Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRlL 1977 Lýst eftir sjómanni RANNSÓKNARLÖGREGLAN f Keflavík hefur lýsl eftir Pétri Söebeck Benediktssvni, Hrafna- gilsstræti 10, Akureyri, en hans hefur verið saknað um eins mán- aðar skeið eða frá því að hann hvarf frá báti sínum, Blika ÞH 10, þar sem hann var háseti, aðfarar- nótt laugardagsmorguns 19. marz en báturinn er gerður út frá Sandgerði. Vitað er að Pétur hvarf frá borði um fjögur-leytið um nóttina og var þá nokkuð við skál. Hins vegar var þá ekki strax tekið að óttast um hann, því að Pétur hafði áður horfið fyrirvaralaust og ekki látið frá sér heyra um skeið. Síð- an hefur hins vegar verið hafin skipulögð leit að honum, frosk- menn hafa kafað í höfnina og björgunarsveitarmenn á Suður- nesjum hafa gengið fjörur en án árangurs. Pétur er 23ja ára að aldri, meðalmaður á hæð, svarthærður og frekar grannvaxinn. 98 sækja um humarleyfi Humarveiðar hefjast að þessu sinni þann 20. maí n.k. og eins og kunnugt er hefur verið heimilað að veiða 2800 lestir af humri í sumar. Mikill áhugi er hjá út- gerðarmönnum á veiðum þessum eins og svo oft áður, óg í gær höfðu sjávarútvegsráðuneytinu borizt 98 umsóknir, en til þess að geta stundað þessar veiðar verða skipin að uppfylla viss skilyrði. í fyrrasumar stunduðu um 100 skip humarveiðarnar. Fjöldi fólks, og þá ekki sízt börn og unglingar, tóku þátt í skemmtunum á sumardaginn fyrsta. Þessi mynd sýnir börn og fullorðna í sumarfagnaði við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Veiðisvæði lokað á Skagagrunni; Lítið að fá annað en þorskinn frá Sex sækja um stöðu skóg- ræktarstjóra UMSÖKNARFRESTUR um starf skógræktarstjóra ríkisins rann út í vikunni. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í landbúnaðarráðuneytinu, bárust sex umsóknir um starf- ið og eru umsækjendur þessir: Baldur Þorsteinsson, fulltrúi skógræktarstjóra, Guðmundur Örn Árnason, skógfræðingur, Haukur Ragnarsson tilrauna- stjóri, Sigurður Blöndal, skógarvörður, Snorri Sigurðs- son, framkvæmdastjóri, og Þórarinn E. Benediktz, skóg- fræðingur. Radarhlíf á Gullfaxa skemmdist í árekstri —VIÐ fengum bara lánaða aðra radarhlíf og flugvélin fór út á tíma í morgun, sagði Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, í samtali við Mbl. í gær, en í fyrradag rakst bíll á nef Gullfaxa á Kefla- víkurflugvelli og skemmdi radarhlífina. Bíllinn er notaður til að flytja matföng í flugvélarnar. Radarhlífin, sem er úr plasti, er fremst á nefi vélarinnar og kom sprunga í hlífina. Viðgerð fór fram í fyrrinótt. Handtökumálið til saksóknara — ÞESSAR Upplýsingar reyndust ekki gefa tilefni til að taka upp dómsrannsókn málsins aó nýju svo ég mun nú senda það til saksóknara, sagði Steingrimur Gautur Kristjánsson, umboðsdómari i handtökumálinu svonefnda og ávísanamálinu. Sagði Steingrímur, að hann hefði hinkrað með að senda handtökumálið vegna „umtals um stúlkur", en það hefði', þeg- ar til kom, ekki verið neitt til að byggja á. Um ávísanamálið sagði Steingrímur Gautur, að rann- sókn þess væri í eðlilegum gangi. Hann vildi ekkert segja til um, hvað langt væri í land þar. Hádegisverðar- fundur hjá Hvöt Á hádegisverðarfundi hjá Hvöt, félagi Sjálfstæðis- kvenna, á Hótel Loftleiðum kl. 12.30 í dag, mun Matthias Bjarnason ráðherra ræða um stöðuna i þjóðmálum. Á fundinum fer fram kosn- ing fulltrúa á landsfund. Fundarstjóri er Margrét Einarsdóttir. VEIÐISVÆÐIÐ norður af Kögri, sem lokað var fyrir veiðum togara um helgina vegna mikillar smá- fiskagengdar á þær slóðir, hefur nú verið opnað aftur, þar sem allur fiskur er horfinn af þessum miðum í bili. Þá var litlu svæði úti af Djúpál lokað í sólarhring í vikunni af sömu ástæðum en hef- ur nú verið opnað aftur. Hins vegar lokaði Hafrannsóknastofn- unin svæði á Skagagrunni I gær, þar sem mikill smáfiskur var þar í afla togaranna. Sigfús Schopka, fiskifræðingur og leiðangursstjóri á rannsókna- skipinu Bjarna Sæmundssyni, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að eftirlitsmaður um borð í togara hefði tilkynnt um smáfisk- inn á Skagagrunni. Hefði því svæðinu verið lokað í sólarhring til að byrja með og það auglýst. Ef smáfiskur yrði þarna áfram þyrfti að hafa svæðið lokað lengur. NEÐRI deild Alþingis afgreiddi í gær til efri deildar stjórnarfrum- varp um veiðar í fiskveiðiland- helgi tslands, með nokkrum breytingum frá sjávarútvegs- nefnd deildarinnar. Tillaga um nokkra rýmkun veiðiheimilda með botnvörpu og flotvörpu skipa 39 m að lengd eða minni úti af Suðausturlandi (1. maf til 1. marz ) var samþykkt með 17 atkvæðum gegn 8. Gegn tillögunni greiddu atkvæði allir þingmenn Austfirð- inga f deildinni þar á meðal menntamálaráðherra. Tillaga Garðars Sigurðssonar um bann við þorskveiðum með flotvörpu í fiskveiðilandhelgi frá 1. júní 1977 til 1. júní 1978 var felld með 19 atkvæðum gegn 8. Frumvarpið í heild, sem er stað- festing á bráðabirgðalögum um sama efni frá 16. júni 1976 og fjallar um nýtingu fiskveiðiland- Sigfús sagði, að afli togara á þessum slóðum virtist nú lítill, enda virtist eini fiskurinn, sem væri þarna í umtalsverðu magni vera af stofninum frá 1973, sem enn væri mjög smár. ÞEGAR síðast fréttist af Lagar- fossi f höfninni í Port Harcourt í Nígeríu átti enn eftir að skipa 157 lestum af skreið á land úr skip- inu, en alls var skipið með tæpar 2000 lestir. Þessar fréttir bárust til landsins á miðvikudag, en síð- helginnar, fer nú til þinglegrar meðferðar í efri deild Alþingis. 1973 Þá sagði Sigfús að svæðið sem nú væri búið að loka á Skaga- grunni væri mælt frá eftirtöldum lorantölum: Að vestan 47215, að austan 47300, að norðan 62870 og að sunnan væri miðað við 12 mílna fiskveiðilögsögumörkin. an hefur ekkert frétzt. Sagði Sigurlaugur Þorkelsson blaða- fulltrúi Eimskips f samtali við Morgunblaðið í gær að menn von- uðust nú til að skipið væri farið frá Nígerfu, en fréttir væru venjulega tvo daga að berast það- an. Álafoss, skip Eimskipa- félagsins, fór áleiðis til Lagos i Nigeríu með um 1100 balla af skreið eða 700 — 800 tonn á mið- vikudag en þá fór skipið frá Eski- firði. Skipið á að losa í höfuðborg- inni Lagos, en á leiðinni til Nigeríu hefur skipið viðkomu i Las Palmas á Kanarfeyjum, þar sem það tekur olíu. Álafoss er væntanlegur til Nígeríu eftir um það bil 10 daga. Hátíðar- sýning á Straumrofi LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur hátfðarsýningu á Straumrofi f kvöld vegna 75 ára afmælis höfundarins, Ilalldórs Laxness. Þetta er 11. sýningin á leiknum. Myndin er af Ragnheiði Steindórsdóttur í hlutverki sínu f Straumrofi. Alþingi í gær: Ágreiningur um rýmk un veiðiheimilda — Bann við flotvörpu fellt Álafoss farinn til Nígeríu en Lagarfoss enn í Port Harcourt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.