Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRlL 1977 \40MGÚU KAttlNÚ /C/j'OV, ‘újíuJ —S^ r>^^r>nr,r>r»oor "3 vv/ Það hlýtur að vera hægt að vinna fyrir kaupinu sfnu á ein- faldari hátt! - — ----------«0 Kallaðu á konur og börn f björgunarbátana! — og þá sem fengu farmiðana með afborg- unum! mM ) ^ haí Hann veit alltaf nákvæmlega upp á hár hvenær hann hefur drukkið nóg! hen nv Skárri er það ofstopinn — og lætur eins og hann hafi ekki séð okkur! Gegn staðreyndum BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Á ÁRUNUM um og eftir 1950 var bandaríska spilakonan Helen So- bel á hátindi frægðar sínnar. Hún og Charles Goren voru spilafélag- ar um margra ára skeið. Éitt sinn var hún spurð hvernig það væri að spila við afburða góðan spila- mann — og hún svaraði um hæl; „Spurðu hann“. Spilið í dag er frá blómaskeiði hennar. Vestur gaf, allir á hættu. Norður S. ÁK73 11. KD T. G102 L. KD104 Vestur S. G952 II. 643 T. K7 L. G953 Austur S. — II. ÁG10982 T. D843 L. Á82 I KZPN MXLF COSPER 7338 t Maðurinn minn þjáist af þeirri hugsun að hann sé ósýnilegur! Oft er ég hissa yfir því hversu menn stangast gegn staðreyndum. Og hve menn eru ötulir að verja ósómann og mæla honum bót. í þjóðlífi okkar f dag sjáum við dag hvern hvernig jafnvel bestu eig- inleikar geta orðið að engu ef menn skipta við eyðingaröflin. Milljónum og aftur tugum milljóna eyða menn í reykingar og hafa ekkert annað f staðinn er tjón, fjárhagslegt, andlegt og heilsufarlegt. Hafið þið tekið eftir þvf þegar menn sjúga að sér sígarettureykinn hversu allt and- litið verður kæruleysislegt? Og kannski engin furðu þvf um leið og menn bindast eitrinu hverfur sú heiðríkja sem lifði með manninum i hollustuhætti. Svo milljörðum skiptir eyðum við i þessi eiturefni. Svo tala menn um frelsi. Þeir vilja vera frjálsir að öllum sfnum aðgerðum, um leið og þeir eru orðnir þrælar ávana og ffkni og jafnvel þeir aumingjar að þeir hika ekki við að segja að þeir geti ekki vanið sig af ósóm- anum. Hvflíkt frelsi, þar sem ein sígaretta ræður stefnu og athöfnum mannsins. Þegar þeir sem ekki reykja vilja benda þess- um ófrjálsu þrælum, sem vinna hörðum höndum undir járnaga tóbakseitursins, á betri leið, er jafnan svarið að þetta sé einka- mál þeirra sem reykja. En þetta er bara ekki svona einfalt. Það hefir mikið verið rætt um það undanfarin ár að banna reykingar sem víðast. Bæði f flutninga- tækjum, vinnustofum og annars staðar. Þá hafa reykingamenn andæft og talið að verið væri að amast við þeim. Þeir ættu að hafa frelsi — já, jafnvel frelsi til að eitra andrúmsloftið fyrir heil- brigðu fólki. Hvflfk forréttindi. Sem betur fer er það að skiljast þeim sem með ferðamál hafa að gera hversu það samrýmist illa að menn fái i tima og ótima að eitra þannig fyrir náunga sínum og nú seinast er það gert að skilyrði fyrir sérleyfum langferðabfla að þeir sem reykja verði sér i vögnunum og þeir sem ekki reykja geti sloppið við eitrunina. Ekki er fyrr búið að koma þessu á en að þeir sem eru á valdi tóbaksins — —þrælarnir — eru komnir á stjá og fullyrða að það sé þeirra einkamál hvort þeir reyki eða ekki. Og auðvitað er það þeirra einkamál að taka ekki tillit til annarra, þvf þjóðfélag vort er á góðri leið með að leyfa öllum óhroða að vaða uppi — og þar sýna verkin merkin. En þeir hinir sömu skyldu gá að þvf að þeir sem vilja heilbrigt líf eru ekki að öllu réttlausir, því um leið og reykingamenn eitra andrúmsloftið fyrir náunga sfnum þá eru þeir ekki einir 1 heiminum. Þvi ber að þakka þeim sem unnið hafa að þvf að koma því til vegar að við, sem viljum sleppa við þessa eiturgufu, getum ferðast um loft, lög og láð Suður S. D10864 II. 75 T. Á965 L. 76 Goren var í norður og opnaði á einu laufi og austur strögglaði á einu hjarta. Sobel í suður sagði einn spaða og varð síðan sagnhafi f fjórum spöðum. Ut kom hjarta og austur spilaði því aftur. Flestir hefðu nú tekið á annan af tveim hæstu spöðunum í blindum en það gerði Sobel ekki. Enda hefði spilið þá tapast. Þar sem austur átti Iengd í hjarta var vestur líklegri til að eiga lengd í spaðanum. Hún spilaði því lágum spaða frá blindum, tók með drottningu og vestur varð að stinga í milli þegar hún spilaði lágum spaóa frá hend- inni. Nú var tígulgosanum spilað frá blindum, vestur fékk á kónginn og spilaði hjarta f þriðja sinn. Suður trompaði heima og tromp- aði sfðan lauf á hendinni eftir að hafa pínt út laufásinn. Síðan voru trompin tekin af vestri með svín- ingu og tigulsviningin gaf sfðan tiunda slaginn. Rökrétt undirbúið og laglega unnið úr spilinu hjá spilakonunni frægu. ROSIR - KOSSAR - OG DAUÐI 83 þó svo að hann væri orðinn gamall og lasburða. Það var engu llkara en hann hefði dreg- ið tjald á milli okkar sem vor- um með honum, og þess sem bærðist innra með honum þessa stundina. Ég get ekki á þessari stundu fmyndað mér neina aðra ástæðu fyrir þessu ofsalega áfalli en að hann hafi þá rétt áður uppgötvað að eini sonurinn sem hann átti á Iffi — var morðingi. Hafi ég dregið rétta ályktun af skapgerð Frederiks Malmers þá hefur hann viljað fá að vera einn og hugsa málið, eftir að þetta rann upp fyrir honum. Hvað var nú til bragðs að taka? Var það ekki skylda hans að tifkynna lögreglunni um þetta? Gat hann knúið soninn til að gefa sig fram sjálfan? Sjálfsagt hafa þeirorðið ásáttir um að fresta ákvörðun til næsta dags. Morðið sem framið er f örvænt- ingu þá hina sömu nótt gefur vfsbendingu um það... En þetta hafði orðið forstjór- anum og hans veika hjarta um megn. Kannski hefur hvarflað að honum að svipta sig Iffi.. .til að losna við skömmina og hneyksllð sem óhjákvæmilegt var að fylgdi f kjölfar þessarar uppljóstrunar. En ef hann yrði veikur, ef hann dæi, var það að minsta kosti eitt atriði, sem hann vildi hafa á hreinu áður en að þvf kæmi... Hann hóf að skrifa erfðaskrá sfna f hinum mesta flýti. Og f raun og veru hefðum við átt að skilja erfðaskrána hans strax þvf að f henni var vissuleg bending til lausnar þessari gátu. Okkur varð á f messunni, þeg- ar við spurðum alltaf sömu spurningarinnar: hver hagnast mest á nýju erfðaskránni. Þess f stað hefðum við átt að spyrja: hver tapar mest á nýju erfða- skránni? Jú, f fyrsta lagi voru það Gabriella og Pia, en hvað þær snertir hafði Frederik gert sér það ómak að skýra okkur frá forsendunni fyrir þvf. Þær myndu erfa drjúgan skilding eftir Fanny frænku hvort eð var. OTTO MALMER, EINKA- SONURINN, SEM HEFÐI ATT AD HALDA AFRAM REKSTRI FYRIRTÆKISINS OG HALDA AFRAM LlFS- STARFI FÖÐURINS, ÞESSI MAÐUR VAR ÞETTA SUNNU- DAGSKVÖLD SVIPTUR EINS MIKI.UM HLUTA ARFS SlNS OG LÖG LEYFA. Og við bjálf- arnir skíldum ekki hvað þetta fól f sér. Við skiidum ekkí að gamli forstjórinn var á þcnnan hátt að fella sinn dóm yfir syni sfnum. Morðingi skal að minnsta kosti ekki fá að velta stórum fjárupphæðum og bera ábyrgð á f jölda manns f vinnu... Á hinn bóginn voru tvær manneskjur sem áttu að fá bæt- ur eftir þvf sem f mannlegu valdi var fært að gera slfka yfirbót. Annar var Björn, sonur hinnar myrtu — sem Frederik Malmer hafði reyndar alltaf verið mjög hlíðhoilur vegna þess að hann var greindur og duglegur, enda þótt honum hefði ekki þótt hann verðugur Framhaldssagð eftir Mariu Lang Jöhanna Kristjónsdóttir þýddi þess að verða eiginmaður Gabrieilu. Hinn aðilinn var eig- inkona Ottos, sem án eigin skuldar hafði verið dregin inn f þennan harmleik og þurfti á peningum að halda, svo að hún gæti skapað sér sitt eigið líf, fjarri Rauðhólum og ölium endurminningunum... Eg ætia Otto það, að hann hafi Ifklega sagt satt þegar hann staðhæfði að hann hefði ekki vitað að faðir hans var búinn að breyta erfðaskránni. Á þeirri stundu hefur hann sjálfsagt kært sig kollóttan um peninga. Hugur hans snerist um önnur efni. Hann hlýtur að hafa verið miður sfn af kvfða yfir þvf að faðir hans tæki þá ákvörðun að segja til hans. Og þegar hjartaáfallið dugði ekki til að hann dæi var hann orðinn svo miður sfn og örvita að hann fór að skipuleggja morð. Hvernig hann stóð að þvf að koma þvf i framkvæmd hef ég þegar sagt ykkur — eða að minnsta kosti hvernig ég heid hann hafi farið að. Við getum að vfsu sagt við okkur sjálf að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.