Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRlL 1977 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MANUDEGI osmeykir um að verða fyrir heilsutjóni, því það skulu reykingamenn muna að um leið og þeir skaða sjálfa sig eru þeir að eitra fyrir aðra og það er ekki svo lítið að hafa á saipviskunni. Árni Helgason." Velvakandi þakkar Árna fyrir bréfið og það eru sjálfsagt fleiri á þeirri skoðun að reykingar séu ekkert einkamái þeirra, sem reykja, því þær hafa mikil áhrif á aðra einnig. En nóg um það, hér á eftir fer bref um hið margum- rædda bjórmál: % Bjórinn ekki það versta „Virðulegi Velvakandi. Bjórinn er enn eitt umræddasta mál hér á landi og er það ekki í fyrsta sinn. Við höfum öll ágætt af því að hugleiða nokkrar stað- reyndir um hann, sem sjást þó ekki hér í fyrsta skipti. Við Is- lendingar höfum aldrei fengið lof fyrir það að kunna með vln að fara, hvorki hér áður fyrr, né nú á timum. Hvort ástæðan er sú að bjórinn vantar skal ég ekki um segja, en heldur finnst mér það ótrúlegt að við kynnum betur að fara með bjórinn en aðrar þjóðir. En þær hafa ekki neinar trölla- sögur um heilnæmi bjórsins, þvi hann er ekkert undralyf á mæli- kvarða læknavisindanna við versnandi heimi, nema siður væri. Hann er i flokki „heilasellu- æta“ og þeirra sem spilla fegurð. Vissulega er ekki hægt að taka reynslu annarra landa til við- miðunar hugsanlegum vanda- málum hér, því menn eru næstum jafn misjafnir og þeir eru margir og auk þess ber þess að gæta að allflest er eitur í óhófi jafnvel D-vítamín, sem fáir myndu ætla. En hvenær lærist manninum af mistökum náungans. Jú, einn og einn lætur sér að kenningu verða, en hinn fjöldinn fellur í valinn. Svo virðist manni, sem reykingar séu t.d. varla taldar mikið böl, og þó — það er talað um að désk... krabbinn grípi svona hinn og þennan og svo ekki meira um það. Hryllilegar staðreyndir duga ekki sem aðvörun til hinna. Hvort hér er um að ræða forvitni eða stór- mennsku skal ég ekki segja. Svo ég snúi mér aftur að bjórnum, þá vita allir að hann er ekki versta böl mannsins. Að spyrja hvort ekki sé hægt að stofna krár án áfengra drykkja er svo fjarlægt mörgum að það má ekki minnast á slikt. Ég tel að fyrst ekki er nokk- ur leið að fyrirbyggja neyzlu og tilbúning ýmissa hættulegra efna, sem neytt er í óhófi, og meðan maðurinn drekkur áfengi hvort sem sag er, „allt i lagi“ eða „uss, má ekki“, þá væri í lagi að setja á stofn krár I miðborg Reykjavikur og viðar, sem seldu bjór og eitt er víst, að það myndi sina nokkuð menningarlegri og sviðmeiri bæ. Nú vaknar spurningin: Leiða bjórinn og vínmenningin af sér þá siömenningu sem gerir borgir svo fagrar og svipmiklar. Ég held að ég megi svara þessari spurningu neitandi. Bjórinn er alls ekki það versta sem til er i þessum heimi og það þarf að hugsa fyrir öllu áður en eitthvað nýtt er reynt. Ég vil taka fram, að eigum við að sýna börnum heil- brigt fordæmi ber að gera það I hvívetna, öðruvisi fæst ekki betra þjóðfélag. Hvort bjórinn sé einn af þess- um forboðnu hlutum er mikið álitamál hjá Islenzku þjóðinni. Og að lokum vil ég segja þetta: ef bjórinn væri nú þegar leyfður hérlendis, held ég að ég gæti sagt: Bjórinn er ekki versta bölið. Einar Ingvi Magnússon," Þessir hringdu . . . # Um kjaramálin Herdis Hermóðsdóttir: „Það lítur út fyrir, að það séu álög á hinum islenzka verka- manni að vera sjálfur látinn höggva dýpsta skarðið í grunn- múr lifsafkomu sinnar. Því enn á ný eru svonefndir fulltrúar fólks- ins búnir að taka á leigu eitt stærsta hótel landsins til að kasta þar á milli sin fjöreggi daglauna- mannsins og senda honum siðan hótelreikninginn. Því þó þessir (mér iiggur við að segja) böólar hins almenna verkamanns hafi SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson FYRSTI viðurkenndi heims- meistarinn í skák var Wilhelm Steinitz, en hann fæddist i Prag árið 1836. Hann var heimsmeist- ari á árunum 1886—1894. 1 stöðunni hér að neðan hefur Steinitz hvitt og á leik gegn Chigorin í einvígi um heims- meistaratitilinn 1892: 23. Hxd4; — Rxd4 24. Hxh7 + !! — Kxh7 25. Dhl+ — Kg7 26. Bh6 + Kf6 27. Dh4+ — Ke5. (27. . . Kf5 28. Df4 mát) 28. Dxd4+ og svartur gafst upp, því að eftir 28... Kf5 29. Df4 er hann mát. Steinitz tefldi alls sex einvígi um heimsmeistaratitilinn, hann sigr- aði Sukertort og Gunsberg báða einu sinni, og Chigorin tvisvar. Siðan tapaði hann tveimur ein- vigjum og þar með heims- meistaratitlinum í hendur Emanuels Laskers. Steinitz lést á geðveikrahæli i New York árið 1900. það að yfirvarpi að bæta nú hressilega við hin alltof lágu laun verkafólks miðað við dýrtíðina, veit hvert einasta mannsbarn, sem vill vita það, að þessir menn munu sitja á fullum launum, sem alltaf hafa verið langtum hærri en laun verkafólks, á meðan verkafólkið er látið fara I verkfall í svo og svo margar vikur til að hækka laun þeirra og forréttinda- hópanna miklu meira en sem kauphækkun verkafólksins nemur, hver sem hún yrði. Ætla þessir forsprakkar verkafólks að segja mér það, að verkafólkið muni eiga betra með að greiða aðstoð iðnaðarmanna hvers konar, þegar það þarf t.d. að koma sér upp húsnæði? Ætla þeir að segja mér það að ódýrara verði að standa undir yfirbyggingu þjóðar- skútunnar og hennar mannahaldi eftir að BSRB er búið að knýja fram sinar kröfur með því að beita verkafólkinu fyrir sig? Ætla þeir að segja mér að hlutfallslega ódýrara verði að kaupa matvælin með hliðsjón af reynslu undan- farinna ára eftir þessa kjarasamninga. Það sýnist vera svo að þeir ætli að segja okkur þetta, en ætlar verkafólkið að trúa því? Mér sýnist fyrirsjáanlegt að þessi samningar muni geta gert þrennt: í fyrsta lagi gert afurðir okkar óseljanlegar á erlendum markaði nema með tapi. I öðru lagi gert afkomu alþýðuheimilanna verri en nokkru sinni áður, þó 100 þús- und krónur yrðu lægstu mánaðar- laun, vegna stórhækkaðs vöru- verðs, enn hærri skatta til að borga ofan í erlenda neytendur vörur okkar. I þriðja lagi vegna sérkröfur hópanna, sem ætla að nota verkafólkið til að plægja akurinn fyrir enn gegndarlausari kauphækkanir sér til handa. Fer ekki íslenzku verkafólki að óa við að láta leiða sig til sliks? HÖGNI HREKKVÍSI Morgunblaðið wm óskar eftir Y blaðburðarfólki Austurbær: Flókagata, neðri B Uthverfi: Blesugróf - Uppiýsingar í síma 35401 Vortónleikar Tónlistarskóla Kópavogs Verða haldnir í sal skólans að Hamraborg 1 1 í dag kl. 5 e.h. Flytjendur: Blásarasveit Tónlistarskóla Kópavogs, stjórnandi Jón Hjaltason og hljómsveit Tónlistarskóla Kópavogs. Stjórn- andi Ingi B. Gröndal. Sætaferðir frá Torgi, Keflavík og B.S.Í. I x 2 — 1 x 2 - 32. leikvika — leikir 16. aprfl 1977 Vinningsröð: 122 — 1 1 X — 2 1 1 — X 2 1 1 VINNINGUR 11 réttir—kr. 106.500.- 31249 31325 31635 + 2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 6.800 - 1142 3228 6854 30942+31635+32140 40248 1143 4004 30170+31373 31636+40002 40259 2056 4401+ 30694 31465 31827 40248 +nafn- la us Kærufrestur er til 9 mai kl 1 2 á hádegi Kærur skulu vera skriflegar Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 32. leikviku verða póstlagðir eftir 10. mai. Handhafar nafnlausra seðla verða að vramvisa stofni eða senda stofnin og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK Yður er boðið að skoða 2 DAS - hús, sem bæði eru vinningar á næsta happdrættisári. Hæðabyggð 28, Garðabæ - aðalvinningur ársins. Verömæti 30 milljónir. Dregið út i 12. flokki. Sýnt með öllum húsbúnaði. Furulundur 9, Garðabæ - dregið út strax i júli. Verðmæti 25 milljónir. Húsin verða til sýnis aila virka daga kl. 18.00-22.00 en um helgar og á helgidögum kl. 14.00-22.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.