Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRIL 1977 Karlakórinn Stefnir með tónleika Píanótónleikar Selmu Guðmunds- dóttur í Austur- bæjarbíói í dag Selma Guðmundsdóttir heldur píanótónieika á vegum Tónlistar- félagsins í Austurbæjarbíói i dag og hefjast þeir kl. 14.30. Þetta eru fyrstu opinberlegu tónleikar Selmu í Reykjavik. Hún lauk einleikaraprófi frá Tón- listarskólanum i Reykjavík árið 1972, en stundaði þar nám undir leiðsögn Ásgeirs Beinteinssonar og Árna Kristjánssonar. Selma hefur á undanförnum ár- úm stundað framhaldsnám í Salz- burg, Hannover, Prag og Nizza. Á tónleikaskránni eru verk eft- ir Schubert, Liszt, Schönberg, Schriabin og Schumann. — B.Ú.R. Framhald af bls. 44 togveiðum. Að vísu yrði skipið gert út til þeirra veiða í sumar og væri búið að gera fjögurra ára klössun á skipinu. T.d. hefði vélin verið tekin upp og gert við gír skipsins. Ákveðið væri að Þor- móóur goði yrði á togveiðum í sumar, en hvað siðar yrði væri ekki vitað. Sagði hann að enn gæti jafnvel komið til greina að breyta skipinu í rækjutogara. Gert er ráð fyrir, að togarinn, se B.U.R. hefur áhuga á að láta Stál- vík smiða, verði með 470 rúm- metraiest og verði búinn fiski- kössum eingöngu. Enn hefur ekki verið ákveðið endanlega hvaða tæki verða í skipinu. — Finnland Framhald af bls. 1 áherzlu á að skjót lausn deilunna væri brýnt hagsmunamál finnsku þjóðarinnar. Hann skirskotaði til atvinnuleysisins, sem nú er meira en nokkru sinni og hefur verkfall- ið við raforkuverin aukið á upp- sagnir. Verkfallið og samúðarverkföll hafa lamað atvinnulíf Finnlands, sérstaklega hafa smærri fyrirtæki og landbúnaður orðið alvarlega fyrir barðinu á þeim. Sáttasemj- ari átti i dag fundi með deiluaðil- um. Flugvirkjar hjá Finnair eru í verkfalli og hafa verulegar trufl- anir þvi orðið á innanlandsflug: en utanlandsflug hefur að mestu gengið samkvæmt áætlun. Þá boð- uðu vinnuveitendur verkbann á 30.000 starfsmenn í gisti og veitingahúsum, en 18.000 starfs- menn gisti- og veitingahúsa hófu verkfall á fimmtudag. — Sendiherra Framhald af bls. 1 eftir að hafa hlustað á að stjórn hans var sökuð um bandalag við fasista til að koma í veg fyrir friðsamlega sambúð. Eftir lát Maos hafa sovézkir leiðtogar hins vegar ekki gagn- rýnt kinverska leiðtoga þó að sovézk blöð hafi af og til gert árásir á þá — Ferðafélagið Framhald af bls. 5 bókin 16 arkir. Þá kom fram hjá Páli, að Haraldur Matthías- son, menntaskólakennari, var fenginn til að rita sögu félags- ins og er fyrirhugað, að hún birtist í næstu árbók félagsins. Nú liggja fyrir handrit að tveimur næstu árbókum og fjallar önnur um Suður- Þingeyjarsýslu austan Skjálf- andafljóts, og hefur Jóhann Skaptason, fyrrv. sýslumaður, samið hana en hin er um öræf- in eftir Sigurð Björnsson frá Kvískerjum. Nokkrar fleiri ár- bækur eru einnig í undirbún- ingi. í sumar er ætlunin að endur- byggja elzta skála félagsins í Hvítárnesi og verður skálinn aðeins byggður upp en ekki stækkaður en leitazt verður við að viðhalda svip skálans óbreyttum. Þá verður einnig settur niður skáli í Hrafntinnu- skeri til að auðvelda göngu- mönnum að ferðast milli Land- mannalauga og Þórsmerkur, en á sl. ári var sams konar skáli settur niður á Emstrum, nálægt Syðri-Emstruá. Davíð Ólafsson sagði á fund- inum að við stofnun Férðafé- lagsins fyrir 50 árum hefðu menn séð ástæðu til að hvetja fólk til útivistar og gönguferða og enn væri ástæða til að hvetja fólk til að leggja stund á þá líkamsrækt, sem því væri sam- fara að vera úti og ganga um náttúru landsins. — Zaire Framhald af bls. 1 þá er ég reiðubúinn til að senda hermenn." Vestrænir diplómatar sögðu f dag, að Marokkó-og Zairemenn hefðu í gær farið yfir Lubudifljót, sem er síðasti farartálminn frá náttúrunnar hendi á leið þeirra til Kapanga. Framrás stjórnar- hersins er án teljandi bardaga og virðist sem andstæðingarnir gufi upp þegar stjórnarherinn nálgast. Einu verulegu farartálmar hans eru jarðsprengjur. — Hjón Framhald af bls. 44 sem ók, hafi fengið aðsvif undir stýri. Sigurður gegndi fjölda trúnaðarstarfa, sat m.a. í hrepps- nefnd Fljótshlíðarhrepps frá 1934 til 1974 og var oddviti í 20 ár. í sýslunefnd var hann kjörinn 1942 og í stjórn Sláturfélgs Suðurlands sama ár, þar sem hann var vara- formaður. — Samningamálin Framhald af bls. 44 það flókið að um misskilning gæti verið að ræða. Ef ég héldi því fram, væri ég að brigzla mönn- unum um heimsku. Enn sem kom- ið er höfum við hvorki fengið svör við þessu síðasta atriði né tillög- unum í heild.“ Einn af fulltrúum í samninga- nefnd ASÍ kvað málið algjörlega hafa snúizt við frá í fyrradag, hvað svo sem komið hefði fyrir í hópi atvinnurekenda — eins og hann orðaði það. Einn úr hópi vinnuveitenda kvað misskilning hafa átt sér stað, rætt hefði verið um rauð strik í svipuðum dúr og gilt hefðu í samningunum, sem væru að renna út, en menn ekki gætt sín á að hugmyndir ÁSÍ eru nú í grundvallaratriðum allt aðr- ar en þá. Jón H. Bergs, formaður Vinnu- veitendasambands íslands kvað viðræður um vísitölumálið nú vera á mjög viðkvæmu sigi. „Það, sem við sögðum á fimmtudag, var að við tókum jákvætt undir það að hugmyndir Alþýðusambandsins yrðu athugaðar. Þeirri athugun er ekki lokið. Ég veit ekki á þessu stigi málsins að hve miklu leyti þessar hugmyndir geta komið að notum. Við erum að athuga þær en á þeim eru áreiðanlega gallar bæði fyrir launþega og launa- greiðendur. Ef til vill eru þar einnig kostir, en þetta viljum við kanna nánar.“ Fundirnir á Loftleiðum í gær voru að mestu óformlegir, þ.e.a.s. samninganefndirnar hittust lítt. Þess í stað sátu forystumenn beggja á löngum fundum og ræddu vandamálin. Á meðan á þessu stóð notaði samninganefnd ASÍ tómið, sem gafst, til þess að ræða dagvistunarmál. Einhverjir viðræðufundir hafa átt sér stað um þau mál við ríkisvaldið, en stefna Alþýðusambandsins er, að dagvistunarmál hindri ekki at- vinnuþátttöku fólks. Nýr sáttafundur hefur verið boðaður í dag klukkan 17. KARLAKÖRINN Stefnir efnir til söngskemmtunar í Hlégarði laugardaginn 23. apríl og þriðju- daginn 26. apríl kl. 21.00, báða dagana, einnig syngur kórinní minni en árið á undan. Síðan sagði dr. Jóhannes: „I árslok voru þó heildarskuldir þjóðarbúsins erlendis, reiknaðar á þágildandi gengi, komnar í 96 milljarða króna, sem jafngildir nálægt 430 þús. króna á hvert mannsbarn i landinu. Vegna auk- inna útflutningstekna jókst greiðslubyrðin minna á árinu en við var búizt, en þó varð að verja nálægt 15% af heildargjaldeyris- tekjum ársins í vexti og afborgan- ir af löngum erlendum lánum, og mun það hlutfall fara enn hækk- andi á næstu árum. Vaxandi er- lendar skuldir eru þvi enn eitt meginvandamálið í íslenzkum efnahagsmálum." Dr. Jóhannes Nordal fjallaði um áhrif verðbólgu undanfarinna ára á bankakerfið og sagði að lág- ir raunvextir, sem á tímabili urðu neikvæðir um allt að 24%, hefðu haft i för með sér flótta fjár af bankareikningum yfir í kaup á fasteignum og neyzluvörum. Það leiddi til þess, að ráðstöfunarfé bankanna varð mun minna en eðlilegt gæti talizt, enda hefði hlutfall heildarinnstæða f inn- lánsstofnunum af þjóðarfram- leiðslu lækkað um nærri þriðj- ung, úr um 40% í 27%. Þetta hefði meðal annars orðið til þess að auka ört hlutfall endurkaupa- lána af heildarútlánum, sem enn varð til þess að þrengja aðgang atvinnuvega og aðila, sem ekki hafa aðgang að reglubundnum af- urða- og rekstarlánum, að lánsfé bankanna. Síðan sagði hann: „Til að standa undir hlutfalls- lega vaxandi endurkaupum ár frá ári hefur Seðlabankinn á síðustu árum orðið að hækka innláns- bindingu svo að segja jafnt og þétt, og hefur hún þó tæpast stað- ið undir aukningu endurkaupa. Er nú svo komið, að bindiskylda innlánsstofnana er komin upp i 25% af heildarinnlánum, en það er það hámark, sem hún má verða lögum samkvæmt. Að óbreyttum lögum getur Seðlabankinn þvi ekki aukið endurkaup héðan í frá hraðar en nemur aukningu þess innlánsfjár, sem bindingin er reiknuð af. Verði innlánsþróunin óhagstæð á næstunni, gæti orðið óhjákvæmilegt að lækka afurða- lánin hlutfallslega miðað við afurðaverðmæti, nema lögum verði breytt og Seðlabankanum leyft að auka bindiskyldu um- fram 25%. Ekki má heldur gleyma því, á innlánsbindingunni er ekki ætlað það hlutverk eitt að fjármagna endurkaup Seðlabank- ans, heldur er hún almennt stjórntæki í peningamálum til þess fallið að draga úr aukningu peningamagns og bæta gjaldeyris- stöðu. Þessa hvort tveggja getur einmitt orðið þörf nú á næstunni vegna vaxandi þenslu, sérstak- lega ef ekki tekst að draga veru- lega úr skuldum ríkisjóðs við Seðlabankann. Hér er því vissulega komið :ð miklum vanda. Kröfar um aukn- Fólkvangi 29. apríl kl. 21.00 og f Félgsgarði í Kjós þriðjudaginn 3. mai kl. 21.00. Kórinn syngur lög eftir þekkt íslenzkt tónskáld und- ir stjórn Lárusar Sveinssonar. ingu afurðalána hafa verið venju fremur háværar að undanförnu, ekki sizt frá landbúnaðinum, og enn vantar allmikið á, að iðnaður- inn njóti í þessu efni sömu að- stöðu og hinir hefðbundnu at- vinnuvegir. Það er þvi óhjákvæmilegt, að þetta vanda- mál verði tekið til gaumgæfilegr- ar athugunar á næstunni og af- staða tekin til þess, hvort æskilegt sé að breyta lögum í þá átt að auka svigrúm Seðlabankans til þess að hækka bindingu og þá um leið afurðalánafyrirgreiðslu sina við atvinnuvegina, eða hvort æskilegra sé að leita annarrar lausnar á þessum vanda. Mér virðist, að hér sé einkum um tvo kosti að velja. Fyrri kosturinn er reyndar sá, sem ég hef nú lýst, þ.e.a.s. aukn- ing almennrar bindiskyldu og enn frekari útfærsla afurða- og birgðalánakerfisins til þeirra at- vinnuvega, sem taldir eru þurfa mest á þeim að halda. Út frá hags- munasjónarmiði þeirra sem for- gangslána njóta, mundi slík breyt- ing vafalaust vera talin hagstæð. Á hinn bóginn mundi hún enn auka þann hlut heildarútlána, sem veittur væri með sjálfvirkum hætti án mats á raunverulegri lánsþörf hverju sinni. Jafnframt yrði bæði þrengdur kostur allra annarra lántakenda og dregið úr ráðstöfunarrétti stjórnenda banka og sparisjóða á þvi fjár- magni, sem innstæðueigendur hafa trúað þeim fyrir. Eftir þess- ari leið væri því stefnt út i enn meiri og formfastari skömmtun lánsfjár en við höfum hingað til á tt við að búa. Hin leiðin stefnir til gagnstæðr- ar áttar, þar sem markaðsöflin, þ.e.a.s. framboð og eftirspurn á lánsfé verði látin ráða mun meira en nú um útlánadreifinguna. Til að svo yrði, þyrftu einkum tvenns konar breytingar að koma til frá því kerfi, sem við nú búum við. í fyrsta lagi yrði að stefna að því að tryggja eigendum sparifjár, sem raunverulega fjármagna útlán bankanna, sómasamlega ávöxtun á fé sinu, svo að innstæður i bönk- um verði ætið samkeppnishæfar við önnur sparnaðarform, sem al- menningur á kost á. t öðru lagi þyrfti að stefna að því að jafna lánskjör sem mest, þannig að hætt yrði að ýta undir eftirspurn með óeðlilega hagstæðum láns- kjörum. Með þsssum hætti gæti tvennt áunnizt. Annars vegar ætti útlánageta bankakerfisins að geta aukizt verulega, en hins vegar ætti lánsféð að nýtast betur til arðbærs rekstrar og fjárfestingar, þar sem allir sætu við sama borð og eðlilegir raunvextir væru greiddir af öllu lánsfé. Það er skoðun bankastjórnar Seðlabankans, að reynsla undan- farinna ára vitni bezt um nauðsyn þess að fara i vaxandi mæli inn á síðari leiðina, ef bankakerfið á að geta þróazt eðlilega og veitt öllum atvinnurekstri í landinu viðun- andi þjónustu. Á undanförnum tólf mánuðum hafa verið stigin tvö skref í þessa átt, sem ég held Einnig mun kórinn fara i söng- ferðalag austur um sveitir og halda söngskemmtanir í Selfoss- bíói laugardaginn 30. apríl kl. 15.00 og á Flúðum, Hrunamanna- hreppi, sama dag kl. 21.00. að bæði verði að teljast til veru- legra bóta. Á ég þar annars vegar við hækkun innlánsvaxta með upptöku vaxtaaukareikninga og hins vegar jöfnun lánskjara á við- bótarlánum viðskiptabankanna til atvinnuveganna. Ég er þeirrar skoðunar, að halda verði áfram að þoka sig í sömu átt með enn frek- ari breytingum á vaxtakerfinu á næstu mánuðum. En því er ég orðinn margorður um þessi mál, að allar breytingar á lánskjörum og reglum koma við hagsmuni margra aðila. Það er þvi nauðsyn- legt, að sem almennastur skiln- ingur sé fyrir hendi á tilgangi þeirra og nauðsyn." — Hin eina rétta... Framhald af bls. 24 myndum eða hugsjónum höfundar á þeirri tíð koma honum í uppnám og þá er strikað út, já, jafnvel heilu kaflarnir skulu veg allrar veraldar, en hér verður þýðandinn að grípaí taumana, því að þegar ritverk er þýtt á annað tungumál hálfri öld eftir að það sá fyrst dagsins ljós eru því tak- mörk sett hverju höfundur fær að breyta; gildi þess er m.a. það að það er vitnisburður um tiltekinn tima i lífi manns. Það er erfitt að þýða. Að þýðá Laxness er sérstaklega erfitt; orð- auðgin er með ólíkindum og hæfi- leiki hans til nýmyndunar orða sýnist utan enda; engar orðabæk- ur taka að fullu til allra hans skrifa. Þeir þýðendur, sem eru svo óheppnir að þýða verk Lax- ness á mál sem hann er ekki kunnugur, eru illa á vegi staddir. Fyrir okkur hina er líka erfitt og nokkurs konar þolinmæðisþraut að fá handritið aftur i hendurn- ar með svo miklum athugasemd- um að það hvarflar helzt að manni að leggja árar I bát enda skriftin ekki sem læsilegust. En þegar verkið er hafið fyrir alvöru á maður uppbyggilegar samræður við höfundinn sem koma að góðu gagni við það verk sem unnið er að. Og þegar farið hefur verið yfir hundruð athugasemda og upp- ástungna og þær annaðhvort teknar til greina eða ýtt til hliðar er siðasta skírslan eftir og hún fer oft fram munnlega að loknum góðum málsverði, yfir kaffibolla og vænum vindli. Þetta síðasta stig varpar gjarna ljósi á stöðu verksins og þá hrynjandi sem að var stefnt og i þessu samtali um verk, sem lokið hefur verið við, getur athugull hlustandi greint útlínur nýs verks, sem ekki er nefnt á nafn, en lætur þó finna til nálægðar sinnar. Að hafa þýðingarstörf að at- vinnu hlýtur að vera hræðilegt og með tilliti til þeirra launa. sem bókaútgefendur bjóða, þýðir það tvær — þrjár bækur á mánuði; en að leggja sig allan fram við að þýða mikinn rithöfund er eftir- sóknarverð ánægja, einkum þegar það hefur það i för með sér, að á sinn hátt lærir maður íslenzku við hinn einu réttu íslenzku akademíu. — Seðlabankinn Framhald af bls. 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.