Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRlL 1977 31 Petrfna Hallgrfmsdóttir, Krókatúni 8. Rannveig Lárusdóttir, Skagabraut 6. Sigrún Pálsdóttir, Vesturgötu 59. Sigrún Valgerður Siguróardóttir, Vogabraut 28. Sigurrós Allansdóttir, Sunnubraut 20. Valey Björk Guðjónsdóttir, Furugrund 22. Ferming kl. 2 slðdegis. Drengir: Adolf Friðriksson, Heiðarbraut 45. Árni Þórisson, Háteigi 4. Eðvarð Rúnar Lárusson, Kirkjubr. 9. Einar Þór Óttarsson, Suðurg. 65. Eirfkur Þór Eirfksson, Bjarkargr. 34. Garðar Heimir Guðjónsson, Garðabr. 4. Guðlaugur Kristinn Gunnarsson, Stekkjarholti 16. Guðmundur Rafn Svansson, Stekkjarholti 10. Guðni Hannesson, Höfðabraut 16. Gunnar Þór Guðjónsson, Furugr. 26. Gunnar Jóhann Viðarsson, Deildartúni 6. Hörður Kristinn Harðarson, Garðabr. 9. Ólafur Gfsli Baldursson, Sóleyjargötu 15. Drengir: Aðalheiður Gylfadóttir, Hjarðarholti 13. Ásdfs Krstmundsdóttir, Hjarðarholti 4. Berglind Halldórsdóttir, Esjubraut 10. Brynja Helgadóttir, Esjubraut 26. Brynja Blumenstein, Kirkjubraut 19. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Höfðabraut 10. Guðfinna Rúnarsdóttir, Vogabraut 26. Guðrún Adolfsdóttir, Jaðarsbraut 13. Halldóra Traustadóttir, Háholti 26. Harpa Guðmundsdóttir, Furugrund 12. Helena Guttormsdóttir, Bjarkargrund 20. Helga Ingunn Sturlaugsdóttir, Vesturgötu 32. Hugrún Sigurðardóttir, Esjubraut 12. Inga Lfndal Finnbogadóttir, Vogabr. 48. Kristfn Lfndal Hallbjörnsdóttir, Merkurteigi 1. — Þörunga- vinnsla Framhald af bls. 17 starfshættir og mat á grundvelli reynsl- unnar, þótt það mat geti reynst skeik- ult. Ýmislegt annað bendir til þess sama og er það t.d. furðulegt að í skýrslum Sigurðar um þaravinnslu á árunum 1968—1970 skuli þess hvergi getið að grjót það, sem kemur upp með þaraæönglum I þeirri aðferð, sem hann mælir með og telur sig hafa endurbætt, muni valda erfiðleikum I vinnslu. Er Þörungavinnslan h.f. ætlaði að hefja þaravinnslu I mars 1975 á grundvelli skýrslna Sigurðar kom þetta atriði strax upp sem útilokandi vanda- mál og er Ijóst að I því sambandi þarf að þróa sérstakt tæki ef af vinnslu þar* á að verða. LOKAORÐ Enda þótt margt fleira I aðdróttunum Sigurðar gefi tilefni til andmæla verður hér staðar numið, enda orðið alllangt ál. Engum ér það Ijósara en mér að erfitt er að sannfæra vantrúaða þegar ekki hefur tekist að gera það, sem áður átti að framkvæma og var sagt vænlegt. Menn eru reiðubúnir að trúa öllu um orsök erfiðleika, sérstaklega þeim skýr- ingum, sem einfaldar eru og þægilegt að kyngja. Hinum flóknari rökum raun- veruleikans nenna menn ekki að velta fyrir sér aða reyna að skilja. Menn vilja gjarnan heyra að til sé vél sem leggi veg um mýrar, mela og móa, fjöll og heiðar, blandi að staðnum og eftir tvo mánuði sé kominn skotvegur til Akureyrar. Sigurður V, Hallsson geys- ist nú fram og segist ekki sjá óleysan- leg vandamál hjá Þörungavinnslunni. Hluthafar skuli bara skipta um stjórn og fá menn sem geti aflað fyrirtækinu þangs. Ljóst er hverjir þeir „menn" eru. Ég er að sjálfsögðu sammála um að öll tæknileg vandamál Þörungavinnsl- unnar eru leysanleg, þó ég geri ekki að því skóna að þau leysist á einni nóttu eða einu ári, og varla tveim, en ef ráð Sigurðar V Hallsonar I tæknilegum efnum verða tekin alvarlega og verða állka raunhæf og hingað til, hef ég ekki mikla trú að að erfiðleikarnir verði nokkru sinni yfirstignir 19. apríl 1977, Vilhjálmur Lúðvíksson. — Minning Hafdís Framhald af bls. 35 Didí bauð okkur i mat, þrátt fyrir allan þann hóp sem hún hafði fyrir. Dídí átti við veikindi að striða síðustu ár og átti þvi oft erindi til Rvikur. Kom hún jafnan við á heimili okkar hjónanna í þessum ferðum. En „Svo örstutt er bil milli blíðu og éls, og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds.“ Þessar ljóðlínur komu í huga mér, er ég frétti að Dídí hefði látist aðeins tveim timum eftir að ég talaði við hana í sima. Við sendum eftirlifandi eigin- manni hennar, börnum, aldraðri móður og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Guð veri þeim styrkur í raun. Dóra og Jónas. Spassky og Hort: Stunda skíði, tefla fjöltefli og Spassky flyt- ur fyrirlestur AÐSTOÐARMENN þeirra Spasskys og Horts, Smyslov og dr. Alster, fóru báðir heimleið- is aftur I gærmorgun. Þeir Spassky og Hort dvelja hér hins vegar fram yfir helgi. Á sumar- daginn fyrsta brá Hort sér til Akureyrar til fjölteflis og skíðaiðkunar og Spassky ætlaði til Húsavíkur i gærkvöldi sömu erinda og þaðan ætlar hann svo til Akureyrar. Héðan fara skák- kapparnir í næstu viku; á þriðjudag Hort og Spassky dag- inn eftir. í dag ætlar Hort að freista þess að betrumbæta heimsmet í fjöltefli. Taflið hefst í Víghóla- skóla klukkan 9 og mun Hort fyrst tefla við 200 skóla- unglinga í einu, en til þessa hefur enginn teflt fjöltefii við meira en 179 manns i einu. Þeg- ar Hort hefur lokið þessu af mun hann tafarlaust halda áfram og þá tefla linnulaust við 40 manna hóp, sem stöðugt verður bætt í eftir því sem menn detta út. Setti Hort sjálf- ur markið þar á 244, en þátt- tökuskrá var lokað, er 300 manns voru komnir á hana, sem gerir þá 500 í allt með unglingunum. Núverandi fjöldamet er 400 manns og tók það fjöltefli 36 klukkustundir, en Hort ætlar einnig að freista þess að slá tímametið. Á mánudagskvöld ætlar Spassky svo að halda fyrirlest- ur í Tjarnarbúð um reynslu sina af skákeinvígjum og mun hann taka fyrir skákfræðilegar, likamlegar og sálfræðilegar hliðar þeirra og sýna skákdæmi með. Vlastimil Hort telfdi fjöltefli á Akureyri f fyrrakvöld. Tefldi hann f samkomusal Sambandsverksmiðjanna á 51 borði. Hort vann 40 skákir, tapaði fimm og sex lauk með jafntefli. Þeir, sem unnu stórmeistarann, voru: Guðmundur Búason, Guðmundur Heiðdal, Haukur Jónsson, Jón Björgvinsson og Jón Jóhannsson, sem er aðeins 14 ára. Jafntefli gerðu: Guðmundur Svavarsson, Guðrún Arnadóttir, en hún hefur áður gert jafntefli við Friðrik Ólafsson, stórmeistara, I fjöltefli á Akureyri, Gunnlaugur Guðmundsson, Gylfi Þórhalldson, Hreinn Hrafnsson og Smári Ólafsson, sem er aðeins 13 ára. Eftir fjölteflið fór Hort mjög lofsamlegum orðum um tafl- mennsku unglinganna þeirra Jóns og Smára. — Virkjun Framhald af bls. 20 ar, svo komizt verði hjá land- spjöllum við Blöndu. Að lokum þetta. Andstaðan við Blönduvirkjun sýnist að sumu leyti byggð á vafasömum eða röngum forsendum. Skipt- ar skoðanir um stórmál eru oft eðlilegar. En sé reynt að efna til óbilgjarnra fokkadrátta um hin mestu hagsmunamál, eins og flestum virðast Blöndu- virkjun vera, fylgir þvi mikil ábyrgð. Aðrir landshlutar munu ekki láta dekstra sig til að taka við fjármagni til virkjana, verði þessu máli drep- ið á dreif. Forystumenn á Norðurlandi vestra mega ekki glopra úr höndum sér þessu stórmáli með slíkum vinnu- brögðum. — Alþingi Framhald af bls. 3 geirsson (F) og Sverrir Her- mannsson (S). Jóhann Hafstein gerði gíein fyrir hjásetu, efnis- lega á þá leið, að meta verði eign- araðild íslendinga að slíkum fyrirtækjum eftir málsatvikum hverju sinni — og í þessu tilfelli sé fjárhagsleg áhætta of mikil. Hjáseta annarra þingmanna Sjálf- stæðisflokksins mun byggð á svip- aðri afstöðu. Fjarverandi vóru Vilhjálmur Hjálmarsson (F), Þórarinn Sigur- jónsson (F) og Ólafur G. Einars- son (S) en þeir greiddu allir at- kvæði með frumvrpinu við aðra umræðu í deildinni. Með frumvarpinu greiddu at- kvæði allir aðrir þingmenn stjórn- arflokkanna sem og allir þing- menn Alþýðuflokksins i neðri deild Alþingis. Frumvarpið geng- ur nú til þinglegrar meðferðar í efri deild Alþingis. — Leiklist Framhald af bls. 10 Kristinssonar er trú anda verksins, kunnáttusamleg i alla staði. Sama er að segja um bún- inga Freygerðar Magnúsdóttur og tónlistarflutningur Einars Einarssonar og Glaudiu Holtje ber okkur beint inn í heim Goldonis. — ístak Framhald af bls. 44 bætur koma til vegna þess að ístak tók erlent lán i sambandi við framkvæmdir sinar. Gerðardóminn skipuðu; Gaukur Jörundsson, prófessor, formaður, Gunnar B. Guðmundsson, hafnar- stjóri, og Jón A. Skúlason, verk- fræðingur. Lögmaður Istaks var Gunnar Möller og Landsvirkjunar Hjörtur Torfason. Það er út af fyrir sig viss reynsla að koma inn í hlýjuna til að sjá fágaðan ítalskan gam- anleik þegar úti er snjór og kuldi. Vonandi dettur engum í hug að Goldoni komi okkur ekki við. Sýning Leikfélags Akureyrar á Afbragð annarra kvenna á skilið mikla aðsókn og þyrfti að ná til fleiri en Akur- eyringa. Þetta væri tilvalinn gestaleikar á reykvísku leik- sviði svo að við gerðum okkur grein fyrir þvi í eitt skipti fyrir öll að menningin er ekki bund- in við höfuðborgina eina. — Tónlist Framhald af bls. 12. hafnasamt leikhús getur ekki sinnt þessu verkefni, nema að það komi niður á almennri leik- starfsemi þess. Metaðsókn á söngskemmtiverk og að fólk víl- ar ekki fyrir sér að greiða slíka skemmtan hærra verði en al- mennt gerist i Ieikhúsi, sýnir að söngleikahús, þó dýrt yrði I uppsetningu, þyrfti engu að kviða um aðsókn, ef vel væri á málum haldið. í dag éigum við nóg af góðum söngvurum til að standa undir flutningi á flest- um óperum tónbókmenntanna og í framtíðinni mun vöntun á óperuhúsi verða ómetanlegur skaði íslenzku menningarlifi. Nemenda- leikhúsið ■ » i n i ramRnannT? mLajjULULUJJ I i h l Sýningar í Lindarbæ 3. sýning sunnudagskvöld. 4. sýning mánudagskvöld. 5. sýning miðvikudagskvöld. Miðasala milli kl. 17 —19 alla virka daga. Pantanir i sima 21 971 frá 1 7 —19 alla daga. * í jf€' % ► - r W 1 .* ’jHb ! p í Æy M|í m ■M í b wk :1 1 > í ■Æ: wmm m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.