flautuleik- ari í Norræna húsinu Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 24. apríl, verða flaututónleikar i Norræna húsinu og hefjst þeir kl. 20.30. Það er indverski flautuleik- arinn Aniruddha (Tublu) Banerjee, sem þar kemur fram og mun það vera í fyjsta skipti, sem indverskur flautuleikari heldur tónleika hérlendis. Tublu, eins og hann er kallaður, er fæddur 1943 og 10 ára hóf hann flautunám og hefur hann sótt alla sína mennt- un, skyldunám sem tónlistarnám i Sri Aurobindo Ashram í Pondicherry á Indlandi. Hann mun leika klassiska, indverská tónlist og hefur hann jafnframt tónleikahaldi kennt við skóla þann, sem hann stundaði sjálfur nám í, en þangað koma nemendur víðs vegar að úr heiminum. Tubla kemur hér við á ferð sinni um Evrópu og Bandaríkin. Hærri verðlaun þarf ekki næst - segir Einar S. Einarsson, for- seti skáksambandsins Ansjósuveiðar: Perúmenn vonast eftir 4,5 milljón lesta afla Lfma, Perú 22. apríl Reuter. YFIRVÖLD í Perú binda nú miklar ondi ðð rðð i akansjósuffl Indmanna á þessu ári um 500 þúsund lestir miðað við sl. ár, eða f 4.5 milljónir lesta, sem muni gefa rfkinu 300 milljónir dollara f tekjur og þannig stuðla mjög að lausn efnahagsvandans, sem við er að etja þar f landi. A Vonir þessar skyggir þó ótti um að hlýju straumarnir, sem fara með Kyrrahafsströndinni og koma frá Mið-Ameriku svo og frá- vik kalda vatnsins úr Humbolt- strauminum á sl. ári kunni að hafa haft alvarleg áhrif á við- komu stofnsins. Allt frá þvi að ansjósuaflinn hrundi árið 1973 ur 12 milljónum lesta á ári niður i 1.8 milljónir lesta hefur Perú átt við alvarlegan efnahagsvanda að striða. Þetta hraun kom til vegna gífurlegrar ofveiði og einnig ansjosa og aðrar fisktegundir nærast síðan á. Vísindamenn hafa aldrei öðlazt fullkominn skilning á þessu fyrirbæri, sem einnig þekkist undan ströndum Mauritaníu. Einn af vísindamönn- unum, sem þátt taka i rannsókn- unum, sagði nýlega: „Ef við lær- um að skilja samspilið milli plantna, dýra og veðurs munum við geta sagt fyrir um aflamagn." Vitað er að þegar næringarefna- flutningur bregzt, veldur það mikilli skerðingu á fiskstofnun- vegna geigvænlegra áhrifa hlýja straumsins E1 Ninos, sem yfirleitt kemur um jólaleytið á þessar slóð- Vísindamenn frá Perú og Bandaríkjunum vinna nú saman að rannsóknum, sem miða að því að gera kleift að spá fyrir um aflamagn ansjósu 18—24 mánuði fram í timann. Helzta markmið rannsóknanna er að komast að því hvað það er, sem flytur mikið magn næringarefna úr djúpum hafsins á grunnslóðir undan ströndum Perú og sem gerir fiski- miðin þar einhver þau auðugustu í heimi. Þessi næringarefni eru fæða fyrir örsmáar plöntur, sem um og það er E1 Nino, sem er bölvaldurinn. Visindamenn eru vongóðir um að geta lagt fram niðurstöður rannsókna sinna fyrir lok næsta árs og þá er þess vænzt, að mikil- vægum spurningum í þessu sam- bandi verði svarað. Meðan þetta liggur ekki fyrir hefur stjórn Perú gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir ofveiði. Veiðar eru bannaar um helgar og algerlega bannaðar ef 40% aflans reynast undirmálsfiskur. Þá hefur því einnig verið lýst yfir, að ef tak- markinu um 4.5 milljón lesta afla verður náð, muni veiðar algerlega stöðvaðar það sem eftir er ársins. Ef þessu marki verður náð, er gert ráð fyrir að mjölframleiðslan í landinu verði rúmlega 1 milljón lesta og um 80% af því er flutt út. Rafstrengurinn til Eyja kominn í lag VIÐGERÐ á rafstrengnum til Eyja lauk um hádegisbilið I gær, en svo tæpt stóð vegna veðurs að hleypa varð strengnum niður með nokkru af viðgerðarbúnaði á. Bilunin reyndist vera um 1800 metra frá endatengingunni við Vestmannaeyjar og um 130 metr- um utar en skemmdin, sem varð fyrr af völdum varðskipsins Týs. Þarna reyndist um mikinn leka með samtengingum að ræða og varð að skeyta um 100 metra strengbút inn á bilunarstaðnum. Meðan bilunin var, hljóp Fiski- mjölsverksmiðjan undir bagga með rafmagn, auk þess sem rafall- inn, sem notaður var í fyrri bilun, var enn í Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.