Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRlL 1977 5 Á blaðamannafundi í gær gerðu forráðamenn félagsins grein fyrir því með hvaða hætti afmælis félagsins yrði minnzt. Davíð Ólafsson, forseti félags- ins, minnti í byrjun fundarins á að markmið félagsins hefði frá FORRAÐAMENN Ferðafélags Islands á blaðamannafundinum ( gær, talið frá vinstri: Böðvar Pétursson, Jón tsdal, Páll Jónsson, Haraldur Sigurðsson, Davið Ólafsson, forseti Ferðafélagsins, Eyþór Einarsson, Kristinn Zóphónfasson og Tómas Einarsson. Ljósm Mbl. RAX. r Ferðafélag Islands 50 ára: ERÐ eru í árbókinni greinar etir 19 höfunda og eru það ýmist ferða- minningar, frásagnir af ein- Rithöfundar og vismdamenn rita 1 Árbók 1977 — sýning á búnaði til fjallaferða stökum stöðum eða einstökum þáttum í landslagi Islands. Þeir sem rita í árbókina eru: Anna Maria Þórisdóttir, Bjartmar Guðmundsson, Eysteinn Jóns- son, Eyþór Einarsson, Gestur Guðfinnsson, Halldór Laxness, Hannes Pétursson, Hjálmar R. Bárðarson, Hjörtur Pálsson, Kristján Eldjárn, Matthías Jo- hannessen, Ólafur Jóhann Sig- urðsson, Sigurður Blöndal, Sig- urður Þórarinsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Þórarinn Guðna- son og Þórleifur Bjarnason. Þá er í bókinni minningargrein um Sigurð Jóhannsson, fyrrver- andi forseta Ferðafélagsins, er Sigurður Þórarinsson ritar. Páll Jónsson, ritstjóri Árbók- ar Ferðafélagsins, nefndi á fundinum sem dæmi um hversu mjög Árbókin hefur stækkað, að fyrsta bókin var rúmlega þrjár arkir en nú er Framhald á bls. 26 FIMMTlU ár verða í haust liðin frá stofnun Ferðafélags ís- lands. Þessara tímamóta verður minnzt með ýmsum hætti af hálfu félagsins og má þar fyrst nefna að fimmtugasta árbók fé- lagsins kemur út um þessar mundir og er að því leyti ólík fyrri árbókum að í henni er ekki fjallað um einstakan landshluta heldur rita nokkrir kunnir rithöfundar og vísinda- menn þætti um sjálfvalið efni sem þó er innan þess sviðs, sem tilgangur félagsins markar. I nóvembermánuði n.k. efnir fé- lagið til sýningar í Norræna húsinu og er ætlunin að kynna þar það nýjasta og bezta, sem hægt er að fá til útbúnaðar í ferðalög um óbyggðir og enn- fremur ýmislegt um ferða- mannsku áður fyrr. Þá efnir félagið í tilefni af afmælinu til alls tiu gönguferða á Esju i mai og júní og verður fyrsta ferðin farin 7. maí. Ferðafélag íslands var stofnað 27. nóvember 1927 og núverandi forseti félagsins er Davið Ólafsson seðlabanka- stjóri. upphafi verið að hvetja lands- menn til ferðalaga og þá sér- staklega að gefa mönnum tæki- færi á að fara um landið gang- andi. Til að auðvelda fólki slík ferðalög gaf félagið strax á fyrsta starfsári sínu út árbók og fjallaði hún um Þjórsárdal. Á árinu 1930 byggir félagið fyrsta skála sinn og var hann i Hvítár- nesi, við Kjalveg, en skálar fé- lagsins eru nú orðnir 17 að tölu en Davið tók fram að þar hefði Ferðafélag Islands ekki staðið eitt að verki heldur ættu ferða- félögin fyrir norðan og austan sinn þátt i uppbyggingu þeirra. Eins og fyrr sagði er að þessu sinni brugðið út af þeirri venju, sem ríkt hefur, að helga árbók Ferðafélagsins lýsingu á ein- hverju ákveðnu landsvæði. Nú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.