Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRIL 1977 Dr. Vilhjálmur Lúðviksson: Vandamál Þörungavinnslunnar Athugasemdir við gagnrýni Sigurðar V. Hallssonar INNGANGUR Að undanförnu hefur stjórn Þör- ungavinnslunnar h.f og þó sérstaklega höfundur þessarar greinar, svo og verkfræðilegir ráðgjafar fyrirtækisins, legið undir mjög þungum ásökunum frá Sigurði V Hallsyni, efnaverkfræð- ingi, fyrir Stórfelld og margvisleg. en venjuléga ótiltekin mistök um undir- búníng, hönnun og val tækja, svo og stjórnun framkvæmda við byggingu og síðar rekstur Þangþurrkstöðvar að Reykhólum. Ásakanir þessar eru svo alvarlegar að persónuheiður og starfs- heiður viðkomandi manna er í veði Hefur sfðan Dagblaðið notað aðdrótt- anir Sigurðar til nlðskrifa um einstaka stjórnarmenn Þörungavinnslunnar, þ.e. mig og Steingrim Hermannsson, alþingismann, svo og Rannsóknaráð rlkisins, sem' Steingrlmur veitir for- stöðu, og kostaði ýmsar undirbúnings- rannsóknir tengdar þessu máli. Hefur Sigurður verið gerður að píslarvotti þess vonda kerfis, sem Dagblaðið telur sig berjast gegn Ónafngreindir tækni- legir ráðunautarerueinnig atyrtir I skrif- um þessum, sem reynslulitlir aðilar og dómgreind þeirra léttvæg fundin við hliðina á 20 ára reynslu Sigurðar V Hallssonar. Skrífum Dagblaðsins er ekki unnt að svara, þar sem þau annars vegar mót- ast af pólitlskum ofsóknum á hendur Steingrími Hermannssyni og hins veg- ar þeirri almennu stefnu blaðsins, að þyrla upp moldviðri um menn og mál- efni undir yfirskyni rannsóknablaða- mennsku og svífast þá einskis I við- leitni til að selja vöru slna I samkeppni eftirrniðdegisblaðanna. Þess má geta, að á blaðamanna- fundi, sem stjórn Þörungavinnslunnar h.f boðaði til 25 október s.l. til að gera opinberlega grein fyrir vandamál- um fyrirtækisins var Dagblaðið eini fjölmiðillinn, sem ekki sendi fulltrúa og var það væntanlega í samræmi við dýpt þeirrar upplýsingasöfnunar sem blaðið viðhefur. Viðtali við Sigurð I Morgunblaðinu hinn þ. apríl s.l verður þó að svara, enda er hún alvarlegri tilraun til að varpa Ijósi á atriði sem gagnrýnisverð kunna að þykja, þótt ekki sé þar dómur felldur. Vandinn við að svara aðdróttunum Sigurðar er sá, að þær eru annaðhvort svo slagorðakenndar og órökstuddar fullyrðingar um mistök I hönnun og stjórnun, að ekki er unnt að taka á þeim eða svo tæknilegs eðlis, að óljóst er hvort almenningur nennir að setja sig inn I þau atriði, sem máli skipta og mynda sér sjálfstæða skoðun Hér verður þó reynt að setja meginatriði þessa máls fram, þémnig að flestir sem vilja geti áttað sig á því En þvl miður verður það ekki gert efnislega nema I alllöngu máli, annars stæðu einurtgis fullyrðingar gegn fullyrðingum við Sigurð V. Hallsson, efnaverkfræð- ing Um sjálfa öflunartæknina og mat á ýmsum rekstaraðstæðum, var að meg- inhluta stuðst við reynslu og ráðgjöf Alginate Industries Ltd. sem er það fyrirtæki I heiminum, sem mesta reynslu hefur I vinnslu þangs og er annar tveggja stærstu alginatframleið- enda I heiminum. Sjálf öflunartæknin sem valin var, hefur þó verið þróuð á vegum hins stærsta alginatfyrirtækis- ins, Kelco I Bandarlkjunum, sem m.a. starfrækir litla alginatverksmiðju ná- lægt Yarmouth I Nova Scotia og byggir framleiðslu slna á vinnslu klóþangs. Framleiðandi tækjanna Aquamarine Corporatíon, hefur að sjálfsögðu ann- ast tæknilega framkvæmd þessarar þróunar Alginate Industries Ltd. og Kelco hafa með sér samkomulag um gagn- kvæm skipti á upplýsingum um öflun- artækni þessa og naut Þörungavinnsl- an h.f þess samstarfs og hafa fulltrúar allra fyrirtækjanna hittst nokkrum sinn- um af þessu tilefni. Tæknileg aðstoð við endurbætur og eftirlit með smlði prammanna hefur verið fengið frá Stefáni Erni Stefánssyni, svo og bandarisku fyrirtæki, sem tók að sér að fylgja eftir tæknilegum og viðskipta- legum hagsmunum Þörungavinnslunn- ar h.f. í sambandi við smlðina á öflun- arprömmunum. Leitað var til Sigurðar V Hallsonar um tillögur að endurbót- um á prömmunum og kom hann þeim á framfæri haustið 1974, að svo miklu leiti sem honum hentaði þá. Þess skal getið að þegar undir- búningsfélag Þörungavinnslu h.f skil- aði áliti sinu um hagkvæmari þörunga- vinnslu, sem byggt var á frumhönnun verksmiðjunnar og föstum tilboðum I alla meginþætti aðbúnaðar, var af hálfu Iðnaðarráðuneytis beðið um um- sögn Framkvæmdastofnunar rlkisins og Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen s.f. Voru frá þeim slðarnefndu ekki athugasemdir um fyrirhugaða hönnun verksmiðjunnar, en eðlilegir fyrirvarar varðandr fyrirhugaða öflunartækni, sem þvl var takmörkuð reynsla á. Þar sem öflunarafköst prammanna hér við hérlendar aðstæður verða ekki ábyrgst af framleiðendum né tæknileg- um ráðgjöfum Þörungavinnslunnar h.f, hlýtur fyrirtækið sjálft og stjórn þess að taka á sig þá ábyrgð og áhættu, sem tækjavali var samfara og ætlar stjórn- in ekki að afneita þeirri ábyrgð SAMSKIPTI VIÐ SIGURÐ V. HALLSSON: Þar sem Sigurður V. Hallsson gagn- rýnir mjör skort á samráði við sig um undirbúning og daufar undirtektir við tillögur hans I ýmsum tæknilegum efn- um, er rétt að gera grein fyrir samn- ingnum við hann, svo og tillögum hans, að svo miklu leiti sem þær eru til Vilhjálmur Lúðvíksson skriflegar og verða bornar saman við tæknilegar lausnir, sem valdar voru Það verður að koma hér fram að samskipti þeirra, sem staðið hafa að undirbúningi Þörungavinnslunnar h.f. við Sigurð, hafa löngum verið mjög stirð og geta þeir sem um málið hugsa getið sér til um hvort það sé af ein- skærum illvilja til Sigurðar V. Hallsson- ar, — sem án efa hefur mest manna og lengst hugsað um hagnýtingu bot- lægra þörunga hérlendis. Að notfæra ekki þá þekkingu frá upphafi hefði virst fásinna Gallinn hefur hins vegar verið sá að Sigurður hefur gert tilkall til að fjalla einn og á eigin skilmálum um alla þá þættii sem málið varða Hefur hann hvorki staðið við gert tilkall til að fjalla einn og á eigin skilmálum um alla þá þætti sem málið varða Hefur hann hvorki staðið við gert samkomu- lag og samninga um umfang og eðli þeirra starfa sem honum hafa verið falin, né þann kostnaðarramma verk- efna, sem hann sjálfur hefur sett upp og samþykkt. Skýrslum um störf sln hefur hann sömuleiðis skilað að eigin geðþótta, venjulega mjög löngu eftir umsaminn tíma og án viðhlýtandi skýr- inga á drættinum, en með stöðugum loforðum um skil á næstu dögum Á rannsóknarstigi málsins á árunum fram að 1 973, skapaði þetta ekki stór- vægilegt fjárhagslegt tjón fyrir umbjóð- endur, heldur fyrst og fremst leiðindi, sem m a. leiddu til þess að Sigurður V. Hallsson dró sig út úr verkfræðifyrir- tækinu Virki h.f á árinu 1970 vegna innri ágreinings einmitt út af skýrslu- skilum I þvl fyrirtæki, þegar Virkir vann að rannsóknum á vinnslu þara fyrir Rannsóknaráð rlkisins, en verkefnis- stjóri Virkis I þeim rannsóknum var þá, SigurðurV Hallsson, Þegar málið kom á framkvæmdastig á árinu 1973 og slðar urðu sllkir starfshættir óaðgengilegir. Sigurður átti að skila skýrslu sinni um þang- miðarannsóknir og öflunartilraunir, með þangskurðarprammanum sumarið 1973 fyrir áramótin 1973—74. Sú skýsla fékkst ekki fyrr en i aprll 1 974 eftir mikið þóf og leiðindi og löngu eftir að taka þurfti ákvarðanir, sem sú skýrsla hefði áttað undirbyggja Sama skeði árið 1974, þegar Sig- urður átti að kanna nánar skurðhæfni þangskurðarprammans sem starfrækt- ur var það sumar og skila tillögum um endurbætur. Var það ákveðið sam- komulag að skýrsla skyldi komin fram fyrir lok nóvember haustið 1974, þannig að unnt væri að taka mið af henni við samninga (skilgreiningar á hönnunarkröfum) um kaup á þangöfl- unarprömmunum til afhendingar á ár- inu 1975, þegar verksmiðja skyldi hefja starfrækslu Eftir mjög miklar tilraunir.l nóvember og desember 1974 til að fá a.m k. helstu niðurstöður til viðmiðunar, slitn- aði upp úr samstarfi með yfirlýsingu Sigurðar V Hallssonar við þáverandi framkvæmdastjóra og undirritaðan, þess efnis að hann hætti allri vinnu fyrir Þörungavinnsluna h.f. Var þá gengið frá hönnunarkröfum um næstu 5 pramma, án þess að formlegar ábendingar kæmu frá Sigurði V. Halls- syni aðrar en nokkrar lauslegar hug- myndir um endurbætur á skurðgreiðu og afturenda prammans. Þess skal þó getið að Sigurður hafði verið með á fundum með framleiðendum pramm- anna, þá um haustið þegar breytingar voru til umræðu, og alltaf átt kost á að bera fram sllkar tillögur. j mars 1 975 barst svo reikningur frá Sigurði V. Hallssyni fyrir störf á tlma- bilinu 16 12 '74 — 6.3. 1975, með hótun um málshöfðun yrðu reikningar ekki greiddir strax, og yrði engri skýrslu skilað nema gengið yrði að skilmálum hans. Þegar samstarfi ráðgjafafyrirtækisins var þannig komið og gagnkvæmt traust algerlega brostið hlaut stjórnin að taka þá ákvörðun að sllta samstarfi formlega og var það gert á fundi 25. aprll, 1975 og Sigurði tilkynnt það bréflega Um samskipti Sigurðar við fyrirtæk- ið voru á árinu 1 973 I gildi samningar, sem mæltu svo fyrir að hugsanlegum ágreiningi yrði skotið til Gerðardóms Verkfræðingafélags íslands og hefur Sigurði verið boðið að leggja ágreiningsmál hans og Þörungavinnsl- unnar undir þann dóm, en hann neitað og stðan reynt að ná stnum hagsmun- um fram eftir pólitlskum leiðum og nú með áróðri 1 fjölmiðlum í sambandi við rekstrarerfiðleika Þörungavinnslunnar. Eru það hin ósæmilegustu vinnubrögð fyrir sjálfstæðan ráðgjafaraðila gagn- vart fyrrverandi umbjóðanda slnum og satt að segja full ástæða til að taka fyrir á faglegum vettvangi stéttarfélags verkfræðinga, enda liggja ýmsir starfs- bræður Sigurðar undir ámæli ámeðan ásökunum hans er ósvarað. TILLÖGUR SIGURÐAR UM ÞANGVINNSLUTÆKNKI í ársbyrjun 1973 var gengið sam- HVER ERU VANDAMÁLIN? Ljóst er að rekstur Þörungavinnsl- unnar h.f., hefur fram að þessu mistek- ist og er þvl um að kenna, að ekki hefur aflast nema um fjórðungur þess þangs sem þarf til að tryggja rekstur verksmiðjunnar á ársgrundvelli (þ.e. greiða vexti, afskriftir og lausagangs- kostnað verksmiðjunnar, þegar ekki er unnt að vinna þang). Hefur sú öflunar- tækni brugðist sem beita átti og stafa af þvl flest vandamál fyrirtækisins Auk þess hafa nokkrir smlðagallar komið fram I tækjum og r^nnsli heits vatns til verksmiðjunnar orðið minna en hönn- unarforsendur krefjast. Síðari vanda- málin eru þó tiltölulega einföld I lausn tæknilega þótt óhjákvæmilega fylgi þvl nokkur kostnaður. Áætlanir um stofnkostnað og starf- semi að öðru leiti, hafa staðist. HVERJIR HAFA VERIÐ T/EKNILEGIR RÁÐGJAFAR? Verkfræðifyrirtækið Virkir h.f , hafði með höndum hönnun og eftirlit með framkvæmdum við byggingu verk- smiðjunnar, bæði hús, vélbúnað og önnur tilheyrandi mannvirki, en Stefán Örn Stefánsson. verkfræðingur hafði yfirumsjón með þeim þætti fyrir hönd Virkis h.f Um ýmsar tæknilegar hliðar þang- þukkrunar, svo og mölun og meðferð afurða var notið tæknilegrar ráðgjafar og reynslu Alginate Indurstries Ltd , þess skoska fyrirtækis sem samið hefir um kaup á afurðum verksmiðjunnar. Við könnun þangmiða og ráðfjöf um ýmsa þætti varðandi öflun var samið Kortið er gert af Mbl. eftir teikningu, merkt S.V.H., FEB. ’73. tlmis frá skriflegum samningum við Virki h.f. og Sigurð V Hallsson um tæknileg ráðgjafastörf og er sú vinna talin hefsjast 15 janúar, 1973 Þess má geta að Virkir h.f. neiiaði að hafa Sigurð V. Hallsson með I starfshópi sinum um hönnun verksmiðjunnar og er sérstaklega kveðið á um I samningi við Virki, að öll samskipti við Sigurð, fari I gegnum Þörungavinnsluna [ sérsamningum við Sigurð eru hon- um falin eftirtalin verkefni, eins og segir I 2. gr. samningsins: 2.1. Verkfræðingur er til almennrar ráðgjafar um tilhögun öflunar, flutninga og þurrkunar þangs I sam- bandi við þangvinnslu á Reykhólum og getur eigandi leitað til verkfræðings um öll mál, sem varða verkfræðilegan undirbúnings verksins. 2.2 Verkfræðingur gerir tillögur um fyrirkomulag þangflutninga frá hafnar- svæði til þurrkverksmiðju og skilar um það skriflegri greinargerð og rissmynd- um, sem frekari úrvinnsla getur byggst á 2.3. Verkfræðingur gerir tillögur um fyrirkomulag þangskolunar og skilar um það skriflegri greinargerð og riss- myndum. 2 4 Verkfræðingur tekur saman allar þær, upplýsíngar, áem tiltækilegar eru um þangmagn og endurvaxtarhraða þangs á Breiðafirði 2.5 Verkfræðingur gerir tillögur um fyrirkomulag þangþurrkunartækja og gerir verkfræðilega skissu af hugmynd sinni um fyrirkomulag loftblásturs og hitunar við þurrktæki. Hugmyndinni skal fylgja skrifleg greinargerð með áætlun um loftmagn, loftþrýsting, orkuþörf, hita- og rakastig lofts, svo og stærð og áætl uð afköst þurrktækja Hinn 12, febrúar leggur Sigurður skriflega fram tillögur slnar um al- menna tilhögun öflunar, flutnings og þurrkunar þangs svo og tilhögun undirbúnings. Er I skýrslunni strax þung gagnrýni á þá nýskipuðu fulltrúa iðnaðarráðuneytisins, sem höfðu undirbúning málsins með höndum, á meðan verið var að ganga frá stofnun U ndirbúni ngsfélags þörungavinnsl u h.f., fyrr að hafa ekki þegar haft meira samráð við höfund skýrslunnar um allan undirbúning. Með tilliti til þess að Alþingi hafði gengið frá lögum um félagsstofnunina þá tæpum tveim mánuðum áður og lög voru undirrituð á gamlársdag, sýndist það æði snemmborin ádeila, og verður hún ekki skilin á annan veg, en þann að Sigurður hafi ekki viljað afskipti ann- arra tæknilegra ráðgjafa af málinu. Sú vinnslurás fyrir þangvinnslu, sem Sigurður V. Hallsson lagði þar til er sýnd á meðfylgjandi mynd, sem er gerð eftir teikningu Sigurðar sjálfs merkt SVH FEB. '73. Vinnslurás þessi átti að verða eins og Sigurður tekur skýrt fram I skýrslu þessari orðrétt: „leiðarvlsir, ef ekki ákvörðunar- grundvöllur um val á tækjum. mönn- um og framleiðsluleiðum nú þegar eða slðar á þessu ári 1973." [ megindráttum byggjast tillögur þessar sem átti þá þegar eða sfðar á árinu að taka ákvarðanir um á þvl að: 1 Smiðað yrði og reynt þangöflun- artæki samkvæmt teikningu Sigurðar, (sýnd sérstaklega). [ skýrslunni kemur fram að höfundur gefur sér að afköst tækisins verði 6, t. af skornu þangi á klst 2. Þangið skildi fara I samfellda lengju af flötum (ca. 15—20 cm. þykkum) og breiðum (2—3 m) poly- propylen strigapokum, beirit frá þang- ölunartæki til verksmiðju, I gegnum þurrkara og I geymslu og síðast til skipá 3. Gert er ráð fyrir skolun eða þvotti á þanginu I þeim tilgangi að auka hlutfallslegt innihald alginsýru lendan- legri afurð og þar með verðmæti afurð- ar og höfðu tilraunir sem Sigurður V. Hallsson hafði áður gert bent til hag- kvæmni þess Með vinnsluferli þessum taldi Sig- urður V. Hallsson sig benda á nýja aðferð þar sem: ,,þangið fer fljótandi eSa á færiböndum f gegnum fram- leiðslurásina frá sjávarbotni á Breiðafirði f úrvinnslu f Gfrvan f Skotlandi", eins og hann orðar það sjálfur. i umræðum um tillögur þessar með öðrum tæknilegum ráðunautum fyrir- tækisins hinn 12. febrúar var bent á ýmsa vankanta á þessum tillögum, og má nefna eftirfarandi atriði: A. Skurðartæki væri enn lausleg hugmynd höfundar og engir þættir þess reyndir. Vitað væri að þróun sllks tækis væri mjög dýrt fyrirtæki, sem margir hefðu reynt og gefist upp á. Jafnframt var þó komið fram tæki, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.