Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRlL 1977 Umsjón: Pétur J. Eiríksson Punktar úr ársskýrslu Seðlabankans 0 BRÁÐABIRGÐATÖLUR benda til þess að þjóðarfram- leiðsla ársins 1976 hafi aukist um tæp 2% miðað við 2% samdrátt hennar 1975. Vegna batnandi viðskiptakjara jukust þjóðartekjur hins vegar um 5.4% árið 1976, en árið á undan lækkuðu þær um 6%. 0 Útflutningsverð tók að hækka i lok ársins 1975 og varð að meðaltali rúmlega 18% hærra 1976 en 1975. Jafnframt hélt innflutningsverð áfram að hækka, þó hægar væri, þannig að það var að meðaltali um 5% hærra 1976 en 1975. Viðskiptakjörin fóru því batnandi i heild og voru að meðaltali 12.7% betri 1976 en 1 975. Langt er þó í að þau séu eins góð og 1 973 og í byrjun árs 1974 0 Bötnun viðskiptakjara átti þátt I að draga úr viðskiptahalla við útlönd þannig að hann nam tæpum 2% af vergri þjóðar- framleiðslu 1976 en var um 11.5% á árunum 1974 og 1975. ^ í heild jókst útflutningsframleiðslan á árinu 1976 um 9% og munaði þar miklu um 1 2% aukningu álframleiðslu, en álverið var rekið með fullum afköstum eftir samdrátt á álmarkaði 1974 og 1975 0 Að magni jókst sjávarútvegsframleiðsla I heild um rúm 9% árið 1976. Verðmæti heildarframleiðslu sjávarafurða varð hins vegar um 46% meira en 1975, að meðtöldum verðhækk- unum á erlendum mörkuðum og gengissigi. Aukin rekstrar- kostnaður hefur hins vegar dregið úr hagsæld sjávarútvegs. 0 Áætluð aukning landbúnaðarframleiðslu varð 3—4% meiri en 1975 og bústofnsaukning varð töluverð. 0 Iðnaðarframleiðsla jókst nokkuð í heild á árinu og varð umtalsverð aukning f iðnframleiðslu til útflutnings, eða allt að 16% að slepptri álframleiðslu. Verðlag þessa útflutnings hækkaði verulega frá 1975 eða um 30% í erlendum gjald miðli. Hefur greinin skilað stöðugt vaxandi hagnaði frá 1972. 0 Hagur heildverzlunar hefur að líkindum versnað eilítið frá því 1975, en hagur smásöluverzlunar hefur hins vegar vænkast nokkuð, en staða hennar í heild var slök á árinu 1 975. Mikill munur er þó á milli einstakra greina smásöluverzlana, en í heild jókst velta verzlunar um 27%. 0 í árslok 1976 nam nettóskuld þjóðarbúsins um 99.300 m. kr., eða sem samsvarar 39% af hvergri þjóðarframleiðslu ársins. 0 Einkaneyzla er álitin hafa vaxið um 1% að magni frá árinu 1975, en þá minnkaði hún um 10%. Á árinu 1976 mun hafa orðið lítilsháttar aukning á kaupmætti, einkum á siðari hluta ársins, enda hneigðist einkaneyzla þá til aukningar á ný. 0 Samneyzla breyttist ekki að marki frá 1975. Nokkuð mörg undanfarin ár hafði samneyzla aukist um 5—6% árlega. en á árinu 1975 varð aukningin aðeins 2% og tæpast nokkur 1976. 0 Um 3% samdráttur varð í fjármunamyndun 1976 á móti 8.4% árið áður. Fjármunamyndun atvinnuveganna varð 17% minni en< 1 975 og stafar það einkum af minnkandi fjárfestingum í fiskveiðum, en samdráttur varð þó í flestum greinum atvinnufjár- festingar. Nokkur aukning varð hins vegar í opinberum fram- kvæmdum. 0 Nokkuð gekk á útflutningsbirgðir á árinu. Að vísu jukust birgðir sjávarútvegs nokkuð en á móti komu minnkandi birgðir hjá álverinu, landbúnaðinum og Kisiliðjunni. Birgða- og bústofnsminnkun nam 1.250 milljónum króna en verð- mæti útflutningsbirgða var í árslok 1976 13.205 milljónir króna. 0 Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 32% að meðaltali á milli áranna 1975 og 1976, en byggingarkostnaður um 25%. Frá 1974 til 1975 hækkaði vísitala framfærslukostnaðar hins vegar um 49% en árið þar á undan um 43%. 0 Árið 1976 varð viðskiptajöfnuður óhagstæður um 4.390 m. kr. þar af var vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 4.630 milljónir króna, en þjónustujöfnuður hagstæður um 240 m. kr. Fjármagnsjöfnuður var hagstæður um 7.695 m. kr., einkum vegna töku langra erlendra lána umfram afborganir. Greiðslujöfnuðurinn varð því hagstæður um 3.350 m. kr. Eigi að síður var gjaldeyrisstaðan I árslok enn neikvæð um 403 m. kr. nettó. Viðskiptajöfnuður batnaði þó um 17.000 m. kr. frá árinu 1 975. 0 Gjaldeyrisverðmæti útflutningsframleiðslu jókst um 29.3% frá því 1975. Mest varð aukningin í framleiðslu iðnaðarvara og áls eða rúm 34% hvors um sig. Framleiðsluverðmæti sjávaraf- urða jókst um 29%. 0 Heildarverðmæti útflutnings jókst um 36.7% frá fyrra ári og varð 73.500 m. kr. Mest varð verðmætisaukningin á útflutningi áls eða 116%. Aukning útflutningsverðmætis annarra vöruflokka nam 27%. 0 Verðmæti almenns innflutnings jókst um 4.4% 1976. Verð- mæti olíuinnflutnings dróst saman um 1%, en verðmæti annars innflutnings jókst um 5.4%. Frá 1973 hefur samdráttur olíuinn- . .fjytninas.að/pagm til nucnið 2&,3.%, ..... I I I .I I ■ —......... I ■ .I I ■ lll.l—I Ljósm. Kr. Ól. VIÐGERÐARMENN VEGHEFLA A NÁMSKEIÐI — Þrjá fyrstu dagana f sfðastliðinni viku sðttu 18 menn námskeið hjá Heklu f viðgerðum á Caterpillarvegheflum. Pierre Wassermann, kennari frá Caterpillar, stendur við kvikmyndasýningavélina, en fremst til vinstri er Hermann Hermannsson. Hekla kennir á C ater pillarvélar FYRIRTÆKIÐ Hekla h.f. sem er umboðsaðili Caterpill- ar-véla hér á landi hefur allt frá árinu 1966 staðið fyrir námskeiðum fyrir kaupendur véla frá Caterpillar hér á landi. Ýmist hafa þetta verið námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla eða vélstjóra á bátaflotanum. Námskeiðin hafa staðið yfir í þrjá til fjóra daga en einnig hafa verið haldin lengri námskeið eða sem staðið hafa yfir í allt að tvær vikur. í husakynnum Heklu að Laugavegi 170 hefur verið innréttuð sérstök kennslustofa þar sem þessi nám- skeið fara fram. Rúmar hún um 30 manns í sæti en reynt er að takmarka fjöld þátttakenda f hverju námskeið við 20 manns. í síðastliðinni viku var haldið á vegum Heklu námskeið fyrir við- gerðarmenn Caterpillar-veghefla og stóð það í þrjá daga. Samtals sóttu námskeiðið 18 menn víðs vegar að af landinu en kennari á ÍTALIR hugleiða nú þann möguleika að gera þær breytingar á gjaldmiðli sín- um lírunni að 1.500 lírur verða gerðat að einni og hálfri, og er ekki óhugs- andi að breytingin komi til Áskriftir að uppfinningum STJÓRNENDUR fyrirtækja, verkfræðingar, hönnuðir, tækni- menn og aðrir sem þurfa að fylgj- ast með tækniframförum og þró- un í Bandaríkjunum gætu haft gagn af New Technology Inde. Það er listi sem frá og með þessu ári er gefinn út annan hvern mán- uð af Technology Clearing House. í þessu nýja þjónusturiti er að finna upplýsingar um nýjar vörur sem kynntar eru í Bandaríkjun- um auk nafns og heimilisfangs framleiðandans. Fyrsta tölublað NTI hefur komið út og í þvi eru upplýsingar um 2.654 nýjungar. Áskriftarverð er um það bil 32.000 islenzkar krónur. námskeiðinu, auk Hermanns Her- mannssonar, yfirmanns þjónustu- deiidar Caterpillar hjá Heklu, var Pierre Wasserman, sem kom hingað frá skóla Caterpillarfyrir- tækisins i Genf en þar er hann framkvæmda á næstu mánuðum. Gaetano Stammati, fjár- málaráðherra Italíu, sagði í síðustu viku að athuganir ítalska seðlabankans hefðu leitt það í ljós að hagstætt gæti verið að fella þrjú núll aftan af lirunni þannig að verðgildi ,,nýlíru“ yrði þúsundfalt á við þá sem nú er notuð. Fjármálaráðherrann benti á í viðtali við sjónvarpið að hug- myndir um að gera þessar breyt- ingar á lírunni væru engan veg- inn nýjar. Hann sagðist álíta að ríkisstjórnin yrði fylgjandi breyt- ingunni þar sem hún einfaldaði reikningshald fyrirtækja og stofnana og skráningu peninga- veltu. Hugmyndin um verðgildisaukn- ingu lirunnar hefur verið til um- ræðu á ítaliu undanfarnar vikur eftir að hafa legið í þagnargildi um árabil. Eftir seinni heims- styrjöldina ákváðu ítalir að feta ekki í fótspor Frakka og Grikkja, sem hrundraðfölduðu gildi gjald- miðla sinna, af ótta við óæskileg áhrif á peningaskyn almennings. fastur kennari. I samtali við Sverri Sigfússon, framkvæmda- stjóra Véladeildar Heklu, kom fram að upphafið að þessu nám- skeiðshaldi var að Hekla seldi nær allar stærri vinnuvélar, sem notaðar voru við byggingu Búr- fellsvirkjunar. Þá var haldið nám- skeið fyrir starfsmenn Heklu, sem sinna áttu viðgerðum á vél- unum og í framhaldi af þvi var haldið námskeið fyrir stjórn- endur vélanna og viðgerðarmenn við Búrfell. —Áhuginn fyrir þessum nám- skeiðum varð strax það mikill að við ákáðum að gera þessa starf- semi að föstum lið í starfi fyrir- tækisins. Það er ekki siður okkar hagur en þeirra sem kaupa vélar af okkur að vélarnar gangi eðli- lega og bili ekki. Besta tryggingin fyrir því að það gangi er að þeir, sem vinna á vélunum kunni með þær að fara. Sá er einmitt til- gangurinn með þessum nám- skeiðum, sagði Sverrir. Eins og áður sagði hgfur Hekla komið upp kennslustofu i hús- næði sínu og auk þess að nýta hana til íyrrnefndra námskeiða er hún notuð fyrir námskeið, sem haldin eru fyrir starfsmenn Heklu og um þessar mundir stendur t.d. yfir námskeið í ensku fyrir starfsfólkið. —Það er þýð- ingarmikið fyrir fyrirtækið að hafa í þjónustu sinni vel menntað fólk, þvi með því móti má -bæta þjónustu fyrirtækisins, sagði Sverrir. Auk hópa, sem sótt hafa námskeið á vegum Heklu, koma i heimsókn í fyrirtækið árlega hóp- ar nemenda úr ýmsum verk- og tæknimenntunarskólum, í vetur hafa verið haldin námskeið á veg- um Véladeildar Heklu fyrir vél- stjóra á bátaflotanum og sóttu það 26 menn auk fyrrnefnds nám- skeið fyrir viðgerðarmenn veg- hefla, og nokkurra smærri nám- skeiða. —Kennsla á þessum námskeið- um hefur verið i höndum starfs- manna fyrirtækisins nema hvað á þessu námskeiði fengum við er- lendan kennara. Við vildum gjarnan geta aukið verklega kennslu en þar setur aðstaðan okkur takmörk. Það er stefna fyrirtækisins að halda þessu nám- skeiðahaldi áfram og reyna að auka og bæta þá fræðslu, sem við veitum á þeim, sagði Sverrir að lokum. Italir huga að þúsund- földun gildis lírunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.