Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 3 Eftir ólætin í miðborginni: Borgarstjórn krefst aukinnar löggæslu BORGARSTJÓRN Reykjavíkur hafa þurft að búa við, samanber samþykkti á fundi sinum í fyrra- ályktanir þeirra." kvöld tillögu frá Davíð Oddssyni bogarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins þar sem óskað er aukinnar löggæslu i borginni vegna óláta og skemmda i miðbænum um síðustu helgi. Tillaga Daviðs var samþykkt með 15 samhljóða at- kvæðum. og lýstu fulltrúar allra flokka stuðningi sinum við hana. Ályktunin sem samþykkt var, er svohljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavíkur átel- ur harðlega þau skemmdarverk, sem unnin hafa verið á gróðri í görðum borgarinnar að undan- förnu. Miklum fjármunum og vinnu er varið til að fegra og prýða borgina á ári hverju. Óþol- andi er að skemmdarvörgum skuli haldast uppi að gera slíka viðleitni að engu á örskammri stund. Borgarstjórn hlýtur að gera þá kröfu, að löggæsla í borginni sé svo öflug að hún geti spyrnt á móti slíkri skemmdarstarfsemi og varið íbúðahverfi fyrir ágangi eins og þeim sem íbúar Grjótaþorps Gylfi Þ. heldur ræður í Varsjá og V-Þýzkalandi GYLFI Þ. Gíslason fyrrverandi ráðherra heldur á næstu dögum til Póilands og V-Þýzkalands, þar sem hann mun flytja ræðu hjá íslendingafélögum í nokkrum borgum. Upphaflega var dr. Gylfa boðið að koma til Kölnar 25. september og halda þar hátiðar- raéðu á 25 ára afmælishátið þýzk- islenzka félagsins þar. Formaður þess félags er Max Adenauer, sem var á sínum tfma fjármálaborgar- stjóri Kölnar, en hann er sonur Konrads Adenauer fyrrum kansl- ara. Síðar var Gylfa einnig boðið að halda ræðu hjá samsvarandi félög- um í Hamborg, Lúbeck og Dort- mund og hjá Freie Universitet í V-Berlín. Loks bættist síðan pólsk-íslenzka félagið í Varsjá við og mun Gylfi fyrst fara þangað. Formaður þess félags er Margaret Schlau. Ræðu sína í vestur-þýzku borgunum kallar Gylfi: „Island og Islendingar. Verður þúsund ára gömul menning varðveitt í nútíma iðnríki." I Póllandi mun Gylfi hins vegar tala um íslenzka ull og skinnavörur að beiðni Pólverja, sem kaupa árlega mikið af skinna- vörum frá íslandi. Um 50% kjör- sókn hjá BSRB UM 50% kjörsókn var í atkvæða- greiðslu BSRB um samkomulagið við ríkið, en kosningu lauk í gær- kvöldi. I Reykjavík var kjörsókn aðeins fyrir ofan landsmeðaltal eða um 55% og sagði Kristján Thorla- cius, formaður BSRB, í gærkvului, að hann teldi þetta viðunandi kjör- sókn. Talið verður í uíig ! atkvæða- greiðslunni. Tvær sölur TVÖ skip lönduðu afla sínum í Bretlandi í gær. Heimaey seldi 41 tonn í Grimsby fyrir 25.5 milljónir, meðalverð 618 krónur. Guðsteinn seldi 156 tonn í Hull í gær og fyrradag fyrir 80 milljónir króna, meðalverð 511 krónur. Hvernig væri að bregða sér í Laugardalshöll um helgina? Kynna sér nýjungar, t. d. á sviði andlitsfegrunar, saumaskapar og matargerðar, - jafnvel fá að smakka. Eða nýta sér kynningarafslætti sem ýmsir sýnendur bjóða. Þannig er hægt að kaupa sér ólíkar vörur á góðum kjörum, kaffi, postulín, fiskibollur, tískuvörur, hljómplötur, blóm og margt, margt fleira. Og að þessu loknu, spillir heimsókn á tívolísvæðið ekki fyrir. Sýningunni „Heimilið 80“ lýkur annað kvöld. Missið ekki af sýningarviðburði ársins. Opið í dag laugardag og á morgun sunnudag frá kl. 1 -23.00 Um 64 þúsund hafa skoðað Heimilið ’80 UM 64 þúsund manns höfðu í gærkvöldi komið á sýninguna Heimilið '80 í Laugardalshöllinni. Sýningin opnar í dag og á morgun klukkan 13 og lokar klukkan 23, en síðasti sýningardagur er á morg- un. Meðal þess, sem fyrir augu ber á sýningunni eru tízkusýningar. sem Karnabær hefur verið með. Um helgina verða þær klukkan 15.15, 18.15 og 21.15. Einnig skemmta Jóhann Helgason og Helga Möller og árita plötu sína klukkan 17 báða dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.