Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRlL 1977 13 Steinninn sem hló: Fremri röð: Valgerður Bergsdóttir, Edda Jónsdóttir, Margrét Kolka, Sigmundur Örn Arngrímsson og Briet Héðinsdóttir. Aftari röð: Helga Stephensen, Þórunn Sigurðardóttir og Viðar Eggertsson. Steini o g fjaran BRÚÐULEIKHÚSVIKA AÐ KJARVALSSTÖÐUM: STEINNINN SEM HLÓ eftir Nínu Björk Árnadótt- ur. Brúðugerð og leiksvið: Edda Jónsdóttir, Margrét Kolka og Valgerður Bergsdóttir. Leikendur: Briet Héðinsdóttir, Helga Stephensen, Sigmundur Örn Arngrimsson, Viðar Eggertsson og Þórunn Sigurðardóttir. í Steininum sem hló er beitt ýmsum tegundum brúða og grímna. Aðalper- sónan Steini er strangja- brúða sem Þórunn Sigurðar- dóttir stjórnar. Hér rennur saman í eitt brúðuleikhús og venjulegt leikhús. Steininn sem hló er örstuttur leikur, en höfund- inum Nínu Björk Árnadóttir hefur engu að síður tekist að bregða upp mynd samfélags Lelkilst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON þar sem börn og fullorðnir eru þjakaðir af eftirsókn eftir lífsins gæðum og nauðsynj- um: ibúð, bíl, sólarlandaferð- um, fötum og ýmsum ytri táknum. Vandamálin er reynt að leysa með aukavinnu til þess að verða ekki á eftir öðrum i kapphlaupinu. Þetta bitnar verst á börnunum sem þrá að lifa náttúrulegu lifi (Steini). Fjaran með undrum sínum er athvarf Steina. Þar er steinn sem hlær, en þar er líka selur i álögum, sjálfur kennari Steina. Steini og mamma hans verða margs vísari í fjörunm og áhorfend- ur eru vaktir til umhugsunar um það sem miklu skiptir i lifinu. Leikurinn er hnitmiða- ur, hvergi of eða van. Þær Edda Jónsdóttir, Margrét Kolka og Valgerður Bergsdóttir sem aller eru myndlistarkennarar hafa ásamt leikurunum gætt leik- inn áleitnu lífi. Brúður þeirra og leiksvið eru skemmtilegar hugmyndir, en að visu i viss- um fjarska frá þvi brúðuleik- húsi sem við eigum að venj- ast, samanber Leikbrúðuland og Að skemmta skrattanum i leikgerð Helgu Hjörvar. En hér er á ferðinni nýr hópur i islenzku brúðuleikhúsi og er áreiðanlega góðs af honum að vænta. Ekki verður gert upp á milli leikara Þeir foru allir vel með hlutverk sin. í leiknum heppnaðist að láða fram ævintýralegt andrúmsloft og sýna um leið hversdagsleik borgarlifsins. Selkórinn NÚ HEFUR verið stofnaður blandaður kór á Seltjarnarnesi og Siguróli Geirsson ráðinn söngstjóri. Siguróli er ungur tónlistarmaður og er það vel er ungir menn hasla sér völl með þátttöku i nýframkvæmdum. Það tekur mörg ár að skapa kór og mörg ár að verða góður kór- stjóri og æskilegt að slík starf- semi geti sem lengst notið sömu starfskrafta, þvi þroski og þjálfun nýtist best, þar sem samstarfið er grundvallað á gagnkvæmri þekkingu. Efnis- skrá kórsins bar þess glöggt vitni að bæði á að fara varlega af staó og syngja á sig vinsældir með léttmeti. Vinsæl lög eru þvi miður hættuleg viðfangs- efni fyrir viðvaninga, því sakir lítilf jörlegs innihalds þarf flutningur þeirra að vera sér- lega glæsilegur. íslenska syrpan var ekki bæði illa og ósmekklega samansett. Laga- syrpa þar sem tind eru til lög úr ýmsum áttum, verður trúlega ekki sannfærandi nema til komi mikil tækni í meðferð efn- isins. Lagasyrpa getur verið skemmtileg ef lögin eru efnis- lega tengd saman. Eftir söng- stjórann söng kórinn tvö frum- samin lög við kvæði Jóns Magnússonar, Bjössi litli á Bjargi og Óhræsið eftir Jónas Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Hallgrímsson. Undirritaður vill ráðleggja Siguróla Geirssyni að leita sér meiri menntunar í tónsmíði. Eftir þvi sem dæmt verður af útsetningum og frum- smíðum hans að þessu sinni er augljóst að frekari menntunar er þörf. Viljinn og þörfin til sköpunar er dýrmætur eigin- leiki, en menntun og þjálfun ávöxtur tímafrekrar ástund- unar. Halldór Vilhelmsson söng með kórnum og einnig einsöng. Halldór er góður söngvari, lítil- látur listamaður og telur ekki eftir sér að styðja við bakið á þeim sem leita vilja gleðistunda í söng. Þrátt fyrir aðfinnslur, sem eru ætlaðar til að brýna menn, vill undirritaður óska íbúum við Seltjörn til hamingju og hvetur þá til að styðja við bakið á þessum nýstofnaða kór og minnast þess, að það tekur áratugi að byggja upp en stundarkorn að rifa niður. Landsbankinn opnar útibú í Biskupstungum LANDSBANKI íslands opnaði þann 14. þessa mánaðar bankaaf- greiðslu i Reykholti í Biskups- tungum en forráðamenn Biskups- tungnahrepps létu bankanum í té húsnæði fyrir afgreiðsluna í hinni nýju sundlaugarbyggingu í Reykholti. Fyrst um sinn er ákveðið að afgreiðslan verði opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13 til 15 og útibú Lands- bankans á Selfossi mun hafa all- an veg og vanda af rekstri af- greiðslunnar, en starfsmenn úti- búsins, þeir Jóhann Sveinbjörns- son og Kristján Jónsson, munu annast hin daglegu störf. í fréttatilkynningu frá bankan- um segir, að Reykholt liggi mið- svæðis i uppsveitum Árnessýslu og þar hafi á undanförnum árum myndazt byggðakjarni en auk ræktunar í gróðurhúsum, sem þar fer fram, er þar til staðar ýmis félagsleg aðstaða s.s. skóli, félags- heimilið Aratunga, afgreiðsla pósts og sima og sundlaug sveitar- innar. Þá segir aó Landsbankinn hafi á undanförnum árum leitazt við að bæta og auka þjónustu sina með stofnun nýrra útibúa og af- greiðslustaða, sérstaklega þar sem almenn bankaþjónusta hefur ekki verið fyrir hendi, en þörf er talin á slikri þjónustu. Stofnun afgreiðslu í Biskupstungum nú er einn þáttur í þessari viðleitni. Afgreiðsla Landsbankans í Reykholti mun leitast við að veita alla venjulega þjónustu viðskipta- banka, innlenda og erlenda. Afmælisbókin 1977 barji HTTIIRHRINMK „Barn náttúrunnar” með listafallegum teikningum Haraldar Guðbergssonar um æskuástina í fyrstu skáldsögu Halldórs Laxness. „Afmælisbókin verður aðeins gefin út í 1000 eintökum og ekki endurprentuð. Helgafell Unuhúsi Simi 16837 Pósthólf 7134. Einnig eigum við til örfá eintök af tveim eldri afmælisbókum hans, bókinni Skeggræður gegnum tíðina, . samtalsbók, skrifuð af Matthíasi Johannessen og kom út árið 1972 á 70 ára afmæli skáldsins, og bókina Halldór Kiljan Laxness, skrifuð af Kristjáni Karlssyni, með fjölda mynda (30 síður). Þessi bók kom út 1962, á sextugsafmæli skáldsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.